Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Nýting innlendra orkugjafa: Háspenna í umræðum inn orkumál MAGNLIS KJARTANSSON (K) mælti ( gær, ! neðri deild Alþingis, fyrir frumvarpi til breytinga á Orkulögum. Endurflutt frumvarp um sama efni, sem flutt var á siðasta þingi sem stjórnarfrumvarp. Þá talaði þing- maðurinn fyrir þingsályktunartillögu um nýtingu innlendra orkugjafa. Ræddi hann einkum um oliukrepp- una, áhrif hennar til hækkunar á húshitun og ýmiss konar rekstur, sem opnað hafi augu fótks fyrir nauðsyn skjótari nýtingar innlendra orkugjafa, er komið gætu ! stað olíu. Ræddi hann afskipti sin af þessum málum. rannsóknum og framkvæmd- um, i tið fyrri stjórnar, er hann var orkuráðherra, skýrslugerðir og áætlanir. Eftir stjórnarskiptin hefðu mál öll snúist á hinn verri veg. Nú- verandi orkuráðherra hefði stöðvað athuganir og framkvæmdir, er hann hefði ýtt úr vör, og rikti nú kyrrstaða og stöðnun i stað framvindu áður. Þessi þingsályktunartillaga ætti að vekja nýju stjórnina af værum blundi. MATTHÍAS MATHIESSEN fjár- málaráðherra, hvað nauðsyn bera til að svara nokkrum atriðum i ræðu Guðlaugur Gíslason alþingis- maður, frummælandi fyrir tekjuskattshlunnindum báta- sjémanna. fyrrverandi orkuráðherra. Hann benti á eftirfarandi atriði. 1. Fráfarandi orkuráðherra hefði margtafið framkvæmdir hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, Kópavog og Garða- hrepp, með þvi að draga itrekað að afgreiða gjaldskrármál Hitaveitu Reykjavikur, sem voru í raun forsenda framkvæmdanna. Það hefði kostað forráðamenn þessara byggðalaga ærinn tima og fyrirhöfn að opna augu ráðherrans I þessu efni. 2. Þá hefði ráðherrann fyrrverandi v-.ið dragbitur fremur en forgöngu- maður i hitaveitumálum Suðurnesja. 3. Ráðherrann hefði vanrækt fjár- magnsútvegun til byggðalínu milli Suðurlands og Norðurlands. Áætlaður kostnaður þessa verks hefði á sínum tima verið áætlaður 200 m.kr., en er Magnús hefði látið af embætti, hefði fjármagnsútvegun aðeins verið 25 m.kr. Ráðherrann mótmælti dylgjum Magnúsar í garð núverandi orkuráð- herra, sem sett hefði aukinn hraða á athuganir allar og framkvæmda- undirbúning. Þessi mál þyrftu nú mun meiri hraða og framkvæmda- hug fyrir þá sök, hve illa var við þau skilist af fyrrverandi ráðherra. Hann hefði fyrst vaknað við vekjaraklukku oliukreppunnar til vitundar um nauð syn nýtingar innlendra orkugjafa, sem mun auðveldara hefði verið að mæta, ef fyrirbyggjandi ráðstafanir, þ.e. virkjun vatnsfalla og jarðvarma, hefðu verið lengra á veg komnar. MAGNÚS KJARTANSSON (K) bar af sér allar sakir. Hann hefði síður en svo sett fót fyrir Reykjavíkurborg i hitaveituf ramkvæmdum fyrir ná- grannabyggðir. Þar ætti borgin alla sök sjálf. Auk þess væri umtalað arðsemisskilyrði erlendra lánsaðila hreinn tilbúningur. Af hálfu fyrr- verandi rikisstjórnar hefði fjármála ráðuneytið haft með að gera viðræð- ur við Suðurnesjamenn, hans ráðu- neyti hefði aðeins fylgst með gangi mála Ef fjármagnsútvegun hefði verið ábótavant, varðandi linu norður, væri fyrrverandi fjármálaráð- herra um að kenna, sem Alþingi hefði falið að sjá um lánsfjármögnun f ramkvæmda. Þingmaðurinn sagði stærra mál að huga að