Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1974
Orgeltónleikar
orgelverk, sem nýjust eru af nál-
inni, eru oft eins og „katalógar"
eða safn sýnishorna af „effekt-
um“, sem hægt er að gripa til.
Tónllst
eftir ÞORKEL
SIGURBJÖRNSSON
Stundum hafa þá organistarnir
notað meiri tima í að kveikja og
slökkva á hljóðfærinu en að
hreyfa fingurna á venjulegri hátt.
I verki Atla ber óneitanlega
margt á góma, en hann setur efni-
viðinn fram á mjög skilmerkileg-
an hátt, þannig að hver þáttur fær
sitt sérstaka viðfangsefni og
sterkan „prófiT'. I lokaþættinum,
sem ber yfirskriftina „striðnis-
lega“, lætur hann hljóðfærið
„stríða“ organistanum að lokum
með því að láta loftið í pípurnar
gera verkfall áður en fingurnir
eru tilbúnir að stoppa.
Að endingu voru tveir þættir úr
La Nativité Du Seigneur eftir
franska tónskáldið Loivier
Messiaen, sem hefur þótt mestur
snillingur í smíði orgelverka á
vorum timum. Þetta eru hugljúf
verk, sem vissulega lofa meistar-
ann. Þessirtónleikarvoru Ragnari
til mikils sóma. Hann glímdi
þarna við erfið viðfangsefni og
sum mjög nýstárleg, en leysti all-
ar þrautir, hverja af annarri eins
og ævintýrapersóna. En gagn-
stætt ævintýrunum fylgja víst
ekki „kóngsdóttir og ríki“ í kaup-
bæti. Hins vegar kæmi það ekki á
óvart, ef hann vinnur sér sístækk-
andi áheyrendahóp forvitinna að
launum fyrir erfiðið.
Saga af sjónum
Ralf Gothoni, planóleikari
með styrk frá Norræna
menningamálasjóðnum.Halldór
Haraldsson hleypti þessu
nýmæli af stað í fyrra með tón-
leikaferð sinni um Norðurlönd-
in, og nú fylgja Finnarnir i
kjölfarið. Auk tónleikanna í
Reykjavík fluttu þeir sína list á
Isafirði og á Akureyri. Ef þær
þrjár tónleikaferðir, sem eftir
eru, verða af svipuðum ágætum
og þær fyrstu — það er strax
hægt að þakka Nordisk
Solistrád fyrir þetta framtak og
vona, að Menningarmálasjóður-
inn reynist því vel um ókomna
framtið.
A efnisskrá þeirra Hynninen
Tveir Finnar
12
RAGNAR Björnsson, dóm-
organisti, hélt orgeltónleika í
Dómkirkjunni s.l. sunnudags-
eftirmiðdag. Á efnisskránni voru
eingöngu samtímaverk. Tvö
þeirra voru nokkuð sviplik,
Exsultate op. 43 eftir finnska tón-
skáldið Erik Bergman og
Fantasia Trionfale op. 37 eftir
norska tónskáldið Knut Nystedt.
Það, sem sviplikt var í þessum
verkum, voru stríðu samhljóm-
arnir, sem þeir notuðu, og all
þunglamalegt yfirbragð
tónsmíðanna, þrátt fyrir þau lof-
orð, sem fólust í sjálfum heitun-
um.
Impression a Notre Dame de
Paris hét langt orgelverk eftir
sænska tónskáldið Gunnar
Thyrestam. Þar voru farnar hefð-
bundnari leiðir með dálítið stríð-
um kontrapunkti. Þar skaut lika
leikgleði upp kollinum og leik-
brögðin voru „organistaleg".
Iter Mediae Noctis hét nýtt
orgelverk eftir Atla Heimi
Sveinsson, og var það næst á
efnisskránni. Verkið er í sex þátt-
um, og má segja, að hver þáttur
hafi fjallað um eina sérstaka hug-
mynd, annaðhvort um leiktækni-
legt atriði eða ákveðið hljóð. Mörg
HRAFN Gunnlaugsson sem gerst
hefur all umsvifamikill á fjölum
höfuðborgarinnar sem meðsemj-
ari létts efnis (sem þessvegna er
ekki alltaf létt að semja) hefur
sent frá sér mér vitanlega fyrstu
bók sína af alvarlegum leikskáld-
skap og ber hún titii annars leik-
rits bókarinnar, Sögu af sjónum
sem sjónvarpsáhorfendur geyma
áreiðanlega i góðri minningu frá
því leikritið var sýnt þar.
