Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 4
 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Wjl II í11I llf’t -V MJA IAlt" 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 tel 14444 • 25555 mmim BlLALEIGA CAR RENTAL BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 B = ; FERÐABILAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. H. U TBOÐ S AMNINGAR Tilboðaöflun — samningagerð. Sóleyjargötu 17 — slmi 13583. SJO- OG LENSI- DJELUR saiaa ©ága,®® 'iádrh STURLAUGUR JÓNSSON & CO. Vesturgötu 16, Sími 13280. Alþýðublaðið snýr við blaði Þórarinn Þórarinsson, rit- stjóri Tímans, heldur áfram að fletta ofan af fyrri afstöðu Al- þýðubandalagsins gagnvart gegnislækkun, vísitöluskrúfu og málmblendiverksmiðju i blaði slnu sl. sunnudag. Þar segir m.a.: „Forkólfar Alþýðubandalags- ins eiga nú t.d. ekki nógu sterk orð til að fordæma gengisfell- inguna, sem gerð var á síðastl. sumri. Fyrir áramótin 1972 stóð Alþýðubandalagið að þeirri gengisfellingu, sem þá var gerð, og á síðastl. sumri var Alþýðubandalagið fylgjandi verulegri gengisfellingu, þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnar. Það stendur þannig ekki á Alþýðubandalaginu, að viðurkenna nauðsyn gengisfell- ingar, þegar það er f stjórn, þótt hljóðið sé allt annað í Þjóðviljanum, þegar það er utan stjórnar. Forkólfar Alþýðubandalags- ins látast nú mjög andstæðir sérhverri skerðingu á dýrtlðar- uppbótum samkvæmt vísitölu. Meðan þeir sátu f vinstri stjórn- inni, voru þeir hins vegar fylgj- andi ýmsum aðgerðum, sem gengu f þá átt, en ekki komust fram vegna andstöðu Björns Jónssonar. Á sfðasl. vori stóðu þeir svo að setningu bráða- birgðalaga, sem skerti verulega vfsitölubæturnar. Þegar rætt var um endurreisn vinstri stjórnarinnar f sumar, stóð ekki á þeim að fallast á að þessi kaupskerðing yrði a.m.k. fram- lengd f nokkra mánuði. Þannig mætti halda áfram að rekja þetta. Núverandi ríkis- stjórn hefur til þessa ekki beitt neinum öðrum úrræðum til að tryggja atvinnureksturinn og atvinnuöryggið en þeim, sem var beitt af vinstri stjórninni undir líkum kringumstæðum og Alþýðubandalagið var þá ekki aðeins fúst til að fallast á, heldur taldi réttmæt og sjálf- sögð. Þessa ábyrgu afstöðu, sem Alþýðubandalagið sýndi meðan það var í ríkisstjórn, ber yissu- lega að viðurkenna, en hún undirstrikar jafnframt þann al- gera snúning, sem orðinn er f málflutningi þess. En það er ekki aðeins í sam- bandi við efnahagsmálin, sem Alþýðubandalagið hefur snúið við blaðinu. Það má t.d. nefna mál eins og hina fyrirhuguðu málmblendisverksmiðju í Hvalfirði. Það mál var undirbú- ið af Magnúsi Kjartanssyni og hafði nær óskiptan stuðning þiugmanna Alþýðubandalags- ins méðan það tók þátt f ríkis- stjórn. Nú á Þjóðviljinn ekki nógu sterk orð til að lýsa and- stöðu við þetta fóstur Magnúsar Kjartanssonar." Efnahagskreppa Enginn getur lokað augum fyrir þeirri staðreynd, að kreppuvottur setti mark sitt á þróun atvinnu- og efnahags- mála vfða um hinn vestræna heim á sl. ári og að batamerki eru fá f sjónmáli á hinu nýbyrj- aða ári. Atvinnuieysi er nú víð- ast meira en verið hefur um árabil. Efnahagslff þjóðanna í dag er það samslungið, að óhjákvæmilegt er að þessi þró- un komi fram hérlendis með einum eða öðrum hætti, enda Islendingar háði verulegum innflutningi sem og verðþróun á útflutningsframleiðslu sinni á erlendum mörkuðum. Olfu- kreppan, þverrandi auðlindir heims og mikil fólksfjölgun er sá