Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974
43
- Fyrsti togarinn
Framhald af bls. 44
mannaeyjahöfn, en fyrr kvaó
hann það ekki hafa verið hægt
Ólafur sagði, að ef Landhelgis-
gæzlan hefði farið að segja frá
atburðum, hefði það hugsanlega
getað leitt til þess, að aðrir þýzkir
togarar hefðu komið á vettvang
og leitt hefði til meiri árekstra.
„Að minum dómi er óhjákvæmi-
legt að það hvili leynd yfir hand-
tökunni." Ólafur Jóhannesson
kvaðst vona að þessir atburðir
hefðu góð áhrif á samningshorfur
milli Þjóðverja og Islendinga.
Matthias Bjarnason, sjávarút-
vegsráðherra, sagði, að fyrstu við-
brögð Þjóðverja bentu ekki til
þess, að þessir atburðir hefðu góð
áhrif á samningaviðræður land-
anna um landhelgismálið, en ann-
ars væri erfitt að segja nokkuð til
um það, hver áhrifin yrðu. Raun-
ar væri ekki ljóst, hvort úr nokkr-
um samningum yrði.
Landhelgisgæzlan lýsir við-
burðarás og aðdraganda handtök-
unnar á svofelldan hátt:
„.. Varðskipið var að stugga við
þýzkum togurum úti af Stokks-
nesgrunni aðfararnótt laugar-
dagsins 23. nóvember. Rak varð-
skipið 5 togara út fyrir fiskveiði-
takmörkin og klippti þar á vörpu
eins togarans. B/v Arcturus var
sjötta skipið í hópnum, en slapp
undan varðskipinu vestur á bóg-
inn. Er varðskipið hafði lokið
störfum sínum á Stokksnesgrunni
hélt það vestur um.
Um hádegisbilið sunnudaginn
24. nóvember kom varðskipð Æg-
ir aftur að sama togara, þar sem
hann var að toga á vesturhorn
Stokksnesgrunns, og rak hann
brott. Hopaði togarinn þá enn á
ný vestur á bóginn.
Klukkan um 15.00 sama dag
flaug flugvél Landhelgisgæzlunn-
ar, TF-SÝR, yfir b/v Arcturus,
þar sem hann var að toga með
vörpu sina i sjó á suðausturhorni
Mýragrunns. Flugvélin lét varð-
skipið Ægi vita um stað og athöfn
togarans, en varðskipið var þarna
skammt frá. Varðskipið hóf strax
aðför að togaranum, sem hélt
undan, er hann varð varðskipsins
var. Varðskipið Ægir gaf venju-
leg stöðvunarmerki og skaut síð-
an 4 púðurskotum og einu kúlu-
skoti framan við togarann, sem þá
nám staðar. Settir voru 6 vopnað-
ir menn frá varðskipinu um borð i
togarann, og héldu skipin því
næst vestur á bóginn. A leiðinni
renndi varðskipið á strandstað
m/b Andvara VE-100, sem strand-
aði við Ingólfshöfða um likt leyti.
En þar sem áhöfn bátsins var
farin í land og náttmyrkur skollið
á, héldu skipin áfram áleiðis til
Vestmannaeyja og komu þangað
snemma í morgun.
Tveir islenzkir togarar voru í
næsta nágrenni þýzka togarans,
er atburður þessi átti sér stað.
B/v Arcturus er 724 tonna skip,
smíðað árið 1963 í Þýzkalandi,
upphaflega sem dráttarbátur, en
breytt í skuttogara 1969. Arcturus
var fyrsti þýzki togarinn, sem
klippingartilraun var gerð á 25.
nóvember 1972, er Ægir skar á
bakborðsvír hans og sleit einnig
höfuðlinu á vörpu togarans."
Pétur Sigurðsson, forstjóri
Landhelgisgæzlunnar, sagði í
gær, að handtakan hefði í sjálfu
sér verið mjög friðsamleg, eftir að
togarinn hafði stöðvazt. Setti þá
áhöfn hans út stiga til þess að
auðvelda varðskipsmönnum upp-
göngu. Skipherra á varðskipinu
Ægi er Guðmundur Kjærnested,
en fyrsti stýrimaður varðskipsins,
Þorvaldur Axelsson, var fyrirliði
þeirra sexmenninganna, sem fóru
um borð í Arcturus.
Þröstur Sigtryggsson, skipherra
á gæzluflugvélinni SÝR, sagði í
viðtali við Mbl. í gær, að flugvélin
hefði komið að togaranum, þar
sem hann var að veiðum um
klukkan 15 á sunnudag, en þá var
hann að toga um 16 sjómílur
innan markanna. Ægi var þegar
gert viðvart, en hann var þá um
25 mílur í burtu, en í nágrenni við
Þjóðverjann voru tvö íslenzk
skip, Gullver og Hólmatindur.
