Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
„Kvæði
eiga
að
kroppa
r
1
veru-
leikann”
ÞAÐ var hérna um daginn, að Slagsíðan kynnti
Kvæði Þörarins Eldjárns lítiilega. Nú ætlum við
að bæta um betur og heyra aðeins í honum
hljöðið. Eins og við sögðum um daginn stundar
Þórarinn bókmenntanám í Lundi í Svíþjóð og
leggur þessa dagana mesta rækt við Andrés
Önd, glæpó, klám, skrípó ag káboj. „Geysi-
djúpt," segir hann.
Kvæði hafa nú verið gefin út í annarri prent-
un. Fyrsta upplagið seldist upp og önnur 500
eintök prentuð. Samkvæmt síðustu fréttum eru
þau langt komin með að seljast upp þótt lands-
byggðin hafi verið afskipt.
Stærsti vandinn, sem fylgir eigin útgáfu höf-
undar á verkum sínum er dreifingin. Höfundur-
inn hefur ekki aðgang að eða bolmagn til að
koma verki sínu verulega í umferð, og sést það
bezt á því, að ljóðabók Þórarins hefur verið til
sölu aðeins f einni bókaverzlun utan Reykjavík-
ursvæðisins. Sú verzlun er á Dalvík, ekki
Grindavík. Ástæðan er sú, að bókin er einungis
seld f verzlunum, sem óska sérstaklega eftir þvf.
Dreifingarvandinn er reyndar kapftuli út af
fyrir sig og vert athugunarefni. Látum þetta
nægja að sinni, en snúum okkur nú að Þórarni.
— Hvenær byrjaðir þú að yrkja?
Það er langt síðan, þó ekki mjög langt.
— Hvers vegna yrkirðu?
Aðallega vegna þess að mér finnst gaman að
yrkja.
— Yrkirðu til að hlýða kalli skáldgyðjunnar,
eða viltu koma pólitfskum boðskap á framfæri?
Ég þekki enga skáldgyðju, að minnsta kosti
hefur hún aldrei kallað neitt tíl mín, hvað sem
hún kann að hafa sagt við aðra. Yrkingar eru
ákveðin handverk, sem menn þurfa að þekkja
inná ótal tæknileg atriði til að geta ort. Tæknin
ein hrekkur þó skammt. Kvæði þurfa að vera
virk, fólk á að geta sótt í þau eitthvað sem
kroppar í veruleikann og hjálpar því á einhvern
hátt að skilja öflin sem móta lifshlaup þess.
Þessu marki nær maður ekki með því að yrkja
pólitiskan áróður á banalan hátt, einskonar rim-
aða leiðara, heldur verður að fara aðrar leiðir,
dýpri og lymskufyllri, spilandi á allt instrúment-
ið eftir því sem geta leyfir. Það þarf að dilla
listneyslufærunum um leið og speki eða tilfinn-
ing er framreidd, en gæta þess þó alltaf að
dillandin verði ekki takmark i sjálfu sér. Helst.
— Af hverju yrkirðu f hefðbundnum stfl?
Ég get ekki samþykkt þá skoðun að ég yrki í
hefðbundnum stíl, og líklega áttu við hvers
vegna ég yrki á bundnu formi, með rími og
stuðlum. Skýringin á þvi er einföld, ég get ekki
annað. Ég hef reynt að yrkja kvæði í óbundnu
máli, en ég get það ekki, það er of erfitt. Ég
kann ekki handverkið, það er svo erfitt að henda
reiður á því. Ég verð eins og belja á svelli um
leið og fastlendi ríms og stuðla sleppir. Því
miður.
— En ertu þá á móti óbundnum kveðskap?
Nei, slíkt sé fjarri mér. Það er sorglegt hvern-
ig eiginlega öll umræða um kveðskap hér á landi
undanfarna áratugi hefur lent í þjarki um form-
ið. Formið er aukaatriði í sjálfu sér, það skiptir
engu máli hvort kvæði er rímað eða órímað ef
það er gott kvæði. Öbundni kveðskapurinn hef-
ur gert íslensku Ijóðmáli gott, hann hefur gert
ýmsar klissjur úreltar og opnað nýjar víddir. En
hann hefur aldrei náð tökum á fólkinu. Það á
sér sjálfsagt margar skýringar, ein þeirra er
vafalitið sú að mikill hluti af þessum kveðskap
er vondur. Það eru svo margir sem telja sig
kallaða til slíkra yrkinga af því að þeir halda
þær auðveldar, en það er misskilningur að svo
sé.
