Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 20

Morgunblaðið - 07.01.1975, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 Konurnar settu 27 íslandsmet EINS og vikið var að, er afrekaskrá karla f frjálsum fþróttum fyrir árið 1974 var birt f blaðinu, þá höfðu þar orðið mjög umtalsverðar framfarir í flestum greinum. En svo miklar sem framfarirnar urðu f karlaflokki urðu þær enn meiri f kvennaflokki, en þar voru sett ekki færri en 27 Isfandsmet s.l. sumar. Arangur íslenzkra frjáls- íþróttakvenna hefur lengst af verið töluvert slakari en gerist víðast hvar erlendis, en s.l. sumar mátti glögglega sjá, að bilið er að styttast. Fram eru komnar stúlkur, sem taka íþrótt sfna mjög alvarlega og æfa eins og gera þarf til þess að ná góðum árangri. Má þar fyrst og fremst nefna þær Láru Sveinsdóttur, Ingunni Einars- dóttur, Ragnhildi Pálsdóttur og Lilju Guðmundsdóttur, en þessar stúlkur skera sig nokkuð úr f frjálsum fþróttum kvenna hérlendis, ásamt Guðrúnu Ingólfsdóttur, og er árangur Ingunnar og Láru að nálgast það, sem gerist á hinum Norðurlöndunum. Allar þessar stúlkur eru enn ungar og eiga því framtíðina fyrir sér, haldi þær áfram að æfa af sama krafti og þær gerðu fyrir sfðasta keppnistíma- bfl. Svo vikið sé að metunum, sem sett voru s.l. sumar, þá var metið í 100 metra grindahlaupi bætt 4 sinnum, af þeim Láru Sveinsdóttur og Ingunni Einarsdóttur. Metið f 800 metra hlaupi bættu þær Ragnhildur Pálsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir einnig fjórum sinnum. Metið í 3000 metra hlaupi bætti Ragnhildur Pálsdóttir einu sinni, Ingunn Einarsdóttir bætti metið í 400 metra hlaupi þrívegis og einnig metið í 200 metra hlaupi. Lára Sveinsdóttir bætti metið í langstökki tvívegir, Guðrún Ingólfsdóttir bætti kringukasts- met sitt tvívegis, Ingunn Einarsdóttir tvíbætti metið í 100 metra hlaupi, Ragnhildur Pálsdóttir tvíbætti metið í 1500 metra hlaupi og metið í fimmtarþraut bætti Lára Sveinsdóttir verulega. Auk þess voru svo sett tvö boðhlaupsmet og met í 400 metra grindahlaupi, sem reyndar er ekki mikið stundað sem keppnisgrein, enn sem komið er. Hér fer á eftir skrá yfir 10 beztu afrekin í hverri grein árið 1974, talan f sviga getur um bezta afrek ársins 1973. Ingunn Einarsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir úr f R. Þessar stúlkur sýndu mjög miklar framfarir s.l. sumar, sérstaklega þó Ingunn sem margbætti Islandsmetin í spretthlaupum og 100 metra grinda- hlaupi. Lilja bætti metið f 800 metra hlaupi. 100 METRA HLAUP: (12,4) SEK Ingunn Eínarsdóttir, ÍR 12,2 Lára Sveinsdóttir, Á 12,5 Erna GuSmundsdóttir, Á 12,6 Sigurlina Gislad., UMSS 13,0 Ásta B. Gunnlaugsdóttir. ÍR 13,0 Ása Halldórsdóttir, Á 13.0 Sigríður Þorvaldsdóttir, UMSS 13,1 Bergþóra Benónýsdóttir, HSÞ 13,1 Oddný Árnadóttir, UNÞ 13,1 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 13,1 200 METRA HLAUP: (25,9) SEK Ingunn Einarsdóttir, ÍR 25,0 hinna ungu og upprennandi frjálsfþróttakvenna. Lára Sveinsdóttir, Á 26,0 Erna Guðmundsdóttir, Á 26,2 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 27,2 Sigrún Sveinsdóttir, Á 27,3 