Morgunblaðið - 01.12.1974, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 01.12.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1974 STRAUMAR ernislegum ástæðum heldur fremur af því að þeir geta ekki kyngt frelsishugmynd- um innrásarliðsins. 1 þessu atriði fer fram aftaka, þar sem Spánverjarnir hrópa um leið og þeir falla „Niður með frelsið, lifi hlekkirnir." tJr þessu atriði brunar Bunuel inn í nútímann, þar sem lftill telpa fær hjá laumulegum manni slatta af póstkortum meðan fóstra hennar sefur eitt andartak á verðinum. Foreldrar telpunnar komast Bunuel í essinu súiu eftir BJÖRN VIGNI SIGURPÁLSSON Meðan Fjandafælan og með- fylgjandi móðursýki flæðir yfir heimsbyggðina og yljar æsifréttamönnum, gamna unnendur góðra kvikmynda sér við draugagang. Frelsis- vofa Luis Bunuel sveimar um myrkvaða sali kvikmynda- húsa helztu menningarsetra Vesturlanda og magnast öll í hlátrasköllum og heilabrot- um áhorfenda. Þvílíkur er fjörkippurinn í síðasta af- sprengi hins aldna spánska meistara. Gagnrýnendur standa á öndinni af hrifn- ingu, hástemmdar lofræður eru fluttar en fæstum kemur þó saman um hvað gamli maðurinn sé að fara. Hann hefur ætíð verið sínkur á skýringar og það, sem hingað til hefur fengizt upp úr hon- um um þessa mynd, er eftir- farandi: „Frelsisvofan er ekki fremur um vofu frelsis- ins en Andalúsiuhundurinn var um hund í Andalúsiu." Enginn fikrar sig langt með slíka týru að leiðarljósi og því er spáð í sortann. Frelsisvofan byggir á afar óvenjulegum frásögustíl og þykir þar af leiðandi ekki sérlega aðgengileg frá sjónarhóli rökhyggjunnar. Hér er ekki að finna hefð- bundinn söguþráð heldur margbrotinn — fáeina sögu- kjarna þar sem hver tekur við af öðrum án sýnilegra tengsla. Þess vegna er hver leikari úr stjörnuþyrping- unni, sem myndin hefur af að státa, aðeins í sviðsljósinu stutta stund en hverfur svo út í buskann þaðan sem hann kom. Myndin hefst með eins konar eftirprentun af málverki Goya — Aftakan 3ja maí — meðan titlarnir eru að birtast á tjaldinu en siðan er áhorfendum tjáð, að fyrsta atriðið gerist i Toledo árið 1808. Frakkar hafa ráðizt inn í Spán boðandi fagnaðar- erindi byltingar og frelsis en heimamenn verjast hetju- lega, ekki aðeins af þjóð- á snoðir um póstkortin, verða æfir af reiði og reka fóstruna úr vistinni. Sjálfir taka þeir siðan að skoða kortin og við það rifjast upp gamlar endur- minningar frá fyrstu hjúskaparárunum. Þegar áhorfendur fá loks að sjá kortin dularfullu hafa þau ekki annað að geyma en sögu- fræg minnismerki veraldar! Engu að síður hefur þetta þau áhrif á föður telpunnar að hann verður andvaka og veit ekki fyrr en bréfberi kemur askvaðandi inn í svefnher- bergi þeirra hjóna með bréf til afhendingar og í kjölfar hans ákaflega úfinn strútur. Maðurinn leitar að sjálfsögðu til læknis daginn eftir, en sá fróði maður segir þetta aðeins hugarburð. En ég er með bréfið, staðhæfir maður- inn, en er hann ætlar að sýna lækninum bréfið, kemur hjúkrunarkonan inn, segir ættingja sinn einn sjúkan og hvort hún megi fá leyfi til að vitja hans. Þar með eru læknirinn og maðurinn með bréfið úr sögunni en áhorfendur fylgja hjúkrun- arkonunni áfram á fund sjúklingsins. Og þannig tek- ur eitt við af öðru, einum leik er hætt þegar hæst stendur og annar tekur við. Vissulega er ekki gott að sjá samhengið i uppátækjum af þessu tagi en þó þykjast fróð- ir sjá viss efnistengsl milli sögukjarnanna — afstæði sjónarinnar gagnvart raun- veruleikanum, að ekki er allt sem sýnist. AUt skal þetta svo undirstrika afstæði frelsis- hugtaksins — eða er ekki svo? Jú, svo vilja sumir vera láta. Hinn virti brezki gagn- rýnandi Richard Roud er þeirrar skoðunar og þannig kynnti hann Bandaríkja- mönnum myndina á kvik- myndahátiðinni í New York nú í haust. Niðurstaða hans er sú, að meginþemað séu andstæðurnar: frelsi/áþján. Hann segir eitthvað á þá leið, að frelsi séu allir fylgjandi í orði en flestir óttist það öðr- um þræði. Súrrealisminn hafi verið upphafning frelsis- ins, en Bunuel, þrátt fyrir gömlu venzl við þá hreyf- ingu, virðist hér láta í það skína, að til sé annað viðhorf: Að frelsið sé vofa er sífellt ásæki mannkynið en gegn þessu lífmagni sé teflt öðru afli — seiðmagni áþjánarinn- ar og dauðans á manninn. Vincent Canby, gagnrýnandi New York Times, þykir þessi skýringartilraun Roud held- ur langsótt eða jafnvel vill- andi. Að vísu viðurkennir hann, að frelsið sé öðru hverju á dagskrá í myndinni en fyrst og fremst sé hún