Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975
13
HÉR FER A EFTIR KJARA-
MALAALYKTUN SAMBANDS-
STJÖRNAR ASl eins og hún hef-
ur borizt Morgunblaðinu, en f lok
er getið athugasemdar, sem tveir
stjórnarmenn, Guðmundur H.
Garðarsson, formaður VR, og Pét-
ur Sigurðsson, ritari SR, gerðu
við tillöguna á sambandsstjórnar-
fundinum:
Kjaramálaályktun sambands-
stjórnarfundar.
Gífurlég verðbólga hefur skoll-
ið yfir íslensku þjóðina á yfir-
standandi ári. Á 10 fyrstu mánuð-
um ársins hækkaði framfærslu-
vísitala um nálægt 100 stig eða
43%. Því fer samt fjarri, að á
þessari þróun sé nokkurt lát, sem
marka má m.a. af því, að a.m.k. 20
stiga hækkun framfærsluvísitölu
er fyrirsjáanleg á næstu vikum.
Verður þá heildarhækkun
hennar á rúmu ári orðin um 50%.
Samhliða þessari ógnvekjandi
verðbólguþróun hafa verið settar
lagaskorður gegn því, að laun
hækkuðu i einhverju samræmi
við verðlagshækkanir, svo sem
kjarasamningar kveða á um.
Afleiðing .þessa hefur orðið sú,
að raunlaun hafa farið sílækkandi
frá 1. marz sl., er launþegar fengu
síðast ákveðnar verðlagsbætur
samningum samkvæmt. Þróun
kaupmáttar frá þeim tíma hefur
orðið sú, að hann hefur lækkað
um 12% frá þeim tima miðað við
þá, sem hafa allra læfstu iaun og
njóta því hæstu „jafnlaunabóta",
en um 20% hjá þeim, sem ekki
njóta þeirra bóta.
Sé miðað við, að framfærsluvísi-
tala hækki i 358 stig, sem örugg-
lega verður innan skamms, er
lækkun kaupmáttar frá 13% til
22%.
Eru þá að sjálfsögðu ótaldar
þær verðhækkanir sem enn
mundu bætast við fram til 1. júní
n.k. og engar verðlagsbætur koma
fyrir, ef kaupbindingarlögunum
yrði ekki hrundið fyrir þann tíma.
Af framangreindu má ljóst
vera, að launamálum hefur með
stjórnvaldaaðgerðum verið þrýst
inn í kerfi, sem er þeirrar gerðar
að kaupmáttur launa hlýtur að
fara sílækkandi, og færir gífur-
legt fjármagn frá launafólki til
atvinnurekanda. Sú hlýtur raunin
að vera, þar til þessu kerfi verður
hrundið með nýjum kjarasamn-
ingum.
Auk þess hafa starfsaðferðir
stjórnvalda verið þær, að slá, með
lagaboði, striki yfir lögmæta
kjarasamninga aðila vinnumark-
aðarins gegn eindregnum mót-
mælum annars aðila þeirra, þ.e.
verkalýðssamtakanna. Þessu mót-
mælir Sambandsstjórnarfundur
ASl enn eindregið, og fordæmir
þá aðferð alla, sem hér hefur ver-
ið við höfð. Réttur verkalýðssam-
taka til þess bæði að gera kjara-
samninga fyrir umbjóðendur
VELA-TENGI
EZ-Wellonkup^lun((
Conax PlanoxVulkan
Doppelflex Hadeflex.
STURLAUGUR
JÓNSSGm
& CO.
Vesturqötu 1 6,
Sími 13280.
sína, og rétturinn til að tryggja að
þeir séu hafðir í heiðri, er grund-
vallarréttur í lýðræðisþjóðfélagi,
sem verkalýðshreyfingin mun
aldrei þola að skertur verði eða af
numinn.
Að frumkvæði miðstjórnar Al-
þýðusambands Islands hefur að-
gerðum stjórnvalda til að rifta
einhliða kjarasamningum frá 26.
febr. þ.á., og færa almenn launa-
kjör verulega niður fyrir það
kjarastig, sem gilti fyrir samn-
inga, þegar verið svarað með upp-
sögnum kjarasamninga, sem ná
til um 40 þús. félagsmanna innan
ASt.
Sambandsstjórnarfundurinn
telur, að staða verkalýðsfélag-
anna í þeim samningum, sem af
þessum sökum hljóta brátt að
stand fyrir dyrum, sé nú svo vax-
in, að þeim beri að koma fram í
þeim sem ein órjúfanleg heild,
með eina meginstefnu og einn
sameiginlegan vilja.
Þvi samþykkir fundurinn að
kjósa samninganefnd, sem ætlað
sé það hlutverk að freista samn-
inga við samtök atvinnurekenda
og verða fulltrúi verkalýðssam-
takanna gagnvart ríkisvaldinu,
meðan á samningum stendur, eft-
ir þvi sem tilefni verða til.
Leiti nefndin hið fyrsta eftir
umboði frá verkalýðsfélögunum
til að fara með samningamálin
með venjulegum fyrirvörum.
Með tilliti til þess, að kjara-
samningar hefðu flestir gilt til 1.
apríl 1976, ef þeim hefði ekki
verið rift með lagasetningum og
miklum gengisbreytingum, svo og
með hliðsjón af óhagstæðri efna-
hagsþróun, telur fundurinn ekki
vera efni nú til almennrar kröfu-
gerðar varðandi kaupgjald utan
þeirra marka, sem kjarasamning-
arnir frá I febrúar s.l. settu, held-
ur, að nú verði miðað við, að
verkafólk nái sem fyrst þeim
kjörum, sem þeir samningar
ákváðu.
