Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
7
ZAIRE —
afrískt
„Bismarck og Machiavelli í
einni og sömu persónu". Þann-
ig hefur forseta Zaires, Mobuto,
verið lýst, en hann hefur með
grimmd og lagni skapað sitt
afríska risaveldi (áður belgíska
Kongo) úr ringulreið og stjórn-
leysi, þannig að það er nú eftir-
sótt land til fjárfestingar í aug-
um vestrænna auðjöfra.
Mestum hluta ríkisteknanna
eyðir milljarðamæringurinn f
hirð sína. „Matabiche" (mútur)
halda kerfinu við lýði.
En hinn fyrrverandi liðþjálfi,
Mobuto, hefur sannarlega
breytt landsvæði í ríki. Land-
svæði, sem bæði að lengd og
breidd nær frá Helsingfors til
Rómaborgar, og þar sem töluð
eru um 250 tungumál. Enginn
hinna afrísku starfsbræðra
hans hefur náð slíkum árangri.
Þar sem i Zaire er að finna
ómælanlegar auðlindir, laðar
landið til sín fjármagn hvaðan-
æva úr heiminum þrátt fyrir
spillingu og vafasamt réttar-
öryggi.
„Mobuto stjórnar þjóðinni
eins og einn af ræningja-
riddurum miðalda og íbúana
meðhöndlar hann sem ánauð-
uga,“ segir belgískur kaup-
sýslumaður, sem missti útflutn-
ingsfyrirtæki sitt af völdum
Mobutos.
Fyrsti forsætisráðherra
Kongo-ríkisins, Patrice
Lumumba, skipaði Mobuto her-
ráðsforingja á fyrstu dögum
lýðveldisins. Þegar stjarna
Lumumba tók að dala, gekk
hann í lið með keppinauti hans,
Joseph Kasavobu. Arið 1965
setti hann hina borgaralegu
stjórn frá og tók sjálfur völdin.
Vægðarlaust en um leið með
óvenjulegum hyggindum tók
hann til við að koma fastri
skipan á í ríkinu. Hann lokkaði
til sin gamla samherja, sem
snúizt höfðu gegn honum og
flúið land og lét hengja þá opin-
berlega. Sérhvern vott um mót-
spyrnu barði hann niður. Þegar
vart varð nokkurrar andspyrnu
við háskólann i Kinshasa, lok-
aði hann skólanum tafarlaust
og sendi stúdentana i herinn.
Liðsmenn í úrvalssveitir fali-
hlifarhermanna eru sóttir til
heimabyggðar hans, Equatour.
Valdaaðili númer tvö er eining-
arflokkurinn MPR (Þjóðbylt-
ingarhreyfingin), sem hver
Saire-búi verður félagi i við
fæðingu. Æðstu stöður í hern-
um, flokknum og ríkisstjórn-
inni fékk Mobuto í hendur vin-
um sínum og ættmennum. Allir
þræðir þessa þéttriðna valda-
og eftirlitsnets safnast saman í
Nagaliema-höllinni á hæð, sem
fyrrum hét Mont Stanley.
„Faðir föðurlandsins sér allt,
heyrir allt, veit allt,“ segir
sannfærður þulur í Zaire-
útvarpinu. Og þetta á ekki ein-
ungis við um ibúa landsins,
enda líta erlendir sendimenn á
starf sitt í Zaire sem þolraun.
Kinshasa er sennilega dýr-
asta, óhollasta, óöruggasta og
spilltasta höfuðborg i heimi.
Verðbólgan nemur nú um 25%.
Eftir að myrkrið er skollið á,
ríkir óöld í borginni. Evrópu-
búar fara ekki úr húsi án fylgd-
ar. A leiðunum úr borginni
sitja ræningjaflokkar vopnaðir
hnífum og fleiru fyrir vegfar-
endum. Innbrotsþjófar og bíl-
þjófar þræða íbúðahverfin.
Herinn og lögreglan beita fyrir
sig sérþjálfuðum sveitum, sem
mynda öryggisbelti i marga
hringi kringum borgina að
nóttu. En þessar sveitir eru oft i
samkeppni við óaldarflokkana.
eins
flokks
ríki
MOBUTO.
Þær innheimta vegagjöld með
skammbyssum eða dæma menn
í sektir fyrir umferðarbrot, sem
ekki eru nánar skilgreind.