Flugvélin hélt síðan f vesturátt en
um klukkan 16,28 sagði Þröstur,
að Ægir hefði skotið fyrsta skot-
inu. Þröstur sagði, að við komuna
til Reykjavíkur hefði áhöfn flug-
vélarinnar frétt af því, að menn
frá Ægi væru komnir um borð.
Var því fljótlega haldið af stað
aftur á handtökustað og sveimaði
flugvélin yfir skipunum.
Þess má geta, að þótt sagt sé að
Arcturus sé fyrsti togarinn, sem
tekinn sé innan 50 milna fisk-
veiðitakmarkanna, var fyrir
nokkrum mánuðum tekinn brezk-
ur togari, sem brotið hafði af sér
og veitt innan 12 mílna mark-
anna. Var það brot framið eftir að
bráðabirgðasamkomulagið var
gert við Breta.
— Aðeins
5 mínútur
Framhald af bls. 44
Aðspurður svaraði Þorvaldur,
að þeir hefðu verið 16- tima um
borð i togaranum, en engan mat
fengið allan tímann. — Þetta bar
brátt að og við tókum ekki mat
með okkur og okkur var hvorki
boðið vott né þurrt eða um beðið
og við töldum ekki rétt að stöðva
varðskipið þar sem verkefnið var
meira virði en magafylli. Hins
vegar gat Þorvaldur þess, að
brezkir sjómenn byðu ávallt varð-
skipsmönnum einhverjar veiting-
ar, hvort sem þeir þæðu þær eða
ekki. Strax og varðskipsmenn
voru komnir um borð, könnuðu
þeir fiskinn, sem var í vörpunni,
og var það sprelllifandi fiskur.
Við héldum okkur mest við
brúna, sagði Þorvaldur, því að
skipverjar voru 25, en við aðeins 6
og þvi eins gott að standa vel að
vígi ef til átaka hefði komið. —
Það var reyndar furðulegt, hvað
þetta gekk hljóðlega.
• Ekki neitt mál —
millirikjamál.
I innstu höfn i Eyjum, Friðar-
höfninni, hittum við skipstjóra
þýzka togarans, Werner Maspeit,
41 árs gamlan, um borð í skipi
sínu. Hann kvaðst ekki hafa haft
samband við Þýzkaland eftir að
varðskipsmenn komu um borð, en
sagði, að útgerðarmaður skipsins
myndi koma til réttarhaldanna á
morgun. Maspeit var að spila á
spil við loftskeytamann sinn og
stýrimann, þegar við komum um
borð, en ekki kvaðst hann vita
hvað hann ætti að segja um stöð-
una í þessu máli. Þetta væri
furðulegt frá sínu sjónarmiði, þvi
að útgerð sin hefði sagt sér, að
hann mætti veiða á þessu svæði.
Þeir hefðu verið að veiðum í lið-
lega sólarhring, en oft verið trufl-
aðir af varðskipum. Kvaðst hann
vera með 25 til 30 tonn af fiski um
borð. Annars er ekki mitt að segja
neitt um þetta mál, sagði skip-
stjórinn. Ég lít á þetta mál sem
milliríkjamál milli Þýzkalands og
Islands.
— Kissinger
Framhald af bls. 1
en við þessa tvo áhrifamenn mun
Kissinger eiga viðræður meðan
hann dvelur í Kína að þessu sinni.
1 veizlunni sagði Chiao meðal
annars, að Kínverjar væru fyrir
sitt leyti ánægðir með þróunina 1
samskiptum Bandaríkjamanna og
Kínverja eftir að fyrrverandi
Bandaríkjaforseti, Richard
Nixon, hefði komið i hina sögu-
legu heimsókn til landsins í
febrúar 1972. Hann lét einnig i
ljós von um, að þessi ferð Kiss-
ingers myndi verða tíl þess að
frekari jákvæð þróun yrði í þess-
um samskiptum, en þau voru fast-
mælum bundin með hinni svoköll-
uðu Shanighaiyfirlýsingu 1972.
Utanríkisráðherrann lagði
áherzlu á, að löndin byggju við
ólík samfélagsform og skoðana-
munur væri um fjölda miklvægra
mála. Þó mætti það ekki verða til
að koma í veg fyrir, að samstaða
gæti náðst um sameiginleg hags-
munamál. Kissinger sagði i svar-
ræðu sinni, að Ford forseti hefði
sent hann til Kína til að halda
áfram þeim góðu og giftudrjúgu
skoðanaskiptum, sem tekizt hefðu
milli landanna tveggja og til að
vinna að því enn öflugar að á
samvinnu rikjanna tveggja félli
ekki skuggi. Kissinger sagði, að
heimurinn væri nú að lifa miklar
breytingar og vonandi yrðu þær
þegar fram i sækti til góðs fyrir
allarþjóðir.
