Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 1
4. tbl. 62. árg. ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Þannig var umhorfs í kauphöllinni f Chicago kl. 1 mfnútu yfir tólf á miðnætti 31. des., er nýtt gullæði átti að hefjast í Bandarfkjunum. Reyndin hefur orðið önnur og áhugaleysi Bandarfkjamanna hefur orðið til þess að stórlækka gullverð. A hinni myndinni sézt bandarfsku uppboðshaldarinn George Jamieson lesa tilboð f gull á uppboði Bandaríkjastjórnar f gær. Verðágulli lækkar enn TILtíOÐ AÐEINS í HELMING MAGNSINSI WASHINGTON Washington 6. janúar. Reuter, NTB—AP. FLEST bendir til, að bandarfsk yfirvöld nái þvf takmarki sínu að lækka gullverð með þvf að bjóða til sölu á frjálsum markaði 2 milljónir gullúnsa. Er tilboð voru opnuð f Washington f dag, reyndist aðeins boðið f 956 þúsund únsur, eða tæpan helming alls magnsins. Tilboðin, sem voru 209 að tölu, hljóðuðu allt frá einum dollar fyrir únsuna upp f 188 dollara, sem var þó aðeins fyrir Iftið magn. Er talið að meðalverðið sé undir 160 doll- urum fyrir únsuna. Stærsta til- boðið kom frá v-þýzka Dresdner- bankanum f 402 þúsund únsur og 230 þúsund tonn af olíu í strönduðu risaskipi var verðið frá 155 dollurum í 174 dollara. The Republic National Bank of New York bauð frá 145 dollurum upp f 165 dollara f um 200 þúsund únsur og svissneskur banki bauð frá 160—173 dollara f 52 þúsund únsur, önnur tilboð voru miklu minni. Það hefur nú komið í ljós, sem fæstir bjuggust við, að almenn- ingur í Bandaríkjunum er lítið hrifinn af gulli sem fjárfestingu og hefur hinn litli áhugi þar í landi, frá þvi að gulleignarréttar- lögin tóku gildi 31. janúar sl. orðið til þess að verð á gulli hefur lækkað um 24—25 dollara per únsu á þeim tíma. Gullverð í London við lokun markaðarins í dag, sem var áður en uppboðið í Washington hófst, var 173 dollara fyrir únsuna, en var 198 dollarar um áramótin. Er gert ráð fyrir að verðið falli um 5—7 dollara, er opnað verður í fyrramálið. Singapore 6. janúar. Reuter. JAPANSKT risaolfuskip, Showa Maru, með 237 þúsund lestir af hráolfu strandaði rétt sunnan við Singapore í dag og runnu við það um 5000 lestir af olíu í sjóinn, sem myndaði um 4,6 km breiða olíubrák, sem hreyfðist f átt til beztu baðstranda Singapore. Mikil skelfing hefur gripið um sig meðal ráðamanna f Singapore vegna strandsins og tilhugsunarinnar um hvað gæti gerzt ef skipið brotnaði f sundur með svo gffurlegt olfumagn innanborðs. Hins vegar sagði skipstjóri skipsins, Masaru Harada að nafni, i simtali við dagblað í Singapore, að olian hefði aðeins runnið úr þremur tönkum og að lekinn hefði nú stöðvazt. Sagði skipstjórinn einnig, að engin hætta væri á að skipið brotnaði i sprengingu eða að hætta væri á að meiri olía færi i sjóinn. Yfirvöld og sérfræðingar eru „Islendingar tilbúnir,” segja Þjóðverjar — „Ekkert gerzt,” segja íslenzku ráðherramir Bonn, 6. janúar AP. RtJDIGER von Pachelbel, tals- maður v-þýzku stjórnarinnar, sagði á fundi með fréttamönnum f Bonn f dag, að v-þýzka stjórnin teldi nú, að rfkisstjórn Islands hefði sama áhuga og hún á að hefja á ný viðræður til að setja niður fiskveiðideilur landanna. Einar Agústsson, utanríkisráð- herra sagði í viðtali við Mbl. í gær, að ekkert