Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 40
4:0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 í. . a mw Brjóstsykursnáman PREVER Sögumaóur: Þeir héldu niður að ánni, þar sem vörugeymsla Skinnavörufélagsins var. Og þar hittu þeir Rikka ref, sem alls ekki var neinn refur, heldur munaðarlaus drengur, sem bjó í vörugeymslunni innan um hlýju feldina og bar þetta viðurefni aðeins vegna þess, að hann var alltaf með húfu úr refa- skotti. Rikka ref þótti gaman að sitja á þaki vöru- skemmunnar og horfa á tunglið, og þar sat hann einmitt eins og Lalli hafði haldið . . . Jói: Komdu sæll, Rikki. . . jæja, þú situr hér eins ogvenjulega. . . Rikki: Já, Rikki refur lætur aldrei fullt tungl fram hjá sér fara. Sjáið þið bara hvað þaö er fallegt . . . heiðgult eins og sítróna og á stærð við ost-hjól Lalli: Mér finnst nú einmitt þveröfugt . . . mér finnst það gult eins og ostur og á stærð vió sítrónu. Rikki: O, þú hefur enga hæfileika til aó vera HÖGNI HREKKVÍSI 'c, 1974 McNought Syndicote, Inc. Ég hefði átt að aðvara yður, kennari góður, um að nefna ekki upphátt nafnið ,,kattarmússíkk“. skáldlegur . . . Hvað viljið þið mér annars? Sofa ekki allir litlir góðir drengir á þessum tíma sólar- hrings? Jói: Það kemur fyrir að þeir gera þaö ekki . . . enda ekki hægt að sofa þegar merkilegir atburðir gerast i kring um mann. Rikki: Merkilegir atburðir . . . hverjir eru þeir, ef ég mætti spyrja? Jói: Þú verður fyrst að lofa að segja það engum Rikki: Rikki refur sver við sitt heilaga refskott. Lalli: Það hefur fundizt brjóstsykur í Grizzlydaln- um. Rikki: Brjóstsykur í Grizzly-dalnum? Er það í frásögur færandi? Jói: Ekki bara nokkur stykki, drengur . . . heldur heilnáma. . . Rikki: Brjóstsykursnáma? Jói: Já, einmitt. Lalli: Að vísu vitum við ekki enn hversu stór hún er. Við heyrðum tvo gullleitarmenn segja frá þessu i dag. Þeir voru mjög vonsviknir. Rikki: Vonsviknir . . . kærðu sig ekkert um brjóst- sykur eða hvað? Jói: Nei, líklega ekki. Lalli: Þeir eru sennilega meira gefnir fyrir nef- tóbak . . . það sýndist mér aö minnsta kosti á þeim Rikki: Sagðirðu, að þetta hefði verið í Grizzlydaln- um? Jói: Já, okkur datt í hug að spyrja, hvort þú vissir Rikki (grípur fram í): Hvort ég vissi hvar hann væri? Rikki refur þekkir landið hér í kring eins og vasana sína. Við skulum leggja strax af stað. Þetta er drjúgur spölur. En við verðum að hafa haka og skóflur meðferöis. Ég veit um smið, sem gæti lánað okkur. . . Lalli: Er hann að vinna svona seint? Rikki: Já, ætli hann hafi ekki nóg'að gera og hann raskar ekki næturró neins, því hér eru bara verk- smiðjur allt i kring. (högg í fjarska) Nú, það er ekki sjálfur smiðurinn, heldur sonur hans. Halló, Emil . . . ert þú að vinna um miðja nótt? (höggin hætta). Emil: Já, pabbi er veikur, svo ég verð að vinna fyrir hann. Jói: Liggur mikið áþessu verki? Emil: Ekki beinlínis . . . en pabbi var búinn að lofa tveimur hökum á morgun. Nú er hvergi nokkurn haka að fá siðan gullæöið hófst.. . , , eftir ANNA FRÁ STÓRUBORO saga fra sextándu öld Jón Trausta. nú cru }>eir svo glaðir yfir því að hafa mig mitt á meðal sin, að ég hekl. að þeir gengju út í eld og vatn mín vegna.