Morgunblaðið - 07.01.1975, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
27
konu og dóttur og veiti þeim styrk
í þeirra sáru raun. En sú er hugg-
un harmi gegn. Minningin um ást-
kæran maka og föður er bíður
þeirra á ströndinni handan lífs og
dauða.
Arnþrúður og Einar Reynis.
Ragnar Jóhannesson var fædd-
ur að Hólum í Öxnadal 16. maí
1905. Foreldrar hans voru
Jóhannes Sigurðsson bóndi á
Engimýri Mikaelssonar, Árna-
sonar skálds á Skútum á Þela-
mörk, Sigurðssonar og Guðný
Jónsdóttir, sem lengi bjuggu á
Engimýri í öxnadal, þar sem
Ragnar ólst upp í stórum syst-
kinahópi.
Þann 30. april 1933 gekk
Ragnar að eiga Margréti Jósefs-
dóttur, Björnssonar, fyrrv. skóla-
stjóra á Hólum í Hjaltadal. Lifir
hún mann sinn ásamt einkadóttur
þeirra, Brynhildi.
Ragnar réðst til Sambands ísl.
samvinnufélaga 2. desember
1955. Þar vann hann síðan til
dauðadags. I verðlagningardeild
Sambandsins unnum við saman
siðustu árin.
Það hefur verið siður í Sam-
bandinu sl. tuttugu og átta ár, að
starfsmennirnir hafa komið sam-
an á aðfangadag jóla að afloknu
starfi til þess að minnast
sameiginlega fæðingar frels-
arans. Forstjórinn hefur þá lesið
jólaguðspjallið og flutt jólahug-
leiðingu og við höfum sungið jóla-
sálma. Starfsmenn Sambandsins
hafa notið þessarar einföldu og
einlægu helgistundar.
Siðastliðinn aðfangadag kom-
um við saman að loknu starfi,
samkvæmt venju. Ragnar lék þá
undir sálmasönginn, eins og svo
oft áður. Einhvern veginn fannst
mér undirspilið óvenjulega hug-
ljúft í þetta sinn. Ég hafði orð á
þessu við Ragnar á eftir, um leið
og við kvöddumst með jólaóskum.
Mér fannst, að ég þyrfti að þakka
honum sérstaklega fyrir þetta
núna. Ekki vissi ég þá, að þetta
yrði síðasta kveðjustundin okkar
á þessari jörð.
Ragnar var að mörgu leyti
óvenjulegur maður. Honum var
svo margt til lista lagt. Eiginlega
fannst mér hann hafa flesta þá
kosti til að bera, sem einn mann
mega prýða. Hann var mjög góður
hagyrðingur. Hagmælskan var
honum i blóð borin. Hann var
bæði fljótur og vandvirkur.
Aldrei stóð á svari, ef til hans var
beint stöku, og tafði það þá ekki
fyrir honum, þótt dýrt skyldi
kveðið. Söngeyra átti hann afar
næmt, lék á hljóðfæri, samdi lög
og var ágætur söngmaður. Ragnar
var góður smiður og lék allt í
höndum hans. Hann var og ágæt-
ur skrifstofumaður, samvisku-
samur og traustur. Á heimili
þeirra Margrétar og Ragnars, að
Móaflöt 21 i Garðahreppi, var gott
að koma. Þar bar allt vott um
sérstaka smekkvísi þeirra hjóna,
úti sem inni. Þar ríkti gestrisni og
hlýhugur.
I daglegri umgengni var
Ragnar hvers manns hugljúfi.
Alis staðar, þar sem hann kom,
vakti hann ánægju og gleði með
sinni léttu og græskulausu
gamansemi. Ég minnist sérstak-
lega morgunstundanna, þegar
hann kom inn til min og tyllti sér
niður með kaffibollann sinn. Þá
birti í herberginu. Við litum upp
frá vinnunni stutta stund og
röbbuðum saman. Oft flutu þá
vísur með. Og eitt er vist, að
aldrei fór hann svo út frá mér, að
hann skildi ekki eftir birtu og yl,
sem entist mér það sem eftir var
dagsins.
