Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.11.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. NÓVEMBER 1974 hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuBmundsson Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. slmi 10 100. Aðalstræti 6. slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 35.00 kr eintakið _ Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fráttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiðsla Auglýsingar Flokksráðs- og for- mannaráðstefna Sjálf- stæðisflokksins var haldin um síöustu helgi. í stjórn- málaályktun ráðstefnunn- ar er lýst yfir fullum stuðningi við þær ráðstaf- anir, sem ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar hefur þurft að grípa til, og í því sambandi er sérstök áhersla lögð á þær jákvæðu ráðstafanir, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir i samráði við aðila vinnu- markaðarins til að rétta hlut láglaunafólks og elli- og örorkulífeyrisþega. Jafnframt er lýst yfir stuðningi við það megin- markmið efnahagsstefnu rikisstjórnarinnar að draga úr verðbólgunni, tryggja jöfnuð í vióskipt- um við önnur lönd, auka fjölbreytni í atvinnulífinu og tryggja atvinnuvegum þjóðarinnar skilyrði til þess að eflast og dafna. I ályktun ráöstefnunnar segir ennfremur að viö hagræðingu og umbætur innan efnahagskerfisins þurfi að taka tillit til eftir- talinna atriða: í fyrsta lagi að ríkisvaldið beiti virkri hagstjórn, ekki síst við fjárlagagerð, í því skyni að stuðla að efnahagslegu jafnvægi og atvinnuöryggi. Opinberum framkvæmd- um verði hagað þannig, að þær dragi ekki til sín fjár- magn og mannafla frá undirstöðuatvinnugrein- um þjóðarinnar. 1 öðru lagi er lögð áhersla á, að tekju- öflunarkerfi ríkisins verði einfaldað, beinir skattar verði lækkaðir verulega, tekið veröi upp stað- greiðslukerfi skatta, og virðisaukaskattur komi í stað söluskatts, svo fljótt sem verða má. f þriðja lagi er bent á, að nauðsynlegt sé að stefna að frjálsri verómyndun, þar sem eftirlit neytenda og heilbrigð samkeppni leySi af hólmi núverandi verð- lagseftirlit. í fjórða lagi er lögð áhersla á að hamla verði gegn óhóflegri þenslu og vernda hag sparifjáreigenda. í því skyni verða beitt sveigjan- legri vaxtastefnu og leitað nýrra leiða til að örva frjálsan sparnað. Loks er í fimmta lagi tekið fram að koma þurfi á nýskipan kjaramála með endur- bótum á vísitölukerfinu og bættum vinnuaðferðum við gerð kjarasamninga og jafnframt verði sett rammalöggjöf um starfs- hætti lifeyrissjóða. í framhaldi af þeirri stór- felldu eflingu byggðasjóðs, sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir, telur ráð- stefnan brýnt að gerðar verði sérstakar ráðstafanir í húsnæðis-, félags-, mennta- og umhverfismálum strjál- býlisins. Lögð er áhersla á að lánasjóður sveitarfélaga verði efldur og varanlegt slitlag verði lagt á þjóðvegi landsins og hugsaó verði betur hér eftir en hingað til að gerð og viðhaldi greiðra tengibrauta milli héraða og landshluta. Þá er lögð áhersla á upp- byggingu framleiðslu- iðnaðar landbúnaðar, sjávarútvegs, og verslunar til tryggingar atvinnu- öryggi í strjálbýli. Flokksráðs- og for- mannaráðstefnan leggur einnig höfuðáherslu á virkjun innlendra orku- gjafa til að spara erlendan gjaldeyri, efla atvinnulífið og bæta lífskjörin. I því sambandi er bent á að koma þurfti upp hitaveit- um, þar sem tök eru á, en gefa öðrum landsmönnum kost á rafhitun. Stór- virkjunum til raforku- framleiðslu þurfi að hraða jafnframt því sem hugað verði aö smærri virkjunum í hinum ýmsu byggðarlög- um, og halda þurfi áfram uppbyggingu iðnaðar til að gera stórvirkjanir mögu- legar og renna með þeim hætti fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulif. 1 ályktun ráðstefnunnar er áréttuð sú stefna sjálf- stæðismanna í húsnæðis- málum, að sem flestir Is- lendingar búi í eigin hús- næði. Sérstaklega er tekið fram að auðvelda þurfi ungu fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Þá segir, að meginstefna Sjálf- stæðisflokksins í fræðslu- og skólamálum sé, að