I þeim samningum, sem í hönd
fara, hafi full verðtrygging launa
almenns verkafólks algeran for-
gang, eða launa- og kjarabreyting-
ar, sem svara til þess, að umsamd-
ar verðlagsbætur væru í gildi.
Þá er samninganefndinni falið
að knýja á um óyggjandi yfirlýs-
ingar stjórnvalda og atvinnurek-
enda um, að yfirlýsingar þessara
aðila um húsnæðismál, skattamál
og verðtryggingu lffeyrissjóð-
anna, sem gefnar voru í febrúar
s.l., verði áfram í fullu gildi.
Þá telur fundurinn, að málefni
bótaþega almannatrygginga sé
eðlilegt verkefni í viðræðum við
stjórnvöld, með þvi markmiði, að
kaupmáttur tryggingabóta verði
ekki skertur.
Knútur Bruun hdl. (
Lögmannsskrifstofa « '
Grettisgötu 8 11 h
Simi24940
Þrýstimælar
Hitamælar
STURLAUGUR
JÓNSSON & CO
Vesturgötu 16,
sími 13280.
Kjaramálaályktun ASI:
Snúizt verði við öfugþróun
í atvinnumálum í tæka tíð
Fundurinn lýsir áhyggjum sín-
um yfir því, að launalækkana- og
samdráttarstefnan, sem nú er
fylgt af stjórnvöldum, kunni að
leiða til öryggisleysis í atvinnu-
málum og jafnvel atvinnuleysis,
Er í því sambandi rétt
að minna á, að verulegs hluta
tekna almennra launþega er aflað
með yfirvinnu, þannig að hætt er
við, að samdráttur atvinnulífs
þrengi afkomu launþega löngu
áður en beins atvinnuleysis fer að
gæta. Leggur fundurinn því
þunga áherzlu á, að við öfugþróun
í atvinnulífi sé snúist i tæka tið og
með víðtækum ráðum og aðgerð-
um. Þessi hætta virðist einna
mest, að því er varðar heima-
markaðsgreinar iðnaðar og ýmsar
þjónustugreinar, þar sem öflug
kaupgeta er forsenda þess, að
eftirspurn verði næg til þess að
þær greinar fái þrifist. Mikilvæg-
ast er í þesSu tilliti, að haldið
verði uppi eðlilegri bygginga-
starfsemi um land allt. Er samn-
inganefndinni og miðstjórn sér-
staklega falið að bera fram kröfur
verkalýðssamtakanna í þessum
efnum, og jafnframt þá grund-
vallakröfu þeirra, að fullri at-
vinnu verið uppi haldið.
Frá þeirri grundvallarkröfu
verður ekki vikið af hálfu verka-
lýðssamtakanna.
Við atkvæðagreiðslu um álykt-
un sambandsstjórnar ASl gerðu
Guðmundur H. Garðarsson, for-
maður Verzlunarmannafélags
Reykjavikur, grein fyrir afstöðu
sinni á svohljóðandi hátt:
„Ef ekkert er að gert til þess að
stöðva og draga úr verðbólgunni
eins og henni er lýst í upphafi
ályktunar sambandsstjórnar ASl
er fyrirsjáanlegt, að atvinnurekst-
ur mun fljótlega stöðvast með þar
af leiðandi atvinnuleysi og kjara-
skerðingu. Með tilliti til þessa
munum við taka afstöðu með
bráðabirgðalögum um launajöfn-
unarbætur o.fl., ef þau verða lögð
fyrir Alþingi, en megintilgangur
þessara laga og annarra tengdra
aðgerða er að koma á jafnvægi í
atvinnu- og efnahagsmálum og
tryggja fulla atvinnu. I ályktun
ASI er þessari aðferð mótmælt.
Með tilliti til þessa, getum við
ekki greitt þessari ályktun
jákvæði okkar, þótt við séum sam-
þykkir flestum atriðum hennar.
Við áréttum grundvallarafstöðu
okkar til frjáls og óskerts samn-
ingsréttar, en lítum jafnframt svo
á að Alþingi beri skylda til að
gera nauðsynlegar neyðarráðstaf-
anir til að forða þjóðarheildinni
frá því mikla og óbætanlega tjóni,
sem er fylgifiskur óðaverðbólgu".
TQYOTA AÐALUMBOÐ
HÖFÐATÚNI 2 REYKJAVlK
SiMAR 25111 & 22716
UMBOÐIÐ Á AKUREYRI
BLÁFELL SÍMI 21090
TOYOTA
2ja dyra, tviskipt hurð að aftan.
Burðarmagn: 500 kg.
Vél: 155 ha. 3878 cc.
Framdrifsskipting með segulrofa.
15" felgur.
Minnsta hæð frá jörðu er 21 cm.
Billinn er 7 manna
og nú með stólum frammí.
4ra dyra. Burðarmagn: 800 kg.
Vél: 155 ha. 3878 cc.
Framdrifsskipting með segulrofa.
Nu stærri felgur, 16",
minnsta hæð frá jörðu er 23 cm.
Billinn er 9 manna og klæddur að
innan.
Japanskur frágangur.
TRAUST
TOYOTA
LAIMD CRUISER - HARD T0P LAND CRUISER - STATION WAGON