Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 4 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL & 21190 21188 LOFTLEIOIR /ÍÍBÍLALEIGAN ^IEYSIR CAR RENTAL --.24460 m 28810 piorviEen Útvarp og stereo kasettuteeki iWteTT4444,«"25555| wmm Ibilaleiga car^rentalI HVER ER SINNAR ÆFU SMIÐUR ^ SAMVINNUBANKINN Hópferöabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8—50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og32716. Ferðabílar hf. Bilaleiga S 81260 5 manna Citroen G.S. fólks- og. • stationbilar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabílar (með bilstjórn). Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vinsemd á 90 ára afmæii mínu þann 28. nóvember s.i. Kærar kveðjur, Soffía H. Óiafsdóttir. Öiium þeim, sem glöddu mig og heiðr- uðu áttræða, sendi ég aiúðarþakkir. Lifið heii. Ástriður G. Eggertsdóttir. Þakkarávarp Minar hjartans þakkir öllum þeim, sem gerðu mér sjötiu ára afmælisdaginn ógleymanlegan á margvislegan hátt. „Góðir vinir gulli betri". Guð blessí ykkur öll. Páii Guðjónsson, Kirkjuteig 13. Átök vinstri manna Hugtökin vinstri og hægri f íslenzkum stjórnmálum eru óljós orðin. Engu að sfður hafa svonefnd sameining vinstri manna verið sífellt markmið f orði, sem Iftið hefur þó farið fyrir á borði. Sagan geymir mörg tilþrif í þeim efnum, sem lítill lærdómur hefur þó verið dreginn af til þessa. Nafnbreytingar kommúnista- flokksins, sem tfðar hafa verið, eru augljóslega tilraun til að fylkja svokölluðum vinstri öflum á röngum forsendum undir leiðsögn róttækasta arms vinstri hreyfingar á Islandi. Þjóðvarnarflokkurinn sálugi var misheppnuð tilraun hlið- stæðra afla til að ná umboði ýmissa minnihlutahópa, sem töldu sig ekki eiga samleið með kommúnistum. Samtök Frjáls- lyndra og vinstri manna vóru og af skyldum toga spunnin. Þau grundvölluðust f upphafi á forystu tveggja gamalreyndra og hæfra stjórnmálamanna: Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar, núverandi forseta ASl. Báðir hafa þeir nú yfirgefið þá hreyfingu og sá sfðarnefndi er formlega geng- inn f Alþýðuflokkinn. Aður hafði Bjarni Guðnason klofið sig frá samtökunum og myndað enn nýtt stjórnmálaafl, sem átti skamma lffdaga. Eftir standa Magnús Torfi Ólafsson og Karvel Pálmason með nokkrar eftirhreytur af fylgi Hannibals og Björns og frama- gosa úr Framsóknarflokknum og Alþýðuflokknum, er töldu veg sinn of smáan f hinum eldri flokkum. Sameiningarmál Samtak- anna og Alþýðuflokksins virðast nú með öllu úr sögunni. Alþýðublaðið spáir harðnandi átökum á vinstri væng stjórn- málanna. Viðræður um nýja vinstri stjórn fengu og þær lyktir, sem þjóðin þekkir, og lofa ekki „góðu“ um vinstri samstöðu í náinni framtíð. Ljóst virðist vera, að svokallað- ur vinstri armur íslenzkra stjórnmála sé meir en Iftið sundurlaus tætingshópur, sem virðist lengra frá því að vera traustvekjandi eða líklegur til festu og forystu um fslenzk þjóðmál en nokkru sinni fyrr. Og er þá vissulega langt til jafnað. Samtökin enn í tveimur pörtum A landsfundi Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna bar mjög á því, að fulltrúar flokk- uðust í tvær fylkingar. Annars- vegar voru leyfarnar af SFV, sem eftir stóðu, er Bjarni Guðnason og sfðar Hannibal og Björn kvöddu, og hinsvegar klofningshópurinn úr Fram- sóknarflokknum, svokallaðir Möðruvellingar. Karvel Pálma- son, sem kom f veg fyrir algjört skipbrot samtakanna í kosn- ingunum í vor, var settur ræki- lega til hliðar f flokksforyst- unni. Magnús Torfi Ólafsson, sem Karvel slefaði inn á þing, heldur flokksformennsku, og Ólafur Ragnar Grímsson leiðir framkvæmdastjórn flokksins, sem virðist vera áhrifaríkasta aflið í forystu og stefnumótun flokksins. Karvel fær að heita þingflokksformaður þeirra tvf- menninganna: sjálfs sfn og Magnúsar Torfa og sæti f 11 manna framkvæmdastjórn, undir formennsku Ólafs Ragn- ars. Máske þótti falikandfdöt- um kosninganna vegur Karvels nógur orðinn við kjördæmis- kosningu. Landsfundurinn einkenndist m.a. af hörðum átökum um