starf skólanna miði að því að koma hverjum nemanda, hvar sem hann er búsettur á landinu, til þess þroska, sem hann hefur hæfileika og getu til. Bent er á að auka þurfi námsbrautaval ungmenna og samræma það betur þekkingarþörf- um atvinnulifsins og skapa þannig verkmenntun í landinu verðskuldaðan sess í skólakerfinu. Enn- fremur lýsir ráðstefnan áhyggjum sínum vegna þeirrar þróunar, að menn- ingarstarfsemi er í auknum mæla að færast undir áhrif ríkisvaldsins. Þessari þróun þurfi að snúa við og örva frjálsa menningarstarfsemi í landinu. Þá er í stjórnmála- ályktuninni f jallað um fisk- veiðilögsögumálefni og eindregnum stuðningi lýst við þá ákvörðun í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar að færa fiskveiðilög- söguna út í 200 sjómílur á næsta ári. Jafnframt er þingflokki sjálfstæðis- manna færðar þakkir fyrir einarða forystu í þessu máli. Stjórnmálaályktuninni lýkur á þessum orðum: „Flokksráðs- og formanna- ráðstefna Sjálfstæðis- flokksins heitir á íslensku þjóðina að standa saman um lausn þeirra vanda- mála, sem við er að etja, og hafna stéttastríði, en stuðla þess í stað að sætt- um fjármagns og vinnu og efla stéttasamvinnu til nýrrar framfarasóknar.“ Flokksráðs- og formannaráðstefna Aðeins ein jörð Um langt skeið hefur verið til umræðu framleiðsla ð svonefndu manneldismjöli, þ.e. fiskimjöli til manneldis. Þetta er nú orðið enn brýnna en áður, þar sem talið er að 70—120 þúsund manns svelti I hel á hverju ári I heiminum og fari sú tala vaxandi, fyrir utan þann skara.'sem ekki nær þroska vegna næringarskorts I uppvext- inum. Það er þv( mikilvægara en nokkru sinni að auka matvæla- framleiðsluna hvar sem unnt er, og stytta fæðukeðjuna, svo að sem minnst fari forgörðum af eggjahvltuefnum og öðrum dýr- mætum næringarefnum áður en fæðan nær til mannsins. Að eggja hvituefnin úr fiskinum séu t.d. ekki látin minnka og fara til spillis með þvl að framleiða mjöl til skepnufóðurs, og kjötið slðan not- að til manneldis, þvi við það tap- ast mikið. Sigtað gott fiskmjöl er flnasti matur, ef hægt er að selja það og venja þá, sem þurfa á þvi að halda, á að borða það, sagði Páll Ólafsson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins, sem manna mest hefur fylgzt með rannsóknum og tilraunum til að vinna slikt manna- mjöl og koma á markað, er við leituðum frétta hjá honum. — En sllkt mjöl verður að vinna úr nýju hráefni I verksmiðjunum með gufuþurrkun. Flestar verksmiðjur á islandi hafa eldþurrkun, og varla er vogandi að láta eldþurrkað mjöl til manneldis. Hætta getur verið á eiturefnum og það vill oft brenna. Þó er til lítil verksmiðja með gufu- þurrkun á Dalvik og nú er Sjófang h.f. að koma upp verksmiðju með Manneldis- mjöl úr ísl. fiskimjöls- verksmiðju? gufuþurrkun, sem bræðir 100—120 tonn á sólarhring. Þar mætti bræða nýjan fiskúrgang til manneldis, þvi gott mjöl er feiki- lega góður eggjahvitugjafi og i þvi mikið vitamin, enda eru t.d. gell- urnar og kinnarnar úr hausunum holl fæða. En mjölið verður að sjálfsögðu að vera úr nýju hráefni og fyllsta hreinlætis gætt. Verksmiðja Sjófangs i Örfirisey, sem væntanlega verður komin í gagnið um eða eftir áramótin, er búin gufuþurrkurum, eins og verk- smiðjur þær, sem Norðmenn nota og framleiða i fiskmjöl til mann- eldis. Hún hefur alla möguleika til að geta framleitt slíkt mjöl, að þvi er Jakob Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri hennar. sagði okk- ur er við leituðum upplýsinga um það. Þessir möguleikar eru þar fyrir hendi og verður fylgst með þvi hvernig Norðmönnum gengur að finna markað fyrir manneldis- mjölið. Þeir eru nú einmitt mað í gangi mikið markaðsátak og virð- ast bjartsýnir. Þeir hafa pakkað mjölinu i súpupakka og eru að koma þeim á markað I Nigeriu og fleiri Afrikulöndum. Gufuþurrkaða mjölið hefur líka aðra möguleika, þ.e. i sérstakar fóðurblöndur, sem m.a. eru notaðar til fiskeldis. Telja margir að það eigi eftir að verða mjög eftirsótt með vaxandi fisk- eldi og þá hækka í verði umfram annað fiskmjöl. En hungruðu þjóð- irnar, sem mest