Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 17

Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 17
• .............■■■■■■ .................. , MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975 Ivan Surjak ÞAÐ getur verið að jafnvel þeir sem fylgjast mest og bezt með alþjóðaknattspyrnu flaski á nafninu Ivan Surjak. Fljót- lega rennur þó upp Ijós fyrir flestum og þeir minnast þess að Surjak er einmitt ein helzta stoð júgóslavneska landsliðs- ins og ekki sfður hins sterka liðs Hadjuk frá borginni Spilt. Júgóslavneska landsliðið vakti athygli — verðskuldaða athygli — f heimsmeistara- keppninni f knattspyrnu f V- Þýzkalandi f sumar. Þá ekki hvað minnst með frammistöðu sinni f fyrsta leik keppninnar gegn þáverandi heimsmeistur- um Brasilfu. Hinn 21 árs gamli Ivan Surjak tók þátt f öllum leikjunum og óx með hverjum leik keppninnar. Að henni lok- inni hafa margir júgó- slavnesku leikmannanna slappað af og ekki náð veruleg- um árangri. Þannig er þessu ekki farið með Surjak, hann er enn á uppleið og nú talinn stærsta stjarna júgóslavneskr- ar knattspyrnu. Surjak var 18 ára gamall þegar hann komst fyrst f aðal- lið Hadjuk Split. Slánalegur strákur á vinstri kantinum, 190 cm hár, en Iftið annað en skinn og bein. Eftir þvf sem kg urðu fleiri varð hann sterkari, án þcss að missa snerpu sfna og úthald, og nú er hann með sfn 83 kg sá leikmaður Hadjuk og landsliðsins, sem spilið er byggt f kringum. Mcd númer nfu á bakinu skoraði hann tvö mörk f heims- meistarakeppninni, gegn Zaire og Svfþjóð. Leikmenn eins og Bajevic og Karasi skor- uðu báðir fleiri mörk, en rétt er að nefna það að Surjak er gjarnan látinn leika aftar á vellinum en þeir félagar, vilji menn leggja meiri áherzlu á vörn en sókn. A miðju vallar- ins nýtur tækni Surjaks og skilningur hans á leiknum sfn ekki sfður en í fremstu vfg- lfnu. 1 landsleik Júgóslavfu og ltalfu fyrir skömmu sfðan léku Júgóslavarnir andstæðinga sfna grátt, en uppi við markið tókst þeim ekki sem skyldi. Aðeins eitt mark var skorað f leiknum og framlfnuleik- mennirnir fengu skömm f hattinn fyrir að fara illa með marktækifæri sfn. Allir nema Surjak, sem skoraði sigur- markið og var vel fagnað af 40 þúsund áhorfendum. Snillingurinn Oblak er félagi Surjaks f Hadjuk Split og þessir tveir leikmenn hafa náð vel saman f leikjum liðs sfns. Gegn liði Keflavíkur skoruðu þeir báðir f 1. umferð Evrópukeppninnar f haust og gegn franska liðinu St. Etienne f 2. umferðinni var Surjak á meðal markaskorara f fyrri leiknum sem Júgó- slavarnir unnu 4:1. Sfðari leikinn unnu Frakkarnir með sömu markatölu og komust sfðan áfram á marki skoruðu f framlengingu leiksins. P s V Eindhoven Nýtt stórlið í holl- enskri knattspyrnu Hollensk knattspyrna er ef til vill sú bezta f heiminum um þess- ar mundir og að margra áliti betri en sú þýzka þó svo að V- Þjóðverjar státi af heims- meistaratitlinum f greininni. Það lið sem vakið hefur mesta athygli f „landi túlfpananna" á yfirstand- andi keppnistfmabili er án efa PSV Eindhoven. Þegar þetta er skrifað er liðið f forystu f deildar- keppninni og það eru lið eins og Ajax og Feynoord, sem skipa 2. og 3. sætið. Auk þess er svo Eindhov- en komið i 8 liða úrslit í Evrópu- keppni bikarhafa. Það er sérstök saga að baki þessu nýja stórliði hollenskrar knattspyrnu. 