— Hvaða skáldum fslenskum hefurðu mestar
mætur á?
Jónas Hallgrímsson er og verður beztur. Hall-
dór Laxness er mesta núlifandí ljóðskáld íslend-
inga. Þetta hefur mörgum sést yfir. Menn hafa
starað sig blinda á skáldsögur hans. Kvæðakver
hans er besta kvæðabók íslensk á þessari öld. Af
yngri mönnum er Megas naskastur. I prósanum
höfðum við svo Birkiland.
Viðarkolsteikning af Þórarni eftir Sigrúnu Eldjárn. Það er einmitt hún, sem
myndskreytti Kvæði.
, ,Það þarf
að dilla
nejzlu-
fær-
unnm...”
— Hvernig stóð á því að þú ákveðst að gefa
kvæði þfn út?
Þú getur lesið um það í formálanum að fyrstu
útgáfunni á Kvæðakveri Halldórs Laxness. Ég
var með þetta í lúkunum og vissi ekki hvað ég
átti að gera við það. Ég var of lítill karakter til
að henda kvæðunum og því fór sem fór.
— Hvernig stendur á þvf að þú gefur bókina
út sjálfur? Varstu búinn að leita til einhvers
forlags?
Það liggja margar ástæður til þess að ég gef
bókina út sjálfur. Utgáfa af þessu tagi hefur
svotil allt framyfir venjulega forlagsútgáfu. Ég
gekk ekki fyrir neinn forleggjara, en segjum
sem svo að eitthvert forlag hefði tekið að
sér að gefa hana út. Þá hefði hún ekki kom-
ið fyrir almenningssjónir fyrren a.m.k.
ári siðar. Prógramm forlaganna er svo
ásetið af miðlabókum, reyfurum og
hrakningasögum segja mér fróðir menn. Þetta
er alltof langur timi, á meðan vex höfund-
urinn frá verkinu og fer á kaf í eitthvað annað.
Ég gæti séð í blaði eftir eitt ár að út væri komin
kvæðabók eftir mann sem hét sama nafni og
ég, og þetta muridi snerta mig álíka mik-
ið einsog ef ég læsi einhvers staðar að nýtt
hefti af Eimreiðinni væri komið í verslanir.
Forleggjarinn er óþörf miliihönd sem ger-
ir ekki annað en að breikka bilið milli
höfundar og bókar, milli bókar og les-
anda. Ef höfundur sér sjálfur um út-
gáfuna fær hann betra tækifæri til að stinga
pennanum beint í hjarta lesandans. Það nægir
að nefna eitt atriói til að sanna þetta: bókin
verður miklu ódýrari með þessu móti. Ég vil
hvetja alia höfunda til að taka upp þessa aðferð.
Aðalvandamálið er startkapital og dreifingar-
kerfi, en samtök rithöfunda ættu að geta leyst
það einhvern veginn.
— En svo að við vfkjum aftur að kvæðunum
sjálfum: Kvæði þín eru sönghæf, hefurðu ein-
hverjar skoðanir á hugsanlegum hljómbúningi
þeirra?
Hljómbúningur fróar, rétt er það, en það er
ekki sama hvernig á er haldið. Popparar flestir
eru í heljargreipum kommersíalismans og virð-
ist líka vel. Það þyrfti að blása lífsanda i
íslenska músíkhefð og stefna henni gegn þeirri
framleiðslu bandariska meðvitundariðnaðarins
sem tröllríður skynfærum íslendinga.
(Þú mátt skila því til Magnúsar Bjarnfreðs-
sonar að meðvitundariðnaður er ekki tískuorð,
heldur nafn á þjóðfélagslegum veruleika).