— Bretar vilja
Framhald af bls. 1
Hann kvaðst sannfærður um að
strax að lokinni hafréttarráð-
stefnu SÞ yrði lýst yfir 200 mílna
fiskveiðilögsögu um allan heim.
Hann taldi, að Bretar mundu þá
fara að dæmi annarra.
Evensen hafréttarráðherra hef-
ur áður skýrt frá áætlun Norð-
manna i þremur liðum um varð-
veizlu fiskstofna með útfærslu
fiskveiðitakmarkananna við
Noreg en aðeins að höfðu samráði
við ríki Vestur- og Austur-
Evrópu.
— Skólafólk
Framhald af bls. 34
sér. Og þá líður ekki á löngu,
þangað til nýr, áhugasamur og
traustur framkvæmdaaðili, skóla-
æska Islands, byrjar að vinna
markvisst að skógræktarstörfum
undir góðri leiðsögn og vinnur
þar merk þjóðnytjastörf fyrr en
varir eins og skólaæskan norska
hefur lengi gert.
— Dr. Páll
Framhald af bls. 1
Enginn einn maður hefur
haft önnur eins áhrif á tón-
listarlif islenzku þjóðarinnar og
Páll Isólfsson. Sjálfur samdi
hann fjölda tónverka, og þegar
hann kom ungur aftur til Is-
lands aó loknu námi i Þýzka-
landi og gerðist organisti í
Reykjavik, flutti hann með sér
andblæ heimsmenningar, sem
átti eftir að skipta sköpum í
þjóðlífi íslendinga.
Páll Isólfsson var um langt
skeið tónlistargagnrýnandi
Morgunblaðsins. Og í forystu-
grein á 75 ára afmæli hans
fagnar blaðið þessu starfi hans
með eftirfarandi orðum:
„Á 75 ára afmæli dr. Páls i
dag getur Mbl. og lesendur þess
fagnað þvi að hafa um langt
skeið notið menntunar hans og
gáfna, því að hann var tón-
listargagnrýnandi blaðsins og
markaði djúp spor i þvi
starfi...“
Dr. Páll Isólfsson fæddist 12.
okt. 1893 á Stokkseyri. Hann
var sonur ísólfs Pálssonar
organleikara þar og siðar í
Reykjavík og konu hans Þurið-
ar Bjarnadóttur. Hann stundaði
tónlistarnám bæði hér á landi, i
Leipzig og Paris og var sérgrein
hans orgelleikur. Meðal kenn-
ara hans voru tónskáldið
Max Reger orgelleikari
Tómasarkirkjunnar í Leipzig,
Karl Straube og Joseph Bonnet
í París, en hann var einnig víð-
frægur orgelsnillingur og læri-
sveinn Guilmants. Allra þess-
ara kennara sinna minnist dr.
Páll í samtalsbókinni Hunda-
þúfan og hafið.
Dr. Páll var við nám hjá
Straube frá 1913—T8, en að-
stoðarorganisti hans og stað-
gengill við Tómasarkirkjuna
1917—’19. Þegar heim kom
varð hann kennari og skóla-
stjóri Tónlistarskólans frá
stofnun hans 1930—1957, og
kenndi auk þess um skeið
organleik í Háskóla Islands.
Organisti við Fríkirkjuna i
Reykjavik var hann á árunum
1926—1930, en við Dómkirkj-
una i Reykjavik frá 1939. Hann
var tónlistarráðunautur Ríkis-
útvarpsins frá stofnun 1930 til
hausts 1959. Hann varð heiðurs-
doktor við háskólann i Ösló
1945 og félagi i Konunglegu
sænsku músikakademíunni
1956.
Dr. Páll samdi fjölda tón-
verka, eins og fyrr getur, bæði
fyrir orgel, pianó, kór, hljóm-
sveit og einsöng. Eitt af því
síðasta, sem hann samdi, var
tónlist við texta úr Ljóðaljóð-
um.
Dr. Páll Isólfsson var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans,
Kristin Jónsdóttir Norðmann,
lézt 1944. Þau áttu þrjú
börn, sem öll lifa föður sinn.
Síðari kona hans er Sigrún
Eiriksdóttir og eignuðust þau
eina dóttur barna. Fru Sigrún
lifir mann sinn, ásamt dóttur
þeirra.