1 upphafi var liðið aðeins firmalið og æfingarnar fóru fram f matartfmum og að vinnu lokinni hjá starfsmönnum Philipsverksmiðjanna f Eind- hoven. Félagið var formlega stofnað 31. ágúst 1913 og upp á það var haldið með tveggja daga fþróttahátfð fyrir starfsmennina. Félagið heitir fullu nafni Philips Sport Verenigin Eindhoven og nú eru meðlimir félagsins um 5000 talsins f 13 ólfkum fþróttagrein- um. Hver er ástæðan fyrir því að PSV Eindhoven er allt f einu orð- ið að nýju Ajax meðál hollenskra knattspyrnuliða? Sérfræðingarn- ir segja ástæðurnar vera tvær. Fyrst og fremst hinir miklu styrk- ir sem félagið fær frá Philips- verksmiðjunum og einnig kaup félagsins á sænsku knattspyrnu- stjörnunni Ralf Edström. Philips sér um að PSV fái þá peninga sem félagið þarf. Hvort heldur um er að ræða kaup á nýjum leikmanni eða til að greiða tap. I staðinn auglýsir félagið fyrir fyrirtækið, ódýr og góð aug- lýsing þegar vel gengur eins og nú. Af þeim tæplega 200 þúsund- um sem búa f Eindhoven starfar fimmti hlutinn hjá Philips. Hjá Eindhoven eru nú 16 at- vinnumenn f knattspyrnu, en ekki er hægt að segja að þeir séu starfsmenn Philips þar sem félag- ið sjálft greiðir laun leikmanna sinna. Hins vegar greiddi fyrir- tækið um 11 milljónir þegar Ralf Edström var keyptur til félagsins. Ekki mikið þegar hugsað er út I það að Philips-verksmiðjurnar greiða yfir 4400 milijónir króna f auglýsingar á sfðasta ári. Það kann að virðast ótrúlegt, en er engu að sfður satt, að á Ieik- velli PSV Eindhoven er ekki ein einasta auglýsing. Talsmaður Philips sagði fyrir nokkru um þetta, að nóg væri af auglýsingum frá Philips f Hollandi og það kynni að reynast ágæt auglýsing að hafa enga auglýsingu á vellin- um. Eins og áður sagði er Ralf Edström skærasta stjarna liðsins, en hafa verður þó f huga að hann er aðeins einn af 11 sem mynda geysisterka liðsheild. Edström er mikill markaskorari og hefur það sem af er kappnistfmabilinu skor- að mörg mörk fyrir lið sitt. Það er ekki sfzt hann sem hinir 20 þúsund áhorfendur koma til að sjá á heimavelli Eindhoven og hingað til hefur hvorki hann né félagar hans brugðist vonum tryggra stuðningamanna. Það eru engin smánarlaun sem eru f boði fyrir beztu knattspyrnumennina. A.m.k. hefur Ralf Edström góð efni á þvf að bjóða frúnni f ökuferð f glæsilegri sportbifreið, eftir að hann kom til Eindhoven. Vilja stöðva útflutninginn DANSKA knattspyrnusambandið hefur nú uppi áform um að reyna að stöðva þann mikla útflutning sem verið hefur á knattspyrnu- mönnum þaðan til nágrannaland- anna. Segja talsmenn sambands- ins nú svo komið að beztu knatt- spyrnumenn Dana séu nær und- antekningarlaust keyptir til V- Þýzkalands, Hollands, Belgfu og Frakklands, og æ erfiðara sé að fá þessa leikmenn lausa til lands- leikja. Þá sé einnig ekki nægjan- lega vel búið að þessum leik- mönnum f mörgum tilfellum — þeir fái of lftil laun, miðað við það sem þeir ættu að fá. Margir Danir leika nú með v- þýzkum knattspyrnuliðum og