bakgrunnur, sem þessi kreppuvottur hefur, og útlitið er allt annað en björgulegt. Að sjálfsögðu veltur á rniklu hvern veg við verður brugðizt, ekki aðeins af fslenzkum stjórnvöldum, heldur af öllum almenningi. Hófsemi f kröfu- gerð, rekstrargrundvöllur fyrir atvinnuvegina, er fyrirbyggi at- vinnuleysi, sem og frekari nýt- ing innlendra orkugjafa, eru forsendur þess, að okkur takist að mæta vandanum, án veru- legrar lffskjaraskerðingar þjóðarinnar. Bjartsýni er þjóð sem Islend- ingum nauðsynleg. En hygg- indi og rétt mat á aðstæðum þurfa og til að koma. Við skul- um vona að sú svartsýni, sem speglast f orðum eins þing- manns Alþýðubandalagsins, Stefáns Jónssonar, er hann við- hafði um það bil þingmenn tóku sitt jólafrf, sé ekki raun sönn framtfðarmynd, aðeins tfmabært fhugunarefni. Þing- maðurinn hafði þetta að segja um framtfð iandsmanna: „Lffsgæðakapphlaupinu er að Ijúka vegna þess að gæðin, sem keppt var um, eru að þrjóta og við blasir ekki bein- línis skemmtikapphlaup, held- ur barátta um nauðþurftir, þar sem til verður að kosta miklu þreki til að þess að nýta gæði lands og lagar á sem ódýrastan hátt, og munu þurfa til að koma e.t.v. bæði fjallagrös og söl um það er lýkur til þess að brauð- fæða íbúa þessa lands.“ Verðbólgan veldur sársauka í bifreiðaiðnaði xt á 1 * á 1 ' O meðalstórri aerð oa veaa um 2 óseldir. Það hnfnr h Hvarvetna samdrattur 1 fram- leiðslu og uppsagnir starfsfólks 9 Olíukreppan og versnandi ástand efnahagsmála I heiminum hefur hvarvetna skapað vandamál fyn. bifreiSaiðnaSinn. Eftir framleiðslumet 1973, hefur þriðjungi starfsmanna bifreiðaverksmiðja I Detroit annað hvort verið sagt upp eða fengið vinnutíma sinn styttan. Fimm af sex verksmiðjum Chrysler var lokað i desember fram yfir nýár. 0 í Vestur Evrópu hefur meir en 300 þúsund starfsmanna bílaverksmiðja verið sagt upp eða þeir orðið að sætta sig við þriggja til fjögurra daga vinnuviku. Evrópskir bilaframleiðendur sitja nú uppi með 800 þúsund óseldar bifreiðir af árgerð 1974, sem samsvarar helmingi af allri bifreiða- framleiðslu Breta á liðnu ári. Framleiðendur eru svartsýnir á að bilasala aukist á þessu ári, og ef svo verður ekki, getur það haft alvarleg áhrif á atvinnulíf i Vestur-Evrópu, þar sem eitt að hverjum tiu heimilum á afkomu sina beint eða óbeint undir bifreiðaiðnaðinum. 0 Samdrátturinn í sölu nýrra bifreiða er mjög svipaður i Evrópu og i Bandarikjunum, þar sem hann er á milli 20 og 25% á meðan hann er aðeins um 10% i Japan. Forráðamenn hins ört vaxandi bifreiðaiðnaðar Japana hafa þó brugðist fljótt við og fjöldi manns hefur misst vinnu sina. 0 Astæðan fyrir þessu er fyrst og fremst hin vaxandi verðbólga. Kaupmáttur launa hefur minnkað um leið og lánsfjárskortur hefur aukist, eldsneyti hækkað og ekki sizt, framleiðslukostnaður hefur rokið upp úr öllu valdi. Frá ársbyrjun 1973 hefur verð á nýjum bilum því hækkað um 50% að meðaltali og ekki loku fyrir það skotið að svipuð hækkun verði þetta ár. Bandarikin bESSA dagana er hljótt yfir fimm af sex bilaverksmiðjum Chryslers i Bandarikjunum. Þeim var lokað i nóvemberlok fram yfir nýár og 70.000 af 86.700 starfsmönnum var sagt upp timabundið eða endanlega. En það er ekki aðeins Chrysler, hinn veikasti risanna þriggja, sem þjáist. General Motors varð að segja upp 65.000 starfsmönnum fyrir áramót eftir að Ijóst var að hagnaður á þriðja fjórðungi 1974 hafði lækkað um 94%. Vöruðu yfirmenn fyrirtækisins jafnframt við þvi að fleiri