Ég veit, að ég mæli fyrir munn
allra samstarfsmanna Ragnars I
Sambandinu og fleiri, þegar ég
segi: Hafi hann kæra þökk fyrir
samstarfið og allt gott á liðnum
árum. Þótt hann sé nú farinn frá
okkur, munum við ætíð geyma i
þakklátum huga ljúfar minningar
um góðan dreng.
Við hjónin vottum ykkur,
Margrét og Brynhildur, og öðrum
vandamönnum, okkar dýpstu
samúð. Megi góður Guð blessa
ykkur og styrkja.
Björn Guðmundsson.
„Vinir minir fara fjöld — “. Svo
kvað Hjálmar og reynir það hver
sá, er háum aldri nær. Og ekki
þarf aldraður maður að undrast,
þótt jafnaldrar hverfi honum
einn og einn á bak við tjaldið, sem
heimana skilur að. Engu að síður
verður honum oft bilt við hel-
fregnina. Þannig fór mér, er ég
siðasta jóladag frétti lát
fermingarbróður míns, Ragnars
Jóhannessonar, sem þann hátíðis-
dag kvaddi jarðlífið skyndilega.
Hann hafði farið til vinnu sinnar
að morgni aðfangadags og unnið
þar til hádegis, og um kvöldið var
hann heima með f jölskyldu sinni
án þess að kenna sér meins. Eng-
an grunaði, hvað beið við næsta
leiti. Við sjáum litið fram. Guði sé
lof fyrir það.
Við Ragnar kynntumst fyrst, er
við gengum til fermingarundir-
búnings til séra Theódórs Jóns-
sonar á Bægisá, en betur þó tveim
árum síðar, þegar við vorum sam-
an á 8 vikna skóla eða námsskeiði
hjá Bernharð Stefánssyni al-
þingismanni á Þverá í öxnadal.
Þessi æskukynni nægðu til þess
að vináttuböndin slitnuðu aldrei,
þó að siðar á ævinni liðu oft ár
milli samfunda. En fleira studdi
það, m.a. kenndi ég dóttur hans i
barnaskóla á Akureyri og einnig
síðar hér í Reykjavik.
Ragnar Jóhannesson var fædd-
ur og uppalinn i öxnadal, gegnt
Hraundranga. Faðir hans,
Jóhannes Sigurðsson, var og bor-
inn Öxndælingur. Hann er dáinn
fyrir allmörgum árum, en móðir
Ragnars er enn á lifi 94 ára að
aldri. Hún heitir Guðný Jónsdótt-
ir og er ættuð úr Eyjafirði. Hún
var náskyld Stefáni Bergssyni,
föður Bernharðs alþm. og alin
upp hjá honum og konu hans,
Þorbjörgu Friðriksdóttur. Þau
hjónin áttu þrjú börn: Rann-
veigu, Steingrím og Bernharð.
Voru þau sem systkin Guðnýjar
og minntist hún þeirra, er hún
skyldi velja syni sínum nafn,
þeim er hér er sagt frá. Hann hét
fullu nafni: Ragnar Bernharð
Steingrímur.
Foreldrar Ragnars hófu búskap
að Hólum, og mun Ragnar vera
fæddur þar, en fluttust síðar eina
bæjarleið að Engimýri og bjuggu
þar nær 30 ár. Engimýri stendur
rétt fyrir framan hólana og er nú
efsti eða fremsti bær í Öxnadal,
en svo var ekki á uppvaxtarárum
Ragnars. Þá munu hafa verið 24
bæir byggðir i dalnum, nú eru
þeir 12. Engu að síður mun
afrakstur þessara fáu búa vera
meiri nú en af helmingi fleiri
byggðum bólum fyrir hálfri öld.
Hitt er augljóst, að félagslif innan
þessarar litlu sveitar er með öðru
móti og fátæklegra.