viðfangsefnum, sem fyrir Magnús Kjartansson, fyrrv. orkuráðherra. hendi væru i dag en karpa um sök og heiður i þessum efnum á liðinni tið. MATTHÍAS MATHIESEN fjármála- ráðherra sagði m.a„ að þær tafir, sem orðið hefðu á þvi að hefja fram- kvæmdir við hitaveitu fyrir Hafnar- fjörð, Kópavog og Garðahrepp, vegna tafa á gjaldskrármáli i 4—5 mánuði, hefði að sjálfsögðu haft sinar afleiðingar í óðaverðbólgunni, beinlinis gert þetta viðfangsefni Eldisstöð að Laxalóni. Jón Á. Héðinsson (A), Sverrir Hermannsson (S), Karvel Pálma- son (SFV), Geir Gunnarsson (K) og Gunnlaugur Finnsson (F) flytja þingsályktunartillögu um athugun á fiskræktarmálum eldisstöðvarinnar að Laxalóni. Efni: Alþingi skal kjósa 5 manna nefnd, er rannsaki orsakir deilna þeirra, sem risið hafa vegna starf- Matthías Mathiesen fjármálaráSherra. stórum erfiðara og dýrara i fram- kvæmd. — Afskipti ráðherrans af hitaveitu Suðurnesja, sem ekki hefði flýtt framgangi mála, hefðu verið varð- andi sjómarmið um meirihlutaaðild rikisins á veitunni. Sigölduframkvæmdir ráðherrans hefðu til skamms tima mótast, m.a. af raforkusölu til málmblendiverk- smiðju i Hvalfirði, sem reisa átti i sameign við Union Carbide. Hann semi fiskeldisstöðvar að Laxalóni. Skulu sérstaklega rannsakaðar ástæður þær, sem til þess liggja, að yfirvöld hafa neitað um nauð- synleg leyfi til frjálsrar sölu og meðferðar á afurðum stöðvarinn- ar. Veiðar með botnvörpu, flotvörpu og dragnót. Guðlaugur Gíslason (S),Garðai NÝ ÞINGMÁL Tekjuskattshlunnindi bátasjómanna: Erfítt að manna bátaflotann Guðlaugur Gíslason (S) fylgdi úr hlaði í neðri deild Alþingis í gær, frumvarpi sínu og Péturs Sigurðssonar (S) um tekju- skattshlunnindi bátasjómanna. Framsöguræða þingmannsins fer hér á eftir: Erfitt að manna bátefl nt^.nn ÉG hefi ásamt háttv. 8. þingmanni Reykjavikur, Pétri Sigurðssyni, leyft mér að flytja á þingskjali 79 frum- varp til laga um breytingu á logum nr. 68 frá 15. júni 1971 — um tekju- og eignarskatt. Breytingartillaga okkar er i þvi fólgin, að við leggjum til. að tekjur sjómanna af bolfiskveiðum á báta- flotanum verði undanþegnar tekju- skatti Eins og við bendum á i greinargerð með frv., er það staðreynd. að bol- fiskafli bátaflotans hefur farið minnkandi ár frá ári nú á undanförn- um árum. Þetta þýðir auðvitað. að tekjur sjómanna, sem þessar veiðar stunda, hafa minnkað að sama skapi. þar sem sjómenn byggja tekjur sinar á tilteknum hluta af heildarverðmæti aflans. Hefur þetta leitt til þess, að oft á tiðum hefur verið mjög erfitt að manna þessa báta. jafnvel á hávetrarvertíð og eru siendurteknu auglýsingar skip- stjórnarmanna og útgerðarmanna i fjölmiðlum í byrjun hvers árs, þar sem auglýst er eftir mönnum á þann hluta bátaflotans sem bolfiskveiðar stunda, glöggt dæmi um, hvaða ástand rikir i þessum efnum. Fjöl- miðlar birta um það fréttir einmitt i dag, að fjöldi báta á Suðurnesjum komist ekki á sjó vegna manneklu. Áhættusamari, lengri og óreglulegri vinnutími Það skal viðurkennt. að það er nokkur vandi á höndum, ef veita á mönnum i einni atvinnugrein meiri skattfriðindi en öðrum. En á það ber að Ifta, að sjómenn á fiskiskipaflot- anum hafa um mörg undanfarin ár samkvæmt lögum haft