Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 Málverkasýning á Akranesi Steinþór Marinó Gunnarsson listmálari opnaði 9. einkasýningu slna á málverkum f sýningarsai Bókhlöðunnar á Akranesi 30. nóvember s.l. Þar sýnir Steinþór 50 oliumálverk og lágmyndir, og eru mynd- irnar unnar á síðustu sex árum. Árið 1935 fluttist Steinþór með foreldrum sínum frá Suðureyri við Súgandafjörð til Akraness, og dvaldi þar á unglingsárum sfnum. Á myndi hér að ofan er Steinþór með málverk af Magnúsi í Skúta, sem var sérstæð persóna, og velþekktur á Ákranesi. Handverk hans — svo kallaðar „beðasléttur“, listavek bóndans frá aldamótaárun- um síðustu, eru enn sjáanleg í Skútatúni. (Júlfus). 26. okótber gaf séra Sigurður Kristjánsson saman í hjónaband í Isafjarðarkirkju Svanfrfði Árnórsdóltur og Jóhann G. Sig- fússon. Heimili þeirra er að Pól- götu 6, Isafirði. (Ljósm. Leó). I dag fimmtudaginn 5. desem- ber á Bjarney S. Guðjónsdóttir fyrrverandi ljósmóðir til heimilis að Borgarvegi 19 Ytri-Njarðvík áttræðisafmæli. 17. ágúst gaf séra Sigurður Kristjánsson saman í hjónaband Jakobínu Guðmundsdóttur og Konráð Eggertsson. Heimili þeirra er að Hvassaleiti 22, Reykjavík. (Ljósm. Leó, Isafirði). 14. septembergaf séra Sigurður Kristjánsson saman í hjónaband i Isafjarðarkirkju Elinborgu Bjarnadóttur og Valgeir Jónas- son. Heimili þeirra er að Hlíðar- vegi 27, Isafirði. (Ljósm. Leó). Hver hefur eiginlega leyft ykkur að hafa skýin þarna? Happdrætti SVFÍ 1974 Eftirtalin númer hlutu vinning í happdrætti Slysavarnafélags Is- lands 1974 og eru þessir vinning- ar enn ósóttir. Nr. 604, 7472, 9890, 15939, 18905, 21180, 21658, 23332, 29913, 35315, 38487, 44615, 45076, 49724. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SVFI á Grandagarði sími 27000. (Fréttatilk. frá Slysavarna- félagi Islands — birt án ábyrgð- ar). | BRIPC3E ~~| Eftirfarandi spil er frá leik milli Tyrklands og Austurríkis í Evrópumóti fyrir nokkrum árum. Norður S. K-G-10-9 H. 10-7 T. D-8-7-4 L. 9-8-3 Vestur S. A-D H. G-9-5. L. D-5-4-2 T. A-G-10-5 Suður S. 8-6-4 H. A-K-D-8-4-2- T. 9 L. K-10-6 Við annað borðið sátu tyrkn- esku spilararnir A—V og hjá þeim varð lokasögnin 3 lauf. Spilið varð einn niður og austur- ríska sveitin fékk 100 fyrir. Við hitt borðið sátu austurrísku spilararnir A—V og þar opnaði austur á 1 grandi!! Suður doblaði, vestur og norður sögðu pass, austur redoblaði, sem að sjálf- sögðu er aðeins neyðaróp til félaga að segja einhvern lit. Vestur var nú alls ekki á því að segja einhvern lit, sagði pass og varð því 1 grand redoblað loka- sögnin. Suður tók fyrstu 6 slagina á hjarta, lét síðan spaða og þar sem norður átti spaðakóng og sagnhafi fann ekki tíguldrottningu þá fékk hann aðeins 4 slagi, þ.e. 2 á tígul og svörtu ásana og tapaði 1100. Tyrkneska