Þeim Engimýrarhjónum fædd-
ust alls 10 börn, og náðu 7 þeirra
fullorðinsaldri. Engimýri er í
þjóðbraut og var jafnan gest-
kvæmt á heimilinu — oft nætur-
gestir. Norðurlandspóstur átti
leið þar um og fór ekki framhjá,
oft gisti hann þar á vesturleið.
Venjulega voru einhverjir í fylgd
með póstinum.
Ekki gátu foreldrar Ragnars
talizt efnaðir, en þó bjargálna.
Barlómur átti þar ekki athvarf,
heimilislífið var frísklegt — var
oft glatt á hjalla í litlu, tvíhólfuðu
baðstofunni. Systkinahópurinn
var samstæðurf mannvænlegur,
glaðsinna. Húsbóndinn var ágæt-
ur hagyrðingur og kastaði oft
fram vísum við ýmis tækifæri,
gerði á þann hátt oft gaman úr
alvörumálum. Fengu sum börnin
hans þar einhvern arfahluta, en
Ragnar áreiðanlega drýgstan.
Hann var vel skáldmæltur, en lít-
ið bar á því framan af ævinni. Á
seinni árum var oft leitað til hans,
ef senda þurfti vel orðað skeyti
eða henta þótti að láta ijóð fylgja
tækifærisgjöf, og brást hann þá
jafnan vel við. Söngtexta samdi
hann stundum, ef þörf var á, t.d.
er eftir hann erindið „Manstu
ekki, vina, okkar fyrsta fund?“,
sem Smárakvartettinn á Akureyri
syngur. Það er ekki á allra færi,
þótt hagyrðingar kallist, að yrkja
góðar sléttubandavísur. Hér er
ein af þeirri gerð eftir vin minn,
Ragnar:
„Getur þíða sunnan senn
sönginn víða borið.
Vetur stríðan eftir enn
yljar blíða vorið“.
Tónlistarhæfileikar komu einn-
ig fram hjá þeim Engimýrarsyst-
kinum. Er mér tjáð, að þá megi
rekja fremur til móður en föður.
Þar náði Ragnar einnig lengst
eins og i hagmælskunni. Hann var
ekki gamall né hár í lofti, er hann
lék á harmóniku fyrir dansi.
Seinna lærði hann að spila á orgel
m.a. hjá hinum kunna organleik-
ara og söngstjóra, Magnúsi Ein-
arssyni á Akureyri, en löngu siðar
naut hann tilsagnar Páls Isólfs-
sonar.
Þó að þröngt væri setinn bekk-
urinn i Engimýri, var hægt að
koma þar fyrir orgeli, og eftir að
það kom á heimilið, var það ekki
látið ónotað, og fóru fleiri hönd-
um um nótur þess en Ragnar
einn. Er hann kvæntist, lagði kon-
an píanó í búið, og voru þá tvö
hljóðfæri á heimilinu um tima.
Orgelinu var síðar fargað, en án
hljóðfæris gátu þau hjónin ekki
hugsað sér heimilið. Ragnar tók
talsverðan þátt i sönglífi, söng
m.a. í kórum á Akureyri og viðar.
Kirkjuorganleikari var hann við
tvær kirkjur um nokkur ár er
hann átti heima á Vatnsleysu í
Skagafirði. Mörg lög samdi hann
og skrifaði niður, en ekki veit ég
til þess að gefið hafi verið út
nema eitt, Hallarfrúin (textinn
eftir Davíð Stefánsson).
Ragnar Jóhannesson var maður
fjölhæfur, kom það fram víðar en
í hagmælsku og tónlist. Hann var
smiður svo góður, að ekki sér mun
á mörgum þeim hlutum, sem
hann smiðaði, og verkum full-
lærðra smiða margra. Fyrir 8
árum keypti hann fokhelt ein-
býlishús á Móaflöt 21. Innan-
hússmíði i þvi húsi er að
miklu leyti hans verk, þar á
meðal eldhúsinnréttingin,
og hef ég ekki séð nokkur
missmíði þar á. A heimilinu má
einnig sjá ýmsa smáhluti smekk-
lega og haglega gerða af honum.