nokkur skatt- friðindi, og hefi ég aldrei orðið annars var, en að þetta væri talið eðlilegt og sjálfsagt. Byggist það að sjálfsögðu á þvi að viðurkennt er, að störf sjómanna og afraksturinn af erfiði þeirra, er það, sem þjóðin í heild byggir afkomu sina á. og er ein aðalstoðin undir þjóðarbúskap okkar fslendinga. Þetta er almennt viður- kennt og þess vegna hefur sá sjó- mannafrádráttur, sem i gildi er lög- um samkvæmt, verið talinn eðlilegur og sjálfsagður. Flm. telja þvi, að það myndi ekki valda neinni röskun i framkvæmd skattalaganna þó að frv. það, sem við höfum hér flutt yrði samþykkt. Enda hefur það verið viðurkennt frá fyrstu tið og talið eðlilegt og sjálfsagt, að sjómenn bæru meira úr býtum fyrir vinnu sína, en almennt gerist hjá þeim, sem i landi vinna, enda í flestum tilfellum um áhættusamari vinnu að ræða hjá sjómönnum og vinnutími þeirra oftast lengri og óreglulegri. Og lengi vel var það svo, sem betur fer, að störf sjómanna gáfu meira i aðra hönd, en almennt gerðist hjá þeim, sem i landi unnu. Rýrnandi afli Þessi hlutföll hafa þvi miður rask- ast hin siðari ár, að þvi er varðar þann hluta bátaflotans, sem bolfisk- veiðar stundar. Sjómenn geta nú i dag haft betri afkomu við ýmiss konar störf i landi en mögulegt er, að sá hluti bátaflotans, sem ég hefi hér rætt um, geti tryggt þeim. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir þvi, að mikill samdráttur hefur orðið i út- gerð þessara báta. sem leitt hefur til minnkandi heildaraflamagns. að því er þorskfiskafla varðar. Vitað er, að ekki hefur verið hægt að gera hluta bátaflotans út á hávetrarvertið á hinar hefðbundnu linu- og neta- veiðar. sökum manneklu og hafa þeir bátar. sem ekki gátu fultráðið, orðið að stunda aðrar veiðar sem minna aflamagn gáfu. Samkvæmt skýrslum Fiskifélags jslands er heildarþorskafli bátaflot- ans undanfarin fimm ár sem hér segir: 1970 samtals 1971 samtals 1972 samtals 1973 samtals 387 þúsund tonn 343 þúsund tonn 336 þúsund tonn 285 þúsund tonn og til 31. október nú í ár 225 þúsund tonn á móti 264 þúsund tonnum á sama tíma i fyrra. Þessi skýrsla Fiskifélagsins sýnir glögglega, að um verulegan sam- drátt er að ræða i heildaraflamagni bátaflotans, sem bæði stafar af minnkandi aflamagni á fiskimiðun- um, en einnig af þvi að ekki hefur verið hægt að manna bátaflotann að fullu til þeirra veiða — sem mestan afla gefa. Bátaflotinn undirstaða margra sjávarplássa. Þegar þess er gætt, að i mörgum sjávarplássum er það svo enn, að afli þeirra báta, sem bolfiskveiðar stunda, er undirstaðan undir öllu atvinnulifi byggðarlagsins er alveg augljóst að stór hætta er á ferðum ef áfram heldur sá samdráttur, sem orðið hefur i útgerð þessara báta. Þetta á auðvitað ekki við á þeim stöðum þar sem hinir nýju togarar hafa komið i stað bátanna. En þó á heildina sé litið, það er samanlagðan afla togara og báta, sýna skýrslur Fiskifélagsins að um hættulega þróun er að ræða, þar sem verulegur samdráttur hefur einnig orðið í heildaraflamagni báta og togara þ.e. bolfiskafla. Árið 1970 var heildarafl- inn samtals 467 þúsund tonn. Arið 1 973 var aflinn samtals 381 þúsund tonn eða 86 þúsund tonnum minni en 1970. Og i ár var hann aðeins