Dr. Páls Isólfssonar verður
nánar minnzt hér í blaðinu síð-
ar. Morgunblaðið sendir frú
Sigrúnu og fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur um leið
og það þakkar dr. Páli enn einu
sinni framlag hans til vaxtar og
viðgangs þess og brautryðj-
andastarf í tónlistarmálum
þjóðarinnar.
— Harkalegar
Framhald af bls. 1
tvö hundruð slösuðust, þar af
margir mjög alvarlega. Aftur á
móti virðist lögreglan viss i sinni
sök um að IRA-menn hafi staðið
að baki morðunum.
S?x Irar, allir frá Norðurír-
landi, hafa verið handteknir og
voru leiddir fyrir rétt i Birming-
ham í dag. Þeir eru allir grunaðir
um að vera viðriðnir sprengju-
árásina fyrir helgina. Þeirra er
mjög vandlega gætt og hvorki
blaðamenn né ljósmyndarar hafa
fengið að koma nálægt dómhúsi
pví þar sem yfirheyrslur fara
fram.
Um svipað leyti og Roy Jenkins
kynnti hinar nýju fyrirætlanir
ríkisstjórnar Bretlands særðust
níu manns á ýmsum stöðum í
London, þegar sprengjur sprungu
þar. Einni sprengjunni hafði ver-
ið komið fyrir við póstkassa
skammt frá Piccadilly og slös-
uðust þar sex menn og tvær kon-
ur. Annar maður slasaðist lítil-
lega, þegar sprengja sprakk við
annan póstkassa skammt frá og sú
þriðja sprakk við póstkassa við
Victoria kvikmyndahúsið, en þar
munu ekki hafa orðið meiðsl á
fólki.
— Viðbrögðin
Framhald af bls. 1
yrði ekkert um málið sagt af
þeirra hálfu fyrr en hann hefði
látið frá sér heyra.
Talsmaður v-þýzku stjórnar-
innar sagði í samtali við frétta-
mann Associated Press fréttastof-
unnar í gær, að enda þótt stjórnin
í Bonn hefði ennþá áhuga á því að
finna lausn á fiskveiðideilunni
við Islendinga, hefði hún mót-
mælt harðlega síðustu aðgerðum
Islendinga í þorskastríðinu gegn
v-þýzkum fiskiskipum. „Þetta er
nútíma sjórán," sagði talsmaður-
inn og bætti því við, að árás Is-
lendinga á togarann væri alvar-
legt brot á alþjóðalögum. Hann
sagði, að sendiherra VÞýzka-
lands á íslandi, Raimund Hergt,
hefði mótmælt togaratökunni á
sirnnudag og i þeim mótmælum
áskildi v-þýzka stjórnin sér rétt til
þess að krefjast skaðabóta af
íslenzku ríkisstjórninni. Tals-
maðurinn bætti því við, að árás
íslendinga á v-þýzka togarann
bryti gegn úrskurði þeim, sem
alþjóðadómstóllinn í Haag hefði
kveðið upp i júli sl., en þar hefði
verið viðurkenndur réttur Þjóð-
verja til fiskveiða á hefðbundnum
fiskimiðum þeirra við Island og
rétti Islendinga til að lýsa yfir 50
sjómílna fiskveiðilögsögu hefði
verið hafnað. Loks hefur frétta-
maður AP eftir heimildum í
Bonn, að þar sé litið svo á, að
aðgerðir Islendinga hafi skaðað
samskipti ríkisstjórna landanna
verulega svo og væntanlegar
samningaviðræður, er hafi átt að
miða að lausn á deilum þeirra.
Sjómenn standa
vörð um
hafnarhliðin
„Togaraeigendur og félags-
menn í samtökum sjómanna eru
bálreiðir," sagði Ernst Stabel,
ræðismaður Islands í Cuxhaven,
þegar Morgunblaðið hafði sam-
band við hann í gær og spurðist
fyrir um viðbrögðin þar um slóðir
við töku togarans. „Fiskimenn
liafa haldið fundi um málið og
ætla að koma i veg fyrir, að
islenzk fiskiskip geti komið
hingað til hafnar eða farið úr
höfn, ef þau komast inn. Þeir ætla
að halda vörð við hafnarhliðin. Á
sunnudag komst þó íslenzkt skip
hingað inn, Snæfugl, og landaði
án nokkurra vandræða i morgun.
Hinsvegar hefur Ögra, sem
væntanlegur var til Bremerhaven
i kvöld, verið snúið til Belgíu
vegna ólgunnar meðal sjómanna í
Bremerhaven. Snæfugl slapp
svona vel, vegna þess, að hann
kom hingað til Cuxhaven áður en
sjómenn áttu von á honum ella
hefðu þeir gert eitthvað, eftir því
sem blöð hafa eftir þeim i dag.