Mér er kunnugt um, að föður-
frændur Ragnars sumir voru lag-
hentir menn, sem kallað er, en
ekki veit ég tii þess, að hann hafi
fengið kennslu í smíðum utan
það, sem kann að hafa verið kennt
i bændaskólanum á Hólum, þegar
hann var þar. Hann sá jafnan svo
um, eftir að hann eignaðist eigin
íbúðir, að einhvers staðar i hús-
rýminu væri staður, þar sem hann
gæti haft aðstöðu til smiða. Þau
hjón voru samvalin um fágun og
snyrtimennsku á heimili bæði
innan húss og utan. Tvisvar hafa
þau fengið verðlaun fyrir ræktun
og umgengni á lóðum sínum.
Sjálfur var Ragnar jafnan
snyrtilegur í háttum og klæða-
burði. Smár var hann vexti en
svaraði sér vel. Svipur
hans var bjartur og yfirbragð
hressilegt. Hann var liðlega vax-
inn, enda góður leikfimimaður og
gliminn þegar á ungum aldri. Var
gaman að sjá hann verjast sér
miklu stærri og sterkari mönnum.
Starfsævi Ragnars var í sam-
ræmi við fjölbreytta hæfiieika
hans. Hann gekk þar ekki alltaf
eina og sömu götu. Eins og áður
getur, stundaði hann nám við
bændaskólann á Hólum og siðan í
íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar
i Haukadal. Að þvi loknu gerðist
hann kennari i leikfimi við Hóla-
skóla, en mun reyndar hafa kennt
þar eitthvað fleira. A þeim árum
kynntist hann eftirlifandi konu
sinni, Margréti, dóttur Jósefs
Björnssonar, hins þjóðkunna
kennara og skólastjóra á Hólum.
Þau giftust árið 1933 og hófu þá
búskap á föðurleifð konunnar,
Vatnsleysu, og ásamt með foreldr-
um hennar. Eftir 8 ára búskap
þar brugðu þau ráði sínu og flutt-
ust til Akureyrar. Þar fékk Ragn-
ar þegar starf hjá Kaupfélagi Ey-
firðinga, en siðasta árið rak hann
eigin verzlun, sem hann gaf nafn-
ið Drangey.
Eftir 13 ára dvöl á Akureyri lá
leiðin til Reykjavikur. Ragnar réð
sig þar til skrifstofustarfa hjá
SlS, og þar vann hann til hinzta
dags. Siðasta verk hans var að
leika jólalög á hljóðfærið fyrir
starfsfólkið. Það var fyrir hádegi
á aðfangadag. Þannig kvaddi
hann vinnustað og samstarfsfólk.
Þá var ekki annað eftir en að aka
heim og halda jóiin með konu og
dóttur. Það urðu stutt jól, en ég
veit, að stundin hefur verið björt
og hlý.
Ég hef nefnt dóttur þeirra
hjóna en ekki getið nafns hennar.
Hún heitir Brynhildur og er ein-
birni. Hún hefur alla tíð fylgt
foreldrunum og haldið heimili
með þeim í seinni tíð. Ég þekki
hana vel og veit, að móðurinni er
að henni mikill styrkur.
Ég flyt þeim mæðgum báðum
innilega samúð mina og bið Guð
að gefa þeim sólarsýn. Einnig
sendi ég móðurinni öldnu fyrir
norðan og systkinum Ragnars öll-
um samúðarkveðjur.
Eirikur Stefánsson
frá Skógum.
Á jóladagsmorgni er Ragnar Jó-
hannesson á heimili sinu að Móa-
flöt 21 í Garðahreppi, en skjótt
skipast veður í lofti, því skyndi-
lega fer hann á Landspitalann
vegna bióðtappa og lézt þar
nokkrum klukkustundum siðar,
69 ára aldri. I dag þriðjudaginn 7.