hefði gerzt í milli rfkisstjórna Islands og Vestur- Þýzkalands, sem hvetti til þess að viðræður yrðu teknar upp að nýju í landhelgismálinu. Matthías Bjarnason, sjávarút- vegsráðherra, sagði, að sér væri ekki kunnugt um að neinar þreif- ingar hefðu farið fram á milli ríkisstjórnanna. Hins vegar sagði ráðherrann, að því væri ekki að leyna, að ýmsir menn væru oft og einatt að spyrjast fyrir um málið, en ekkert hefði farið fram á milli stjórnanna opinberlega í málinu. Kvað hann heldur ekkert útlit fyrir það enn. Talsmaðurinn sagði þetta, er hann hafði neitað að láta í ljós álit sitt á fregnum frá Islandi, um að íslenzka ríkisstjórnin undirbyggi útfærslu fiskveiðilögsöguna í 200 mílur á þessu ári. Sagði tals- maðurinn, að v-þýzka stjórnin hefði ekkert verið látin vita um þennan ásetning og því gæti hann ekkert um það sagt, auk þess sem V-Þjóðverjar álitu að hafréttar- ráðstefna S.þ. ætti að afgreiða slíkt mál. Von Puchelbel sagði stjórn V- Þýzkalands telja það jafnmikil- vægt og áður, að sem fyrst hæfust Framhald á bls. 35 hins vegar ekki jafn bjartsýn, einkum er á það er litið, að skipið liggur á strandstað með skutinn mun hærri upp úr sjó en stefnið. Oliubrákin var aðeins um 4,5 km frá ströndum Senatosaeyju, sem yfirvöld í Singapore hafa kostað gifurlegu fé til, til að gera það að nýtízku ferðamannastað. Þá hefur oliubrák einnig sézt um 20 km frá sa-strönd Singapore undan Katong. Yfirvöld i Singapore lýstu i kvöld yfir neyðarástandi á þessu svæði og hafa allir slökkviliðsbátar og skip frá olíufélögunum verið send á staðinn til að sprauta efnablöndu á brákina, til að gera tilraun til að sökkva henni, en hún er um 5 sm þykk. Showa Maru var á leið frá Persaflóa til Japans, er óhappið varð og liggur skipið nú á einni fjölförnustu siglingaleið heimsins við sa-enda Malaccasunds, sem er um 75 km breitt á þessum slóðum. Lægsta verðí 20 ár London 6. janúar. Reuter. VERÐBRÉFAMARK- AÐURINN í Lundúnum skráði í dag lægstu hlutabréfaverð á sl. 20 árum. Verðbréf lækkuðu mjög vegna orðróms um yfirvofandi gjaldþrot ýmissa fyrirtækja og versnandi horfur í efna- hagsmálum. Meðal- verðið á verðbréfaskrá Financial Times féll niður í 146,2 stig og hefur ekki verið lægri síðan í maí 1954. Vinstri spáð 20—30 sæta fylgisauknmgu á finuntudag Nýtt þing verður að taka afstöðu á ný til þinghelgissviptingar Glistrups Glistrup Kaupmannahöfn, 6. jan. Frá fréttaritara Mbl. Jörgen Harboe. SENN líður að lokum kosningabaráttunnar { Danmörku, þar sem gengið verður að kjörborði nk. fimmtudag. Kosningabaráttan hefur verið ( daufara lagi, kosningafundir fáir en þeim mun meira um ræðuhöld og umræður f útvarpi og sjónvarpi. A hinn bóginn benda skoðanakannanir til þess, að kosningarnar hafi í för með sér verulegar breytingar í dönskum stjórnmálum. Sú er skoðun margra, að sá stjórnmálaflokkur, sem stærstur hefur verið i Danmörku í meira en fjörutíu ár, Sósialdemókratar, verði að lúta í lægra haidi fyrir núverandi stjórnarflokki, Vinstri, sem telst frjálslyndur flokkur. Nýlega skýrði siðdegisblaðið BT frá reynslukosningum, sem það hafði gengizt fyrir á dönskum vinnustöðum, og þóttu úrslit þeirra renna stoðum undir þessa afstöðu. Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.