Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975 O/ICBÖK 1 dag er þriðjudagurinn 7. janúar, 7. dagur ársins 1975. Árdegisflóð f Reykjavfk er kl. 02.01, síðdegisflóð kl. 14.33. Sólarupprás f Reykjavfk er kl. 11.12, sólarlag kl. 15.57. Á Akureyri er sólarupprás kl. 11.22, sólarlag kl. 15.16. (Heimild: Islandsalmankið). Rót mín er opin fyrir vatninu og döggin hefir náttstað á greinum mfnum. Heiður minn er æ nýr hjá mér og bogi minn yngist upp í hendi minni. (Jobsbók 29.19—20). 30. nóvember gaf séra Þorberg- ur Kristjánsson saman í hjóna- band í Kópavogskirkju Önnu Einarsdóttur og Gfsla Antonsson. Heimili þeirra verður að Goð- heimum 24, Reykjavík. (Ljós- myndast. Gunnars Ingimarss.). 30. nóvember gaf séra Garðar Svavarsson saman í hjónaband i Laugarneskirkju Höllu Helgu Hallgrfmsdóttur og Sæþór Jóns- son. Heimili þeirra verður að Dvergabakka 6, Reykjavík. (Ljós- myndast. Gunnars Ingimarss.) 30. nóvember gar séra Ólafur Skúlason saman i hjónaband i Bústaðakirkju Önnu Helgadóttur og Snæbjörn Stefánsson. Heimili þeirra verður að Hjallavegi 6, Reykjavík. (Ljósmyndast. Gunn- ars Ingimarss.). |KRDSSGÁTA Ti-Hil- 3ESE 23. nóvember gaf séra Bjarni Sigurðsson saman i Arbæjar- kirkju Lilju Guðmundsdóttur og Gunnar Ölsen. Heimili þeirra verður að Nýbýlavegi 24 D, Kópa- vogi. (Ljósmyndast. Gunnars Ingimarss.) | SÖFINIIIM Bókasafnið f Norræna húsinu er opið kl. 14—19, mánud. — föstud., en kl. 14.00—17.00 laugard. og sunnud. Landsbókasafnið er opið kl. 9—7 mánudaga — föstud. Laugard. 9—12. Borgarbókasafnið: Aðalsafnið er opið mánud. — föstud. kl. 9—22, laugard. kl. 9—18. Bústaðaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Hofsvallaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 16—19. Sólheimaútibú er opið mánud. — föstud. kl. 14—21. Ameriska bókasafnið, Ncshaga 16, er opið kl. 1—7 alla virka daga. Arbæjarsafn er opið alla daga nema mánudaga milli kl. 1 og 6. (Leið 10 frá Hlemmi). Asgrfmssafn Bergstaðastræti 74, er opið alla daga nema laugardaga kl. 13.30 — 16.00. Aðgangur er ókeypis. Islenzka dýrasafnið er opið kl. 13—18 alla daga. Listasafn Einars Jónssonar er opið daglega kl. 13.30—16. Listasafn lslands er opið kl. 13.30—16 sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. Náttúrugripasafnið, Hverfis- götu 115, er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. 13.30—16 aila daga. Sædýrasafnið er opið alla daga ki. 10—17. Þjóðminjasafnið er opið kl. 13.30—16 alla daga. FRÉTTIR Kvenfélag Keflavíkur heldur fund í kvöld kl. 9 í Tjarnalundi. Gestur fundarins verður Gunnar Biering læknir. Kvenfélagið Seltjörn heldur fund annað kvöld, 8. janúar, í félagsheimilinu. Gestur fundar- ins verður Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri í Tryggingastofnun ríkisins. Fundurinn hefst kl. 20.30. Kvenfélagið Aldan heldur fund að Bárugötu 11 annað kvöld, 8. janúar, og hefst hann kl. 20.30. Spiluð verður félagsvist. HALLGRlMSKJRKJU ást er. . . . . . að koma fram við hann eins og þú vilt að hann komi fram við þig Lárétt: 1. hetjur 6. ómarga 8. hlaðar 11. ílát 12. ágóða 13. end- ing 15. þessi 16. mak 18. málms Lóðrétt: 2. mjög 3. reik 4. Kvennafn 5. bónina 7. erfiðs 9. vökvi 10. tímabils 