Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
19
Nixon má muna sinn fffil fegri
Skriflegur vitn-
isburður Nixons?
Washington, 4. des. Reuter.
JOHN Sirica, dómari í Watergate-
málinu bað í gær lækna um að
kanna hvort Richard Nixon, fyrr-
um forseti, hefði heilsu til að
svara skriflega spurningum í
réttarhöldunum yfir fimm fyrr-
verandi starfsmönnum hans.
Sirica kvað þessa hugsanlegu
skriflegu yfirheyrslu verða
„aðeins hugmynd sem ég fékk“,
en talið er að hann leggi enn
áherzlu á að réttarhöldunum
verði lokið fyrir jól. Læknar
höfðu úrskurðað að Nixon gæti
ekki borið vitni persónulega fyrr
en á næsta ári, og skriflegur
vitnisburður kann að verða lausn
á þvi máli. Hins vegar var Water-
gate-saksóknarinn, James Neal
ekki allt of ánægður með þessa
hugmynd Siricas, vegna þess að
„við höfðum áður fengið margar
yfirlýsingar frá forsetanum fyrr-
verandi um Watergate-málið og
engin þeirra hefur verið full-
nægjandi fyrir ákæruvaldið."
Fellir fata-
fellan Mills?
Washington, 4. desember
— Reuter
CARL Albert, forseti bandarísku
fulltrúadeildarinnar spáði þvf í
kvöld, að hinn áhrifamikli þing-
maður, Wilbur Mills, myndi
verða að hverfa úr sæti formanns
hinnar valdamiklu fjárveitinga-
nefndar þingsins. Mills sem lagð
ist f gærkvöldi inn á sjúkrahús af
ókunnum orsökum, hefur valdið
miklu fjaðrafoki f stjórnmálalff-
inu f Washington vegna sam-
bands sfns við nektardansmeyna
Fanne Fox, réttu nafni Annibella
Battistella. Hafði þetta samband
ógnað þingsæti Mills f kosningun-
um f sfðasta mánuði, en þingmað-
urinn þótti kóróna fyrri hegðun
Svart útlit
í Barents-
hafsvið-
ræðunum
Osló 4. desember — NTB
NOREGUR og Sovétríkin eru svo
langt frá því að ná samkomulagi
Mills — táldreginn af nektar-
dansmey?
sfna í þessu máli er hann fór upp
á sviðið á nektarsýningu Fanne
Fox nú um helgina og beygði sig
og bukkaði ásamt nektardans-
meynni, sem aðeins var klædd
fíkjublaðspjötlu.
Hugsanlegt er talið að hann
segi af sér þingmennsku vegna
þessa.
varðandi skiptingu Barentshafs-
ins, að engar líkur eru á samning-
um á næsta ári, að þvi er Morgen-
bladet í Osló segir. Deiluaðilar
gátu ekki komið sér saman um
tímasetningu nýs fundar eftir við-
ræðurnar í Moskvu í fyrri viku,
en.gert hafði verið ráð fyrir því,
að hann yrði haldinn i Ósló næsta
sumar. Segir Morgenbladet, að
þetta sýni hversu litinn áhuga
stjórnvöld í Moskvu hafi á að
skjót lausn verði fundin á þessu
máli, sem þegar er orðið 7 ára
gamalt.
Sovézkir
framúrstefnu-
listamenn:
Neita að
sýna af
ótta við
ofsóknir
Moskvu, 4. desember
— Reuter
HOPUR sovézkra listamanna,
sem ekki fylgja hinni opinberu
lfnu I myndlist, hefur hafnað
tilboði borgaryfirvalda f
Moskvu um að sýna verk sfn á
opinberri sýningu sfðar f þess-
um mánuði, að því er einn
þeirra, Oskar Rabin, skýrði frá
f dag. Sagði Rabin ástæðuna
vera þá, að þeir óttuðust að
sýningin myndi verða til frek-
ari kúgunar yfirvalda. Hann
kvað marga þeirra sem áttu
verk á septembersýningunni
frægu f haust, þegar yfirvöld
beittu jarðýtum og vörubflum
gegn málurunum, hafa orðið
fyrir ýmiss konar áreitni og
ofsóknum síðan, m.s. verið
sendir í herinn og á geðveikra-
hæli.