sveitin græddi þannig 1000 á spilinu eða 15 stig. Austur S. 7-5-3-2 H. 6-3 T. K-G-3-2 S. Á-G-7 ÞAÐ ERU SKYIN SEM DREIFA KANANUM TIL REYKJAVÍKURBÚANNA! íí hel »jí(ur gengið Tryggv.ion, deild.mjori rlkin". ■uti P.ll Aag.ir úr skugga um a6 *jón- | varnarmal*'4siM ••*•••• varpsgeislanum írá ***■• Keflavlk h*i~* - • * 13. júlí gaf séra Guðmundur Guðmundsson saman í hjónaband í Dómkirkjunni Elísabetu Gyðu Arnadóttur og Ingþór Kjartans- son. Heimili þeirra er að Espi- gerði 14. (Nýja myndastofan). KRQSSGATA Lárétt: 1. molar 6. lítur 8. hjúkrar 11. ílát 12. flýtir 13. samhljóðar 15. ósamstæðir 16. gubba 18. plöntuhlutanna Lóðrétt: 2. fiskar 3. ber 4. gefa frá, sér reiðihljóð 5. óskaðir 7. óvægna 9. vökvi 10. elska 14. fæða 16. borðandi 17. fyrir utan Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. sárar 6. TFR 7. stól 9. ós 10. nirvaði 12. af 13. átan 14. aka 15. nösin Lóðrétt: 1. stór 2. aflvaki 3. RR 4. rásina 5. asnann 8. tif 9. óða 11. átan 14. ás FRÉTTIR Kvenfél. í Kjós, Kjalar- og Mosfellshreppum halda sameigin- legan jólafund nú í ár. Fundurinn verður haldinn að Fólkvangi á Kjalarnesi mánudaginn 9. desem- ber og hefst kl. 8.45. Dagskrá fundarins verður m.a. að Aðal- björg Hólmsteinsdóttir, hús- mæðrakennari, verður með sýni- kennslu á ýmsum réttum. Kvenfélag Lágafellssóknar verður með bingó í Hlégarði fimmtudaginn 5. desember kl. 9 siðd. Ágóði rennur í fyrirhugaða íþróttahúsbyggingu að Varmá í Mosfellssveit. Ennfremur verður félagið með „basar“ í Hlégarði sunnudaginn 8. desember kl. 3 s.d. Margvís- legar vörur og handavinna verða á boðstólum, m.a. handmálaðir dúkar undir jólatré og jólapóst- pokar, einnig verða lukkupokar á boðstólum. Jólabasar Viðeyingafélagsins verður að Hallveigarstöðum sunnudaginn 8. desember kl. 14. Fjölbreytt kökuúrval og fleira. 1 kvöld 5. desember kl. 8.30 sfðdegis heldur Anglia fyrsta kaffikvöld sitt í húsnæði ensku- stofnunar háskólans að Aragötu 14. Mun prófessor Alan Boucher lesa upp úr ferðabók Dufferins lávarðar um Island, „Letters from High Latitudes". Sunnudaginn 8. desember kl. 2 síðdegis verður sýnd á sama stað kvikmyndin „The Mershant of Venice", eftir William Shakes- peare. Þetta eru þættir í hirini nýju menningarstarfsemi félagsins. DAGBOK I dag er fimmtudagurinn 5. desember, 339. dagur ársins 1974. Ardegisflóð 1 Reykjavfk er kl. 10.27, síðdegisflóð kl. 23.03. Sólarupprás í Reykjavík er kl. 10.55, sólarlag kl. 15.41. A Akureyri er sólarupprás kl. 11.05, sólarlag kl. 15.01. (Heimild: Islandsalmanakið). Þeir skulu gefa Drottni dýrðina, og kunngjöra lof hans í fjarlægum landsálfum! (Jesaja 42. 13). ARIMAÐ HEILLA ast er . . . ... að láta hana nota þig sem tilraunadýr þegar hún er að reyna nýjar mataruppskriftir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.