“ „Já, ]>að geturðu reitt þig á, að þeir mundu gera. Ég sá þetta fyrir, og þess vegna valdi ég þá einn úr, sem mest höfðu gert á hluta þinn að undanförnu i þessu máli. Nógu margir munu óviiiir þínar vera samt, þó að þessir gangi frá.“ Það var sem ský drægi yfir svip lögmanns. ..Já, nógu margir eru óvinir mínir samt,“ mælti hann. ,.Nú er húið að grafa svo sundur allan grunn undir fótum mér, að engin von er til, að ég fái staðizt lengi úr þessu. AIls slaðar er húið að rægja mig og óvirða. Allt í kringum mig er húið að leggja net at sakargiftum, sumum sönnum, flestum lognum. net. sem ómögulegt er að slíta, net, sem herða þvi fastar að sem fastar er á þeim tekið. Innan fárra ára hlýt ég að verða dæmdur frá embætti og kannske ein- hverju af eignum mínum líka. Ef til vill á ég nú enga vini til, nema þá, sem ég hefi unnið mér hér undir fjöllunum þessa dagana. En það eru líka góðir vinir, sem ég má treysta, hvað sem annars gengur á. Og þó að ég viti, að skýin dragast saman allt i kringum mig, á meðan ég baðast í sólskininu hjá ykkur, gef ég þvi engan gaum og nýt hinnar líðandi stundar. Það var engin uppgerð, sem ég sagði í ræðunni minni áðan. Hér er sólskin og gleði, sem vermir mig inn að hjartarótum, og ef til vill bý ég lengi að þessu sólskini, þegar allt er orðið kalt i kringum mig. Ef til vill vermir þessi dagur mig til dauð- ans.“ Systkinin gengu aftur inn í veizluglauminn, en uppi í svefnloftinu föðmuðust bræðumir og kysstust og drukku hvem sáttabikarinn eftir annan, þar til báðir sofnuðu á gólfinu. 2. NÝTT LlF Daginn eftir brúðkaupið var messað í hálfkirkjunni á Stóm- borg og þar vígður nýr prédikunarstóll, sem Hjalti hafði skorið út á tima þeim, sem liðinn var frá því sættir tókust með systkinunum og fram að brúðkaupinu, og gefið kirkj- unni í guðsþakkaskyni. Kirkjan var troðfull af fólki; við hlið altarisins að sunnanverðu sat lögmaður og Hjalti hjá hon. um. Anna og böm hennar sátu í sæti því, er næst var pré- dikunarstólnum, en frammi í krókbekk sátu bræðurnir Steinn og Hallur. Það var í fyrsta skipti sem Hallur hafði fengizt til að koma inn í ,,saurgaða“ kirkju, og hafði það ekki gengið stríðlaust, en vegna þess, að ekki var laust við, að það „hamr- aði í höfðinu á honum“ eftir veizlugleðina daginn áður, hafði hann unnizt. — Að lokirmi messu dreifðist mannsöfnuðurinn í allar áttir, og undir kvöldið var loks orðið gestalaust á Stómborg. Fólkið var orðið þreytt á gestnauðinni og veizlumönnun- um og gekk snemma til værðar um kvöldið. Rósemin og frið- urinn á heimilinu stakk mjög í stúf við það, sem verið hafði næstu daga á undan. /ov? Lestu þetta aftur um skipulagðar tóbaksreyk- ingar á barnaheimilinu. Því miður eru hótelher- bergin ekki fullgerð, en það eru baðherbergin aftur á móti og baðkörin eru sallafín til að sofa í. WEMr Eggið vil ég að sjóði í 4 mín., appelsínusafa, þá kaffi og tvær brauð- sneiðar með osti... Nú er að sjá hvort lækn- irinn geti læknað yður af hikstanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.