Morgunblaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 1975
24
Járnsmiðir —
rafsuðumenn
Óskum að ráða nokkra plötusmiði og
rafsuðumenn.
LANDSSMIÐJAN
Trésmiðir
Geta bætt við sig verkefnum. Meistara-
réttindi. Símar 73598 og 40368.
Stúlka vön
afgreiðslustörfum
óskast strax. Uppl. á Sæla Café Brautar-
holti 22 kl. 10—4. Sími 19480 og
19521.
Stúlka óskast
í mötuneyti
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfsbjargar,
Hátúni 12, sími 86133.
Viðgerða- og
varahlutaþjónusta
Volkswa§en bíllinn yðar
þarf minni athugnnar við
en aðrir bílar, og minna
viðhald og það sem skiptir
ef til vill meira máli,
er að við getum nú boðið yður fljóta og örugga
viðgerðarþjónustu, framkvæmda af fagmönn-
um, með fullkomnustu tækjum og Volkswagen
varahlutum, sem trygg/r yður betri endingu og
viðheldur verðgildi Volkswagen bí/sins yðar.
HEKLA hf.
Laugavegi 170—172 — Sími 21240._
Hilmar Haraldsson
húsasmiður - Minning
Þeir atburðir gerast, er minna
okkur á, svo að við verðum
felmtri slegin, hve lítils við megn-
um gegn náttúruöflunum, þegar
orka þeirra leysist úr læðingi og
synir og dætur þessa lands láta
lífið án þess við verði ráðið. Og
þetta gerist á sama tíma og næst-
um yfirnáttúrleg tækniþróun á
sér stað og aflmikil orka er
beizluð I þjónustu mannsins.
Og þrátt fyrir hina miklu tækni
og visindi verðum við að horfa
ráðþrota á lífsþyrst ungmenni,
sem á þá ósk heitasta að fá að lifa
og búa eiginkonu sinni og börnum
gott heimili og athvarf, kveðja
þetta líf. Engin þekking reyndist
nógu mikil til hjálpar ungum
manni til þess að sigrast á löngum
og erfiðum sjúkdómi og lífsþrótt-
urinn þvarr með styttingu
daganna.
Hilmar Haraldsson húsasmiður
andaðist 29. des. 1974 eftir langa
og erfiða legu. Hann var fæddur
13. júlí 1944 og var því liðlega 30
ára er hann lézt. Hilmar fæddist
að Laufási í Vogum, sonur hjón-
anna Sigurbjargar Kristjánsdótt-
ur og Haralds Teitssonar, er þar
voru búsett. Hann ólst upp hjá
foreidrum sínum en þó má segja
að hann ætti annað heimili að
Höfða í Kirkjuhvammshreppi hjá
föðursystur sinni, Jakobínu Teits-
dóttur, og manni hennar Páli
Guðmundssyni. Hjá þeim var
Hilmar á hverju sumri frá 4 ára
aldri og fram yfir fermingu.
Þegar Hilmar hafði aldur til hóf
hann nám í blikksmíði og lauk því
árið 1965. Vann við þá iðn næstu
árin en fór síðan í húsasmíðanám
og lauk því árið 1970. Og prófi frá
meistaraskólanum lauk hann s.l.
vor, enda þótt hann þá þegar væri
um nokkurt skeið búinn að stríða
við þann sjúkdóm, sem leiddi
hann til dauða.
Hilmar kvæntist 26. febrúar
1966 Margréti Þorláksdóttur frá
Arnardranga i Landbroti, Vestur-
Skaftafellssýslu, og lifir hún
mann sinn ásamt fjórum börnum
þeirra á aldrinum 3ja til 12 ára.
Vil kaupa góðan
vinnuskúr
Upplýsingar í síma 21030.
1. vélstjóra
vantar á 250 tonna loðnuskip. Upplýsingar í
síma 74265.
1UN3
Kennt
verður:
Barnadansar
Táningadansar
Stepp Jazzdans
Samkvæmis- og
gömlu dansarnir
Jutterbug og rokk
Innritun
stendur yfir
í síma 74260
frá kl. 10-7
Kennum yngst 2ja ára.
Síðasti innritunardagur.
Skólinn hefst 7. janúar.
Kennslu-
staðir:
Safnaöarheimili
Langholtssóknar
Ingólfskaffi
Lindarbær, uppi
Rein, Akranesi
Samkomuhúsiö
Borgarnesi
D.S.I.
Ung stofnuðu þau Hilmar og
Margrét heimili sitt. Abyrgðin,
sem því fylgdi, krafðist þess að
hart væri lagt að sér. Og það var
gert óhikað. Hilmar var góður og
dugmikill starfsmaður, fylginn
sér og ósérhlífinn. Vinnudagur-
inn var oft langur, bæði vegna
öflunar tekna og skólanáms.
Hverja stund þurfti því að nota til
hins ítrasta. Og Hilmar var einn
þeirra manna, sem átti erfitt með
að neita, þegar hann var beðinn
um hjálp og vildi það æði oft
ganga út yfir hvildartímann,
þegar hann var að leysa annarra
vanda.
Þau hjónin voru að byggja sér
íbúðarhús að Hlaðbrekku 6 í
Kópavogi. Voru þau flutt í
kjaliara hússins en hæðin var í
smiðum. Vann Hilmar þar þær
stundir, sem hann mátti og lagði
hart að sér til þess að koma
byggingunni áfram meðan
heilsan entist. Naut stuðnings
samhentrar eiginkonu, sem
reyndi að vinna utan heimilis
hverja stund sem hún gat komið
því við.
Og nú er önnur máttarstoð
heimilisins að Hlaðbrekku 6
brostin. Þungur harmur er kveð-
inn að eiginkonu og börnum,
foreldrum og tengdaforeldrum og
öllum öðrum, sem tengdir voru
f jölskyldu- og vinaböndum hinum
hógværa og geðprúða látna
manni. Við skiljum ekki slík örlög
og eigum erfitt með að sætta okk-
ur við, þegar heilsteypt og dug-
andi fólk er kallað í burtu frá
miklu verkefni löngu fyrir aldur
fram. Það er sárt, er sterkir lífs-
þræðir slitna og sá sársauki væri
óbærilegur, ef við í sorginni fynd-
um ekki nálægð þeirrar almættis-
handar, sem svo mikið gaf og gef-
ur. Við minnumst góðs drengs og
biðjum honum og þeim, sem hon-
um þótti vænt um blessunar guðs.
Páll V. Daníelsson
FélM5líf
I.O.O.F. Rb. 4 = 124178'/2 —
□ Hamar 59751 78 — Frl.
Aðalfundur
Fimleikadeildar KR verður haldinn
mánudaginn 13.1 I félagsheimili
KR kl. 8.30.
Kvenfélag Árbæjarsóknar
Fundur verður þriðjudaginn 7.
janúar í Árbæjarskóla kl. 20:30.
Spilað verður bingó.
Allar konur velkomnar.
Stjórnin.
Kvenstúdentar
Munið opna húsið að Hallveigar-
stöðum, miðvikudaginn 8. janúar
milli kl. 3 og 6.
Fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Stjórnin.
Kvenfélag Kópavogs
Leikfimin hjá kvenfélagi Kópavogs
byrjar aftur 9. janúar kl. 8 á sama
stað.
Uppl í síma 41 853 — 41726.
Nefndin.