Bók Hrafns eður kver er þeirr-
ar gerðar sem ungir höfundar
grípa nú gjarnan til textum sinum
til framdráttar, þ.e. að vinna
þrykkingu bókarinnar með ódýr-
ari aðferðum en fínu bækurnar á
gagnsæjum gljápappir og stund-
um með slaufu. Prentuð í venju-
legum skilningi er aðeins kápan
og skraut hennar eru myndir úr
sjónvarpsleikritinu.
Nú, kverið Saga af sjónum er
ekki allt þar sem það er séð, það
hefur ekki aðeins að geyma tvö
leikrit heldur einnig tvo aðra
texta eftir höfundinn og einnig
tvær tilvitnanir í skrif erlendra
gagnrýnenda um Sögu af sjónum.
Kverið hefst með ritsmíðinni
Hugdettur um leikritið, tuttugu
stuttir kaflar um leikritið, i
hverju fyrir sig eru mörg sann-
leikskorn um leikritið, ekki endi-
lega frumhugsun höfundarins
heldur sáðkorn sem námið og
kynnin af glímu mannsins við
sjálfan sig og tilveru sína í formi
leikbókmenntanna hafa sáð í
huga hans — og eru byrjuð að
bera ávöxt eins og bæði leikritin
bera ótvirætt vitni um. Hugdettur
um leikritið eru hollur lestur
hverjum leikritahöfundi, ekki sist
hérlendis þar sem umræða um
þann galdur er í lágmarki — þær
eru einnig ánægjulegur lestur
hverjum þeim sem áhuga hefur á
bókmenntum yfirleitt. Ég ætla
hér ekki að rekja saman hug-
dettur og Sögu af sjónum, ég ætla
að láta athugulum lesanda eftir þá
ánægju en þess má geta að frum-
bygging leikritsins er eftirfar-
andi: att er saman tveim ólíkum
mönnum við sérstæðar aðstæður,
tal þeirra hvors um sig virðist
mér mjög nálægt sanni, í löngu
samtali þeirra sem byggist að
mestu á andstæðunum: unglings-
strákur og gamalreyndur sjó-
maður kemur að óhugnanlegri
frásögn sjómannsins — innihald
frásögunnar verður allt í einu að
raunveruleika fyrir gömlu kemp-
unni, óhugnanleg sagan sem átti
að vera til gamans yfir glasi
verður allt í einu raunveruleiki,
sögumaður kominn inn í sögu
sína, sagan allt í kringum hann.
Hér er ekki aðeins um að ræða
snjalla hugmynd heldur er úr-
vinnslan mjög góð, sáðkornin
Bókmenntlr
eftir ÞORVARÐ
HELGASON
hafa borið ávöxt. Gott leikrit
verður nefnilega ekki skrifað
nema af kunnáttu og kunnátta
fæst ekki nema með vinnu. Þeir
íslenskir leikritahöfundar sem
læsu hugdetturnar vandlega og
hugleiddu þær gætu stytt sér þá
vinnu nokkuð.
Á eftir Sögu af sjónum kemur
svo stuttur texti: Að skrifa harm-
leik — og er þar i fyrsta sinn að
þvi ég veit þýddur hluti af Skáld-
skaparfræðum Aristótelesar, þ.e.
skýrgreining hans á harmleikn-
um, mjög hollur lestur lika en
flókið mál í stóru samhengi og
textinn því ef til vill af stuttur en
gæti vakið forvitni og orðið þar
með til gagns.
Seinna leikritið heitir Þegar
kinnhestur hneggjar og hefur
undirtitilinn hetjusögn og á kápu
er það kallað fallisk hetjusaga,
fallisk af fallos = reður. Leikrit
þetta mun koma undariega fyrir
sjónir við lestur en að likindum
yrði líf þess allt meira og skiljan-
legra á leiksviði. Hér skulu aðeins
sögð fáein orð til skýringar — og
er það auðvitað aðeins minn skiln-
ingur. Undirtitillinn hetjusögn
kemur okkur á spor, hér segir frá
hetju — eða öllu heldur brýningu
sem ætti að gera persónu að
hetju, jákvæðri hetju gagnvart
öllum, umhverfi og ekki síst hinni
persónunni sem vill að viðkom-
andi verði hetja, en brýningin er
sterk, viðkomandi verður aðeins
hetja fyrir sjálfum sér, hann verð-
ur Gunnar á Hliðarenda! Geta
menn komist lengra? Úr þessu
stefi er unnið i sérstökum stíl,
ýktum en um leið mjög leik-
rænum. Mjög skemmtileg úr-
vinnsla að mínum smekk.
