Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÖVEMBER 1974
/ minningu Helgu Valfells
Helga Bjarnason Valfells fædd-
ist í Reykjavík 24. september
1909, dóttir hjónanna Agústu
Hákonarsonar Bjarnasonar á
Bíldudal prófessors og konu hans
Sigríóar Jónsdóttur Ölafssonar
ritstjóra. Helga var næst elst
fimm systkina, Hákon skógrækt-
arstjóri elstur, Helga, síðan Jón
Ólafur verkfræðingur, María
Ágústa, verzlunarskólakandidat,
síðar Benediktz og Haraldur raf-
virkjameistari. Hún ólst upp á
miklu menningarheimili og munu
þau uppeldisáhrif hafa mótað
skapgerð hennar að miklu leyti.
Foreldrarnir voru bæði fjöl-
menntuð og um heimilið runnu
margir menningar- og mennta-
straumar.
Dr. Ágúst var óþreytandi fræð-
ari og hélt fjölmarga fyrirlestra
fyrir almenning um heimspeki-
leg efni. Börnin voru heilbrigð
og fjörmikil eins og gengur,
Helga var skáti og var mikið í
útilegum og ferðalögum.
Helga gekk á Menntaskólann í
Réykjavík og brautskráðist þaðan
1929. Hún fór síðan til Kaup-
mannahafnar og gekk á Brocks
Handelshöjskole og lauk þaðan
prófi i viðskiptafræðum. Síðan
hvarf hún til Islands á ný og tók
til starfa í Landsbankanum.
Sumarið 1930 fóru systkinin
Jón og Helga ásamt fleira æsku-
fólki á iþróttamót við Faxaborg.
Þetta varð örlagarík ferð, þvi þar
sáust þau í fyrsta sinn, Sveinn
Bjarnþórsson Valfells frá Grenj-
um á Mýrum og Helga. Þau
giftust 12.11. 1932.
Ég átti því láni að fagna, að
kynnast föðursystur minni Helgu
og manni hennar Sveini allnáið,
framyfir þau kynni sem svo náin
fjölskyldubönd veita venjulega.
Saman fórum við um víða vegu
meðal margra þjóða. Alla tíð virt-
ist mér þeirra sambúð svo, að til
eftirbreytni mætti telja öllum
hjónum.
Á heimilið í Blönduhlíð 15 var
gott aó koma þar var margt rætt
og mikið hlegið því öll var fjöl-
skyldan glaðsinna. Börn þeirra
hjóna eru dr. Ágúst, dr. Sigriður
og Sveinn yngri verkfræðingur
og viðskiptafræðingur. Á fáa staði '
komu mínir synir jafn fúslega og
þangað. Helga tók á móti þeim
með ærslum og sagði þeim að
skoða í allar hirzlur á heimilinu,
en foreldrarnir sem alltaf voru að
reyna að hafa hemil á hnýsni
drengjanna sátu hálf vandræða-
leg meðan húsrannsóknin stóð
yfir. í bústað þeirra á Þingvöllum
var einnig gott að koma, en þar
+
Eigmmaður minn,
BJÖRN STEINDÓRSSON,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, miðvikudaginn 27.’ nóv. kl
13.30.
Minningarspjöld hjálparsjóðs, sem stofnaður var í minningu föður hans
Steindórs Björnssonar frá Gröf eru seld í Bókabúð Æskunnar
Fyrir hönd vandamanna, ,
Sigriður Meyvantsdóttir.
t
lézt þann 24 þ.m.
GUOFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Kjörvogi,
til heimilis að Miklubraut 1 6,
Guðmundur Magnusson,
Guðjón Magnússon.
+
Ástkær eiginkona mín,
HELGA SESSILÍUSDÓTTIR,
Grettisgötu 79,
andaðist á Landakotsspítala, að morgni 23. nóvember
Guðjón Guðjónsson.
+ Faðir okkar og tengdafaðir,
ÞÓRÐUR BJÖRNSSON skipstjóri
frá Norðfirði,
andaðist laugardaginn 23. nóvember
Sigríður Þórðardóttir, Sæmundur Sigurðsson,
Eirikur Þórðarson, Þórdís Sigurðardóttir,
Svava Þórðardóttir, Ólafur Metúsalemsson.
Maðurinn minn, +
PÁLL ÍSÓLFSSON,
tónskáld.
lézt 23 nóv.
Fyrir hönd barna og annarra vandamanna.
