Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 1
40 SIÐUR 140. tbl. 61. árg. FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Brezlinev mætt- ur til Parísar París 4. desember — Reuter „ÉGermjög ánægðurmeðaðvera kominn aftur til Frakklands og ég vona að viðræður mfnar við Giscard d’Estaing forseta verði árangursríkar.“ Þetta sagði Leonid Brezhnev, leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins, er hann kom til Parfsar í kvöld til þriggja daga viðræðna við franska ráða- menn. Giscard d'Estaing tók á móti Brezhnev á flugvellinum, en engar ræður voru þar fluttar, og fundur leiðtoganna hefst ekki formlega fyrr en á morgun, fimmtudag. Þess er vænzt, að Brezhnev fari heim með loforð Frakka um náið samband við Sovétríkin upp á vasann. Helztu mál, sem líklegt er að beri á góma, eru óskir Sovét- Schmidt og Ford funda Washington, 4. des. — NTB. manna um stuðning Frakka við tillögur um mikinn leiðtogafund, sem ætlað yrði að leysa öryggis- málaviðræður Evrópu endanlega, og Miðausturlönd, en skoðanir Brezhnevs og Giscards eru taldar falla nokkuð saman um það mál. Velkominn LEONID Brezhnev, ieiðtoga sovézka kommúnistaflokksins var tekið með „kossum og kynj- um“ við komuna til Parísar í gærkvöldi. Þessi sovézka stúlka, sem fær svona ljúfan smeil frá flokksleiðtoganum, er búsett í Frakklandi með foreldrum sínum, og færði Brezhnev blóm á flugvöllinn. Á bak við fylgist Giscard d’Estaing forseti með af vel- þóknun (t.v.), en Andrei Gromyko, utanrikisráðherra Sovétrikjanna, og franski siða- meistarinn, Pierre Angles virð- ast ekki alveg vissir um hvernig beri að lita á svona blíðuhót (AP-simamynd). Danir f á stórtlán r frá Iran Kaupmannahöfn, 4. des. Reuter. IRAN samþykkti í dag að veita dönsku rfkisstjórninni lán að upphæð 65 milljónir sterlings- punda, eða 17,7 milljarðar ísl. kr., að þvf er heimildir innan danska fjármálaráðuneytisins hermdu f kvöld. Samkomulagið var undir- ritað af viðskiptaráðerrum land- anna tveggja, Hushang Ansary og Poul Nyboe Andersen, en franski ráðherrann hefur verið f tveggja daga heimsókn f Danmörku. Herma heimildirnar að lánið megi endurgreiða á fimm árum. Samkomulagið felur einnig f sér aukna samvinnu á iðnaðar-, efna- hags-, og vísindasviðinu. M.a. er talað um að Danir reisi f tran tvö sjúkrahús með 2.000 sjúkrarúm- um, samtals að upphæð 35—43 milljónir sterlingspunda. Einnig er ráðgert að Danir athugi áætlanir um byggingu allt að 20.000 fbúða fyrir lrani árlega i fimm ár að upphæð 100 milljónir sterlingspunda allt. Annað olfuframleiðsluland, Irak, var sagt hafa samþykkt að veita Frakklandi 420 milljón ster- lingspundalán sl. mánudag. HELMUT Schmidt, kansl- ari Vestur-Þýzkalands, kom til Washington í dag og hefur viðræður við Ford forseta og fleiri bandaríska ráðamenn á morgun. Schmidt verður tvo daga í Washington, og er búizt við að hann geri grein fyrir tillögum sínum um samvinnu olíufram- leiðslu- og olíuneyzluríkja. Hans- Dietrich Genscher utanríkisráð- herra og Egon Bahr efnahags- samvinnuráðherra eru m.a. í fylgd með kanslaranum. Hartling talinn boða til nýrra þingkosninga í dag Kaupmannahöfn, 4. desember. Frá fréttaritara Mbl. Jörgen Harboe: I NÆSTUM allir forystumenn f dönsku stjórnmálalífi bjuggust við þvf f kvöld, að á morgun, fimmtudag, yrði boðað til nýrra þjóðþingskosninga f Danmörku. Miki tekur við og heitir breytingum Tokyo, 4. des. Reuter. AP. TAKEO MIKI var