Lífið, raunveruleikinn er hrá-
efni sem leikritahöfundurinn not-
ar eins frjálslega og hann kýs til
að skapa annan veruleika, list-
rænan raunveruleika leiksviðs-
ins. Hrafn Gunnlaugsson sýnir
með bók sinni athyglisverðan
árangur í þessa átt.
TVEIR Finnar, barítónsöngvar-
inn Jorma Hynninen og píanó-
leikarinn Ralf Gothoni, veittu
styrktarfélögum Tónlistar-
Jorma Hynninen, barytonsöngv
ari
Tónlist
eftir ÞORKEL
SIGURBJÖRNSSON
félagsins sérlega vel á þriðju-
dagskvöldið í Auturbæjarbíói.
Þeir komu hingaó til lands fyrir
tilstilli samtaka norrænu ein-
leikarafélaganna, sem Félag
fslenzkra tónlistarmanna er
aðili að, en þau samtök beita
sér nú fyrir árlegum tónleika-
ferðum milli Norðurlandanna
Skák
eftir JÓN
Þ. ÞÓR
JÚGÖSLAVAR halda sem kunn-
ugt er f jölmörg alþjóðleg skákmót
á ári hverju og fer eitt þeirra
jafnan fram í borginni Sombor
um veturnætur. Nú er mótinu í
Sombor nýlokið og varð það mik-
ill sygur yngri kynslóðarinnar.
Úrslit urðu sem hér segir: 1.—2.
B. Gulkó (Sovétr.) og J. Timman
(Holland) 10,5 v. 3. Razuevic
(Júgósl.) 10 v., 4. Vadaz (Ungv.l.)
8,5 v., 5. Damjanovic (Júgósl.) og
Deze (Júgósl.) 8 v., 7. Rukavina
(Júgósl.) 7 v. Hollendinginn Jan
og Gothoni voru „Dichterliebe"
Schumanns, „Þrjár Shake-
speare sonnettur" eftir Rauta-
vaara og sex Mörike-Lieder
eftir Wolf. Meðferðin á þessum
lögum var i einu orði sagt hríf-
andi.
Lagaflokkur Schumanns var
með samfelldan og sterkan
heildarsvip. Stundum var söng-
urinn dálítið hrjúfur, og á ein-
staka stað hefði „írónía"
Heines mátt ná yfirhöndinni,
en þeir félagar vildu auðheyri-
lega ekki hætta á neitt, sem
gæti hugsanlega rofið heildar-
svipinn.
Rautavaara hefur lengi verið
með áhrifamestu tónskáldum
Noróurlanda. Lögin þrjú við
texta Shakespeares eru æsku-
verk, og athyglin beindist meir
aó hljómum og hljóðfalli pianós
ins en laglínum og orðum. Þau
gáfu flytjendunum gott tæki-
færi til að skipta um „registur"
frá Schumann yfir til Wolf, frá
ljóðrænni ástriðu yfir í drama-
tíska, hamslausa. Úr Wolf-lög-
unum mynduðu þeir sterka
samfellu, og er vart hugsanlegt,
að Wolf sjálfur hafði fellt þau
betur saman!
Skiljanlega var fólk ekkert á
því að láta þá sleppa, þótt fram-
orðið væri, en með glettnis-
fullum aukalögum eftir þá
Bergmann og Sibelius sendu
Finnarnir áheyrendur heim.
Liklegt er, að fleirum en mér
þyki þetta hinir eftirminnileg-
ustu tónleikar.
Timman er óþarft að kynna fyrir
islenzkum skákáhugamönnum, en
Boris Gulkó er ungur sovézkur
meistari, sem hefur náð ágætum
árangri aó undanförnu. Hann
vakti fyrst athygli er hann komst
í úrslit á skákþingi Sovétrikjanna
árið 1965, en siðan var heldur
hljótt um hann þar til á siðasta ári
er hann vann góða sigra í heima-
landi sinu og varð m.a. skákmeist-
ari Moskvu. Við skulum nú líta á
eina skák frá hendi Gulkó, þar
sem hann á i höggi við bandaríska
stórmeistarann Arthur Bisguier,
sem varð í 8.—10. sæti í mótinu
með 6,5 v.
