Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 A LAUGARDAGINN kl. þrjú sfðdegis heldur Sinfóníuhljóm- sveit Islands aukahljómleika undir stjórn ftalsks hljómsveit- arstjóra, Albertos Ventura. A efnisskrá verða óperuforleikir og óperuarfur og einsöngvari er Sigríður E. Magnúsdóttir. Er þetta í fyrsta sinn, sem hún syngur með Sinfónfuhljóm- sveit Islands en með hljóm- sveitum hefur hún áður sungið erlendis. Sigríður hcldur síðan til Akureyrar ásamt hljómsveitar- stjóranum, þar sem þau munu halda hljómleika á sunnudag. Verða þar á efnisskrá óperu- arfur og fslenzk sönglög. Sigríður er nú heima í jóla- leyfi, fer utan strax eftir ára- mótin þvi að 8. janúar á hún að syngja á hljómleikum i Vinar- borg með aðstoð Eriks Werba. Hún sagðist hafa haft mörgum verkefnum að sinna undan- farið, m.a. flutt talsvert af nútímamúsik með hópi 12 ungra söngvara og eftir áramót- in flytur hún á nokkrum stöð- um í Austurríki nýjan ljóóa- flokk eftir austurríska tón- skáldið Kehldorfer. Sigriður hefur áður unnið með Ventura, sem nú stjórnar hér, það var i Spoleto á Italiu fyrir tveimur árum, en hann stjórnar þar nú á sumrin hinni árlegu óperusýningu ungra söngvara Rómaróperunnar. Alberto Ventura er 44 ára að aldri, fæddur i nágrenni Florens. Hann nam lögfræði við háskólann þar jafnframt tón- listarnámi, sem átti þó hug hans allan. Eftir að hann hafði Italski hljómsveitarstjórinn, Alberto Ventura, Gunnar Guð- mundsson, framkv.stj. Sin- fónfuhljómsveitarinnar og Sig- rfður E. Magnúsdóttir, söng- kona. Italskur hljómsveitarstjóri, Alberto Ventura fengið sina doktorsgráðu í lög- fræói lagði hann þá fræðigrein alveg á hilluna, sagðist ein- ungis hafa gerð það fyrir föður sinn að stunda laganámið. „Það er mikið um það ennþá hjá okkur á Italíu, sagði hann í samtali við fréttamenn, að góð- borgurum sé i mun að sjá syni sina með doktorsnafnbót — og þar sem faðir minn hefði ekki talið eftir sér að styrkja mig til tónlistarnáms frá upphafi og reynzt mér I alla staði vel, sá ég ekki ástæðu til annars en koma til móts við þessa ósk hans.“ Ventura er sagður ágætasti píanóleikari, og hefur hann leikið með mörgum frægum listamönnum, svo sem Nathan Milstein, Gaspar Cassado og Franco Corelli. Leikhúsferil sinn hóf hann sem aðstoðar- hljómsveitarstjóri hjá Maggio Musicale Florentino, þar sem hann starfaði á árunum 1953—59, en siðan réðst hann til Scala-óperunnar i Milano. Um árabil var hann aðalhljóm- sveitarstjóri rikisleikhússins I Basel i Sviss og hefur stjórnað við leikhús i Berlin, Moskvu og Chicago, auk ieikhúsa á Italiu. Hann starfar nú við óperuna í Róm, jafnframt ferðalögum til ýmissa landa, þar sem hann stjórnar sem gestur hljómsveit- um og óperum. Héðan heldur hann til Frakklands. Sigríði E. Magnúsdóttur ætti að vera óþarft að kynna Islend- ingum, svo oft sem hún hefur sungið hér heima, á hljóm- leikum, í útvarpi og sjónvarpi. Hún hefur verið við framhalds- nám i Vínarborg undanfarin ár, tók þar kennarapróf árið 1968 og lýkur væntanlega endanleg- um prófum í ljóða- og óperu- söng I febrúar n.k. Hún hefur tekið þátt i söngkeppni í Belgiu, Finnlandi og i Austur- ríki og komið fram á tónleikum í Evrópu sem einsöngvari með kór og hljómsveit auk sjálf- stæðra hljómleika á Italíu, Austurríki, Belgíu og Svíþjóð. Árið 1972—73 starfaði hún með Ensemble Kontrapunkte í Vín, sem þekkt er fyrir flutning nútímatónlistar. Aðspurð kvaðst Sigríður hafa mjög gaman af flutningi nú- tímatónlistar, mörg slík verk væru afar falleg og áheyrendur kynnu oft vel að meta nútíma- músik. Fyrir kæmi þó að slik verk færu fyrir ofan garð og neðan og væri þá fálega tekið. Starfsemi Sinfóniuhljóm- sveitarinnar hefur verið öflug það sem af er vetrar. Fyrir utan fimm reglulega hljómleika hafa verið haldnir fernir hljóm- leikar utan Reykjavíkur og þrennir hljómleikar fyrir nem- endur menntaskólanna i Reykjavik. Sigríður E. Magnúsdóttir, syngur með S.I. á laugardag „Kvennaskól- inn í Reykja- vík 1874-1974” — komin út hjá Almenna bókafélaginu Reynt að girða fyrir umferðarslys á Hlemmi FORRÁÐAMENN Almenna bókafélagsins efndu til fundar i gær með blaðamönnum og þeim aðilum sem staðið