Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
Verzlanir
með
listiðnað
Sýrubrendir glervasar frá Múranó, Feneyjum.
LOFA skal þaó, sem vel og
smekklega er gert og i þessum
pistli vil ég benda á ýmislegt,
sem til framfara gæti horft í
verzlunum meö listhannaða
vöru. Ég tek að þessu sinni
aðallega tvær verzlanir fyrir,
en það eru Kúnígúnd í Hafnar-
stræti og nýopnuð verzlun á
listhönnuðum glervörum, aðal-
lega frá Múranó í Feneyjum, að
Skólavörðustíg 6. — Fyrir
nokkrum árum skrífaði ég pist-
il í syrpu varðandi Heimilis-
iðnaðarbúðina í Hafnarstræti,
sem mér þótti til mikillar fyrir-
myndar og þykir enn, sem ég
undirstrika og tel því ekki
ástæðu til að endurtaka hér
þótt verzlunin sé af sama
flokki.
Ekki er ýkjalangt síðan slíkar
verzlanir tóku að skila arði, þ.e.
verzlanir sem vilja eingöngu
vera með listræna vöru á boð-
stólunum.þjóðlegar sem alþjóð-
legar. — Ágæt tilraun til að
sameina myndlist og hönnun
var „Sýningarsalurinn“ sálugi
á horni Hverfisgötu og Ingólfs-
strætis, en tilraunin var því
miður fyrirfram dæmd til að
mistakast þar eð fólk kunni
ekki að meta slíka nýjung á
þeim tíma og rekstrarfé skorti.
Menn sem leggja út í slíka
starfsemi geta búizt við að tapa
verulegu fé áður en árangur
næst, en eftir það er hagnaður-
inn hinsvegar varanlegur og
óháður hvers konar sveiflum og
tízkufyrirbærum, en mikill
gróðavegur verða slíkar verzl-
anir sjaldnast. Hinsvegar er
ánægjan af að miðla góðri og
menningarlegri vöru atriði,
sem ekki má yfirsjást og
margra peninga virði,
Islendingar, sem selja úr
List og hðnnun
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
landi frábærar gæðavörur og fá
þær greiddar i formi vöru-
skipta, mega vera kröfuharðari
um þá vöru sem þeir fá í stað-
inn. Enginn talar um gæðamat
á innfluttum varningi þó að
fulltrúar þeirra þjóða, sem
kaupa af okkur, heimti hæstu
gæðaflokka og láti ósjaldan í
staðinn lélegan iðnvarning. Við
þurfum að koma í veg fyrir
slíkt, því að þetta eru óheil-,
brigð skipti og gjaldeyririnn
okkur dýrmætur.
Verzlunin Kúnigúnd var í
upphafi sameign nokkurra
áhugamanna og kvenna um
innlendan listiðnað og var þá til
húsa á Skólavörðustígnum, en
nú mun Haukur Dór Sturluson
leirkerasmiður m.m. vera aðal-
eigandi. Aðallega er þar á boð-
stólum verk Hauks Dórs, en
hann er vafalítið sérstæðasti
íslenzki leikkerasmiðurinn um
þessar mundir. Verk hans nálg-
ast ósjaldan skúlptúr í formi en
slík skúlptúrkeramík getur ver-
ið mjög skemmtileg og nautn
fyrir augað. Auk annars í verzl-
uninni má nefna athyglisverða
leðurvinnu, vefnað, kertastjaka
úr járni, og Keramikvörur eftir
Tove Kjarval/Lökken. Verzlun-
inni er mjög vel og snyrtilega
fyrir komið, og er þannig að
öllu leyti til fyrirmyndar hvað
auglýsingu á íslenzkri hönnun
snertir.
— Það er Helgi Einarsson,
sem áður var velþekktur hús-
gagnasmiður og einstakur
smekkmaður á því sviði, sem
stendur hér að glermunaverzl-
uninni. Hér er eingöngu verzl-
að með erlendan iðnvarning,
enda glervara ekki framleidd
hérlendis. Heigi hyggst sér-
hæfa sig með glervöru, a.m.k.
fyrst í stað, og mun vafalitið
vera sá fyrsti sem slikt gerir
hérlendis. Áður var og er enn
misjafnlega valinn glervarning-
ur víða til sölu ásamt öðrum
varningi, og er mestur menn-
ingarbragur að finnska glerinu
hjá Kristjáni Siggeirssyni á
Laugavegi. Af glerinu hjá
Helga líst mér bezt á fram-
leiðsluna frá Múranó, enda
hafa Feneyingar löngum verið
einna fremstir í gerð ýmiss kon-
ar glerja, einkum eru sýru-
brenndu hlutirnir margir ákaf-
lega jarðneskir í áferð. Ég
minnist þess, að er ég var ytra
fyrir skömmu, varð mér sem
oftar reikað inn á listiðnaðar-
safnið í Kaupmannahöfn og sá
þar m.a. í glerskáp skál frá
Múranó, og eru það ekki svo
lítil meðmæli.