Sigrún Eirfksdóttir.
+
Maðurinn minn.
ÞORBJÓRN GUÐJÓNSSON,
frá Kirkjubæ, Vestmannaeyjum,
lé'zt í Landakotsspitala 23. nóv.
Helga Þorsteinsdóttir.
vörðu þau flestum tómstundum
að sumarlagi.
Helga var fjöllesin, jafnt i
heimspeki og sögu sem í náttúru-
vísindum og var jafnan reiðubúin
að ræða málin af einurð við gest-
ina. Margt var þá rætt. Væri á það
minnst, taldi hún lífið ekki hafa
tilgang en hinsvegar gildi. Hún
leit það auðmjúkum augum á
þann himingeim sem okkur er
skynjanlegur, að hún sá ekki þörf
né tilgang með eilífri varðveislu
hvers manns fremur en maursins.
1 eilífð ætti sin leikslok maður og
siður.
En lífið taldi hún hafa skyldur.
Skylda hvers manns var að lifa til
góðs og flytja sinn menningararf
til næstu kynslóðar. Þannig var
Helga. Hún þekkti jafnvel gleðina
og vopndirfðina á fólkþingi og
kærleikann og umhyggjuna fyrir
hinni minnstu lilju vallarins. Hún
vildi uppræta vanþekkinguna og
upplýsa viðmælanda sinn. Ef til
vill fannst einhverjum hún trúa
helst til fast á sinn málstað, en
hún trúði á hann af hreinskilni.
Síðustu ár Helgu voru ár langra
og erfiðra veikinda. Hún bar þau
með þolinmæði, þó að henni
gremdist stundum hversu mikinn
Minning:
Valdimar Sigur-
jónsson, Akranesi
Ég frétti s.l. mánudagsmorgun
að Valdimar vinur minn Sigur-
jónsson hefði látist að heimili
sínu sunnudaginn 17. nóvember
1974.
Mig setti hljóðan, ekki hafði
mér komið neitt slikt til hugar, er
við hittumst á spilafundi hjá
Bridgeklúbbi Akraness s.l.
fimmtudagskvöld, hann hress og
glaður eins og ævinlega.
En á þessu megum við alltaf
eiga von, enginn veit hvenær kall-
ið kemur. Valdimar Sigurjónsson
var fæddur 25. ágúst 1918, að Mið-
býli, Innri-Akraneshreppi.
Foreldrar hans voru Sigurjón
Illugason fæddur að Stóra-Lamb-
haga i Skilamannahreppi og
Magnúsina Magnúsdóttir frá Mið-
vogi.
Þau eignuðust fimm börn, þá
Valdimar og Guðjón, en þeir voru
tvíburar, Valgerði, Hallgerði og
Sigríði.
Hallgerður lést i barnæsku, en
Guðjón fórst með vitaskipinu
Hermóði og nú er Valdimar allur
og þær systur tvær eftirlífandi af
systkinahópnum, Valgerður og
Sigríður.
Frá æskuárum hans get ég lítið
sagt í þessum fáu kveðjuorðum,
en hann ólst upp í foreldrahúsum
og flyst til Akraness á ungum
aldri. Hann byrjar sjómennsku
aðeins 18 ára að aldri, fyrst með
Lofti Halldórssyni á m/b Rán
ásamt æskuvini sínum Sigríki
Sigríkssyni, en þeirra vinátta hef-
ur haldist alla tíð frá þvi að þeir
bjuggu í nágrenni í Innrihreppn-
um, allt til dauðadags hans og
enginn blettur á hana fallið og
minnist ég á þessari stundu af-
mælisvisu er hann sendi Sigriki i
sjötugsafmæli hans. Lýsir hún vel
hvernig hann hugsaði til hans,
enda tregar hann nú vin sinn,
eins og margir fleiri, þvi marga
vini átti Valdimar.
Hann ræðst næst í skiprúm hjá
Njáli Þórðarsyni, þar næst hjá
Þorvaldi Ellert Ásmundssyni og
hjá Hannesi Ólafssyni. Með þess-
um skipstjórum var hann mest
eða lengst af þann tíma er hann
stundaði sjómennsku, ef frá er
talið að hann var skipstjóri á m/b
Hrefnu frá Akranesi 1948—1949,
en síðast var hann með Hannesi
ölafssyni.
+
Útför bróður okkar og fósturbróður,
AÐALSTEINS OTTESEN,
Hagamel 40,
verður gerð frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. nóvember kl
10.30
Blóm vinsamlegast afþökkuð. „ . , „ . .