hafa að bók- inni „Kvennaskólinn í Reykjavík 1874—1974“ sem er að koma út hjá forlaginu f tilefni 100 ára afmælis skólans. Baldvin Tryggvason skýrði frá aðdraganda að útgáfunni og þakk- aói öllum sem að verkinu hefðu unnið fyrir góð og vel unnin störf. Bókin skiptist í allmarga kafla og má nefna langa ritgerð um Þóru Melsteð eftir dr. Guðrúnu P. Helgadóttir skólastjóra, Aðal- steinn Eiríksson kennari skrifar kafla um sögu skólans, grein er um Ingibjörgu. Bjarnason eftir Sigriði Briem Thorsteinsson og önnur um Ragnheiði Jónsdóttur eftir Björgu Einarsdóttur. Þá er Kápumynd af minningar- og ai- mælisriti Kvennaskólans. ítarlegt viðtal eftir Sigurlaugu Ásgrímsdóttur við dr. Guðrúnu P. Helgadóttur. 1 bókinni er og að finna skólasöng Kvennaskólans ljóð eftir Jakob Jóh. Smára, en lagið samdi dr. Páll Isólfsson, Aðalsteinn Eiríksson hefur tekið saman skólanefnda- og kennara- tal og Björg Einarsdóttir nem- endatal. Er þar að finna samtals 4536 nöfn námsmeyja og má heita að sú skrá sé tæmandi. Sagði Baldvin Tryggvason það álit sitt að mikið afrek væri að hafa unnið svo fullkomið og nákvæmt nem- endatal. Eftirmála ritar siðan skólastjórinn Guðrún P. Helga- dóttir. Tæplega 200 myndir eru í bókinni af nemendum og auk þess ýmsar teikningar og skreytingar. Þórhildur Jónsdóttir sá um útlit bókarinnar. Bókin „Kvennaskól- inn í Reykjavik 1874—1974“ er hin fegursta bók, prentuð á góðan pappír og í fallegu broti. Sú vinna var unnin i Hólum h.f. Bókin er 335 bls. að stærð. 1 ritnefnd bókarinnar voru skólastjóri Kvennaskólans, for- maður, Aðalsteinn Eiríksson rit- ari, Margrét Helgadóttir gjald- keri, Björg Einarsdóttir og Hall- dóra Einarsdóttir. Form. mynda- nefndar sem annaðist söfnun mynda var Borghildur Fenger. FORSTJORI Strætisvagna Reykjavíkur hefur óskað eftir þvi að komið verði á samstarfsnefnd fulltrúa SVR, umferðarlögreglu og umferðarnefndar, sem beri saman bækur sinar og reyni að finna leið til þess að girða fyrir umferðarslys á Hlemmi af svip- uðu tagi og átti sér þar stað í fyrradag, er ung kona varð undir strætisvagni eftir að hún hafði hlaupið á eftir honum en hrasað í hálku. Var þetta fjórða slysið af þessu tagi. Rannsóknarlögreglan lýsti yfir því í frétt Morgunblaðsins i gær að hún teldi að koma þyrfti upp girðingum við gangstéttarbrún- SAMKVÆMT upplýsing- um Vegaeftirlitsmanna er nú færð víðast hvar góð á þjóðvegum landsins, þrátt fyrir snjómugguna sem verið hefur síðustu daga. Þó háttar yfirleitt þannig, að skafrenningur getur spillt færð um leið og hvessir og allmikil hálka er víðast á vegum. Brattabrekka er þó þeg- ar ófær vegna snjóa nema stórum bifreiðum og fjall- vegir á Vestfjörðum eru flestir orðnir ófærir. Ágæt færð var aftur á móti í gær norður í land og til irnar á Hlemmi til að fyrirbyggja að fólk gæti hlaupið þar út á götuna, en í samtali við Morgun- blaðið sagði Eiríkur Ásgeirsson, forstjóri SVR, að hann væri ekki viss um að sú væri rétta leiðin. Benti hann á að hlið þyrftu að vera á girðingunni til að fólk kæmist upp i vagnana, svo að fólk ætti þar auðvelda leið út á götuna, auk þess sem við þessa ráðstöfun yrði sú hætta, að fólk er hlypi meðfram girðingunni gæti orðið á milli hennar og strætisvagns á kröppustu beygjunum. Taldi hann þess vegna, að athuga þyrfti málið gaumgæfilega áður en ákvörðun yrði tekin. Sigluf jaróar en austan Akureyrar er Vaólaheióin ófær. Prýðileg færð er hins vegar um Dalsminni, um Húsavík, Melrakkasléttu og allt til Vopnafjarðar. Á Austurlandi var Fjarðarheiði ófær i gær og verið var að moka Vatns- skarð. Ágæt færð var þó unj hæsta f jallveg landsins — Oddsskarð en Breiða- dalsheiói var ófær. Góð færð var einnig suður með fjörðum og á suðurströnd- inni allt til Reykjavíkur. Þó er allmikill lausasnjór í uppsveitum Árnessýslu. Frá fundi AB, af ýmsum þeim sem að bókinni unnu. A myndinni má sjá Sigriði Briem Thorsteinsson, dr. Guðrúnu P. Helgadóttur skóla- stjóra, Baldvin Tryggvason, frainkvaundastjóra AB, Tómas Guðmunds- son skáld, bókmenntaráðunautur AB, og Aðalstein Eiríksson kennara. (Ljósm. Mbl. Ol.K.Magn.) GOÐ FÆRÐ NEMA Á FJALLVEGUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.