kominn i 350 þúsund tonn i október- lok. Þetta sýnir að aukinn togaraafli vegur hvergi nærri á móti minnkandi afla bátanna. Og er það þróun, sem íslendingar verða svo sannarlega að gefa gaum að. í sambandi við framkværnd þeirrar breytingar, sem við leggjum til að gerð verði á lögunum um tekju- og eignarskatt, leyfi ég mér að benda á eins og reyndar kemur fram i greinargerð með frv. að i skýrslum Fiskifélags íslands er alveg fast af- markað hvað átt er við þegar talað er um bolfisk eða þorskafla þannig að það ætti ekki að vera neinum vand- kvæðum bundið fyrir skattayfirvöld að ákveða hvaða tekjur um er að ræða sem frv. gerir ráð fyrir að undanþegnar verði tekjuskatti. Þá vil ég að lokum leyfa mér að benda á, að störf sjómanna hafa ávallt af Alþingi verið metin á þann veg, að sjálfsagt hefur þótt að veita þeim, sem þar eiga hlut að máli aukinn frádrátt við álagningu tekju- skatts og leyfum við okkur að vona, að frv. það sem hér liggur fyrir og miðar I sömu átt, nái fram að ganga. Leyfi ég mér hæstv. forseti. að leggja til, að frv. verði að þessari umræðu lokinni visað til 2. umr. og háttv. fjárhagsnefndar. Lárus Jónsson, þingmaður Norðurlands eystra. hefði ekki vaknað til vítundar um nýtingu innlendra orkugjafa í stað oliu. fyrr en olíukreppan var skollin á, og fyrr en hann hefði vikið úr embætti orkuráðherra. LÁRUS JÚNSSON (S) ræddi orku mál Norðlendinga og byggðalinu milli Norður- og Suðurlands, að gefnu tilefni i ræðu Magnúsar Kjartanssonar. Hann sagði það hafa Framhald á bls. 22 Sigurðsson (K) og Þórarinn Sigurjónsson (F) flytja frumvarp til laga um ofanskráð efni. „Skip- um, 105 brúttórúmlestir og minni, er heimilt að veiða með botn- vörpu og flotvörpu á timabilinu 15. febr. til 16. april upp að suður- strönd meginlandsins á svæði, sem takmarkast að austan af linu, sem dregin er þannig, að austur- kant Yztakletts og Faxaskersvita beri saman, og að vestan af línu réttvísandi suðvestur frá Þjórsár- ósi (63 45,6’ n, br. 20 49,0’ v. lg.)“ Stofnlánasjóður atvinnubifreiða- og tækja. Helgi F. Seljan (K), Karvel Pálmason (SFV) og Páll Péturs- son (F) flytja þingsályktunartil- lögu um stofnlánasjóð stórra at- vinnubifreiða og stórvirkra vinnuvéla. Er þar skorað á rikis- stjórina að koma á fót slikum stofnlánasjóði, sem hafi það hlut- verk að veita stofnlán til kaupa á vörubifreiðum, langferðabílum og stórvirkum vinnuvélum. Síldarverksmiðja rík- ísins í Grindavík. Jón Armann Héðinsson (A) flytur þingsályktunartillögu, þar sem skorað er á ríkisstjórnina að fela stjórn Síldarverksmiðja rikis- ins að reisa 1500 tonna síldar- og loðnubræðslu í Grindavík. Lántökur erlendis. Fjármálaráðherra, Matthías Mathiesen, talaði i gær fyrir frumvarpi til laga um lántökur erlendis. Gerir það ráð fyrir 2120 milljón króna láni i erlendum gjaldeyri: 1. Til Framkvæmda- sjóðs Islands 800 milljónir, 2. Til Landsvirkjunar, vegna virkjunar- framkvæmda við Sigöldu, 474 m. kr., 3. Til vegagerðar 496 m. kr. og 4. 171 framkvæmda i orkumálum 350 m. kr. — Að hluta til hafa þegar verið tekin innlend bráða- birgðalán, sem þessi erlenda lán- taka á að mæta. Framhald á bls. 22 AIMnGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.