Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.12.1974, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5, DESEMBER 1974 J. 33 fclk í fréttum Gyðingur flýr úr sovézku fangehá + Gyðingur frá Moskvu, sem var handtekinn i Kishinev f Moldavfu og dæmdur til stuttr- ar fangelsisvistar, hefur flúið úr fangelsi þar sem hann ótt- aðist um lff sitt. Frá þessu segir f yfirlýsingu með undirskrift Gyðingsins, Lev Gendin. Areiðanlegir Gyð- ingar afhentu vestrænum blaðamönnum yfirlýsinguna Yfirfýsingin er dagsett 30. nóvember og samkvæmt henni faldist Gendin á ótilteknum stað tveimur dögum eftir að hann flýði úr fangelsinu. Fyrir tveimur dögum sögðu 16 Gyð- ingar f Moskvu f yfirlýsingu að lögreglan f Kishinev hefði skýrt frá flóttanum, en þeir sögðust ekki trúa frcttinni. Gendin segir f yfirlýsingu sinni að hann hafi flúið er hann hafi afplánað 18 daga af 25 daga fangelsisdómi vegna illrar meðferðar fangavarða og árásar og morðhótana sam- fanga sfns. Hann skýrði ekki frá þvf hvernig hann hefði flú- ið. Gendin var dæmdur f 15 daga fangelsi fyrir skrflslæti þegar hann kom til Kishinev 11. nóvember og fangelsistíminn var lengdur um tfu daga þegar hann gerði hungurverkfall i fangelsinu. Hann er 33 ára gamall raf- magnsverkfræðingur en missti atvinnuna þegar hann sótti um leyfi til að flytjast til Israels fyrir þremur árum. Hann fór til Kishinev ásamt fleiri Gyð- ingum frá Moskvu til að kanna möguleika Gyðinga í Moldavíu til að flytjast úr landi. + Söfnunin Indland-Bangla- desh á vegum Hjálparstofn- unar kirkjunnar hefur gengið vel og er enn í fullum gangi. Þann 29. nóvember höfðu safn- ast nær 3 millj. króna og þar af hefur 1,5 millj. verið ráðstafað þegar, til kaupa á hjálpar- gögnum. — Þessi Herculesvél er aðalmáttarstólpinn í loft- brúnni sem hjálparstofnanir kirkna á Norðurlöndum hafa komið á fót í Bangladesh. + Sólveig Eggerz Pétursdóttir listmálari hélt fyrir skömmu sýningu á verkum sfnum í Kaupmannahöfn á Gammel Strand. Þar sýndi hún 56 verk, vatnslitamyndir og málaðar rekaviðarspýtur. Að vanda voru íslenzkir sendiráðsmenn við opnun sýningarinnar, sem vakti mikla athygli og hlaut metaðsókn, en önnur eins að- sókn hefur ekki verið lengi á Gammel Strand. Seldi Sólveig þar 41 verk af 56 á sýningunni. Hún var beðin að sýna á öðrum stað i Danmörku og einnig f Osló og til þess að geta sýnt aftur í Danmörku eins og hún hafði lofað varð hún að fá lánuð listaverk eftir sig hjá dönskum fyrirtækjum og einstaklingum, en seinni sýningin var haldin f stórri verksmiðju i Lundbeck. Sólveig fékk mjög lofsamlega dóma f dönskum blöðum og var skrifað þar um hana sem al- þjóðlegan listamann með sér- stæðan stfl. Meðfylgjandi mynd birtist af listakonunni f danska dagblaðinu Politiken. + Þessi mynd var tekin f dóm- sal Vestmannaeyja þegar mál þýzka togarans Arcturus var tekið þar fyrir og dómur felld- ur. A myndinni eru frá vinstri: Kristján Torfason, bæjarfógeti f Vestmannaeyjum, sem kvað upp dóminn, Guðmundur Kjærnested skipherra á Ægi, sem tók vestur-þýzka togarann, og Angantýr Elfasson meðdóm- ari Kristjáns. Utvarp Reykfavík FIMMTUDAGUR 5. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kL 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl 7.30, 8.15 <og forustugr. dagbL ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunleikfimi kL 7.35 og 9.05. Morgunstund barnanna kL 9.15: Sigurður Grétar Guðmundsson les .JLitla sögu um litla kisu“ eftir Loft Guðmundsson (2). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lögmilliliða. Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Hjólmar Bárðarson sigl- ingamálastjóra um mat á björgunar- tækjum skipa. Sjómannalög kL 10.40. Popp kL 11.00: Gfsli Loftsson kynnir. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- fngar. 13.00 Á frfvaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óska- lög sjómanna. 14.30 Vettvangur, — 7. þáttur Sigmar B. Hauksson leitar svara við spurningunni: Hvernig bregðast börn við fráfalli ættingja og vina? 15.00 Miðdegistónleikar Emil Gilels, Jakob Zak, Daniel Sjafran og Sinfónfuhljómsveit rússneska út- varpsins flytja .Jíarnival dýranna“ eftir Saint-Saéns; Eliasberg st jórnar. Erick Friedman og Sinfónfuhljóm- sveitin f Chicago leika Introduction og Rondo Capriccioso eftir sama höfund; Walter Hendl stj. Charles Craig, Elizabeth Fretwell, Peter Glossop, Rita Hunter, Donald Mclntyre, Patricia Johnson, kór og hljómsveit flytja atriði úr óperunni ,41 Trovatore“ eftir Verdi; Michael Mooresstj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð- urfregnir). Tónleikar. 16.40 Barnatfmi: Krístfn Unnsteins- dóttir og Ragnhildur Helgadóttir stjórna Fjallað verður um Guðmund Thor- steinsson, sem þekktastur er undir nafninu Muggur. M.a. verður lesið úr „Dimmalimm“ flutt tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson, og Jóhannes úr Kötlum flytur kvæði sitt „Guðsbarna- ljóð“, (upplestur af plötu). 17.30 Framburðarkennsla f ensku 17.45 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Mæltmál Bjarní Einarsson flytur þáttinn. 19.45 Gestur í útvarpssal: Hanno Blaschke syngur fjögur lög úr lagaflokknum „Des Knaben Wunderhorn“ eftir Gustav Mahler. Guðrún Kristinsdóttir leikur á pfanó. 20.05 Flokkur fslenzkra leikrita; XI: „Fingraför á hálsi“, nýtt leikrit eftir Agnar Þórðarson Erlendur Jónsson flytur inngangsorð. Leikstjóri: Gfsli Alfreðsson. Helztu persónurog leikendur: Olga ...Anna Kristfn Arngrfmsdóttir Nanna North.......Þóra Friðriksdóttir Nói .........Þorsteinn ö. Stephensen Villi .............Erlingur Gfslason Ragnar ...............Pétur Einarsson Forstjóri ........Gunnar Eyjólfsson Deildarstjóri ........Ævar R. Kvaran Læknir ..............Klemens Jónsson Aðrir leikendur: Einar Sveinn Þórðar- son, Þórður Jón Þórðarson, Hákon Waage, Ingunn Jensdóttir, Þorgrfmur Einarsson, Guðjón Ingi Sigurðsson og Birna Sigurbjörnsdóttir. 21.20 St rengjakvartett f f-moll op. 95 eftir Beethoven Amadeus kvartettinn leikur. — Frá Beethoven hátfðinni f Bonn f september s.l. 21.40 „Fiskur í sjó, fugl úr beini“ Thor Vilhjálmsson rithöfundur les úr nýrri bóksinni. 22. Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „t verum“, sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar Gils Guð- mundsson les (10). 