Sömuleiðis segja verkamennirnir,
sem lönduðu úr Snæfugli, að þeir
hafi gert það til að forðast ófrið,
en þeir muni ekki landa úr ögra,
ef hann kemur inn. Fiskkaup-
menn i Bremerhaven eru eðlilega
ergilegir yfir þvi að fá ekki fisk-
inn úr ögra, þvi þar er nú enginn
fiskur til.“
Stabel kvaðst hafa átt von á
einhverjum aðgerðum þegar Snæ-
fugl færi út, en lögreglan i Cux-
haven greip i taumana, hafði sam-
band við sjómannafélagið og til-
kynnti þvi, að litið yrði á hvers-
konar tilraunir til að hindra brott-
för skipsins sem ólöglegar og yrðu
þá gerðar viðhlítandi ráðstafanir.
„Það varð því ekkert úr aðgerð-
um,“ sagði Stabel, „en auóvitað er
aldrei að vita hvað þeir gera á
næstunni ef islenzk skip koma.“
Ekki kvaðst Stabel vita hversu
lengi sjómenn myndu halda uppi
gæzlu sinni við hafnarhliðin né
hversu mikil alvara yrði í aðgerð-
um þeirra, — ef ekkert skip kærai
á næstu dögum yrðu þeir e.t.v.
fljótlega leiðir á varðgæzlunni.
„En þetta er mál, sem stjórnir
landanna ættu að útkljá sem
fyrst. Togaraeigendur hafa haft
samband við landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytið og óskað
eftir þvi, að aðgerðum Islendinga
verði harðlega mótmælt; ég efa
ekki að báðir aðilar senda eða
hafa sent frá sér mótmæli. Og þá
hljóta einhverjar viðræður að
fylgja í kjölfarið.
— Gíslar
Framhald af bls.42
kröfum sinum. Hefði Þjóð-
verjinn, sem lézt, talið svo einnig
og fallizt á að koma með þeim út á
tröppurnar við flugvélina og
einskis ills átt sér von. Vestur-
þýzk stjórnvöld ihuga nú, hvort
þau geti lagalega séð krafizt þess,
að mennirnir verði framseldir
fyrir morðið.
Margir telja, að Túnismenn
muni eiga yfir höfði sér hefndar-
aðgerðir annarra Arabaþjóða ef
þeir halda því til streitu aó taka
ræningjana undir sinn verndar-
væng.
— Heilbr.mál
Framhald af bls. 31
engu, þó barnið virðist eiga sér
litla eða enga von, og við full-
vissum þá um, að við munum
alltaf svara spurningum þeirra
af fullri einlægni. Þannig vita
þeir um afstöðu okkar og að við
stöndum með þeim i baráttunni
fyrir lífi barnsins.
Tæplega ætti neinn, áð geta
skilið betur þann vanda, sem
steðjar að foreldrum, sem fá
vitneskju um, að barnið þeirra
sé með krabbamein en Grace
læknir við Roswell Park minn-
ingarstofnunina. Hann fylgdist
mað baráttu barnsins síns, sem
fékk hvítblæði og beið lægri
hlut. Þegar sá harmleikur var á ,
enda, yfirgaf Grace læknir
starf sitt, sem virtur skurð-
læknir og helgaði sig algerlega
krabbameinsrannsóknum.
Stundum geta börnin virst al-
heilbrigð, segir hann, en for-
eldrarnir eru i stöðugri angist
Út af því, sem seinna kunni að
gbfast. Það getur leitt til þess,
að ý*jka barnið fái að gera
næstum hvað sem þvi sýnist, en
vandi sem af þvi leiðir getur
orðið alvarlegur, ekki síst ef
fleiri börn erú í fjölskyldunni.
Veika barnið verður að hlita
ákveðnum aga. En foreldrun-
um hættir til að draga um of úr
þeirri kröfu. Þeir mega ekki
láta tilfinningarnar hafa of
mikið vald á sér, heldur muna,
að lífið verður að ganga sinn
gang og reyna að sjá vandann, i
sambandi við hið veika barn, í
réttu ljósi.
Grace læknir leggur mikla
áherslu á að glæða vonir for-
eldranna og i tilefni af því,
segir hann að lokum: Foreldr-
arnir verða að gera sér ljóst, að
þó sjúkdómsgreiningin sé
krabbamein, er það engin stað-
festing þess, að sjúkdómurinn
sé banvænn.
Bj. Bj. þýddi.