bráðsmellin hugleiðing um rökleysu tilverunnar. Hún sé dýrðlegasta rassskelling Bunuels til þessa á þann heim, sem kallaður er skyn- semi — heiminn, sem ekki er allur þar sem hann við sjáum hann. Hann telur þess vegna að Skynsemisvofan sé meira réttnefni á myndinni, því að í reyndinni felist í myndinni hugtakabrenglan skynsem- innar og öfugsnúningur. Roud og Canby eru þó sam- mála um, að liklega hafi Bunuel aldrei verið fyndnari en í Frelsisvofunni Qg sé hún hin bezta skemmtun frá upp- hafi til enda. Canby segir raunar, að bróðurpartur fyndninnar liggi i undrun- inni, hvernig ýmsar tiltektir meistarans komi áhorfendum í opna skjöldu. Eru þeir þó ýmsu vanir frá honum og margt kemur kunnuglega fyrir sjónir, eins og skeyti hans á skurðgoðadýrkun, opinbera embættismenn, kaþólsku kirkjuna eða brell- ur hans með yfirskilvitléga fyrirburði, sem persónurnar meðtaka eins og ekkert sé eðlilegra en koma gersam- lega flatt upp á áhorfendur. Roud segir aftur á móti, aó án tillits til snilldarhandbragðs- ins á allri tæknihlið myndar- innar, þá sé Frelsisvofan ferskasta verk ársins og „lík- lega fremsta mynd Bunuels. Ég hef ekki verið ógagnrýnin aðdáandi Bunuels í gegnum árin en hann er einn af fáum leikstjórum, sem virðist fara þvi meira fram sem hann verður eldri“. 7 Grindavík Til sölu raðhús ásamt bilskúr. Til afhendingar strax Til sölu Víkurbraut 38, efri hæð. Sími 92-8294. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN 27, Simi 25891. Sumarbústaðaland til sölu í nágrenni Reykjavíkur (90 km). Tilboð merkt: „Hiti — 7432", sendist afgr. blaðsins fyrir fimmtu- dagskvöld. Krani til sölu 20 tonna Lorain kranabifreið til sölu. Hagstætt verð, ef samið er strax. Upplýsingar í sima 96-41162 milli kl. 1 2 og 1 3 og 1 9 og 20. Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrirliggjandi. Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., sími 33603. Milliveggjaplötur aftur tilb. til afgr. Stærðir 60 x 60 x 5 cm, 50 x 50 x 7 cm, 50 x 50 x 9 cm, 50 x 50 x 1 0 cm. Uppl. i símum 85210 og 8221 5. Á kvöldin og um helgar 71566. Ford Capri XL '74 keyrður 10.000 km til sölu. Sam- komulag með greiðslu. Skipti koma til greina. Simi 1 6289. Skautbúningur/ kyrtill óskast til leigu einn dag (belti og höfuðbúnaður fyrir hendi). Ábyrgð á meðferð og trygging. Uppl. í sima 34788. Önnumst ýmiss konar viðgerðir glerísetningar, málningu o.fl. út- vegum gler. Upplýsingar i síma 84388. Geymið auglýsinguna. Húseigendur — Sprautumálun Sprautumálum verkstæði, iðnaðar- húsnæði, geymslupláss og fl. önnumst alla málningarvinnu. Fagmenn, vönduð vinna. Simi 32778 og 30277. Kynning Reglusamur maður um fertugt vel i efnum og góðri aðstöðu óskar eftir að kynnast stúlku á aldrinum 30 til 40 ára, má eiga börn. Tilboð sendist Mbl. merkt: Trúnaðarmál 4647. Kona óskast til að hugsa um litið heimili. Má hafa eitt til tvö börn. Uppl. í sima 10389 i dag og eftir kl. 6 á kvöldin. Ford Escort '72 Til sölu Ford Escort sendiferðabill árg. '72. Uppl. i sima 43179. Opel '72 Til sölu Opel sendiferðabill árg. '72, ekinn 14000 km. Bill i sér- flokki. Uppl. i sima 431 79. Bröt XB2 Til leigu strax. Uppl. í sima 51 387 eða 521 87. Saab 99 '71 Til sölu Saab 99 árg. '71. Góður bill. Uppl. í sima 431 79. Mjög sanngjarnt verð á uppsetningu á klukkustrengjum og flauetspúðum. Getum bætt við fyrir jól. Handavinnubúðin, Laugavegi 63. Skuldabréf Er kaupandi að 2ja — 3ja ára veðskuldabréfi að upphæð 200 — 500 þús. kr. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Ö- 4650". Góbelínmyndin Bethlehem komin. Handavinnubúðin, Laugavegi 63. Hestamenn Tveir reiðhestar 6 og 7 vetra til sölu. Upplýsingar i sima 50728. Munstur eftir frummyndinni af Gunnhildi kóngamóður (Sofðu rótt). Höfum efni og garn á þrem verðum i myndina. Handavinnubúðin, Laugavegi 63. Aðalfundur Hundaræktar- félags íslands verður haldinn laugardaginn 7. des. kl. 5. i félagsheimili Fáks, Reykjavik. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 30 ára Hollendingur óskar eftir að komast i bréfasam- band við unga islenzka stúlku með vináttu og skipti á upplýsingum um lönd i huga. Tilboð sendist Morgunblað- inu merkt: „Hollendingur — 7434" sem fyrst. Eignarlóð — Mosfellssveit 120 fm eignarlóð á einum feg- ursta stað sveitarinnar undir ein- býlishús til sölu. Listhafendur vinsamlegast sendið tilboð til Mbl. merkt: Glæsilegt útsýni 4648. A Rowente Djúpsteikingar- pottur. Krómaðir eða matt ál. J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.