kynnu að missa vinnuna á nýja árinu. Einnig Ford hefur orðið að fækka mjög starfsfólki, þrátt fyrir góða sölu smábíla í olíukreppunni i byrjun siðasta árs. Samtals hafa um 200.000 eða þriðjungur starfsmanna bifreiða- verksmiðja i Detroit fengið að kenna á einn eða annan hátt á erfiðleikum iðnaðarins. Árið 1973 voru framleiddir í Detroit 11,4 milljónir blla sem er meira en nokkru sinni fyrr, en nú stendur borgin frammi fyrir mestu sölu- minnkun á þessari helztu fram- leiðsluvöru sinni, síðastliðin 15 ár. Tölur, sem birtar voru fyrir þrem vikum siðan, sýna að i nóvember siðasta árs féll bilasala um 35% miðað við sama mánuð árið áður og ekkert bendir til að bilasala ársins 1974 hafi orðið meiri en 8,9 milljónir bila, sem er 22% minna en áriðáður. Um mitt sl. sumar höfðu minni gerðir bila náð 50% af bandaríska markaðnum. Ford, GM og Chrysler litu þvi svo á að breyting hefði orðið á smekk hins banda- riska borgara og voru í óða önn að breyta verksmiðjum sínum frá þvi að smiða stóra bila til að framleiða litla. Daufar viðtökur almennings á nýju módelunum (8 af hverjum 10 voru litlir bilar) þegar þau komu i sýningarglugga í septem- ber, komu þess vegna á óvart. Þær eru þó á engan hátt óskiljan- legar. Meðal annars vegna afnáms verðstöðvunar stjórnar Nixons urðu nýju árgerðirnar mun dýrari en þær, sem þær komu i staðinn fyrir. Sem dæmi má nefna að Ford bilar hækkuðu að meðaltali um 900 dali. Meira að segja smábill eins og Ford Pinto, sem litið hefur breytzt frá því að hann kom fyrst á markað hefur hækkað um 1000 dali frá árinu 1970. Um leið og orðrómur komst á kreik í ágúst um þessar hækkanir dreif fólk sig í að kaupa alla bila af árgerð 1974. sem fáanlegir voru. Ágúst, sem venjulega er daufur mánuður i sölu nýrra bila, varð þess vegna bezti sölumánuður ársins. Þegar svo nýju árgerðirnar komu var eft- irspurnin mettuð. Af meginástæðum, sem gefnar hafa verið fyrir minnkandi eftir- spurn, eins og hækkandi verði, minni kaupgetu almennings og hærra verði á bensini (það hefur hækkað um 100% frá þvi að oliu- sölubanninu var aflétt), virðist sú siðastnefnda skipta minnstu máli, ef dæma má eftir siðustu tölum. Þær sýna að sala á smábilum hef- ur dottið niður og að ást Amerikana á drekunum hefur vaknað á ný. I Cadillac- verksmiðjunum I Detroit hafa starfsmenn orðið að vinna eftir- vinnu og samkvæmt Ward's Auto- motive Report eru fimm bezt seldu bilarnir af stærstu eða meðalstórri gerð og vega um 2 tonn. Þetta hefur vakið vonir hinna stóru þriggja bilaframleiðenda, sér í lagi Chryslers. sem á I mestum erfiðleikum, en jafnvel þó að þessi þróun haldi áfram þá leysir hún ekki hin brýnu vandamál dagsins í dag. Vestur-Þýzkaland Siðasta ár var likast martröð fyrir vestur-þýzka bif reiðaiðnað- inn, sem undanfarin ár hefur verið driffjöður i vestur-þýzku efnahags- lifi Sölur minnkuðu samtals um 20% frá 1973. Aðeins Volks- wagenwerk AG mun að líkindum tapa allt að 18 milljörðum kr. í örvæntingarfullum tilraunum til að laga framleiðslumagn að eftirspurn hefur fyrirtækið á sið- asta ári margsinnis þurft að segja timabundið upp 50.000 starfs- mönnum og 10.000 hefur verið sagt upp endanlega. Framleiðsla Bayerische Motoren Werke AG — BMW _________ hefur dregist saman um 10% á meðan sala á Audi hefur minnkað um 30%. Dótturfyrirtæki General Motors, Opel, hefur þurft í hverjum mánuði sfðasta árs að segja starfs- mönnum upp timabundið. í haust var framleiðslan 38% minni en árið