Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975
TVEIB YFIRBIIRÐASIGRAR
ÍSLENZKU LANDSUÐSKVENNANNA
ISLAND sigraði Bandaríkin f
tveimur kvennalandsleikjum um
síðastliðna helgi. Voru þetta
fyrstu landsleikir bandarísku
stúlknanna og greinilegur
byrjendabragur á leik þeirra.
Eigi að sfður verður ekki annað
sagt en að þær byrji sfna lands-
leiki betur en bandarfska karla-
landsliðið er það kom fyrst
hingað til keppni fyrir ekki svo
mörgum árum og lék þá hand-
knattleik, sem mun meira var f
ætt við körfuknattleik en hand-
bolta.
Það er erfitt að dæma fslenzka
liðið eftir þessum tveimur leikj-
um, mótstaðan var ekki nógu mik-
il til að stúlkurnar þyrftu að taka
virkilega á honum stóra sfnum.
Eigi að sfður er greinilegt að fs-
lenzka liðið er nokkuð vel samæft
og f þessum landsleikjum sást
ýmislegt sem ekki sést f leik fs-
lenzkra félagsliða f kvennahand-
knattleik.
1 fyrri leiknum tókst liðinu til
að mynda mjög vel að opna fyrir
ifnuleikmennina og meira en
helmingur marka liðsins kom eft-
ir slfkar opnanir. 1 sfðari leiknum
tókst þetta ekki eins vel og f báð-
um leikjunum oliu langskytt-
urnar nokkrum vonbrigðum.
Varnarleikur liðsins var góður f
báðum leikjunum og sömuleiðis
markvarzlan. Sóknarleikur þeirra
bandarfsku var heldur ekki sá
beittasti, sem hér hefur sézt, né
skotin þau föstustu.
BARNINGUR 1 BYRJUN FYRRI
LEIKSINS, EN SlÐAN 21:8
Það vantaði ekki stríðsöskrin
hjá þeim bandarisku áður en
fyrri leikurinn hófst í Laugardals-
höllinni á föstudagskvöldið. Að
þeim loknum hófst leikurinn og
til að byrja með var nokkurn veg-
inn jafnt á með liðunum. Til að
mynda var staðan 4:3 eftir 11 mfn-
útna leik. öll fjögur mörk ís-
lenzka liðsins hafði Guðrún Sigur-
þórsdóttir skorað á svipaðan hátt
af línunni. Þá fyrst fór hinn hluti
islenzka liðsins í gang og staðan
breyttist í 8:3 og síðar 11:5 áður
en hálfleiknum lauk.
I síðari hálfleiknum skoraði
bandariska liðið aðeins þrjú mörk
gegn 10 mörkum þess islenzka og
úrslitin urðu þvi 21:8. I seinni
hálfleiknum gætti talsverðrar
ónákvæmni í leik íslenzku stúlkn-
anna. Vissulega óþarfrar, en þó
afsakanlegrar ónákvæmni, því
það er vissulega ekkert gaman að
leika gegn svo mun lakari and-
stæðingum sem þær bandarisku
vissulega voru.
I fyrri leiknum var það einkum
Guðrún Sigurþórsdóttir, sem átti
góðan leik, en engin hinna stóð
sig heldur illa. Björg Jónsdóttir
gerði t.d. margt mjög laglegt í
leiknum og Arnþrúður gerði tvö
gullfaileg mörk úr hornunum.
Markverðirnir stóðu báðir vel
fyrir sínu og einkum þó Gyða
Ulfarsdóttir í FH.
Mörk bandarfsku stúlknanna
gerðu þær Lillis (4), Eckert (2)
og Forest (2) voru þær jafnframt
beztar í liðinu og í rauninni þær
einu sem almennilega drógu að
markinu.
Mörk islenzka liðsins gerðu:
Guðrún 7, Björg, Sigrún og Arn-
þrúður 3 mörk hver, Guðbjörg 2,
Erla, Hansína og Oddný 1 hver.
Leikinn dæmdu þeir Björn
Kristjánsson og Öli Olsen ágæt-
lega.
SEINNI LEIKURINN:
MJÖG GÓÐUR FYRRI
HÁLFLEIKUR, LEIKI.EYSA
1 ÞEIM SlÐARI
Það er sjaldgæft að lið nái að
halda marki sinu hreinu í nær því
heilan hálfleik i handknattleik.
Sú varð þó raunin í seinni leik
Islands og USA sem fram fór i
Iþróttahúsinu í Njarðvíkum á
sunnudaginn. I heilar 23 minútur
skoruðu bandarisku stúlkurnar
ekki mark, meðan þær íslenzku
sendu knöttinn 9 sinnum i netið
að baki bandaríska markvarðar-
ins. þá loks kom að því að gest-
irnir skoruðu sitt fyrsta mark og
sannast sagna kom það með
nokkuð sorglegum hætti. Sigrún
Guðmundsdóttir varði ágætt
bandarískt skot i vörninni, breytti
stefnu knattarins og Þórdís í
markinu var ekki nógu snögg að
átta sig á breyttri stefnu knatt-
arins.
Var þetta eina mark bandariska
liðsins í fyrri hluta leiksins og í
— Svona engin læti, ég er með boltann, gæti Sigrún hafa sagt við pa
bandarfsku, sem lætur sér þó ekki segjast og reynir hvað hún getur
til að ná knettinum.
hálfleik var staðan 10:1. Hafði
íslenzka liðið leikið vörnina mjög
vel, en í sókninni hins vegar gert
of mörg mistök til að hægt sé að
hrósa liðinu fyrir þann hluta
leiksins.
