Morgunblaðið - 07.01.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
23
Gunnar G. Schram, prófessor:
einnig allan innflutning samskon-
ar vöru frá öllum öðrum löndum.
Orðrétt er greinin svohljóðandi:
„Samningsaðili skal ekki beita
banni eða höftum gegn innflutn-
ingi neinnar vöru frá landsvæði
annars samningsaðila eða gegn
útflutningi neinnar vöru til land-
svæðis annars samningsaðila,
nema innflutningur samsvarandi
vöru frá öllum öðrum löndum eða
útflutningur samsvarandi vöru til
allra annarra landa sé bannaður
eða háður höftum á samsvarandi
hátt.“
Hér er undirstrikað að jafnvel
þótt innflutningsbann kunni eða
forðast þróun, er kynni að stofna i
hættu hagkerfum þeirra eða hag-
kerfum annarra þjóða.
d) halda áfram aðgerðum sín-
um til að draga úr eða afnema
takmarkanir á skiptum varnings
og þjónustu og greiðslum, og við-
halda og auka frjálsa hreyfingu
fjármagns."
Hér hefur Vestur-Þýzkaland
undirgengizt þá ótviræðu skyldu
að forðast að framkvæma nokkuð
það, sem stofnað gæti hagkerfi
tslands i hættu og jafnframt
skuldbundið sig til að afnema
hömlur á viðskiptum með varning
við aðildarríkin, þ. á m. Island.
Löndunarbannið
í Vestur- Þýzkalandi
og lögmæti þess
Svo sem kunnugt er var vestur-
þýzki togarinn „Arcturus" tekinn
að ólöglegum veiðum innan ís-
lenzku fiskveiðilögsögunnar þann
24. nóvember siðastliðinn. Nokkr-
um dögum seinna lýstu stjórnir
norðvesturfylkja landsins yfir
löndunarbanni á íslenzkum fiski í
vestur-þýzkum höfnum og var
fullt samráð haft við samtök vest-
ur-þýzkra togaraeigenda um
þessa ráðstöfun. Enn var hér þó
aðeins um hálfopinbera ráðstöfun
að ræða, þar sem vestur-þýzka
sambandsstjórnin í Bonn hafði
ekki látið frá sér heyra um lönd-
unarbannið. En þann 3. desember
sl. tjáði von Schenk, yfirmaður
þjóðréttardeildar vestur-þýzka
utanríkisráðuneytisins, Arna
Tryggvasyni, ambassador Islands
i Bonn, að vestur-þýzka rikis-
stjórnin væri samþykk löndunar-
banninu.
Með þvi að lýsa yfir þessu sam-
þykki sínu skapaði vestur-þýzka
stjórnin sér þjóðréttarlega ábyrgð
á löndunarbanninu, sem fram að
þeim tima hafði ekki verið um að
ræða í málinu. A sínum tima var
ekki um slíka ábyrgð að ræða af
hálfu Bretlands, er löndunarbann
var sett á islenzkan fisk í brezkum
höfnum á öndverðum sjötta ára-
tugnum. Brezka ríkisstjórnin
marglýsti því yfir, að hún stæði
ekki að baki því löndunarbanni,
heldur hafnarverkamenn, og gæti
því ekki borið ábyrgð á því tjóni,
sem það olli islenzkum aðilum.
Hér er hinsvegar öðruvisi að
verki staðið. Þessvegna er ekki úr
vegi að kanna nokkru nánar
hverjar eru afleiðingar þess að
það er rfkisstjórn Sambandslýð-
veldisins, sem sjálf hefur opin-
berlega Iagt blessun sína yfir
þessa fátiðu aðgerð i samskiptum
þjóða, og þá sérstaklega hvernig
þetta atferli komi heim og saman
við þær alþjóðlegu skuldbind-
ingar, og samningsákvæði, sem
Vestur-Þjóðverjar hafa tekizt á
herðar á liðnum árum. Þarf ekki
lengi að lesa áður I ljós kemur að
löndunarbannið brýtur gróflega i
bága við ýmsa alþjóðasamninga,
sem tslendingar og Vestur-
Þjóðverjar eru báðir aðilar að. Af
þvi leiðir að það löndunarbann,
sem hafið var af hálfu vestur-
þýzkra stjórnvalda í byrjun
desember 1974, hlýtur að teljast
fullkomlega ólögmætt og samn-
ingsrof að þjóðarétti.