Raunar má segja það um alla menningarstarf-
semi sem stunduð er á Islandi, hennar aðal ætti
að vera andóf gegn engilsaxneskum kúltúr-
imperíalisma. Ef einhver maður kemur fram
sem getur komið með lifandi nýsköpun á göml-
um islenskum merg þá má hann tónsetja kvæði
min ef hann vill, annars ekki. Margt af þessum
kvæðum sem ég hef verið að setja saman má
skoða sem vísur eða ballöður. Helzt ætti ég
náttúrlega að syngja þau sjálfur við eigin músík,
en því miður, eða öllu heldur sem betur fer, ég
treysti mér ekki til þess.
— Hvað viltu segja um viðtökur fólks f bók-
inni?
Allir sem ég hef heyrt í hafa verið elskulegir,
en ég hef ákveðið að takaþað ekki nærri mér.
— Að lokum ein klassfsk spurning: Hefurðu
eitthvað f smfðum?
Já og nei.
h.
NUUSWAII
% Jón Kristjánsson sendi
Slagsfðunni pistil í tilefni af
viðtali við Steinar Berg á
síðunni 17. nóvember um
popp f útvarpinu, og segir
m.a.:
„Ljúfa Slagsfða!
Enn æla menningarvitar
útvarpsins út úr sér spýju
eymdarinnar . . . Jafnvel
jazzinn er ekki í náðinni hjá
postulunum f fílabeinsturn-
inum þótt einstaka tónlistar-
deildarmaður telji sig svo
„líberal" að geta lagt eyrun
við Ellington eða gamla
Armstrong. Jazzaðdáendur
fá af náð og miskunn slett f
sig einum þætti hálfsmánað-
arlega, og þótt sá háttur sé
góður fullnægir hann hvergi
nærri þörfum landsmanna
fyrir góða jazztónlist, því að
ég leyfi mér að fullyrða, að
hópur jazzaðdáenda er orð-
inn stór og fer sffellt vax-
andi meðal þeirra, sem eru
um og upp úr 20 ára.
Steinar Berg sá um til
skamms tima poppþátt þar
sem hann kynnti ýmis lög,
rabbaði um þau, talaði við
poppara og þar fram eftir
götunum. En loksins þegar
útvarpsmenn lögðu sig
niður við að hlusta á þáttinn
og komust að þvf hvaða verk
voru þarna drýgð var honum
tilkynnt, að svona mætti
ekki vinna þættina. Aðeins
væri leyfilegt að kynna lög-
in og spila þau. Basta.
Annað væri auglýsingastarf-
semi. Basta. Svona nokkuð
er ekkert einsdæmi. (Jtvarp-
ið hefur löngum komið
svona fram við poppaðdá-
endur. Þetta er hreinlega
heimspeki eymdarinnar,
eins og meistarinn sagði.
Svona vinnubrögð ávinna
sér ekkert nema verðskuld-
aðan aðhlátur. En ef þetta er
auglýsingastarfsemi er hætt
við að hægt sé að brenni-
merkja ýmsa þætti útvarps-
ins sem auglýsingaþætti.
Gott og vel, útvarpsráð
fjölgaði poppþáttum. En
þessum þáttum hefur verið
sýndur lftill sómi, tómlæti
og áhugaleysi rfkt um gerð
þeirra, hendur umsjónar-
manna bundnar af áður-
nefndum bönnum og
árangur því ekki sérlega
burðugur. Útvarpshlust-
endur eiga skýlausa kröfu á
því að breytt sé um vinnu-
brögð. Ég leyfi mér að
benda á úrbætur. Ráðinn
verði eins konar umsjónar-
maður með poppefninu, sem
sæi um samræmingu flutn-
ings á popptónlist og gerð
ýmissa stuttra þátta um
hana. Þáttum á borð við
hinar ágætu „Draumvfsur"
verði haldið uppi. Sá þáttur
flutti áhugaverða tónlist úr
mörgum áttum: popp, jazz,
klassfk, elektróník, Austur-
landatónlist o.s.frv. Steinar
Berg fái að halda áfram með
sinn ágæta þátt á fimmtu-
dagsmorgnum f uppruna-
legu formi. Varðandi jazz-
inn: Jazzþáttunum verði
fjölgað a.m.k. um helming.
og meira fjallað um nútfma-
jazz en áður.
Tónlistardeildarmönnum
þykir þetta eflaust skefja- j
laus heimtufrekja og mis- j
notkun á útvarpsmfnút- ]
unum ...
Jón Kristjánsson.“