hafa náð þar góðum árangri. Sem dæmi má nefna Allan Simonsen, sem er nú að verða einn bezti leikmaður hins fræga liðs, Borussia Mönchengladbach, og Henning Jensen, sem einnig leik- ur með því liði. Borussia keypti þessa leikmenn fyrir tiltölulega mjög lága upphæð frá Danmörku, gaf t.d. aðeins 250 þúsund dansk- ar krónur fyrir Henning, og enn lægri upphæð fyrir Simonsen. Nú hefur.talsmaðurBorussia látið svo um mælt að þessir leikmenn verði ekki seldir frá félaginu fyrir lægri upphæð en svarar til 1,2 milljónum danskra króna. Dönsku leikmennirnir, sem og margir leikmenn frá Svíþjóð, hafa reynzt hinum ríku félögum í V-Evrópu sannkallaðir gullfuglar. Forsvarsmenn danska knatt- spyrnusambandsins segja eðlilegt að ungir knattspyrnumenn láti freystast af boðum sem þeir fá frá hinum fjársterku félögum, en telja óeðlilegt að þeir renni beint á agnið. Þeir verði að fá nokkuð fyrir sinn snúð og geti það. Benda þeir t.d. á samning þann sem Hans Aabeck náði við belgískt knattspyrnufélag, sem er mun betri en danskir leikmenn hafa náð við v-þýzk félög. Henning Jensen — einn hinna dönsku knatt- spyrnumanna, sem mest kveður að í V- Þýzkalandi um þessar mundir. Halldór Bragason HANN heitir Halldór Braga- son, er 28 ára gamall og prent- ari að atvinnu. Hann hefur f mörg ár staðið í fremstu víg- línu íþróttaflokka Þróttar, er með 212 leiki að baki i meist- araflokki félagsins i hand- knattleik og 190 i knattspyrnu. Mörkin eru ekki mörg í fót- boltanum þar sem hann leikur aftarlega á vellinum, en í handknattleiknum eru þau áreiðanlega komin yfir 1000 því Dóri Braga er ekki vanur að skora minna en 5 mörk í leik. Þeir eru ekki margir titlarn- ir sem Halldór hefur af að státa með félagi sinu. Einu sinni hefur hann orðið tslands- meistari i knattspyrnu, það var í öðrum flokki. Reykja- víkurmót meistaiaflokks vann Þróttur 1966. Tvisvar hefur Þróttur unnið i 2. deild, árin 1963 og 1965. Þriðja skiptið verður næsta sumar að því er Halldór segir og sumarið 1976 lofar hann lengri viðdvöl í 1. deiid en aðeins einu ári. Sigur í 2. deild í handknattleik ætla Þróttarar sér i vetur og vissu- lega er margt ólíklegra en sú von þeirra rætist. Helztu andstæðingar Þróttar i báðum þessum iþróttagrein- um eru Akureyringar. — Það verður hálfleiðinlegt fyrir Akureyringa segir Halldór, — og ég sem er fæddur Akureyr- ingur. Halldór hefur verið valinn í úrvalslið bæði í handknattleik og fótbolta, aldrei þó landslið, aðeins pressulið eða Reykja- víkurúrval. Hann hefur þó komist í landslið á sínum iþróttamannsferli, það var þó hvorki I hand- eða fótbolta, heldur í körfuknattleik. Þá íþrótt stundaði hann með KR og lék með þvi félagi í ötlum yngri flokkunum og varð bæði Reykjavikur- og Islandsmeist- ari. — Ég var þarna með Kol- beini Pálssyni og fleiri góðum íþróttamönnum sagði Halldór. er við ræddum við hann á dög- unum. — Ég hefði ef til vill átt að hætta í annað hvort hand- bolta eða fótbolta, en halda áfram í körfunni. Eg hef oft verið að hugsa um þetta, kannski hef ég gert vitleysu, en það er ekki hægt að vera i þessu öilu saman, þó það sé gaman.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.