Við komuna til hins alþjóð-
lega flugvallar, Ndjili, ná-
lægt Kinshasa, og við brottför
þaðan verða farþegarnir að
fara i gegnum mörg „mútu-
hlið“, þar sem krafizt er ímynd-
aðra afgreiðslugjalda, auka-
þóknana og tolla. Kvartanir eru
að jafnaði gagnslausar, þvi að
þeir sem um þær fjalla fá oft
hlut af þeim tekjum, sem mútu-
kerfið gefur af sér. Þeim einum
er refsað, sem ætluðu að stela
utan við kerfið.
Mobuto, forseti, stillti út til
sýnis 49 ræningjum og þjófum í
mai sl. á iþróttaleikvanginum í
Kinshasa við ágætar undirtekt-
ir áhorfenda. Þeir voru allir
dæmdir til dauða. 20 þeirra
voru liflátnir, en hinum tókst
að sleppa — fyrir mútur.
Sjálfur er Mobuto orðinn
vellauðugur maður. Hagfræð-
ingar í Bandaríkjunum áætla,
að eignir hans nemi mörgum
milljörðum þýzkra marka.
Hann hefur bankareikninga í
öllum helztu iðnaðarríkjum, á
stórhýsi í Senegal, á Fílabeins-
ströndinni og i Bandarikjunum
og 30 herbergja herrasetur við
Lausanne í Sviss.
Á ferðum sínum hefur forset-
inn ávallt fjölmennt og frítt
föruneyti og þar á meðal er
einkagjaldkeri hans, sem held-
ur á svartri leðurtösku með
búntum af 1000 marka seðlum
og 100 dollara seðlum — sem
skiptimynt. Þegar hann ferðast
um hina ýmsu hluta síns eigin
lands, sjá hálaunaðir áróðurs-
menn um það, að mikill fögnuð-
ur ríki á viðkomandi stöðum.
Takist þeim sérlega vel, fá þeir
að launum nýjan fólksvagn eða
Mercedes Benz. En Mobuto
heitir hinum fagnandi mann-
fjölda, að hann muni láta mal-
bika aðalgötu bæjarins eða
byggja sjúkrahús — á sinn eig-
in kostnað.
París færir sér í nyt hina
andsnúnu afstöðu til Belga
annars vegar og frönskukunn-
áttu landsmanna hins vegar.
Franska stjórnin leggur mikið
af mörkum til viðhalds frönsk-
unni í landinu. Nálægt höfuð-
borginni eru franskir sérfræð-
ingar að byggja nýtízkulegustu
útvarps- og sjónvarpsstöð í
Afríku, „Cité de la Voix de
Zaire“, sem áætlað er að kosti
165 milljónir þýzkra marka. En
í staðinn valdi Zaire franska
Secam-litsjónvarpskerfið.
Sambúð Zaires og Banda-
ríkjanna hefur farið versnandi
að undanförnu. Andkommún-
istinn Mobuto fer sínu fram,
CIA fær lítið að gert, og flug-
vélar „Air America“, sem áður
flugu hindrunarlaust yfir
landið, eru nú horfnar.
Mobuto hefur valið sér stöðu
milli stórveldanna. I fyrra var
tekið á móti honum í Peking
með mikilli viðhöfn, og hann er
væntanlegur til Moskvu á næst-
unni. Hann telur forseta Libyu,
Gaddafi, meðal vina sinna, en
hefur ráðið ísraelska sérfræð-
inga til hersins og leyndiþjón-
ustunnar. Málmbræðsluofnarn-
ir í Shaba eru kyntir með kol-
um frá Rhodesíu. I stórverzlun-
um í Kinshasa má sjá capevín
og sultutau frá Suður-Afríku.
Þrátt fyrir allt er Mobuto
ekki óvelkominn lengur til höf-
uðborga í Afríku, sem hafa á
sér vinstra snið. Jafnvel hið
marxistíska riki, Kongo, hand-
an Zaire-fljóts hefur samið frið
við „slátrara lýðræðisins“.
„Hann er Machiavelli og
Bismarek í einni og sömu per-
sónu,“ segir tímaritið „Africa.“
Vegna hinnar margslungnu
stefnu sinnar tekst Mobuto
stöðugt að laða meira fjármagn
til Zaire þrátt fyrir gífurlega
áhættu. Alþjóðleg samsteypa er
að byggja stærstu vatnsafls-
virkjun í heimi við Zaire-
fljótið. Hún á að sjá iðnaðar-
borgunum Shaba og Kinsan-
gani (Stanleyville) fyrir raf-
magni. Oliurisarnir berjast um
réttindi í Zaire. Shell og Texaco
hafa fengið til umráða land-
svæði, sem er tvisvar sinnum
stærra en Vestur-Þýzkaland. í
útjaðri Kinshasa eru Italir að
byggja járn- og stálverksmiðju.