Ása Halldórsdóttir, Á 27,5 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 27,6 Hafdís Ingimarsdóttir. UMSK 27,7 Margrét Grétarsdóttir, Á 28,2 Vilborg Jónsdóttir, HSH 28.1 400 METRA HLAUP: (59,2) SEK Ingunn Einarsdóttir, ÍR 58,0 Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 60,6 Sigrún Sveinsdóttir, Á 61,5 Svandls Sigurðardóttir, KR 62,2 Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK 62,9 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 63.0 Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK 63,8 Ingibjörg ívarsdóttir, HSK 64,8 Anna Haraldsdóttir, FH 65,1 Vilborg Jónsdóttir, HSH 65,3 800 METRA HLAUP (2:17,8) MÍN Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 2:15,1 Ragnhildur Pélsdóttir, UMSK 2:15,9 Sigrún Sveinsdóttir, Á 2:26,2 Anna Haraldsdóttir, FH 2:26,7 Ingibjörg ívarsdóttir, HSK 2:28,0 Svandís Sigurðardóttir, KR 2:31,1 Petrína Sigurðardóttir, HSH 2:34,1 Sigurbjörg Karlsdóttir, UMSE 2:37,2 Guðný Sveinsdóttir, UÍA 2:42,3 Gyða Ásgeirsdóttir, FH 2:45,1 1500 METRA HLAUP: (4:53,7) Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK 4:47,0 Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 5:00,0 Anna Haraldsdóttir. FH 5:02,5 Lilja Steingrfmsdóttir, USVS 5:17,0 Sigurbjörg Karlsdóttir, UMSE 5:45,8 Unnur Pétursdóttir, HSÞ 5:52,9 Svanhildur Karlsdóttir, UMSE5:55,8 Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK.var iðin við að bæta fslandsmetin s.l. sumar. Hún setti met í 800 metra, 1500 metra og 3000 metra hlaupum en Lilja Guðmundsdóttir náði aftur metinu f 800 metra hlaupi. Ragnhildur Friðgeirsd., UMSE6:08.9 Vilborg Björgvinsd , UMSE 6:17,2 Sigurhanna Sigfúsdóttir, HSÞ6:25,2 3000 METRA HLAUP: (10:53,8) Ragnhildur Pálsdóttir UMSK 10:28,2 Lilja Guðmundsdóttir, ÍR 10:52,4 100 METRA GRINDAHLAUP: (15.0) Ingunn Einarsdóttir, ÍR 14,4 Lára Sveinsdóttir, Á 14,7 Sigurlína Gisladóttir, UMSS 16,6 Ragna Erlingsdóttir, HSÞ 16,6 Bergþóra Benónýsdóttir, HSÞ 16,9 Ása Halldórsdóttir, Á 17,3 Laufey Skúladóttir, HSÞ 17,5 Sigrún Sveinsdóttir, Á 1 7,7 Ásta B. Gunnlaugsdóttir. ÍR 18,4 Sólveig Jónsdóttir, HSÞ 18,4 HÁSTÖKK (1.64) Lára Sveinsdóttir, Á 1,65 Marfa Guðnadóttir, HSH 1,60 Björk Eiríksdóttir, ÍR 1,55 Kristin Björnsdóttir. UMSK 1,55 Hrafnh. Valbjörnsdóttir. Á 1,53 Þórdis Gisladóttir, ÍR 1,53 Sigriður Þorsteinsdóttir, HSK 1,51 Lára Halldórsdóttir, FH 1,50 Gréta Ólafsdóttir, UNÞ 1.50 Ása Halldórsdóttir, Á 1,50 LANGSTÖKK: (5,51) Lára Sveinsdóttir, Á 5,68 Ingunn Einarsdóttir, ÍR 5,34 Hafdis Ingimarsdóttir, UMSK 5,25 Ása Halldórsdóttir, Á 5,14 Sigurlina Gisladóttir. UMSS 5,14 Unnur Stefánsdóttir, HSK 5,05 Sigrún Sveinsdóttir, Á 5,05 Björg Kristjánsdóttir, UMSK 4,96 Ása B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 4,95 Ingibjörg Guðmundsdóttir, HSH4.95 KÚLUVARP: (12,61) Guðrún Ingólfsdóttir, USÚ 12,06 Ása Halldórsdóttir, Á 10,44 Sigurlina Hreiðarsd., UMSE 10,40 Sigriður Skúladóttir, HSK 10,06 Halldóra Ingólfsdóttir, USÚ 10,04 Gunnþórunn Geirsdóttir, UMSK9.85 Sveinbjörg Stefánsdóttir, HSK 9,80 Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ 9,73 Anna Stefánsdóttir, HSH 9,72 Björk