14. hás 16. belju 17. tönn. Lausn á síðustu krossgátu Lárétt: 1. happ 6. ára 8. æs 10. Olga 12. skaflar 14. tóra 15. PM 16. IÐ 17. ráðinu Lóðrétt: 2. AA 3. prófaði 4. Páll 5. læstur 7. garma 9. skó 11. gap 13. árið 12. tbl. Frjálsrar verzlunar er helgað ísrael, en fulltrúar blaðs- ins voru þar fyrir nokkru og kynntust þá ýmsum þáttum í lífi fólksins í þessu landi, sem svo oft er efst á baugi í heimsfréttunum. Birt er viðtal við sendiherra ísraels á Islandi, Moshe Leshem, sagt frá ferðamennsku í Landinu helga, helgum stöðum kristinna manna, ferðalagi um hernumdu svæðin, sem áður voru undir yfir- ráðum Jórdaniu og Sýrlands. Jólablað Sjómannablaðsins Víkings hefurað geymafjölbreytt efni. Þar er birt kvæðið „Hafið söng um Færeyjar“ eftir H.A. Djurhuus í þýðingu Gils Guðmundssonar. Þá segir frá heimsókn til Hirtshals í Dan- mörku en þár landa Islendingar iðulega. Þá er í blaðinu grein um segl- skip, Halldór Halldórsson greinir frá áformum um samantekt skip- stjóra- og stýrimannatals, viðtal er við Kristján Aðalsteinsson fyrrv. skipstjóra á Gullfossi, sr. Gísli Brynjólfsson prófastur skrif- ar grein, sem nefnist „Gangan í verið“, en auk þess er I blaðinu mikið af öðru efni, bæði til skemmtunar og fróðleiks. For- síðumynd er af málverki Jónasar Guðmundssonar, en það nefnist „Jól í höfn.“ Jónas á einnig ljóð i blaðinu, „Ellefu alda byggð“, en hann ritstýrir Vikingi, ásamt Guðmundi Jenssyni. Svölurnar Félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja heldur fund að Haga- mel 6 kl. 20.30 f kvöld. KRISTNIBOÐSSAMBANDIÐ Gírónúmer 6 5 1 O O Nokkuð hefur dregizt að vinningur f Landshappdrætti Rauða kross Islands væri sótt- ur. Nú hefur eigandi vinnings- miðans, Hörður Ólafsson, Njálsgötu 71, R., gefið sig fram og veitt vinningnum, Bronco bifreið og húsvagni, viðtöku. Hörður Ólafsson er öryrki, hefur lengi átt við vanheilsu að stríða en vinnur nú að Múlalundi. Gerir vinningur þessi honum kleift að endur- bæta íbúð sína eða fá sér nýja. Myndin sýnir þegar fram- kvæmdastjóri Rauða kross Is- lands afhendir Herði vinning- inn sem sést f baksýn. (Fréttatilkynning frá RKI.) "Jól i höfn" Málvfrh: Jónas Guómundsson. Sjómannablaðið VÍKINGUR % 1 ' v | í f 10. - 12. tbl. 1974. 1 > O SkráC frá Eining GENGISSKRÁNING Nr. 2-6. janúar 1975. Kl, 13, 00 Kaup Sala 30/12 1974 I Bandaríkjadollar 118, 30 118,70 6/1 1975 1 Stcrlingspund 278, 00 279, 20 * 3/1 - 1 Kanadadollar 119, 30 119, 80 6/1 - 100 Danskar krónur 2091, 10 2099,90 * - - 100 Norskar krónur 2292,80 2302, 50 * - - 100 Sænskar krónur 2928, 80 2941,20 * - - 100 Finnsk mörk 3334, 75 3348,85 * - - 100 Franskir frankar 2682,20 2693, 50 « - - 100 Belg. írankar 329, 50 330,90 * - 100 Svissn. frankar 4699,40 4719, 30 « - - 100 Gvllini 4773, 90 4794, 10 * - - 100 V. -Þvzk mörk 4952,90 4973, 80 * - - 100 Lírur 18, 36 18,44 * - - 100 Austurr. Sch. 699,90 702,90 * - - 100 Escudos 483,70 485,70 * - - 100 Pesetar 211, 05 211,95 * 3/1 - 100 Yen 39, 32 39,49 2/9 1974 100 Reikningskrónur- Vöruskiptalönd 99, 86 100v 14 30/12 “ 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 118,30 118, 70 * Breyting frá sfCustu skráningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.