Ákvæði hins almenna
samkomulags um tolla
og viðskipti (GATT)
Aðild tslands að hinum alþjóð-
legu viðskiptasamtökum, GATT,
gekk i gildi 21. apríl 1968 og var
birt hér á landi 1. júli sama ár.
Vestur-Þýzkaland er einnig aðili
að samtökunum.
Markmið samtakanna er, svo
sem það er skýrt í formála GATT-
samningsins, að aðildarríkin gera
gagnkvæma samninga öllum til
hagsbóta, sem lækki verulega
tolla og dragi úr öðrum viðskipa-
hömlum og afnemi mismunun í
alþjóðaviðskiptum.
I 11. grein samningsins er
fjallað nánar um almennt afnám
viðskiptahafta, þar sem viðskipta-
höft, svo sem innflutningsbann,
eru lýst brot á samningunum.
Orðrétt er greinin svohljóðandi:
„Enginn samningsaðili skal við-
halda eða setja önnur bönn eða
höft en tolla, skatta eða aðrar
álögur, hvort heldur sem er með
kvótum, inn- eða útflutningsleyf-
um eða með öðrum aðgerðum, á
innflutning neinnar vöru frá
landsvæði annars samningsaðila
eða útflutning eða sölu til út-
flutnings neinnar vöru til land-
svæðis annars samningsaðila.“
Hér er lagt blátt bann við þvi að
eitt samningsriki setji innflutn-
ingsbann á afurðir eða vörur frá
öðru samningsríki. A greinin því
beinlinis við að þvi er varðar við-
skiptabann Vestur-Þjóðverja. Það
er tvimælalaust brot á þessu
ákvæði. Að vísu er I fáeinum und-
antekningartilfellum heimilt að
beita innflutningsbanni, m.a. þeg-
ar það er nauðsynlegt til fram-
kvæmda á reglum eða fyrirmæl-
um viðvikjandi flokkun, gæðaeft-
irliti eða sölu vara í alþjóðavið-
skiptum, eða vegna offramleiðslu.
Þessi undantekningarákvæði eiga
hér á engan hátt við og ótvirætt
að hin almenna regla, sem lýsir
innflutningsbönn ólögmæt, hefur
verið brotin.
I 13. grein GATT-samningsins
er síðan fjallað um mismunar-
lausa framkvæmd viðskiptahafta,
þ.e. þeirra hafta, sem lögmætt er
að beita milli samningsaðila í við-
skiptum þeirra. Er þar sett fram
sú meginregla að ekki skuli samn-
ingsaðili beita banni gegn inn-
flutningi neinnar vöru frá einu
samningslandi, nema banna þá
geta talizt lögmætt í vissum tilvik-
um verður þó eitt yfir alla að
ganga i þeim efnum — samnings-
aðila er algjörlega bannað að
leyfa innflutning ákveðinnar
vöru frá einu samningslandi, en
banna innflutning samskonar
vöru frá öðru samningslandi.
Bann gegn innflutningi íslenzks
fisks til Vestur-Þýzkalands á
sama tima og leyft er að flytja til
landsins fisk frá öðrum löndum,
er þvi ólögmætt og skýlaust brot á
ákvæðum 13. greinar GATT-
samningsins. Er það raunar
grundvallarregla, sem gengur
eins og rauður þráður í gegn um
allan GATT-samninginn, að rikj-
um skuli ekki mismunað í við-
skiptum, allir skuli þar njóta
sama réttar. Frá þessari megin-
reglu eru i samningnum leyfðar
takmarkaðar undantekningar
m.a. höft til að vernda greiðslu-
jöfnuð ríkisins, sem inn flytur, en
ekkert þeirra undantekningartil-
vika getur átt við um innflutn-
ingsbann Vestur-Þjóðverja, er
geri það lögmætt.
