Morgunblaðið - 07.01.1975, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975
hf. Árvskur, Raykjavfk.
Haraldur Sveinsson.
Matthfas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjöm GuBmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni GarBar Kristinsson.
ASalstraeti 6, sfmi 10 100.
Aðalstrseti 6. sfmi 22 4 80.
Askriftargjald 600,00 kr. i mánuBi innanlands.
f lausasölu 36.00 kr. eintakiS.
Útgefandi
Framkvasmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiSsla
Auglýsingar
Nú stendur fyrir dyr-
um að ákveða fiskverð
og samningafundir eru um
það bil að hefjast með sjó-
mönnum og útgerðar-
mönnum. Ljóst er, að
kjaramálin verða með
erfiðustu úrlausnarefnum
á þessu ári, og þeir samn-
ingar, sem nú eru í deigl-
unni, geta haft veruleg
áhrif á framvindu þessara
mála á næstunni. Engum
dylst að veróbólgan og
efnahagsringulreiðin á síð-
asta ári hefur rýrt kjör
manna frá því sem var eft-
ir samningana í lok febrú-
ar á síðasta ári. Það er því
eðlilegt, að launþegasam-
tökin skuli nú vera á varð-
bergi. Á hinn bóginn er
ekki unnt að loka augunum
fyrir þeirri staðreynd, að
þróun efnahagsmála hefur
verið með þeim hætti, að
engir möguleikar eru á því
að ná bættum lífskjörum á
næstunni.
Þegar núverandi ríkis-
stjórn tók við völdum, nam
hallarekstur fyrirtækja i
sjávarútvegi 1740 milljón-
um króna. Öllum var ljóst,
að undan því varð ekki vik-
ist að gera allumfangsmikl-
ar og víðtækar ráðstafanir
í því skyni að bæta
rekstrarstöðu fyrirtækja í
útgerð og fiskvinnslu. Það
var meginmarkmið ríkis-
stjórnarinnar að sjá svo
um, að full atvinna héldist í
landinu, og Alþýðusam-
bandið lýsti síðar yfir því í
kjaramálaályktun, að
höfuðbaráttumálið væri
full atvinna. Með þeim að-
gerðum, sem þegar hafa
verið framkvæmdar, hefur
aðstaða sjávarútvegsins
batnað til mikilla muna, þó
að enn sé margt ógert.
Því hefur verið haldið
fram, að með þessum að-
gerðum hafi sérstaklega
verið gengið á hlut sjó-
manna. Þetta er að sjálf-
sögðu á misskilningi byggt.
I raun réttri eru það allir
þeir, sem vinna í sjávarút-
vegi, við fiskveiðar, fisk-
vinnslu og útflutning, er
standa undir þessum að-
gerðum, sem ákveðnar
hafa verið. Til þess að
tryggja áframhaldandi út-
gerð í landinu var ekki
unnt að komast hjá því að
greiða niður olíukostnað
skipanna, en samkvæmt
lögum fær oliusjóður nú
tekjur af sérstöku út-
flutningsgjaldi, sem tekið
er af óskiptum afla. Þar að
auki hafa framlög til trygg-
ingarsjóðs fiskiskipa og
stofnfjársjóðs verið hækk-
uð.
Enginn hefur dregið í
efa nauðsyn þess að mynda
sjóð til þess að greiða niður
olíukostnaðinn. Þessum
sjóði varð hins vegar að
afla tekna, en það er engu
líkara en sumir stjórnmála-
menn hafi ekki gert sér
grein fyrir því. Fulltrúar
Alþýðubandalagsins eru
t.a.m. á móti þeirri leið,
sem ríkisstjórnin valdi,
þeir voru að vonum einnig
á móti því að lækka gengið
meir en gert var til þess að
mæta þessum vanda og
þeir voru einnig andvígir
aukinni skattheimtu í
þessu skyni. Flestir hljóta
þó að gera sér grein fyrir
því, að útilokað er að
standa undir svo stórkost-
legum niðurgreiðslum eins
og hér eiga sér stað án þess
að afla til þess tekna.