Rabin kvað listamennina þess
f stað ætla að halda áfram að
vinna að verkum sinum, og síð-
an koma þeim hugsanlega á
framfæri á næsta ári upp á eig-
in spýtur.
Yfirvöld í Leningrad skýrðu
frá því í dag, að á útisýningu
sem hæfist 22. desember þar í
borg, yrðu um 120 verk lista-
manna sem ekki væru
sósíalrealískir og tilheyrðu ekki
hinu opinbera listamannasam-
bandi. Fengu þessir málarar að
velja sjálfir verk sín til sýning-
ar.
Ahrif Vladivostoks-samningsins:
Stærri eldflaugar,
minni árásarhætta
Washington, 4. des. Réuter.
SAMKOMULAGIÐ f Vladi-
vostok um takmörkun kjarn-
orkuvfgbúnaðar hefur þau
áhrif að báðir aðilar geta smfð-
að stærri eldflaugar og fleiri
kjarnaodda og aukið herút-
gjöld sfn að sögn bandarfskra
embættismanna.
Möguleikar á skyndiárás
verða hins vegar sama sem eng-
ir að sögn þeirra. Þeir segja,
að samkvæmt ^mkomulaginu
megi heits. ógerningur fyrir
annan hvorn aðilanna að reyna
að þurrka út kjarnorkubirgðir
mótaðilans með skyndiárás.
Leyfilegur hámarksfjöldi
kjarnorkueldflauga á landi,
kjarnorkueldflauga, sem er
skotið úr kafbátum, og
sprengjuflugvéla, sem bera
kjarnorkuvopn, verður 2.400,
en þar af 1.320 er geta borið
kjarnaodda með mörgum kjarn-
orkusprengjum (Mirvs).
Samkvæmt þessu hefur
hámarkstalan hækkað og þar
sem fjöldi kjarnaodda er ekki
takmarkaður getur hvor aðili
um sig komið sér upp 10.000
kjarnaoddum fyrir 1985 þótt
talið sé að bandarísku kjarna-
oddarnir verði ívið fleiri en
þeir sovézku.
Stærð eldflauganna er heldur
ekki takmörkuð samkvæmt
samkomulaginu og fræðilega
séð gætu Bandarikjamenn
smíðað eldflaug á stærð við
Empire State-bygginguna og
vopnað hana þúsund kjarna-
oddum, en þeir gætu ekki falið
slika eldflaug neðanjarðar eða í
kafbáti og slík eldflaug yrði
auðvelt skotmark.
Mikilvægi samningsins felst i
þvi að hvorugur aðillinn getur
leyft sér að halda að mótaðilinn
sé svo langt á eftir í vígbúnaði
að taka megi þá áhættu að
leggja óvininn að velli í skyndi-
árás. Þá getur hvorugur aðilinn
notað vígbúnað mótaðilans sem
afsökun fyrir nýjum og stór-
auknum herútgjöldum að sögn
embættismannanna.
Ef Rússar auka eldflaugavíg-
búnað sinn þannig að Banda-
ríkjamönnum finnist þeim ógn-
að geta þeir smíðað stærri lang-
drægar eldflaugar eða fjölgað
kjarnorkukafbátum sínum inn-
an leyfilegra marka.
Sovézkar eldflaugar búnar
mörgum kjarnaoddum eru auð-
þekktar og frábrugðnar eld-
flaugum með einum kjarnaoddi
að sögn embættismannanna, en
þeir viðurkenna að Rússar geti
leikið á Bandarikjamenn með
því að smíða eldflaug búna
mörgum kjarnaoddum sem lít-
ur út eins og eldflaug búin ein-
um kjarnaoddi.
Bandaríkjamenn vona að í
Salt-viðræðunum náist sam-
komulag er fyrirbyggi þetta.
Auk þess segja embættismenn-
irnir að hægt sé að fyrirbyggja
slíkt gabb með eftirliti og
nýjustu tækni.
Þeir segja að þakka megi
Vladivostok-samkomulagið þvi
að Rússar féllu óvænt frá því
skilyrði að þeim yrði leyfilegt
að eiga fleiri vopn en Banda-
rikjamenn til að vega upp á
móti kjarnorkuvopnum Breta
og Frakka. Nú telji þeir þau
ekki breyta nokkru og heldur
ekki herstöðvar Bandarikja-
manna erlendis.
