Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 7 THE OBSEHVER ._C2T^. _______£ -<»M'___ Eftir Robert Chessyre Stríð gegn IRA í KJÖLFAR sprengjuárás- anna miklu á tvær krár ! Birmingham, þar sem 19 manns fórust og tugir manna særðust illa, hefur Neðri mál- stofa brezka þingsins sam- þykkt hörð refsilög, sem eiga sér enga hliðstæðu á friðar- tímum. „Styrjöld skollin á" sagði í fyrirsögn eins dag- blaðanna. Höfundur þessara nýju laga er Roy Jenkins innanrík- isráðherra, og segir hann sjálfur að þau séu mjög ströng. Fela þau í sér stór- aukin völd lögreglunnar, og minnkuð mannréttindi þeirra, sem grunur leikur á að séu félagar í írska lýðveld- ishernum, IRA. Voru þau samtök bönnuð, og sá sem uppvis verður að þvi að vera félagi í samtökunum getur átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisvist. Frá lokum siðari heims- styrjaldarinnar hafa engin brezk lög gengið svo nærri almennum réttindum. Nýju lögin endurspegla réttilega ótta og reiði almennings, og þótti nauðsynlegt að koma þeim á meðan svo mikil gremja ríkti hjá almenningi, að hætta var á víðtækum hefndaraðgerðum gegn sak- lausum Irum búsettum á Bretlandi. í Birmingham einni búa um 110 þúsund Irar, og eru þeir þvi um 10% borgarbúa. Samkvæmt nýju lögunum er lögreglunni heimilt að handtaka grunaða hefndar- verkamenn án handtökuskip- unar, halda þeim fyrstu tvo sólarhringana án formlegrar ákæru, og i fimm daga til viðbótar með sérstöku sam- þykki innanríkisráðherrans til að yfirheyra þá og rannsaka málsatvik. Aukið eftirlit verður með ferðum grunsamlegra íra til Bretlands, og auðveldara verður að banna þeim land- göngu og vísa úr landi þeim, sem fyrir eru. Ef IRA skiptir um nafn verða samtökin bönnuð hverju nafni sem þau nefnast. Viðbrögðin við tilkynningu Jenkins um gildistöku lag- anna voru þrjár sprengingar í miðri London. Var öllum sprengjunum komið fyrir i póstkössum, sem tættust í sundur. Var þetta á mesta annatimanum fyrir lokun verzlana, og sæiousi luuugu manns. Jenkins-lögin, sem þarf að endurnýja á sex mánaða fresti, verða aðallega til þess að draga úr áhyggjum almennings. Varla má búast við að önnur áhrif þeirra verði mikil. Sérstök lög hafa lengi gilt á Norður-írlandi og í írska lýðveldinu, og verður vart séð að þau hafi orðið til þess að draga úr ofbeldis- starfsemi. Hafa írar óspart gert grín að lögunum. „Það hefur aldrei skaðað neinn hér þótt starfsemi IRA hafi verið bönnuð," sagði einn félags- mannanna í Belfast. Stuðningsmenn almennra mannréttinda halda því sum- ir fram að svona neyðarráð- stafanir verði aðeins til að torvelda baráttuna gegn hefndarverkum. Brezka mannréttindaráðið hefur sent öllum þingmönnunum bréf þar sem því er haldið fram að víðtækar lögregluaðgerðir gegn ákveðnum þjóðfélags- hópum hafi hingað til aðal- lega leitt til aukinnar samúð- ar með öfgahópum á borð við IRA. Rétt er að í hvert skipti sem valdsvið brezka hersins á Norður-írlandi hefur verið víkkað — eins og þegar hon- um var heimilað að handtaka menn án dómsúrskurðar — hefur samstaða kaþólikka eflzt. Hugsanlegt er að félög- um öfgasamtakanna á Bret- landi reynist auðveldara að leita aðstoðar og hælis í írsk- um borgarhverfum ef IRA tekst að benda á hugsanlega misnotkun lögreglunnar á þessum ný-auknu völdum. Margir hægrisinnar hafa á hinn bóginn lýst þeirri skoð- un sinni að Jenkins hafi ekki gengið nógu langt, og þeir krefjast þess að dauða- refsing verði á ný lögleidd í Bretlandi ef um hryðjuverk er að ræða. Hefur þessi krafa hlotið vaxandi hljómgrunn meðal þingmanna íhalds- flokksins. En meðan Verka- mannaflokkurinn fer með stjórn, og vissulega meðan Jenkins gegnir embætti