Að því er kjör sjómanna
varðar er á það að líta, aó
laun þeirra hækkuðu með
fiskverðshækkun i ársbyrj-
un 1974, skömmu áður en
almennir kjarasamningar
voru gerðir. 1 maí mánuði
sl. bannaði vinstri stjórnin
hækkun á fiskverði með
bráðabrigðalögum og kom
þannig i veg fyrir frekari
kjarabætur til sjómanna.
Það var eitt af fyrstu verk-
um núverandi ríkisstjórn-
ar að breyta þessum laga-
ákvæðum vinstri stjórnar-
innar og ákveða 11%
hækkun á fiskverði og laun
sjómanna hækkuðu vita-
skuld í réttu hlutfalli eða
um 11%. Gengisfellingin
bætti einnig kjör sjó-
manna. Taka má sem dæmi
skip, er seldi erlendis fyrir
10 milljónir króna áður en
gengið var fellt. Þá nam
skiptaverð af slíkri sölu 4,9
millj. króna. Eftir gengis-
fellinguna nam skiptaverð-
ið hins vegar 5,4 millj.
króna og hækkaði því um
10,3%. Ef litið er á fiskibát,
sem seldi erlendis fyrir 5
milljónir króna áður en
gengið féll, nam skipta-
verðmæti 2,6 milljónum
króna. Eftir gengisfellingu
nam skiptaverðmætið hins
vegar 2,9 milljónum króna
og hafði því hækkað um
11,1%.
Það er því engum blöð-
um um það að fletta, að
launakjör sjómanna hafa
verið bætt, eftir að nú-
verandi ríkisstjórn tók við
völdum. Hins vegar hafa
sjómenn vitaskuld eins og
allir aðrir landsmenn orðið
fyrir barðinu á dýrtíðar-
flóðinu og því orðið fyrir
kjaraskerðingu til jafns við
aðra. Menn verða einfald-
lega að gera sér grein fyrir
því, að aðstæður eru ekki
með þeim hætti að unnt sé
að bæta lífskjörin. Það er
hægt að hækka kaupið í
krónum talið, en meðan
þjóðartekjurnar halda
áfram að minnka og verð-
lag á sjávarafurðum
erlendis fer hækkandi, er
aðeins um falska kaup-
hækkun að ræða.
Þessar staðreyndir er
nauósynlegt að hafa í huga
nú um þessar mundir. Það
er ekki unnt að skipta því
upp, sem ekki er til. Þess
vegna verður að leggja
ríka áherslu á, að menn
fari með gát í þessum efn-
um. Það er öllum fyrir
bestu að fara hægt í sakirn-
ar ef menn vilja í raun og
veru vinna gegn verðbólg-
unni og efnahagserfið-
leikunum.
Kjarasamningar og fiskverð
Dr. Richard Beck:
Manndóms- og sigurganga
Ræða flutt á þjóðhátíð Vestmannaeyja s.l. sumar
Herra samkomustjóri! For-
seti bæjarstjórnar! Góðir Vest-
mannaeyingar og aðrir sam-
komugestir!
Eg er hjartanlega þakklátur
bæjarstjórn Vestmannaeyja
fyrir að hafa boðið okkur hjón-
unum að vera gestir ykkar á
þessari söguriku samkomu, ald-
arafmæli Þjóóhátiðar ykkar. Og
þar sem hún er eina slík hátíð
hér á landi, sem haldin hefir
verið óslitin síðan hið mikia
þjóðhátiðarár 1874, er hátíðlegt
var haldið þúsund ára afmæli
Islands byggðar, tel ég mér það
mikinn sóma að hafa verið boð-
ið að flytja ræðu á þessari
hátíð, er samtímis markar 1100
ára afmæli byggðar lands vors.
Hér svífur þvi sannarlega
þytur sögunnar í lofti. En ör-
lagarik og litbrigðarík saga
þjóðar vorrar verður eigi betur
eða réttar sögð í fáum orðum en
i þessum spaklegu og fögru
ljóðlínum Davíðs skálds
Stefánssonar frá Fagraskógi:
1 þúsund ír bjó þjóú við nyrztu voga.
Mót þruatum sfnum gekk hún,
djörf og sterk.
! hennar kirkju helgar stjörnur loga,
og hennar Uf er eilfft kraftaverk.