22.35 Frá alþjóðlegu kórakeppninni „Let the Peoples Sing“ — áttundi þáttur Guðmundur Gilsson kynnir. FÖSTUDAGUR 6. desember 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kL 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbL ), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kL 7.55. Morgunleikfimi kl. 7.35 og 9.05. Morgunstund barnanna kL 9.15: Sigurður Grétar Guðmundsson les ,4<itla sögu um litla kisu“ eftir Loft Guðmundsson (3). Tilkynningar kL 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Spjallað við bændur 10.05. „Hin gömlu kynni“ kl. 10.25: Sverrir Kjartansson sér um þátt með tónlist og frásögnum frá liðnum árum. Morguntónleikar kL 11.00: André Pepin, Raymond Leppard og Claude Viala leika Sónötu f F-dúr fyrir flautu, sembal og selló eftir Loeillet / Margot Guilleaume syngur þýzkar arfur eftir Hándel við undirleik kammersveitar / Lola Bo*-?sco og kammarsveitin I Heidelberg leika þætti úr Árstfðarkon- sertunum eftir VivaldL 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 13.00 Við vinnuna: Tónleíkar. 14.30 Miðdegissagan: (Jr endurminning- um Krústjeffs Sveinn Kristinsson byrjar lestur þýð- ingar sinnar. 15.00 Miðdegistónleikar Suisse Romande hljómsveitin leikur „Eldfuglinn", ballettsvftu eftir Stravinsky; Ernest Ansermet stj. 15.45 Lesin dagskrá næst viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Poppkomið 17.10 Utvarpssaga barnanna: „Hjalti kemur heim“ eftir Stefán Jónsson Gfsli Halldórsson les (18). 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.45 Þingsjá Umsjón: Kári Jónasson. 20.10 Kórsöngur Araesingakórinn f Reykjavík syngur lög eftir Araesinga; Þurfður Pálsdóttir stjórnar. Pfanóleikari: Jónfna Gfsla- dóttir. 20.30 Upplýsingaskylda fjölmiðla Páll Heiðar Jónsson stjórnar þætti f útvarpssal. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Húsnæðis og byggingarmál ólafur Jensson sér um þáttinn. 22.35 Bob Dylan ómar Valdimarsson les úr þýðingu sinni á ævisögu hans eftir Anthony Scaduto og kynnir hljómplötur; — sjötti þáttur. 23.20 Fréttir f stuttu máli. Dagskrárlok. Á shjánum O FÖSTUDAGUR 6. desember 1974 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.40 Eldfuglaeyjarnar Fræðslumyndaflokkur um dýralff og náttúrufar á Trinidad og fleiri eyjum f Vestur-Indfum. 3. þáttur af 6: KÓLIBRlFUGLAR Þýðandiog þulurGfsli Sigurkarlsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 21.10 Lögregluforinginn Þýskur sakamálamyndaflokkur. KULA ætluðkeller Þýðandi Auður Gestsdóttir. 22.05 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. Dagskrárlok um kl. 23.00 LAUGARDAGUR 7. desember 1974 16.30 Jóga til heilsubótar Bandarfsk mynd með leiðbeiningum f jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 16.55 f þróttir Knattspy rnukennsla. Þýðandi og þulur Ellert B. Schram. 17.05 Enska knattspyrnan 17.55 Blandað fþróttaefni Meðal annars mynd frá fimleikamóti f LaugardalshölL Umsjónarmaður ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrárkynning og auglýsingar 20.30 Læknir á lausum kili Bresk gamanmynd. UPTON SKIPTIR UM SKOÐUN Þýðandi Jón Thor Haraldsson. 20.55 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Gylfi Gfslason. 21.35 JulieAndrews Breskur skemmtiþáttur, þar sem Julie Andrews og fleiri taka lagið og flytja ýmis gamanmál. Þýðandi Heba Júlfusdóttir. 22.25 Hvflfk eiginkona (My Favorite Wife) Bandarfsk blómynd frá árinu 1940. Aðalhlutverk Cary Grant og Irene Dunne. Þýðandi Kristmann Eiðsson. Aðalpersóna myndarinnar er ekkill nokkur, sem misst hefur konu sfna í sjóslysi fyrir mörgum árum. en ætlar nú að ganga f hjónaband f annað sinn. En daginn eftir brúðkaupið birtist gestur, sem veldur mikilli ringulreið. 23.50 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.