áður. Þýzka Ford fyrirtækið. mun i þessum mánuði hefja greiðslur til 10% starfsmanna sinna í þvi skyni að fá þá til að segja upp af fúsum viija. Mun framleiðsla Ford á siðasta ári hafa minnkað um 40%. Eina undantekningin er Daimler-Benz. Framleiðslan á Mercedes Benz hefur heldur aukist á liðnu ári. Telja sumir að velgengni fyrirtækisins stafi af einhverju leyti af því að stjórn Kuwait keypti nýlega 14% hluta- bréfa þess. Ítalía Á ítaliu er ástandið einna verst. Fiat, stærsta einkafyrirtækið á Ítalíu, situr nú uppi með 300.000 óselda bila. Starfsmenn Fiat og dótturfyrirtækisins Lancia sem þegar voru farnir að vinna aðeins þrjá daga vikunnar féllust á að leggja niður vinnu i 25 daga í desember og samþykktu aðra lokun i vor með þvf skilyrði að vinnuvikan yrði lengd og að þeim yrði tryggt atvinnuöryggi allt þetta ár. Sölur á Fiat bílum hafa dregist saman um 50% heima fyrir og 20% erlendis, þó að sala i Banda- ríkjunum hafi aukist eitthvað. Svipaða sögu er af ríkisfyrir- tækinu Alfa-Romeo að segja. Þó að fyrirtækið hafi getu til að fram- leiða 400.000 bila á ári, voru aðeins 204.000 bilar smiðaðir sið- asta ár og þar af eru 40.000 óseldir. Það hefur hjálpað fyrir- tækinu að útflutningur hefur aukist og starfsmenn munu senn taka 40 daga aukafrí, og á það að geta minnkað lagerinn um helming. Svíþjóð og Spánn. Sviunum Volvo og SAAB hefur gengið betur en flestum evrópskum keppinautum þeirra og er þar fyrst og fremst góðæri í sænsku efnahagslífi að þakka. Heldur fór þó að draga úr sölu á heimamarkaði um miðjan desem- ber vegna hækkunar á virðisauka- skatti. Stærsti bifreiðaf ramleiðandi Spánar, SEAT, á I miklum erfið- leikum og situr uppi með mikinn fjölda óseldra bila. Erfiðleikar á vinnumarkaðnum hafa valdið þvi að fyrirtækið á bágt með að auka hagkvæmni með uppsögnum eða styttingu vinnutima. Frakkland Franskir bif reiðasmiðir fengu frestað vandanum fram á sumar með þvi að auka hlutfall sparneyt- inna smábíla í framleiðslunni og að auka áhersluna á útflutning til Afríku, Miðausturlanda og Amerikurikja. Heildarsala Peugeot féll því um 11,5% fyrstu níu mán- uði 1974, en útflutningur jókst um 6%. Renault jók hins vegar heildarframleiðslu sina og sölu á sama tímabili. i nóvember féll sala á frönskum bilum hins vegar um næstum 40% miðað við sama mánuð árið áður. Renault, Peugeot, Citroen og Chrysler hafa þvi uppi áætlanir um að segja upp starfsfólki. Þriðji stærsti framleiðandinn, Citroen, varð verst úti. 3. desem- ber sl. tilkynnti franska stjórnin að hún ætlaði að lána fyrirtækinu tæplega 24 milljarða kr. og jafn- framt að endurskipuleggja bif- reiðaiðnaðinn. Lánið á að gera Citroen kleift að greiða upp skuld- ir sinar, en síðan mun næst stærsti framleiðandinn, Peugeot, taka við stjórn þess. taka viö stiö Bretlana Brezkir bilaframleiðendur eru í erfiðri en þó ekki vonlausri stöðu. Verkföll drógu úr framleiðslunni, jafnvel meir en 1973, sem þó var eitt versta verkfallsár i sögu bif- reiðaiðnaðarins þar i landi. Út- koman varð sú að bilaverksmiðjur eiga i erfiðleikum með að mæta eftirspurninni, sem þó hefur snar- minnkað. Fram til þessa hefur aðeins 2.400 skrifstofumönnum verið sagt upp hjá Ford og Chrysler, en British Leyland og Vauxhall hafa haldið óbreyttum starfsmanna- fjölda. Það sem veldur fyrir- tækjunum mestum erfiðleikum er hin mikla minnkun á framleiðslu- magni, sem var vegna verk- Framhald á bls. 33

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.