Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974 hf Árvakur, Reykjavik Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. Aðalstræti 6. sfmi 10 100. Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80 Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 35,00 kr. eintakið Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fráttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Umræður hafa nú far- ið fram á Alþingi um samkomulag það, sem ríkisstjórnir íslands og Bandarikjanna hafa nú gert ufh nýbreytni í varnar samstarfi ríkjanna, í sam- ræmi við yfirlýsingar for- sætisráðherra og utanríkis- ráðherra þar um. Sam- komulagið var fyrst birt og lagt fram á Alþingi i byrj- un þessarar viku, þó að meginefni þess hafi áður verió kunnugt. Með þessu samkomulagi hefur verið horfið frá stefnu fyrri ríkisstjórnar í varnar- og öryggismálum, og jafn- framt hefur verið samið um margs konar breyting- ar og nýjungar í fram- kvæmd varnarsamningsins frá 1951. Hér er um svo þýðingarmikil málefni að ræða, að rétt er og eðlilegt að ræða þau gaumgæfilega á Alþingi. Mikilvægi þessa sam- komulags felst fyrst og fremst í því, að nú er endanlega horfið frá stefnu vinstri stjórnarinn- ar aö gera landið varnar- laust. Þeirri stefnu var al- gjörlega hafnaó í alþingis- kosningunum sl. sumar. Hin nýja varnarmálastefna er því í fullu samræmi við vilja meirihluta þjóðarinn- ar. Fiestum er ljóst mikil- vægi varnarsamvinnu Atlantshafsbandalagsþjóð- anna og ennfremur, að þetta samstarf er byggt á gagnkvæmum hagsmunum aöildarþjóðanna. I umræð- um á Alþingi sl. þriðjudag lagði Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, áherslu á, að brýna nauðsyn bæri til að ná sem víðtækustu samstarfi stjórnmálaflokk- anna í öryggis- og utan- ríkismálum, og við yrðum að hefja okkur upp yfir það að þessi þýðingarmiklu mál yrðu bitbein í flokkaátök- um á innlendum vettvangi. Engum blöóum er um það að fletta, að hverri þjóð er hollt aö reyna til hins ítrasta að ná samstöóu í varnar- og utanríkismál- um, og segja má að allvíð- tæk samstaða hafi oftast nær verið hér á landi. Sam- staða lýðræðisflokkanna í varnarmálum riðlaðist hins vegar á vinstri stjórn- ar timanum, en með þessu samkomulagi hefur á ný verið lagður grundvöllur að samstöðu þessara flokka. Ljóst er, að mikilvægasta breytingin, sem samkomu- lagið felur í sér, er aðskiln- aður almenns farþegaflugs frá varnarstarfseminni á Keflavíkurflugvelli. Það hefur ávallt verið ríkjandi skoðun, að dvöl varnarliðs- ins hefði sem allra minnst áhrif á íslenskt þjóðlíf og íslenskan þjóðarbúskap. í samræmi við þetta var tek- ið upp það ákvæói í stefnu- yfirlýsingu núverandi rikisstjórnar að greina skyldi á milli varnar- starfseminnar og almennr- ar flugstarfsemi á Kefla- víkurflugvelli. Það er fagn- aóarefni, að nú þegar skuli hafa verið samið um fram- kvæmd þessa atriðs. í sam- ræmi við þessa stefnu hef- ur einnig verið ákveðið, aö varnarliósmenn skuli vera búsettir innan vallarsvæð- isins. Þriðja meginatriðið, sem felst í samkomulaginu, er ákvæðið um fækkun varnarliðsmanna og þátt- töku íslendinga. Sam- kvæmt