skortir fæðu og eggjahvftuefni, eru jafnframt fátækastar og eiga erfitt með að kaupa. Þó fá þær varla ódýrari eggjahvitugjafa en fiskimjöl til manneldis. Norðmenn eru nú eina þjóðin, sem er með slikt manneldismjöl á markaðinum. Þeir taka nýtt efni, sild og markril, og bræða í verk- smiðjum sinum með gufuþurrkur- um, þar sem vélar eru vandlega hreinsaðar áður en bræðsla byrjar til manneldis. Hafa Norðmenn sent þetta mjöl til reynslu til Asíu og Afrikulanda og selt til Indlands fyrir gjafafé. En ekki er vitað til að fundinn sé góður og öruggur markaður fyrir það. Hefur þetta mjöl framleitt á þennan hátt, þótt líklegra til neyzlu hjá Indverjum en manneldismjöl, sem framleitt er með efnaþvætti, en á þeirri aðferð. sem er miklu dýrari, hafa tilraunir yfirleitt byggst til þessa. Páll Ólafsson gerði fyrir nokkr- um árum könnun á þvi, hvað helzt kæmi til greina að gera hér á landi til framleiðslu manneldismjöls og komst að þeirri niðurstöðu. að lik- legasta leiðin til þess væri að framleiða fiskmjöl úr nýjum úr- gangi frá fiskverkunarstöðvum, þ.e. frystihúsum og saltfisk- og skreiðarverkunarstöðvum. einkum þorskúrgangi og því um liku. Mjöl- ið yrði að framleiða f gufuþurrkara við fyllsta hreinlæti, eins og þegar um önnur matvæli væri að ræða. Ekki kæmi til greina að nota slóg til slikrar framleiðslu. Mjölið segir hann auðvelt að aðgreina I holda- mjöl og beinamjöl. En úr holda- mjölinu fengist hið ákjósanlegasta eggjahvíturikt mjöl, sem nota má til matar og stendur t.d. skreið tæplega að baki að næringargildi. Tilraunir til að framleiða mann- eldismjöl úr fiski eiga sér nokkuð langa sögu og þá einkum vakað fyrir mönnum að framleiða til manneldis ódýrt eggjahviturikt mjöl úr hráefni, sem annars hefur farið til framleiðslu venjulegs fisk- mjöls eða ekki verið nýtt. Hafa rannsóknir lengi beinzt að þvi að koma á fót verksmiðjum, sem nota svonefnda efnaþvottaaðferð (solvent extraction) þar sem fitan er þvegin úr mjölinu. En til mann- eldis er sótzt eftir mjöli, sem er ríkt að eggjahvituefnum en fitulit- ið og iaust við fisklykt og bragð. Það mætti nota I brauð, grauta og annað. Viðtækar rannsóknir hafa farið fram á þessu svonefnda mann- eldismjöli frá þvi fyrir strið og f mörgum löndum, svo sem Banda- ríkjunum, Kanada, Noregi, Suður- Afriku, Sviþjóð. Marocco og Chile, og þá einkum síðasta áratuginn. Saga þessara rannsókna er þó miklu eldri. þvf Norðmenn unnu að þessum málum fyrir aldamót. í Kanada var svo nýlega reist verk- smiðja, sem framleiða átti mann- eldismjöl með efnaþvætti úr 50—100 tonnum af ferskum úr- gangi á dag og mun hún hafa kostað um 6 millj. Kanadadollara. En hún starfaði aðeins nokkra mánuði, m.a. vegna þess að fisk- iðjuverið, sem átti að kaupa hrá- efnið af, varð gjaldþrota. verk- smiðjan einnig og eigandinn fyrirfór sér. Einnig komu Banda- rikjamenn á fót tilraunaverk- smiðju til framleiðslu þessarar vörutegundar vestur á Kyrrahafs- strönd og unnu þá úr ferskum lýsingi, sem þeir neyta annars ekki. Hefur verksmiðjunni nú ver- ið lokað af einhverjum ástæðum. en litið frétzt af rekstrinum. — Ekki verður séð að tima- bært sé að hugsa til þess að koma hér á landi upp manneídis- mjölsverksmiðju, er notaði efna- þvottaaðferðina. segir Páll Ólafs- son, sem hefur veitt okkur mestar upplýsingar um þetta efni. Slik verksmiðja mundi kosta margar milljónir og reksturkostnaður yrði mikill. Auk þess sem slik verk- smiðja þyrfti mikið ferskt hráefni allt árið. Annað mál er að fara að dæmi Norðmanna og nýta fiskmjölsverk- smiðjur, sem hafa gufuþurrkun og hreinsa vel á milli, eins og hægt verður að gera i verksmiðju Sjó- fangs. En þá yrði að sjálfsögðu að nota nýtt hráefni l manneldismjöl- ið, þvf ekki kemur nýrra mjöl út en beinin eru, sem látin eru I vélarn- ar. Um markað er hins vegar ekki Ijóst enn og e.t.v. rétt að biða og sjá hvernig Norðmönnum gengur þeirra markaðsherferð. En til markaðsöflunar þarf mikið fé og til að „kenna átið" þarf sjálfsagt framtak og fyrirhöfn.— E. Pá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.