Hvftt: B. Gulkó
Svart: A. Bisguier
Spænskur leikur
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— Rf6, Framhald á bls. 22
Efnisskrá: Vagn Holm-
boe □ J.H.O. Djurhuus
□ Þorkell Sigurbjörnss.
] Þorsteinn Valdimars-
son □ Atli H. Sveinsson
□ Oddur Björnsson □
Fjölnir Stefánsson □ isl.
þjóðlög og þjóðvísur □
Norræn þjóðlög □ Radd-
sett af: Ejnar Kampp,
Thorkild Knutsen,
Daniel Helldén og Sig-
fúsi EinarssyniQ
SEX yrkingar eftir stórskáldið
J.H.O. Djurhuus er glæsilegur
kveðskapur, sérstaklega kvæð-
ið um Þránd i Götu, sem er
glæsilegt og ramm-heiðið. Tón-
listin er vel samin, en vel hefði
færeysk stefgerð og hrynur
fallið að þessum „yrkingum“ og
vonandi verður þess skammt að
Hljómeyki
biða, að Færeyingar eignist tón-
skáld, sem skapi skáldskap
Djurhuus verðuga umgerð.
Raddbeiting söngflokksins var
of þvinguð, sérstaklega kven-
raddanna. Veikur söngur er
fallegur en meiri breidd hefði
verið æskileg til að skapa and-
stæður, t.d. í kvæðinu um
Þránd. Það var áberandi hvað
undirraddirnar voru þvingaðar
af mjóróma söng sópransins,
sem áreiðanlega á til stærra
styrkleikasvið en fram kom á
þessum tónleikum. Þrátt fyrir
einfaldleika eru „Lög handa
litlu fólki“ erfið til söngs, fyrst
og fremst vegna íónlegunnar,
sem meðal annars veldur því,
Tónllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
að framburður textans verður
sérlega erfiður. Elísabet Er-
lingsdóttir söng lögin á mjög
viðfelldin hátt. Madrigalar Atla
Heimis Sveinssonar eru
skemmtilega gerðar stælingar á
ítölskum miðaldasöngvum, en
flutningurinn hefði mátt vera
breytilegri í styrk og hraða.
Islenzk þjóðlög eru falleg og
vandmeðfarin. Það er greini-
legt, að Fjölni Stefánssyni er
vel ljós sá vandi að skapa litlu
og viðkvæmu þjóðlagi verðugan
ramma. Elísabet Erlingsdóttir
flutti lögin tónrænt mjög
fallega en framburður textans
var slæmur. Það er merkilegt
hve íslenzkir söngvarar eru illa
að sér i ísl. hljóðfræði. Það er
bókstaflega enginn munur á
sérhljóðunum, þau eru öll orðin
að einhverju millihljóði, sem er
ógerningur að henda reiður á
og samhljóóin svo kraftlitil, að
tæplega er merkjanlegur
munur á t.d. t og d. Þá er það
ekki síður athyglisvert að skýr-
leiki i framburði erlendra texta
er mun betri, eins og berlega
kom fram á tónleikum þessum.
Norrænu þjóðlögin eru flest úr
unglinga kórbókinni og hefði
mátt láta þess getið hverjir
raddsettu lögin.
Ástarraunir, þ.e. Einum unna
eg manninum, er vikivaki,
danskvæói, en ekki sálmur. Því
ekki að reyna að syngja lagið
samkvæmt því, og hvaðan
kemur þetta nafn ástarraunir.
Kvæðið heitir HARMABÓTAR
KVÆÐI. Viðlagið er „þó hlýt
eg minn harm að bera í leynd-
um stað“, ekki „á leyndum
stað“ og í seinni hluta kvæðis-
ins er viðlagið „þá þurfti eg
ekki harm að bera í leyndum
stað“. Kerringa med staven og
Tre skalker voru létt og vel
sungin enda einföld að gerð og
raddsetningu. Að frátöldum
norrænu lögunum úr Unglinga-
söngbókinni gætti jafnvægis-
leysis og ónákvæmni i flutningi
kórsins á erfiðari verkefn-
unum, sem ef til vill stafar af
ónákvæmri æfingastjórn. Það
er eitthvað sem ágætir söng-
menn Hljómeykis ættu ekki
láta henda í sínu starfi.