Er því sú niðurstaða óhjá-
kvæmileg, eftir könnun á ákvæð-
um GATT-samningsins að vestur-
þýzk stjórnvöld hafi brotið gegn
ákvæðum hans, er þau samþykktu
löndunarbannið.
Samningurinn um
efnahagssamvinnu- og
framfarastofnunina
(OECD)
Samningur þessi var fullgiltur
af forseta Islands 28. april 1961 og
gekk I gildi 30. september 1961.
Vestur-Þýzkaland er einnig aðili
að samningi þessum.
I 1. grein samningsins er fjallað
almennt um markmið hans. Er
þar eitt meginmarkmið hans til-
greint á svofelldan hátt, að stofn-
unin skuli:
„stuðla að heilbrigðri efnahags-
legri útþenslu jafnt i aðildarrikj-
um sem þeim, er ekki eru aðilar,
en skemmra eru á veg komin“.
1 2. grein samningsins er siðan
fjallað um skyldur aðildar-
rikjanna. Er þar sagt að til þess að
ná markmiðum samningsins skuli
aðildarríkin hvert um sig og sam-
eiginlega m.a.:
,,c) fylgja stefnu, er miði að því
að ná efnahagslegum vexti og
innra og ytra fjárhagsjafnvægi og
Verður ekki hjá þeirri ályktun
komizt, að með löndunarbanninu
hafi verið gróflega brotið gegn
hinum tilgreindu ákvæðum
OECD-samningsins.
Alþjóðlegar viðskipta-
yfirlýsingar 1974
Þá má enn nefna að Vestur-
Þýzkaland var meðal þeirra ríkja
sem gáfu alþjóðlegar viðskiptayf-
irlýsingar, svonefndar „trade
pledges" bæði innan OECD og
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins á ný-
liðnu ári. Efni þessara yfirlýsinga
var að ríki skyldu forðast að taka
upp ný viðskiptahöft í hvaða
mynd sem væri og stuðla þess í
stað að auknu frjáisræði í við-
skiptum og vörustreymi milli
þjóða.
Mun sá skilningur vart þykja
langsóttur að með löndunarbann-
inu hafi Vestur-Þýzkaland brotið
i bága við anda og efni þessara
viðskiptayfirlýsinga sinna.
Ákvæði viðskipta-
samninga íslands
og Vestur-Þýzkalands
Milli Islands og Vestur-
Þýzkalands voru í gildi tveir við-
skiptasamningar, sá fyrri frá 19.
desember 1950 og hinn siðari frá
20. mai 1954. Neitaði vestur-þýzka
stjórnin að framlengja siðari
samninginn 1958 vegna landhelg-
isdeilunnar, sem þá var nýbyrjuð.
Fyrri samningurinn er hinsvegar
enn I gildi, en hann framlengist
sjálfkrafa eitt ár í senn, ef honum
hefur ekki verið sagt upp af öðr-
um hvorum samningsaðila. Um
slika uppsögn hefur ekki verið að
ræða.
Fyrri málsgrein 2. greinar
þessa samnings er svohljóðandi:
„Hvor samningsaðila mun veita
hinum beztu kjör. öll hlunnindi
ivilnanir eða undanþágur, sem
annar samningsaðilanna veitir, að
þvi er snertir vörur, sem fluttar
eru inn frá einhverju öðru landi,
eða fluttar eru út til einhvers
annars lands, skulu einnig gilda
um allar sams konar vörur, sem
fluttar eru inn frá landsvæði hins
samningsaðilans eða fluttar út
þangað. Þetta skal gilda um tolla,
skatta og sérhver önnur gjöld,
sem lögð eru á í sambandi við inn
eða útflutninginn.“
Með beztukjaraákvæði þessu er
greinilega fram tekið að islenzkar
afurðir sem fluttar eru til Vestur-
Þýzkalands, skulu ekki í neinu
sæta lakari viðskiptakjörum en
afurðir frá öðrum löndum. Með
samningsákvæði þessu er því al-
gjörlega bannað að íþyngja
íslenzkum útflutningi til Vestur-
Þýzkalands — hvað þá að setja
innflutningsbann á íslenzkar vör-
ur, en leyfa innflutning samskon-
ar afurða frá öðrum löndum.
stonfað til nýrra innflutnings-
Fríverzlunarsamning-
urinn milli Islands
og
Efnahagsbandalagsins
Þann 1. april 1973 tók gildi fri-
verzlunarsamningur milli Islands
og Efnahagsbandalagslandanna.