f dag kosinn forseti stjórnarflokksins f Japan, Frjálslynda demókrataf lokksins »g verður sjálfkrafa forsætisráð- herra. Sérstakt aukaþing japanska þingsins hefst á mánudaginn og Miki tekur þá formlega við emb- ætti forsætisráðherra af Kakuei Tanaka sem sagði af sér 26. nóvember eftir mikið uppnám vegna f jármálamisferlis hans. Val Mikis sem eftirmanns Tanaka var staðfest á fundi þing- manna Frjálslynda flokksins i báðum deildum þingsins. Þrjú ár eru eftir af starfstíma stjórnar- innar en þegar hefur verið ákveðið að fram fari kosning um forseta flokksins á næsta þingi hans í júli 1975. Miki hefur lýst yfir þvi að hann telji höfuðviðfangsefni sín að berjast gegn verðbólgu og sam- drætti og stuðla að þjóófélags- réttlæti, en hann sagði að þessi barátta gæti tekið langan tíma. Hann telur eðlilegt að Japanir taki þátt í alþjóðasamvinnu í Takeo Mlki þeim tilgangi að draga úr olíu- neyzlu á næstunni og spara orku- auðlindir mannkynsins í fram- tíðinni. Miki kveðst telja nauðsynlegt að endurskipuleggja Frjálslynda flokkinn til þess að endurvekja traust hans meðal almennings. Takeo Miki er þannig lýst að hann sé pólitískur hugsjóna- maður. Hann sagði af sér embætti aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Tanaka í júlí til þess að mótmæla miklum kostnaði af kosningabar- áttu Tanaka fyrir kosningar sem voru haldnar til efri deildar þingsins. Miki hefur síðan haldið uppi háværri gagnrýni á Tanaka, en þegar Tanaka sagði af sér töldu fáir að hann hefði mikla mögu- leika á því að taka við sæti hans. Hins vegar var það tillaga vara- forseta flokksins, Estusabure Shiina, að sætzt yrði á Miki sem málamiðlunarlausn þar sem al- gert þrátefli var orðið í baráttu Masayoshi Ohira fjármálaráð- herra og Takeo Fukuda, fyrr- verandi fjármálaráðherra, i bar- Framhald á bls. 22 Astæðan er sú, að rlkisstjórn Poul Hartlings hefur krafizt þess að tillögur hennar um heildarlausn f efnahagsmálum, þ.á m. um launa- og verðstöðvun allt árið 1975, verði samþykkt í öllum atriðum á þinginu. Heildarlausnin var lögð fram á þriðjudag, og snerust svo til allir flokkar öndverðir gegn henni. Þess er vænzt að hún verði lögð fram til fyrstu umræðu f þjóðþinginu í fyrramálið, og er almennt talið að hún verði f minnihluta við atkvæðagreiðslu og Hartling boði tii kosninga. # Alveg ný skoðanakönnun Gallup-stofnunarinnar, sem skýrt var frá í gær, gefur til kynna að stjórnarf lokkurinn, Venstre, muni auka talsvert fylgi sitt í nýjum kosningum miðað við kosningarnar f fyrra. Samkvæmt henni fær Venstre 17,4% (12,3% Framhald á bls. 22 Hartling — Kosningabragð? Ræða lausn Ródesíumáls Lusaka, 4. desember — Reuter ÞRlR forsetar Afrfkuríkja komu f dag saman til mikilvægs fundar f I.usaka, höfuðborg Zambiu, og herma áreiðanlegar heimildir að viðræðunum sé ætlað að reyna að finna lausn á hinni nfu.ára gömlu deilu hvftra og svartra í Ródesfu. Þá segja heimildir f Salisbury, höfuðborg Ródesfu, að Ian Sinith, forsætisráðherra landsins hafi samþykkt að láta tvo þjóð- ernissinnaleiðtoga úr haldi um stundarsakir til þess að þeir gætu fa*ið til fundar forsetanna f Lus- aka. Opinberlega er aðeins sagt, að forsetarnir Julius Nyerere frá Tanzaníu, Sir Seretse Khama frá Botswana og Kenneth Kaunda frá Zambfu ræði á fundinum sameiginleg áhugamál, en aug- Ijóst er talið að Ródesfa sé aðal- umræðuefnið. Framhald á bls. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.