Guony Ottesen, Aslaug Eirlksdóttir,
Sigurjón Ottesen, Lárus Ottesen.
+
Kveðjuathöfn um manninn minn og föður okkar,
JÓN BEN ÁSMUNDSSON,
skólastjóra,
fer fram I (safjarðarkirkju miðvikudaginn 2 7. nóvember kl. 10 f.h.
Jarðsungið verður frá Akraneskirkju laugardaginn 30 nóvember kl. 2
e.h.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Valgerður Sigurðardóttir
og börn.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, fóstri, tengdafaðir og afi
HILBERT JÓN BJÖRNSSON
Hraunbæ 108
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. nóv kl
13.30,
Ásta Þorkelsdóttir, Sævar Hilbertsson
Þorbjörg Hilbertsdóttir. Jóhannes Þórólfur Guðmundsson
Reynir G. Karlsson, Svanfríður M. Guðjónsdóttir.
og barnabörn.
tíma þau tóku frá hennar starfs-
degi.
Nú eru ferðalok. Margs er að
minnast, en fátt verður sagt.
Helga var hagorð i betra lagi og
skáld gott, en flíkaði lítt. Kannski
lýsir það henni sjálfri bezt að
tilfæra örfáar sléttubandavísur
hennar hér, þar sem hún lýsir
vorinu og sólarsýn, sem henni var
hugfólgin.
Skrúða búin fögur fjöll
faldi grænum skarta
Úða léttum bætir völl
vorið hlýja bjarta.
Vindar þýðir faðma fold
fugla raddir óma
Tindar roðna meyrnar mold
móðir grasa og blóma.
Trítlar lækur döggin dátt
dropum stráin hrislar
Kítlar lindin bergið blátt
blærinn Ijóði hvíslar.
Minningin um hana mun ávallt
verða okkur, sem hana þekktum,
hjartfólgin.
Halldór Jónsson, verkfr.
Hann tók svonefnt minna fiski-
mannapróf á Siglufirði 1943, þar
kynntist hann eftirlifandi eigin-
konu sinni, Salóme Guðjónsdótt-
ur, af vestfirzkum ættum.
Eftir það er hann mest af sinni
sjómennsku stýrimaður á bátum
hér. Með Salóme eignaðist hann
átta eftirlifandi börn, en þau eru
Eiríkur, f. 24/12 1943; Arnfríður
Helga, f. 10/9 1945; Magnúsina
Guðrún, f. 10/8 1948; Sigurjóna,
f. 14/9 1949; Arnór Valdi, f. 28/9
1951; Páll Guðjón, f. 10/10 1954;
Sigurborg, f. 12/5 1957 ogGuðjón,
f. 12/4 1960. Barnabörnin eru
núna ellefu svo segja má að hann
hafi verið kynsæll og átt miklu
barnaláni að fagna og ættin mjög
samrýnd svo að til mikillar fyrir-
myndar er.
Eins og áður sagði var Valdimar
á sjónum meðan heilsan leyfði, en
siðast var hann í skiprúmi hjá
Hannesi Ólafssyni eða til ársins
1951, að hann veiktist svo að hann
mátti ekki eftir það stunda sjó eða
neina erfiðisvinnu, en lítið var
um slík störf að ræða er honum
hentuðu.
Árið 1952 ræðst hann svo sima-
vörður hjá Pósti og síma á
Akranesi, við það starfaði hann til
dauðadags, þrátt fyrir að tíma-
bundin veikindi hans og oft
langar legur á sjúkrahúsi væri oft
hlutskipti hans.
Alltaf kom hann til síns fyrra
starfs hress og glaður eins og ekk-
ert hefði i skorist og vissu ekki
aðrir en hans nánustu vinir og
ættingjar hvað heilsufar hans var
oft slæmt, en karlmennska hans
og hin létta lund villtu þar mörg-
um sýn.
Kynni okkar Valdimars urðu
fyrst, er við á mínum unglingsár-
um spiluðum hjá Bridgefélagi
Akraness, ýmist kepptum við
+
Maðurinn minn,
GUÐNI GUÐMUNDSSON,
Hraunbæ 106,
lézt að Landakotsspltala 22. nóv
Fyrir hönd aðstandenda,
Vigdís Runólfsdóttir.
S. Helgason hf. STBINIÐJA
Clnhoiti 4 Slmai 244J7 og 14254