Er markmið hans að fella smám
saman niður tolla og önnur höft í
viðskiptum þessara landa. Segir I
1. grein samningsins að markmiði
þessu skuli náð með þvi að efla
með aukningu gagnkvæmra
viðskipta samfellda þróun efna-
hagssamskipta Islands og EBE
landanna og að stuðla þannig að
efnahagslegum framförum,
bættum lífskjörum og atvinnu-
skilyrðum, aukningu framleiðni
og fjármálalegu jafnvægi á Is-
landi og i Efnahagsbandalaginu. I
öðru lagi að tryggja að viðskipti
samningsaðilanna eigi sér stað á
grundvelli eðlilegrar samkeppni
og loks að stuðla þannig með
afnámi viðskiptahafta að sam-
felldri þróun og aukningu
alþjóðaviðskipta.
I 13. grein samnings þessa er
svofellt ákvæði að finna:
„I viðskiptum Islands og Efna-
hagsbandalagsins verður hvorki
stofnað til nýrra innflutnings-
hafta né annarra ráðstafana, sem
hafa samsvarandi áhrif.“
Að þessu leyti eru ákvæði
samnings þessa hin skýrustu að
þvi er varðar bann við innflutn-
ingshöftum nýjum eða þá inn-
flutningsbanni, í viðskiptum Is-
lands og Vestur-Þýzkalands, sem
er eitt meiriháttar EBE-ríkið.
Hinsvegar er á það að líta, að
ákvæði samnings þessa, sem fjalla
um viðskipti með sjávarafurðir,
(bókun 6), hafa ekki enn komið
til framkvæmda sökum landhelg-
isdeilunnar. Má því með nokkrum
rétti segja að hæpið sé telja Vest-
ur-Þjóðverja hafa brotið gegn
ákvæðum samningsins, þegar um
er að ræða innfluttar sjávaraf-
urðir. En jafn ljóst er, að inn-
flutningsbannið stríðir vitanlega
almennt gegn efni og tilgangi
samningsins i heild sinni.
Lokaorð
Hér hefur nú verið vikið að
ákvæðum nokkurra alþjóðasamn-
inga, sem telja verður að vestur-
þýzka stjórnin hafi brotið, er hún
samþykkti löndunarbannið gagn-
vart Islendingum i nóvember-
mánuði siðastliðnum.
En spyrja má I þessu sambandi:
Leysir það ekki vestur-þýzk
stjórnvöld undan allri ábyrgð I
þessu efni að taka vestur-þýzka
togarans er umdeilanleg að þjóða-
rétti og Vestur-Þjóðverjar hafa
hingað til neitað að viðurkenna 50
mílna fiskveiðilögsöguna? Er það
atferli þeirra að virða að vettugi
framangreind samningsákvæði
ekki vítalaust vegna þessa?
Þessari spurningu verður að
svara afdráttarlaust neitandi.
Jafnvel þótt vestur-þýsk stjórn-
völd hafi neitað að viðurkenna 50
milna lögsöguna og telja töku tog-
arans algjörlega ólögleg^ veitir
það þeim engan rétt til þess að
brjóta skýlaus ákvæði bæði
alþjóðlegra og gagnkvæmra
viðskiptasamninga, sem þeir eru
aðilar að. I samningunum sjálfum
er tæmandi um það fjallað af
hvaða orsökum samningsaðilar
geti gripið til ákveðinna verndar
eða refsiaðgjörða gagnvart öðrum
samningsaðilum. Deilur um mörk
fiskveiðilögsögunnar eru hvergi
meðal þeirra atriða, og því alveg
fráleitt að stik deila geti lög-
helgað samningsbrot á vettvangi
alþjóðlegra viðskiptasamninga.
Deilur um landhelgismál verður
að sækja á öðrum vettvangi.