Þróunaraðstoð Vestur-
Þýzkalands beinist að þvi að
bæta samgöngukerfið, sem er
mjög vanþróað. Auk þess eru
þýzkir sérfræðingar að bora eft-
ir gasi i Kivuvatni, ala upp
nautgripi á tilraunastöðvum
fyrir landbúnaðinn, rækta
fyrsta flokks bruggunarbygg
fyrir hina ölglöðu Zairebúa og
mennta gatnagerðarfræðinga
og blaðamenn. (Þess má geta,
að þróunaraðstoð Norðmanna
við Zaire nam 1.9 millj. N.kr.
árið 1973 eða rúml. 40 millj. ísl.
kr.)
Hinum efnahagslegu fram-
förum á að fylgja eftir með
menningarbaráttu i þvi skyni
að vekja þjóðina til meðvitund-
ar um eigið gildi. Fyrir nokkru
voru hárkollur bannaðar sem
og fornöfn með vestrænum
blæ. Helztu tungumál landsins,
Lingala, Kisuaheli og Kinkongo
munu njóta sérréttinda, og hið
kristna jólahald hefur þegar
verið afnumið.
Mobuto hefur útskýrt það
fyrir hinum almenna borgara,
að nauðsyn beri til að hætta að
dýrka hin vestrænu verðmæti.
Hin hefðbundnu verðmæti
zairskra þjóðhátta, þjóðsagna
og þjóðlaga eigi að hafa i háveg-
um. „Við erum stoltir yfir hin-
um digru bakhlutum kvenna
vorra,“ er eitt frægasta við-
lagið.
Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðgreiðsla. NÓATÚN27 Simi 25891. Bólstrun Tek bólstruð húsgögn i klæðn- ingu. Fast verðtilboð ef óskað er. Bólstv. Bjarna Guðmundssonar, Laugarnesvegi 52, simi 32023.
Trjáklippingar Sel húsdýraáburð og mold. Þórarinn Ingi Jónsson, simi 74870. Til leigu frá 15. janúar nk. 6 herbergja ibúð i nýju fjölbýlishúsi i vestur- bænum. Tilboð er greinir fjöl- skyldustærð, markt: 7099 sendist Mbl. fyrir 9. janúar nk.
Milliveggjaplötur vorar eru nú aftur fyrir- liggjandi.Athugið að nákvæmni i stærð og þykkt sparar pússningu. Steypustöðin hf., simi 33603. Skattframtöl Önnumst hvers kyns framtöl og reikningsskil. Magnús Sigurðsson lögfræðingur Þórir Ólafsson hagfræðingur Skrifst. Öldugötu 25 s. 23017 og 13440.
Er vaskurinn stíflaður? Tek stilfur úr handlaugum, baðkör- um, eldhúsvöskum og niðurföll- um. Baldur Kristiansen, pipulagningameistari. Sími 19131. Svört læða með hálsband með áföstu hytki, sem í er skrifað heimilisfang, tap- aðist 30. desember. Finnandi er vinsamlega beðinn að gera viðvart að Lindargötu 50, sími 28090 (Fundarlaun).
Trésmiðir — Trésmiðjur Inngreyptir þéttilistar á opnanlega glugga og hurðir. Sölustaðir: Verzlunin Brynja, Laugavegi 29 GLUGGASMIÐJAN, Siðumúla 20. JRargunþlatiU) nucLvsmcnR ^r^22480
Keramiknámskeið
Keramiknámskeiðin hefjast í þessari viku.
Keramikhúsið h.f.,
Sími 51301, Hafnarfirði.
HEKLAH.F.
LAUGAVEGI 1 70—172 — SÍMI 21240.
GOODfYEAR
ÖRYGGI
í VETRARAKSTRI
Felgum og affelgum, á meðan
þér bíðið, í rúmgóðu húsnæði.
Ymsar stærðir fyrirliggjandi — Hagstæð verð —
HJOLBARÐA-
ÞJONUSTAN
Laugavegi 172 — sími 21245.