Það ber að vona að aukning
verði á jafn skemmtilegu fram-
taki og þvi sem hér hefur litil-
lega verið vikið að, því að það
ætti að vera metnaður sem
flestra höndlara að komast í
þennan gæðaflokk og stuðla
þar með að betri formsmekk
almennings, sem jafnframt yrði
sjálfvirk lyftistöng íslenzkri
hönnun, sem á í vök að verjast
og þarf að öðlast sérkenni og
komast á alþjóðlegan markað,
sem vel gæti opnað möguleika
fyrir álitlegar gjaldeyristekjur
svipað og hjá frændum vorum á
Norðurlöndum með sinn heims-
þekkta listiðnað. Þess skal að
lokum getið að skartgripaverzl-
anir hér eru margar með tölu-
verðum menningarbrag, og
slíkt hefur lengi verið og fjöl-
breytni listhannaðra gripa hef-
ur aukizt til muna á undanförn-
um árum.
Þjóðleikhúsið:
Kaupmaður
í Feneyjum
eftir William Shakespeare
KAUPMAÐUR 1 FENEYJ-
UM EFTIR WILLIAM
SHAKESPEARE
Þýðing: Helgi Hálfdanar-
son [[] Tónlist: Þorkell
Sigurbjörnsson [[] Leik-
myndir: Sigurjón Jóhanns-
son [J Búningar: Else
Duch Q Leikstjórn: Stefán
Baldursson og Þórhallur
Sigurðsson
JÖLALEIKRIT Þjóðleikhússins
að þessu sinni er Kaupmaður í
Feneyjum eftir W. Shakespeare,
að líkindum vinsælasta leikrit
hans ásamt Hamlet. Það hefur
verið sýnt hér áður i Iðnó fyrir
einum 30 árum við afbragðsundir-
tektir. Kauþmaðurinn sem talinn
er saminn um 1596 er langt frá
því að vera með bestu verkum
höfundar, en engu að síður merk-
ur áfangi á þróunarferli skálds-
ins: í fyrri verkum þykir oft gæta
ofhlæðis, höfundur gefur skáld-
iegum innblæstri um of lausan
tauminn á kostnað framvindu
leikjanna, það er ljóð-
skáldíð en ekki leikritahöf-
undurinn sem ræður ferðinni. 1
þessu verki er nokkurn veginn
jafnvægi milli þessara tveggja
þátta þó siðar ætti hann eftir að
gera stórum betur i þessum efn-
um sem öðrum.
Leikfléttan i Kaupmanninum
er tvíþætt: annars vegar sagan
um Portsíu og biðlana þrjá sem
þurfa að velja rétt skrín til þess
að fá hennar, hins vegar sögnin
um auðugan gyðing sem lánar
kristnum manni fé og krefst
punds af holdi hans að veði verði
lánið ekki greitt á tilsettum tíma.
Hvorttveggja eru þetta gömul
minni sem rekja má langt aftur i
ýmsum gerðum og nægir að nefna
til Gesta Romanorum (14. öld),
safnrit þar sem þau er bæði að
finna. Upphaflega er sá sem
holdsins krefst hvorki kaupmað-
ur né gyðingur, en verður það
fyrst í ensku kvæði, Cursor
mundi, frá 14. öld, enda var þá
mikið um gyðingaofsóknir.
Blómaskeið þessa yrkisefnis verð-
ur á Englandi á 16. öld. Varðveist
hafa a.m.k. tvö þjóðkvæði frá
þeim tima, við þekkjum titla á
tveimur leikritum fra' síðara hluta
aldarinnar og enn er til leikrit
Christophers Marlowes, Gyðing-
urinn frá Möltu (1589). Af nógu
var að taka þegar Shakespeare
samdi Kaupmanninn og sumir
fræðimenn hafa gengið svo langt
að halda því fram að Shakespeare
hafi ekki gert annað en endur-
bæta eidra leikrit. Ennfremur
hefur verið bent á að finna megi í
Kaupmanninum skirskotun til
þess atburðar er dr. Roderigo
Lopez, portúgalskur gyðingur og
líflæknir drottningar, var tekinn
af lífi fyrir landráð árið 1594.
í augum okkar nútimamanna er
bygging leiksins afskaplega
losaraleg og órökræn, enda fylgdu
elízabetönsku leikskáidin lítt
þeirri reglu sem síðar varð rikj-
andi með klassisismanum að
framvindan ætti að vera ein og
útúrdúralaus. Samtímamenn
Shakespeares hafa litið þetta allt
öðrum augum og fyrst og fremst
séð í leikritinu snilldarlega sagða
sögu, skemmtilégt melódrama við
allra hæfi (hér er orðið
melódrama alls ekki notað í niðr-
andi merkingu eins og oft er gert
nú á dögum). Og er leikritið nokk-
uð annað? Þó hefur oft verið
reynt að fara aðrar leiðir við upp-
færslu verksins, gera það að tragí-
kómedíu eða sálrænu drama og
skiptir þá mestu túlkunin á þeim
andstæðingum gyðingnum
Sælokk og hinum kristna kaup-
manni Antóníó. Einu átökin i
leiknum eru þeirra á milli. Gyð-
ingur Mariowes var af einum toga
spunninn, grimmur og mis-
kunnarlaus, án allra blæbrigða.