Ingimundardóttir, UMSB 9,66 | KRINGLUKAST: (36,16) Guðrún Ingóifsdóttir. USÚ 38,22 Ingibjörg Guðmundsdóttir, HSH 33,94 Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ 29,94 Ásta Guðmundsdóttir, HSK 29,84 Dorothea Reimarsdóttir, UMSE 28,12 Sigurlina Hreiðarsd., UMSE 26,96 Úrsúla Kristjánsdóttir, HSH 26,96 Kristín Gisladóttir, HSK 26.38 Halldóra Ingólfsdóttir, USÚ 26,26 Hafdís Ingimarsdóttir, UMSK 26,06 Guðrún Ingólfsdóttir, US(J. I sér- flokki f kúluvarpi og kringlu- kasti. Náði ekki að bæta kúlu- varpsmet sitt s.l. sumar, en tvf- bætti kringlukastsmetið. Arrnannsstúlkurnar Lára Sveinsdóttir, Ása Halldórsdóttir og Sig- rún Sveinsdóttir. Þær eru f fremstu röð, sérstaklega þó Lára, sem bætti verulega metið f fimmtarþraut og setti met f langstökki s.l. sumar. SPJÓTKAST: (39,18) Arndis Björnsdóttir, UMSK 33,40 Marta Guðnadóttir, HSH 31,70 Svanbjörg Pálsdóttir, ÍR 31,64 Svanbjörg Pálsdóttir, ÍR 31,64 Valgerður Guðmundsd., HVl 31,52 Gréta Ólafsdóttir, UNÞ 30,40 Sigrún Benediktsd., USÚ 30,14- Sólveig Þráinsdóttir, HSÞ 30,06 Guðrún Jónsdóttir, KR 29,98 Hafdis Ingimarsd., UMSK 29,28 Björk Eiriksdóttir, ÍR 28,32 FIMMTARÞRAUT: (3573) Lára Sveinsdóttir, Á 3731 Ingunn Einarsdóttir, ÍR 3638 Ása Halldórsdóttir, Á 3135 Sigrún Sveinsdóttir, Á 3063 Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 2687 Björk Eirfksdóttir, ÍR 2474 Ingibjörg Guðmundsd., HSH 2448 Marfa Guðnadóttir, HSH 2392 Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK 2318 Anna Haraldsdóttir, FH 2229 Arndfs Björnsdóttir, UMSK — bezt í spjótkasti eins og undan- farin ár, en var nokkuð frá sínu bezta. Lágmörk fyrir EM unglinga DAGANA 22. til 24. ágúst næsta sumar fer fram Evrópumeistaramót unglinga i frjálsum iþróttum i Aþenu. Hver þjóð má senda einn keppanda i hverja grein, án þess að hann nái sérstöku lágmarki, en til þess að senda tvo keppendur i grein verður að ná eftirtöldum lágmörkum: Drengir f. 1 956 og síðar: 100 metra hlaup: 10,6 sek. 200 metra hlaup: 21,6 sek., 400 metra hlaup: 48,4 sek. 800 metra hlaup: 1:52,0 mín. 1 500 metra hlaup: 3:51,0 mín. 3000 metra hlaup: 8:25,0 min. 5000 metra hlaup: 14:45,0 min. 2000 m hindrunarhlaup: 5:50,0 min. 110 metra grindahlaup: 14,8 sek. 400 m grindahlaup: 53,8 sek. Hástökk: 2,03 metr. Langstökk: 7,30 metr. Stangarstökk: 4,70 metr. Þristökk: 15,20 metr. Kúluvarp: 16,00 metr. Kringlukast: 50,00 metr. Sleggjukast: 58,00 metr. Spjótkast: 70,00 metr. Tugþraut: 6600 stig. STÚLKUR F. 1957 OG SÍÐAR: 100 metra hlaup: 11,9 sek. 200 metra hlaup: 24,5 sek. 400 metra hlaup: 55,8 sek. 800 metra hlaup: 2:11,0 min. 1 500 metra hlaup: 4:30,0 mín. 100 metra grindahlaup: 14,2 sek. Hástökk: 1,72 metr. Langstökk: 6.00 metr. Kúluvarp: 14,00 metr. Kringlukast: 46,00 metr. Spjótkast: 48,00 metr. Fimmtarþraut: 3800 stig. Þessum árangri verður að ná á tímabilinu frá 1. marz 1975 til 12. ágúst. FRÍ mun ekki setja sérstök lágmörk, en telur æskilegt, að is- lenzkir unglingar nái áðurnefndum lágmörkum til að koma til greina sem keppendur íslands á mótinu. (Fréttatilkynning frá FRÍ)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.