1 síðari hálfleiknum héldu þær
bandarisku í við íslenzka liðið
lengi vel. Var það fyrst og fremst
vegna skipulagsleysis í leik ís-
lenzka liðsins og stóðu sóknar-
loturnar flestar aðeins í fáar sek-
úndur. Um miðjan seinni hálf-
leikinn breytti þó um til hins
betra og munurinn jókst á ný.
Urslitin urðu 19:5 — yfirburða-
sigur.
Bestan leik í íslenzka liðinu að
þessu sinni áttu þær Erla Sverris-
dóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.
Þórdís Magnúsdóttir stóð í mark-
inu lengst af leiktímanum og
varði vel, en að visu ekki um erfið
skot að ræða. Guðbjörg Jónsdóttir
úr 2. deildarliði IBK kom undir-
rituðum á óvart í leikjunum
tveimur og sýndi að hún á fylli-
lega heima í landsliðinu. Það
vakti athygli í síðari leiknum að
Guðrún Sigurþórsdóttir, sem
hafði skorað 7 mörk í fyrri viður-
eigninni skoraði ekki eitt einasta
mark. Sömu sögu er að segja um
Arnþrúði Karlsdóttur, en hún var
reyndar lítið notuð.
Mörk bandaríska liðsins í leikn-
um á sunnudaginn skoruðu Clant-
on og Eckert tvö hvor og Forest 1.
Mörk Islands gerðu: Sigrún 5,
Erla 4, Björg og Oddný 3 hvor,
Hansína, Svanhvít og Guðbjörg 1
hver.
Það er ekki úr vegi að bæta því
við hér að lokinni upptalningunni
um markaskorara að íslenzka lið-
ið misnotaði hvorki meira né
minna en 29 upphlaup í leiknum.
19 upphlaup nýtt, 29 misnotuð,
slæm nýting það stúlkur!
Leikinn á sunnudaginn dæmdu
Karl Jóhannsson og Hannes Þ.
Sigurðsson og gerðu ekki mikið af
mistökum.
— áij.
Það eru ekki blíðar móttökur sem Björg Jónsdóttir fær hjá bandarfsku handknattleiksstúlkunum, að
henni er sótt úr öllum áttum (Ijósm. Friðþjófur).
TOLVA
NOTUÐ
VWAÐ
VEUA
LIÐIÐ
Handknattleikur er Iþrótt,
sem ekki hefur verið iðkuð I
mörg ár í Bandarfkjunum.
Kvennahandknattleikur hefur
verið enn minna iðkaður en
handknattleikur karla og
landsleikir bandarlsku stúlkn-
anna við þær íslenzku voru
fyrstu landsleikir þeirra.
Árangurinn var hvorki betri
né verri en við var búist, þær
eiga mikið ólært en eru greini-
lega á réttri braut.
Bandarfska liðið er valið á
nokkuð sérstakan hátt, en ef
til vill ekki svo vitlausan. 1
haust var nokkrum þúsundum
bandarfskra íþróttakennara
kvenna sendur spurningalisti
þar sem þær voru spurðar
hinna ólíklegustu spurninga.
Tölva vann svo úr þessum svör-
um og að tölvuúrvinnslunni
lokinni var valinn nokkuð stór
hópur til æfinga með fyrsta
kvennalandsliðið USÁ f hand-
knattleik. Hópur þessi æfði
síðan saman f tvær vikur áður
en endanlegt lið til Islands-
ferðarinnar var valið.
Með þessu móti fá forystu-
menn handknattleiksmála í
Bandaríkjunum tvennt. Þeir
fá stúlkur til að iðka hand-
knattleik, sem þegar hafa
áhuga fyrir íþróttum og eru
ekki algjörir byrjendur í
iþróttum. 1 öðru lagi glæða
þeir áhuga hjá íþróttakennur-
um sem svo er lagið að koma
íþróttinni inn f skólana.
— áij
Sigrún sló landsleikjametið
Sigrún Guðmundsdóttir,
handknattleikskona úr Val, lék
á sunnudaginn sinn 18. lands-
leik. Sló hún þar með met það
sem Rut Guðmundsdóttir,
markvörður úr Ármanni, átti
og var orðið nokkurra ára
gamalt, hún lék 17 landsleiki.
Þá lék Hansfna Melsted, fyrir-
liði kvennalandsliðsins, á
sunnudaginn sinn 17. leik og
jafnaði þar með met Rutar.
Islenzka liðið f leikjunum
tveimur var skipað eftirtöldum
stúlkum: Gyðu Ulfarsdóttur,
FH, Jónínu Kristjánsdóttur,
KR, Þórdísi Magnúsdóttur,
Víkingi, Sigrúnu Guðmunds-
dóttur, Val, Erlu Sverrisdóttur,
Ármanni, Guðrúnu Sigurþórs-
dóttur, Armanni, Hjálmfrfði
Jóhannsdóttur, KR, Hansfna
Melsted, KR, Ragnheiði
Blöndal, Val, Björgu Jónsdótt-
ur, Val, Svanhvíti Magnúsdótt-
ur, FH, Oddnýju Sigsteinsdótt-
ur, Fram, Árnþrúði Karlsdótt-
ur, Fram, Guðbjörgu Jónsdótt-
ur, lBK, Jóhönnu Halldórsdótt-
ur, Fram.
GEGN BANDARISKUM BYRJENDUM