bókun, sem fylgir samkomulaginu, munu Bandaríkin fækka um 420 menn, og í stað þeirra koma hæfir íslenskir starfsmenn, eftir því sem þeir verða til reiðu til slíkra starfa. Þá mun varnarliðið annast þjálfun íslenskra starfsmanna eftir því sem þörf krefur. Fram til þess hefur ekki verið gert ráð fyrir svo mikilli þátttöku Islendinga í störf- um við framkvæmd varnarsamningsins. Hér er því um verulega stefnu- breytingu að ræða. í framhaldi af þessu sam- komulagi eru ýmsiss konar framkvæmdir á Kefla- víkurflugvelli óhjákvæmi- legar. Samkvæmt sam- komulaginu munu Banda- rikjamenn á árunum 1975 til 1977 byggja íbúóir á flugvallarsvæðinu í því skyni að fylgja fram því ákvæði, að varnarliðs- starfsmenn verði þar bú- settir. Að því er varóar nýja flugstöðvarbyggingu munu íslendingar að sjálf- sögöu reisa hana, en Bandaríkjamenn munu á hinn bóginn kosta breyt- ingar á aðkeyrslubrautum og flugvélastæðum, sem henni eru samfara. Loks eru ákvæði um, að á næstu 10 árum láti Bandaríkin í té búnað í því skyni, að á Keflavíkurflugvelli verði tiltekinn útbúnaður erfull- nægi kröfum Alþjóða flug- málastofnunarinnar. Með þessu samkomulagi hefur verið bundinn endi á þá miklu óvissu, sem ríkt hefur í þessum efnum und- anfarin þrjú ár og þrír stjórnmálaflokkar hafa tekið höndum saman um að fylgja þessu máli fram í fullu samræmi við vilja meirihluta kjósenda í al- þingiskosningunum. Einar Ágústsson, utanríkisráð- herra, lýsti yfir því á Al- þingi sl. þriðjudag, að hann hefði skýrt frá því í viðtöl- um við bandarísk stjórn- völd í september sl„ að ríkisstjórn íslands hefói horfið frá þeirri stefnu að tímasetja brottför varnar- liðsins og komist aö þeirri niðurstöðu, að rétt væri aó ganga frá nauðsynlegum breytingum innan ramma varnarsamningsins frá 1951, en endurskoðun, samkvæmt 7. grein samn- ingsins, væri lokió með þessu samkomulagi. Ástæða er til þess að fagna þessum málalyktum og ítreka þau orð Geirs Hallgrímssonar, forsætis- ráðherra, að þessi ný- breytni tekur fyrst og fremst mið af öryggishags- munum Islendinga og þeim meirihlutavilja þjóðarinn- ar, sem fram kom á þessu ári í alþingiskosningunum og meö öðrum hætti. • • ORY GGISHAGSMUNIR ÍSLANDS í FYRIRRÚMI Sverrír Hermannsson: Á GAGNVEGUM Út af fyrir sig er ekkert við þvi að segja þótt Vestur-Þjóð verjar strengi klóna gagnvart okkur vegna siðbúinnar fram- takssemi við gæzlu landhelg- innar. A hinn bóginn er hátt- erni þeirra í þessu sambandi sérkennilegt. Hér er um alvar- legt milliríkjamál að ræða. Samt bárust fréttir af mótað- gerðum Vestur-Þjóðverja ekki eftir venjulegum leiðum, sem farnar eru i viðskiptum þjóða, þegar svo stendur á sem nú. Frá þvi að einhver bæjarstjóra- nefna í þýzkri hafnarborg lýsir yfir, að ríkisstjórn Vestur- Þýzkalands hafi ákveðið lönd- unarbann á islenzk skip, liður langur timi þar til stjórnvöld þar i landi sjá ástæðu til að tilkynna ákvörðun sína réttum aðilum islenzkum. Hér er ann- aðhvort um lítilsvirðingu af tefla eða þetta mál er þar í landí talið litilvægt. Algert smáatriði er það að sjálfsögðu í þeirra augum þjóðhagslega, og ósýnilegt auðvitað