Egyptar heimila
skipaferðir um
Súez til ísrael
Tel Aviv, 4. desember.
NTB. AP.
EGYPTAR hyggjast leyfa skipum
sem ætla til hafna I Israel að sigla
um Súez-skurð þegar hann verður
opnaður aftur að sögn utanríkis-
ráðherra Israels, Yigal Allons.
Egyptar hafa heitið þessu fyrir
milligöngu Sameinuðu þjóðanna
og þetta samkomulag er óviðkom-
andi samningnum um aðskilnað
herliða Israelsmanna og Egypta
að sögn Allons f gær.
Skipin fá að nota skurðinn með
því skilyrði að þau sigli ekki
undir ísraelskum fána. Skip með
Grimsby, 4. des. AP.
SÉRSTAKUR siðadómstóll I
Grimsby hefur dæmt tvo brezka
sjómenn í ævilangt ráðningar-
bann fyrir þátttöku þeirra í inn-
brotinu I Kaupfélag Dýrfirðinga
og áflog þeirra við tslendinga.
H. L. Hunt
látinn
EINN af ríkustu mönnum
heims, oliukóngurinn frá
Texas, H. L. Hunt, lézt
fyrir helgina, 85 ára að
aldri. Hann hafði átt við
vaxandi heilsuleysi að
stríða undanfarna mánuði.
ísraelskan fána fá ekki að sigla
um skurðinn fyrr en varanlegri
samningur hefur verið gerður.
I Washington tilkynnti Alþjóða-
bankinn í dag að hann hefði veitt
50 milljón dollara lán til endur-
bóta á Súes-skurði. Bankinn veitti
síðast slfkt lán 1959 og upphæðin
þá var $ 56,5 millj.
Jafnframt herma fréttir að
tsraelsmenn séu byrjaðir að
treysta varnarvirki sín á Sinai-
skaga og hafa lokið við gerð
nýrrar víggirtrar víglína á Golan-
hæðum.
Israelsmenn hafa kært Egypta
Útgerðarfyrirtæki sjómann-
anna, Consolidated Fisheries, tel-
ur þó skaðabótakröfu kaupfélags-
ins alltof háa og vill fá sundur-
liðaðan reikning frá kaupfélag-
inu. Krafan hljóðar upp á 1025
pund.
Þeir sem voru látnir sæta ævi-
löngu ráðningarbanni voru James
Padgett, 26 ára, frá Cleethorpes,
og Frank Clarkson, 28 ára, frá
Hull.
Peter Hallett, 18 ára, frá
Grimsby var dæmdur í 56 daga
ráðningarbann, en David Willi-
amson, 26 ára, frá Hull mætti ekki
og mál hans verður tekið fyrir
síðar.
Don Lister, framkvæmdastjóri
Consolidated Fisheries, sagði um
úrskurðinn að Hallett hefði
fengið vægan dóm þar sem hann
hefði ekki tekið þátt í innbrotinu.
fyrir Sþ vegna byggingafram-
kvæmda á austurbakka Súez. Þeir
segja að Egyptar hafi komið þar
fyrir skotpöllum fyrir loftvarna-
eldflaugar þótt slíkt sé bannað á
svæðum þar sem er takmarkaður
fjöldi hermanna.
Sakharov — ómyrkur I máli
Ný ofsóknar-
alda í Sovét
— segir Sakharov
Chicago, 4. des. Reuter.
SOVÉZKI eðlisfræðingurinn
og andófsmaðurinn Andrei
Sakharov segir að ný ofsóknar-
alda gangi nú yfir Sovétrfkin.
Þetta kom fram við afhend-
ingu Reinhold Nieburh verð-
launanna i Chicagoháskóla f
gær. Hlutu þau Sakhcrov og
suður-afrísku' gagnrýnandi
aðskilnaðarstefnunnar, di.
Bpyers Naude, fyrir mauiiiétt-
indabaráttu. Verðlaunin nema
5000 dollurum. Prófessor
Pavel Litvinov tók við verð-
launum Sakharoves fyrir hans
hönd og sagði að hann hefði
taiað við eðlisfræðinginn sím-
leiðis fyrir viku, og lék Lit-
vinov samtalið af segulbandi.
Saeta ævilöngu
ráðningarbanni
fyrir innbrotíð