inn- anríkisráðherra, er mjög ótrú- legt a-ð hengingar verði lög- leiddar á ný. Helztu rökin gegn dauða- refsingu eru þau að irsku lýðveldissamtökin hafa jafn- an þrifizt á píslarvottum. For- usiumenn uppreisnarinnar i Dublin árið 1916 gegn Bret- :im voru óþekktir og nutu lítils stuðnings þar til þeir voru teknir af lífi. Vísan um James Connolly — einn þessara forustumanna — er gott dæmi um þann eldmóð, sem írsku píslarvottarnir vekja: „Theytold me how Connolly was shot in the chair, His wounds from the battle all bleeding and bare, His fine body twisted, all battered and lame — They soon made me part of the patriot game." (Þeir sögðu mér hvernig Connolly var skotinn í stóln um. Bardagasár hans öll blæðandi og nakin. Velgerð- ur líkami hans snúinn, illa leikinn og líflaus. Þeir gerðu mig fljótt að þátttakanda i leik ættjarðarvinanna.) Það var ekki öfundsvert hlutverk Jenkins að brúa bil- ið milli andstæðra skoðana þeirra, sem kröfðust almennra mannréttinda og hinna, sem vildu hefndir. Hann hlýtur að lifa i þeirri von að lögreglan — sem með aukinni reynslu nær betri og betri árangri i leit sinni að sprengjutilræðis- mönnum — handtaki réttu mennina og fái þá dæmda. Jenkins hefur einnig áhyggjur af þvi að reiði almennings geti leitt til gagn- aðgerða gegn írum á Bret- landi og eigum þeirra. Fyrst eftir sprengjuárásirnar í Birmingham var benzin- sprengjum varpað inn í mörg hús þar, meðal annars inn í irskan klúbb, prestshús, irskt byggingarfélag og krá. Þá gerðist það einnig í mörgum verksmiðjum að starfsmenn lögðu niður vinnu, og i einni bílasmiðju þurfti að senda starfsmennina heim þegar lá við átökum milli enskra og írskia verkamanna. Leiðtogar verkalýðssam- takanna reyna að kveða nið- ur þessa árekstra. Einn þeirra sagði: „Hefndaraðgerðirnar breiðast út og hafa áhrif á alla þjóðina. Sprengjutilræði og gagnaðgerðir geta vakið hóflausar og óviðráðanlegar kenndir." Margir írar, sem búið hafa í Englandi mestan hluta ævi sinnar, viðurkenna Framhald á bls. 22 Ung stúlka óskar eftir starfi i fata- eða snyrti- verzlgn. Hef unnið í fataverzlun. Get byrjað strax. Uppl. i sima 1 2227 eftir kl. 5 e.h. Óska eftir að kaupa Volvo Laplander. Má vera ógangfær. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Volvo — 8805" sem fyrst. Hey Nokkur tonn af heyi óskast. Upp- lýsingar i síma 14950. 2ja — 3ja herb. íbúð i Vesturbænum óskast til leigu. Vinsamlegast hringið í sima 20298 eftirkl. 6. Sumarbústaðarland Til sölu afar fallegt kjarri vaxið land hentugt fyrir sumarbústað. Uppl. i sima 201 99. Keflavik Til sölu ný efri hæð í tvibýlishúsi að mestu fullgerð. Sérinngangur og þvottahús. Fasteignasalan Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. Bókhaldsþjónusta Viðskiptaskrifstofan, Austurstræti 10, 5. h. Simi 1 3995. Þjóðhátiðarmynt til sölu 2 sérunnin sett (Proof) á tækifæris- verði. Uppl. i sima 37203. Eignarlóð — Mosfellssveit 1200 fm eignarlóð á einum feg- ursta stað sveitarinnar undir ein- býlishús til sölu. Listhafendur vinsamlegast sendið tilboð til Mbl. merkt: Glæsilegt útsýni 4648. Milliveggjaplötur aftur tilb. til afgr. Stærðir 60 x 60 x 5 cm, 50 x 50 x 7 cm, 50 x 50 x 9 cm, 50 x 50 x 10 cm. Uppl. i símum 85210 og 8221 5. Á kvöldin og um helgar 71566. Ráðskona óskast i sveit i nágrenni Reykjavíkur. Simi 99-1 1 74. \ N ' N Rowenfe Hárþurrku- hettan Löng snúra með 3 hita- stigum. Húsbyggjendur — Verktakar Smíða glugga, opnanlega glugga, svalarhurðir og garðrennihurðir. Þ. Þórarinsson, Kársnesbraut 128, sími 43430. HNNSMR loðhOfur úr ekta skinni afýmsum gerðum. ÍÍ«AAa^úJ/ VtO LÆ KJAHTORQ Æ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.