Sælokk Shakespeares er aftur á
móti oft á tióum mannlegur, við
fáum samúð með honum þrátt
fyrir ágirnd hans, hatur og hefni-
girni. Hann er eina persóna leiks-
ins sem hefur einhverja dýpt til
að bera, hegðun hans á sér sál-
rænar og þjóðfélagslegar skýring-
ar. Lengi vel var þó Sælokk leik-
inn sem hlálegur, ofstækisfullur
grimmdarseggur sem að lokum
fær makleg máiagjöld og það var
ekki fyrr en á 18. og þó einkum
19. öld að farið var að draga fram
hans manneskjulegu hliðar. Og
orðið gyðingur, skyldi það ekki
vekja með okkur aðrar tilfinning-
ar nú en fyrir daga nasisimans og
stofnun Israelsríkis?
I uppfærslu Þjóðleikhússins
hefur verið valin sú leið að sýna
leikritið sem melódrama og síst af
öllu skal ég lasta það, en óþarf-
lega mikið ber á veikleikunum i
byggingu leiksins og vegur þar
skáldskaparmál höfundar hvergi
nærri upp hallann, það þeim mun
fremur sem það kemst ekki alltaf
nógu vel til skila. Höfuðpersónur
eru hér í rauninni engar ogdregið
er úr átökunum milli Sælokks og
Antóniós eins og unnt er, m.a.
sleppt atriðinu þar sem Sælokk
fer með Antónió í fangelsi. Þetta
verður til þess að hið vanþakkláta
hlutverk Antóníós verður enn
veigaminna en efni standa til,
hann er eiginlega ekki nema einn
hinna feneysku iðjuleysingja, að-
eins örlitið eldri og daprari i
bragði og vinátta þeirra Bassaníós
lítt skiljanleg. Erlingur Gíslason
fer vel með hlutverk Antóníósog
Guðmundur Magnússon er ungur
og glæsilegur elskhugi en fram-
sögn er oft ábótavant. Sælokk
er leikinn af Róberti Arn-
finnssyni. Eins og þessari svið-
LelKIISt
eftir EMIL H.
EYJÓLFSSON
setningu er háttað verður hlut-
verk hans ekki jafnmikilvægt,
og þegar aðaláherslan er lögð
á hatur, hefnigirni og niður-
lægingu gyðingsins. Róbert sýnir
nú eins og svo oft áður hversu
öruggur og mikilhæfur leikari
hann er og i mörgum atriðum er
leikur hans magnaður, en hersiu-
muninn vantar á til þess að úr
verði eftirminnilegt leikafrek.
Helga Jónsdóttir leikur Portsiu,
aðalkvenpersónu leiksins, og
tekst vel að lýsa hinni ungu ást-
föngnu konu en mætti stundum
vera myndugri, einkum í dóms-
atriðinu. Um önnur hlutverk er
ástæðulaust að fjölyrða, flestir
gera þar sem af þeim verður kraf-
ist nema hvað framsögnin mætti
vera skýrari og eðlilegri eins og
áður er að vikið. Innkomur þeirra
Flosa Ólafssonar og Bjarna Stein-
grímssonar vekja kátinu, og
minnisstæð er mér Anna Kristín
Arngrímsdóttir í litlu hlutverki
Jessíku, dóttur Sælokks.
Leikmyndir Sigurjóns Jóhanns-
sonar eru smekklegar og haglega
gerðar og leikstjórunum tekst
prýðilega að notfæra sér mögu-
leika sviðsins. Það er heildarsvip-
ur yfir sýningu þeirra og hraðinn
oft með ágætum. En hvað er það
þá sem á vantar, hvers vegna
hreifst ég aldrei alveg með? Er
textinn orðinn okkur of fjarlæg-
ur? Varla. Ég held að það hafi
þurft meira fjör, meiri gáska,
meiri léttleika, ómengaðra
melódrama. Og hvers vegna ekki
að lífga hrynjandina með fjöl-
breyttari og rómantiskari tónlist.
Ég er ódómbær á tónlist Þorkels
Sigurbjörnssonar sem slika, en
sem sviðstónlist fyrir Kaupmaður
í Feneyjum finnst mér hún óhæf
með öllu. Búningar Elsu Duch
eru hinir fegurstu sem ég hef séð
hér á sviði hingað til. Ekki varð
annað heyrt en þýðing Helga
Hálfdanarsonar væri með þeim
ágætum sem við eigum að venjast.
Atriði i Kaupmanni i Feneyjum.