heiti flokksins. Hinir nýju liðs- menn, Möðruvellingar, vildu fella niður úr flokksheitinu orðið „frjálslyndir" og kenna flokkinn einungis við vinstri stefnu. Magnús Torfi og Karvel munu hafa mælt í móti, að sögn Alþýðublaðsins. Sætzt var á að fresta nafnbreytingu, en taka málið á dagskrá sfðar. Ef ekki er einu sinni samstaða um heiti hins nýja flokks, hvernig er þá samkomulagið um grundvallar- stefnumið flokksins? Þessi nýi vinstri flokkur virðist með sama marki brenndur og aðrir slikir, ef mark má draga af nýafstöðnum flokksþingum þeirra; samstaða er um það eitt að vera á önd- verðum meiði. Gjafapakkar með niðursuðuvörum LIONSKLÚBBURINN Baldur sendir nú enn á ný gjafapakka sína á markaðinn. 1 þeim eru að þessu sinni sjö valdar tegundir af íslenzkum sjávarafurðum, niðursoðnum, sem hver um sig er i mjög smekklegri pakkn- ingu. Er hér um að ræða murtu úr Þingvallavatni, kavíar frá Akranesi ogýmislegt fleira. Eins og meðfylgjandi mynd ber með sér, er pakkinn vel hannaður og með handfangi. Virkar hann því sem lítil hand- taska, og er framleiddur í Kassagerð Reykjavíkur. Vörumarkaðurinn í Armúla 1A annast nú sem fyrr dreif- ingu gjafapakkans, endur- gjaldslaust, en Baldursfélagar munu daglega annast póstsend- ingar fyrir kaupendur, sé þess óskað. Hver pakki er seldur á kr. 800. Pakkarnir eru i senn skemmtileg og heppileg gjöf til erlendra vina, auk þess sem þeir eru góð auglýsing fyrir okkar unga niðursuðuatvinnu- veg. Skúli Halldórsson, tónskáld, núverandi formaður Baldurs, heldur á gjafapakkanum. Frá Tafl- og bridgeklúbbnum Þegar tveimur umferðum af þremur er lokið í Pattonsveita- keppninni er staóa efstu sveita þessi: Sveit Sigurjóns Tryggvasonar 152 Braga Jónssonar 141 Þórarins Árnasonar 128 Þorsteins Kristjánssonar 125 Zophoníasar Benediktss. 125 Tryggva Gíslasonar 124 Arnar Ingólfssonar 111 Jóns Gíslasonar 107 Bjarna Jónssonar 107 Ólafs Adolphssonar 104 xxxxxx Bikarkeppni BSl fer fram í janúar á næsta ári. Öll félög á landinu hafa rétt til að taka þátt i keppninni og fer hún fram með líku sniði og á sl. ári. Munu félögin fá uppskrifuð spil og skal spiiað í 10 para riðlum. Keppnin fer fram vikuna 19.—25. janúar. Þátttökugjald verður kr. 500,00 fyrir parið og mun allur ágóði af keppninni renna óskiptur til unglinga- starfsins. Sigurvegarar í keppninni hljóta nafnbótina Bikarmeist- arar íslands 1975. xxxxxx Bridgefélag Kópavogs Þegar einni umferð er ólokið í hraðsveitarkeppninni erstaða efstu sveita þessi: Sveit Gríms Thorarensen 1364 Ármanns J. Lárussonar 1362 Sigurðar Sigurjónssonar 1346 Bjarna Sveinssonar 1333 Bjarna Péturssonar 1312 Gunnars Sigurbjörnssonar 1298 Skúla Sigurðssonar 1266 Kristmundar Halldórs- sonar 1260 Meðalskor 1260 stig. xxxxxx Fyrsta heimsmeistaramótið í bridge var haldið á Bermuda árið 1950. Þar spiluðu þrjár sveitir, bandarísk, brezk og skandinavísk sveit. í skandi- navísku sveitinni, sem spilaði á vegum Evrópusambandsins voru tveir lslendingar, Einar Þorfinnsson og Gunnar Guð- mundsson, ásamt fjórum Svi- um. Var sveit þessi þannig til orðin, að Svíar höfðu hafnað í öðru sæti á Evrópumótinu og áttu að skipa 2/3 sveitarinnar, en Islendingar, sem höfnuðu í þriðja sæti, áttu að skipa 1/3 sveitarinnar. Úrslitin urðu þau, að bandariska sveitin sigraði, brezka sveitin varð neðst og skandinavíska sveitin í öðru sæti. Tilefnið að skrifum þessum er það, að í janúar á næsta ári verður heimsmeistarakeppnin Þannig geta skermirnir litió út. Maðurinn f hvftu skyrtunni er meðspilari konunnar. á Bermuda og verður þá notuð ný gerð af skermum meðan sagnir fara fram, þannig að spilarar sjá ekki meðspilara sinn og aðeins annan mót- spilaranna. Mikið hefur ver- ið rætt og ritað um hvern- ig mætti fyrirbyggja að þeir atburðir endurtaki sig, er þeim félögum Terenee Reese og Boris Schapiro var vísað frá keppni i heimsmeistarakeppn- inni 1965. Vonandi er, að þarna sé lausnin komin en reynslan mun skera úr um það á Ber- muda. A.G.R. | STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.