Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 27 Nýjung á níundu hæð Restaurateria á Esju Jörundar hundadaga- konungs komin út „ISLANDSKÓNGUR" heitir sjálfsævisaga Jörundar hunda- dagakonungs, sem komin er út hjá bókaforlaginu Hilmi hf. I samráði við Vinten’s forlag I Kaupmannahöfn. Er hún prýdd teikningum eftir Jörund sjálfan en þýðandi er Trausti Oiafsson. Sjálfsævisaga Jörundar kom fyrst fyrir almennings sjónir á árunum 1835—38 í timaritinu „Van Diemens Land — Annual”, sem gefið var út í Van Diemens Land — nú Tasmaniu. Arið 1891 var hún gefin út í London eftir frumriti, sem þá var i British Museum. Utgefandi var James Francis Hogan og i islenzku út- gáfunni eru inngangar og eftir- málar hans. Ennfremur er þar listi yfir önnur rit Jörundar, prentuð og óprentuð. Bókin í heild er 133 blaðsíður, bundin i Bókbindaranum hf. Verulegur hluti hennar fjallar um líf Jörundar eftir valdatökuna á Islandi, en um hana segir m.a.: „Ég býst ekki við, að neinn sagn- fræðingur, hversu viðlesinn sem hann kann að vera, geti bent á nokkra byltingu veraldarsög- unnar, sem farið hefur fram með öðrum eins ágætum og þessi.“ Og um Island segir Jörundur: „Kannski er Island eitt fegursta land í heimi, þó þar séu engin tré, því að þar eru svo miklar mishæð- ir og snarbrött fjöllin eru viða þakin ísi og snjó.“ Jörundur segir m.a. frá þeim breytingum, sem hann hafi ákveð- ið að gera á högum landsmanna. Þar á meðal hafi hann hækkað tekjur klerkastéttarinnar: „Vesa- lings fólkið,” segir hann, „sumir prestanna höfðu ekki nema 12 pund að lifa af á ári og úr því að ég gerði byltingu var ekki nema réttlátt að ég hækkaði tekjur þeirra eins og eðlilegt var. Þeir létu heldur ekki standa á þakk- lætinu, því að í prédikunum sínum voru þeir mjög vinveittir endurbótum og sanngirni nýskip- unar minnar." HÖTEL Esja hefur breytt veit- ingastofunni á ntundu hæð hót- elsins þannig að hún verði eins- konar millistig af veitingastofu eða „restauranti" og veitingabúð eða „kaffiteríu" eða það sem Dan- ir kalla „restaurateríu". Er matur þar ódýrari en á veitingahúsum almennt, enda dregið nokkuð úr þjónustu. Sjálfsafgreiðsla er á kaffi, brauði og léttmeti, en mat- ur borinn að borði gestsins eftir að hann hefur valið við afgreiðsluborðið. Matseðill er samt mjög fjölbreyttur og þjón- ustugjald ekkert. „Islands- kóngur” — Sjálfsævisaga Þegar Flugleiðir h.f. tóku við rekstri Hótel Esju hinn 1. apríl sl. var það fyrirsjáanlegt að erfitt yrði að halda veitingarekstri áfram í þeirri mynd er þá var, sökum hækkandi verðlags. En aukinn hréefniskostnaður og vinnulaun hafa orsakað mjög hátt matarverð — verð, sem er ekki i samræmi við sanngjarnt gistiverð hótelsins, sem hefur undanfarna vetur lagt kapp á að bjóða gestum utan af landi vildarkjör, t.d. kost- ar eins manns herbergi 850.00 kr. Til að koma til móts við þá gesti, var ákveðið að breyta salnum uppi í þetta horf, en hann rúmar 70 manns i sæti og er opinn alla daga kl. 8—22.00. Kvaðst aðstoð- arhótelstjórinn, sem sér um rekst- urinn, Hafsteinn Vilhelmsson, vonast til að hótelgestir kynnu að meta þessa nýbreytni, og að starfsfólk i hinum fjölmörgu fyr- TOYOTA SAUMAVÉLIN MODEL 5000 Veitingasalurinn á efstu hæð Hótel Esju, þar sem er sambland af restrauranti og kaffiterlu. Maturinn pantaður við afgreiðsluborð, en síðan koma stúlkurnar með hann á borðið. irtækjum í nágrenni Hótel Esju og aðrir legðu leið sína í nýju veitingastofuna, þaðan sem er ljómandi útsýni. Erling Aspelund, hótelstjóri Loftleiða, bætti þvi við að ef sal- urinn á níundu hæðinni reyndist of lítill fyrir þessa nýjung, þá væri fyrir hendi 400 ferm. hús- næði á neðstu hæð, sem mætti flytja í. En mjög margt fólk starf- ar þarna i nágrenninu og þangað eru nú komin fjölmörg þjónustu- fyrirtæki, sem gestir á Hótel Esju eiga viðskipti við og því þætti utanbæjarmönnum þægilegt að búa þar. Nýlega sendi Hótel Esja kynningu til utanbæjarmanna, þar sem m.a. eru talin upp nær 40 fyrirtæki í nágrenni við Esju, þar á meðal vinnuvélasaiirnir, bílasal- ar, tryggingarfélög o.fl. og svo laugarnar og íþróttavangurinn og Laugardalshöllin. Fréttamönnum var boðið að kynnast nýjunginni á níundu hæð og iétu vel af metnum og verðlag- inu. Borðuðu t.d. kjötrétt á teini með hrísgrjónum og spánskri piapasósu (Sish Kebab) fyrir 475 kr. og sildarrétt fyrir 255,00, en drykk með matnum geta menn fengið úr barnum við hliðina. Verð aðeins kr. 25.900,— TOYOTA-varahlutaumboðið hf. ÁRMÚLA 23 REYKJAVÍK Sími: 81733 — 31226. Fjölbreytt úrvalfóta og stýringa fylgja vélinni og gera kleift að sauma beinan saum,rimpa (sigsag) kapmella,varpafalda,brydda,sauma hnappa og hnappagöt, rennilása og ósýnilegan saum. Sjálfvirkur teygjusaumur. Sjálfvirkur hnappagatasaumur. Gjafavörur frá Finnlandi Finnsk hönnun hefur vakið heimsathygli fyrir smekklegt útlit og hagkvæmt form. Auk hinnar velþekktu glervöru bjóðum við nú einstaklega fallega gjafavöru úr stáli — potta, pönnur, könnur, ofl. Einnig hin margeftirspurðu kerti frá Finnlandi. Komið og skoðið úrvalið. HUSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. Laugavegi 13 Reykjavik simi 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.