Þetta er hið allra aðdáunar-
verðasta i sögu þjóðar vorrar,
að hún lét ekki bugast, hvernig
sem á móti blés, hélt eigi aðeins
áfram að vera til, sem þjóð, en
jafnframt vakandi sjálfstæðis-
anda sinum, og lifði andlega
frjósömu menningarlifi, þrátt
fyrir allt. Það er þetta, sem
gerir sögu þjóðar vorrar því
dásamlegri og um margt lær-
dómsrikari í mínum augum, því
betur sem ég kynni mér þá
sögu, og leitast við að lesa hana
í sem réttustu ljósi ferils og
reynslu annarra stærri þjóða.
Rétt tuttugu ár eru liðin
síðan ég flutti fyrsta sinni ræðu
á þjóðhátíð hér í Eyjum og á
ekkert nema ánægjuríkar
minningar frá þeirri hátið og
öðrum heimsóknum til ykkar
Vestmannaeyinga. Þær minn-
ingar sækja fast í hug minn.
En samtimis er það með
djúpri auðmýkt og sambæri-
legri virðingu, að ég stend hér í
ræðustól, minnugur þess, hve
hetjuleg barátta hér var háð við
ramar hamfarir náttúruafl-
anna, sem ritaðar eru hrikaleg-
um og óafmáanlegum rúnum i
svipmót þessarar fögru eyjar.
Jafn eftirminnilega er hetju-
saga ykkar skráð í sögu þjóðar-
vorrar. Sálarþrek það, sem þið
sýnduð á stund þyngstu örlaga,
var, eins og ég lagði áherzlu á i
grein í vikublaði okkar Vestur-
Islendinga, glæsilegt og áhrifa-
mikið dæmi þess kjarna, þess
djúpstæða manndóms, er með
þjóð vorri býr, og vitnaði ég i
þvi sambandi til markvissra
orða Jóns skálds Magnússonar:
Þvf gat ef brostió
ettarstofninn sterki,
þótt strfóir vindar gnefu aidahöf,
aó fólk, sem tignar trúmennskuna
f verki,
þaó tendrar eilff blys fi sinni gröf.
Það fór að vonum, að þær
hamfarir náttúruafianna, sem
dundu yfir ykkur Vestmanna-
eyingar, og hetjuleg viðbrögð
ykkar við þeim, snertu næma
og djúpa strengi í brjóstum
okkar Vestur-lslendinga, og við
höfum leitast við að sýna þá
samúð okkar, og ræktarhug
okkar í verki, eins og kunnugt
er.
Er mér, sem fyrrverandi for-
seta Þjóðræknisfélags Islend-
inga í Vesturheimi, bæði mikið
ánægjuefni og sæmdarauki, að
hafa til þess umboð frá núver-
andi forseta og stjórnarnefnd
félagsins, að flytja ykkur hjart-
anlegar kveðjur og blessunar-
óskir á þessu söguríka aldar-
afmæli Þjóðhátíðar ykkar, sem
jafnframt er, um annað fram,
helguð 1100 ára afmæli
byggðar Islands.
Og ég veit, að ég tala þar í
nafni Vestur-íslendinga,
almennt, og, um leið og ekki
sízt, í nafni þeirra Eyjamanna,
sem enn eru ofan moldar vest-
an hafs, og einnig afkomenda
þeirra hinna mörgu héðan úr
Eyjum, sem vestur fluttu ein-
mitt um 1874 og seinna. Minnist
ég þess, að þegar ég fyrir mörg-
um árum kom á heimili aldraðr-
ar konu úr Vestmannaeyjum i
Spanish Fork í Utah-riki skip-
aði heiðursrúm á stofuvegg
hennar mynd af Heimaey. Og
ég er þess fullviss, að fjölmarg-
ir Vestmannaeyingar vestan
hafs, fyrr og síðar, hafa borið í
brjósti sama ræktarhugan til
hinna svipmiklu og fögru ættar-
slóða sinna. Geymt mynd þeirra
i hjörtum sínum til daganna
enda.