sem þáttur i efnahag Vestur-Þýzkalands. En stórmál er það í samskiptum þjöða okkar, og dregur fámenni okkar ekkert úr umfangi þess. Þess vegna er framkoma þeirra í þessum punkti óskiljanleg. Allsherjarsamstaða náðist í landhelgismálinu á Alþingi hinn 15. febrúar 1972. Leiðir stjórnmálaflokkanna hafa að vísu enn skilið vegna frum- kvæðis Sjálfstæðisflokksins um útfærslu í 200 mílur, en aðalatr- iðið er, að í því máli hefir náðst full samstaða stjórnarflokk- anna og þar með myndazt öruggur meirihluti á Alþingi um málið. Enn er þess að minnast, að sjálfstæðismenn voru gagnrýn- ir á vinnubrögð vinstri stjórnarinnar .í samningaum- leitunum við Breta sérstaklega. Landhelgismálið en brezku samningarnir. En meðan frumkvöðlar samning- anna við Breta færa ekki sönn- ur á að það hafi verið verra, skortir skýringu á afstöðu þeirra nú. Þeir, sem á annað borð vilja semja, sjá eftirfarandi kosti á fyrrgreindu samningsuppkasti: 1. Viðurkenning Vestur-Þjóð- verja á samningsrétti okkar um hafsvæði utan 12 mílna og allt að 130 milum. 2. Brottför verksmiðjuskipa og frystitogara þegar í stað úr Þó greiddi mikill meirihluti þingmanna flokksins atkvæði með samningunum við Breta haustið 1973, þótt þar væri ýms- um beizkum bitum að kyngja, einkum hvað svæðaksiptingu snerti og að hámarksafli var þar ekki fastákveðinn. Hins vegar nást að sjálfsögðu aldrei samningar, nema báðir aðilar slái af kröftum sinum Samningsuppkastið við Vestur-Þjóðverja frá því í nóvemberbyrjun var einnig þessum mörkum brennt. Agnú- arnir voru aðallega tveir: Frystitogararnir og þrjú við- kvæm svæði, þar sem Þjóðverj- um gafst færi á að sækja upp að 12 mílum. Því skal ekki haldið fram hér, að samningsuppkast- ið hafi í neinu verið hagstæðara landhelgi, nema 17 frystitog- ara i 120 daga frá 1. maí til 31. október. Og brottför þeirra á nýjan leik 1. nóvem- ber 1975, áður en samning- urinn rennur út. 3. Hámarksafli minni en Þjóð- verjar hafa náð við núver- andi aðstæður og þorskafli hámark 10 þús. tonn 4. Einhliða réttur lslendinga til að ákveða friðunarsvæði, þar á meðal á þeim svæðum, þar sem samningurinn gerði ráð fyrir að Þjóðverjar gætu sótt að 12 mílum. 5. Réttur okkar til að fylgjast með veiðum þeirra. A aðalvandkvæðin hefir ver- ið minnzt. t baráttunni fyrir 200 míl- unum er viðurkenningin á samningsréttinum aðalatriði. Slík viðurkenning skipti höfuðmáli til styrktar málstað okkar í væntanlegri hafréttar- ráðstefnu. lslendingar mega aldrei missa sjónar á lifsnauð- syn þess, að leita samninga um lausn mála sinna. An samninga geta Þjóðverjar veitt meiri fisk en 85 þús. tonn og stundað smá- fiskadráp. Það hafa þeir sýnt. Niðurstaða þessara hugleið- inga er sú, að Islendingar eigi þegar í stað að leita samninga við Vestur-Þjóðverja. í margnefndu samningsupp- kasti náðum við það langt, að vænta má viðunandi samkomu- lagi ef bráður bugur er undinn að samningatilraunum. Harðari aðgerðum hefur verið beitt að undanförnu, en í þvi efni eiga báðir óskilið mál. Þess vegna ættu möguleikar á samningum ekki að hafa versn- að að mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.