Og þá kem ég að sérstöku
merkisatriði í sambandi við
tengslin milli okkar Vestur-
Islendinga og ykkar Vest-
mannaeyinga. Sama daginn og
ykkar fyrsta þjóðhátíð var hald-
in, 2. ágúst 1874, héldu Islend-
ingar vestan hafs, sem þá höfðu
aðalbækistöð sína í Milwaukee-
borg i Wisconsin, virðulega
hátíð í tilefni af þúsund ára
afmæii Islands byggðar. Eins
og gert var hér heima á Islandi,
hófst þjóðhátíð Islendinga í
Milwaukee með guðsþjónustu,
er séra Jón Bjarnason stjórn-
aði. Var prédikun hans afburða
snjöll og áhrifamikil, þrungin
trúarhita og eldheitri en jafn-
framt viðsýnni ættjarðarást.
Var þjóðhátíð þessi einnig
sögurík fyrir það, að hún var
fyrsta Þjóðminningarhátíð Is-
lendinga vestan hafs, og þvi í
rauninni fyrsti Islendingadag-
ur þeirra. Að öðru leyti var
þessi fyrsta þjóðhátíð íslend-
inga vestan hafs einnig eftir-
minnileg og áhrifarik að sama
skapi, því að þar stofnuðu Is-
lendingar þeir, sem þar voru
saman komnir, með sér félags-
skap, er þeir nefndu „Islend-
ingafélag í Ameríku". Var séra
Jón Bjarnason kosinn forseti
félagsins, en ritari þess Jón
Ölafsson ritstjóri.
Má þangað rekja rætur Þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vest-
urheimi, sem nú á sér 55 ára
sögu að baki, að ótöldum öðrum
félögum þeim megin hafsins,
sem stofnuð hafa verið og starf-
rækt með þá göfugu hugsjón
fyrir augum, að varðveita sem
allra lengst íslenzka tungu og
þjóðerni og íslenzkar menn-
ingarerfðir. Og enn logar glatt i
þeim glæðum, þótt um margt sé
þar við ramman reip að draga.
Hitt er þó víst, að Einar Páll
Jónsson skáld hafði laukrétt að
mæla, er hann sagði f einu
hinna snjöllu ættjarðarljóða
sinna.
Það mfiist seint af oss merkið það,
er móðirin lét f arf.
Og fiður en Vestur-lsland deyr,
fer ýmislegt stórt í hvarf. —
Um eilífð verður fi einhvern hfitt
fslenzkt vort sálarstarf.
Heimsókn okkar hjónanna
hingað til Vestmannaeyja hefir
verið svo áhrifarík, að hún
verður okkur með öllu
ógleymanleg. Sú stórfenglega
sýn, sem okkur hefir borið fyrir
augu hér, er rituð því letri á
hugi okkar, að hún hitar okk-
ur um hjartarætur til æviloka.
Dr. Richard Beck.
Sú uppbygging, sem hér hef-
ir, með mörgum hætti, verið af
hendi innt á stuttum tima, er
aðdáanleg í alla staði, og hefir
vakið hjá okkur hjónunum heil-
huga virðingu og þökk. Sú fjöl-
þætta starfsemi sannar það
ótvirætt, að hin hetjulega bar-
átta ykkar við hamröm náttúru-
öflin, er þegar orðin mikil sig-
ursaga, og mun verða það i enn
ríkari mæli.
1 nafni Vestur-islendinga, og
okkar hjónanna beggja sérstak-
lega, óska ég ykkur Vestmanna-
eyingum hjartanlega til ham-
ingju með það afrek ykkar.
Jafnframt óskum við ykkur
gæfu og gengis í sem rikustum
maeli um ókomin ár.
öll eigum vér, sem islenzkt
blóð rennur í æðum, þegnrétt í
hinu íslenzka rfki andans.
Öhögguð standa minningarorö
séra Matthíasar Jochumssonar:
Saga þín er saga vor,
sómi þinn vor æra,
tfir þfn lfka tfirin vor,
tignar-landið kæra.
Sameiginlega biðjum við
hjónin íslenzku þjóðinni, ætt-
þjóð okkar beggja, blessunar
Drottins allsherjar um ár og
aldir. Vottum henni á 1100 ára
afmæli íslands byggðar, þökk
Framhald á bls. 35