jan. kl. 13.30 fer fram útför hans
frá Fossvogskapellu. Ragnar
fæddist að Hólum í Öxnadal, en
fluttist ungur með foreldrum sín-
um, Jóhannesi Sigurðssyni og
Guðnýju Jónsdóttur, að Engimýri
í sömu sveit. Þar ólst hann upp í
hópi sjö systkina, en þrjú dóu í
bernsku. Þau sem upp komust
voru: Stefán, dáinn fyrir mörgum
árum, Jóhannes, sem lengi bjó á
Vindheimum í Þelamörk, er nú á
Akureyri, Björg húsfrú á Bakka í
Öxnadai, Sigurður, gjaldkeri hjá
Vita- og hafnarmálaskrifstofunni
í Reykjavík. Maria, húsfrú á
Akureyri, og Tryggvi bifreiða-
stjóri á Akureyri.
Ragnar nam í Hólaskóla og lauk
þaðan búfræðiprófi árið 1930.
Næsta vetur stundaði hann nám
við Iþróttaskólann í Haukadal og
útskrifaðist þaðan með kennara-
prófi i leikfimi, eins og það var
kallað þá. Glímumaður var hann
svo góður, að hann var valinn
annar maður til glímusýningar á
Þingvöllum 1930. íþróttakennari
við Bændaskóiann á Hólum
1931—34, þá flyzt hann ásamt
konu sinni, Margréti Jósefsdóttur
að Vatnsleysu í Viðvíkursveit.
Þar bjuggu þau í félagsbúi með
foreldrum Margrétar, þeim Hildi
Björnsdóttur og Jósef Björnssyni,
sem hættur var störfum fyrir
aldurssakir, sem skólastjóri á Hól-
um. Ragnar og Margrét giftu
sig 30. apríl 1933 og eignuð-
ust eina dóttur, Brynhildi
að nafni, sem nú býr með móð-
ur sinni. Frá Vatnsleysu
flytur Ragnar og fjölskylda
1942 til Akureyrar, þar sem hann
stundaði skrifstofu- og verzlunar-
störf, lengst af hjá K.E.A. eða til
ársins 1955 að f jölskyldan flyzt til
Reykjavíkur og Ragnar verður
skrifstofumaður Sambands is-
lenzkra samvinnufélaga, þar sem
hann vann til hinztu stundar.
Réttum sólarhring áður en
hann var burt kallaður úr þessum
heimi, lék hann á slaghörpuna og
söng sálma með vinnufélögum
sínum, eins og hann hafði gert sl.
20 ár, er þeir komu saman til
helgistundar fyrir jólaleyfi. En
þessi helgistund varó um leið
hans kveðjustund og það verður
að teljast táknrænt fyrir hann að
kveðja sína vinnufélaga með
hljóðfæraslætti og söng. Þeirri
gáfu var hann gæddur i ríkum
mæli og veitti öðrum úr þeim
listabrunni af sinni ljúfmennsku.
Frá því í mai 1967 hefur Ragnar
og fjölskylda átt heima að Móaflöt
21 í Garðahreppi, friðsæll og fag-
ur staður, þar sem fer saman
mikil gestrisni og elskulegt við-
mót húsbændanna, þar eru og
góðir nágrannar, sem nú reynast
þeim mæðgum vinir á rauna-
stundu. Hjá Ragnari fór saman
hagleikur til handa og fegurðar-
skyn, þvi hann smíðaði mikinn
hluta af innréttingu íbúðarinnar
og ýmsa muni heimilisins i frí-
stundum sinum. Sem dæmi má
nefna, um fegurð i fari og um-
hverfi þessarar fjölskyldu, að I.
fegurðarverðlaun fékk garðurinn
hjá þeim 1974 og sams konar við-
urkenningu fengu þau á Akureyri
að Helgamagrastræti 21.
Fegurð í umhverfi og fegurð i
sál, þvi fögur voru kvæðin og vís-
urnar, sem hann orti enda hlaut
hann oft viðurkenningu og sigur-
laun í ljóðakeppni í sinum vina-
hópi. Nokkur af kvæðum hans
eru landskunn, t.d. „Manstu ekki
vina“, sem Smárakvartettinn á
Akureyri syngur á hljómplötu.
Lausavísur Ragnars eru margar
velþekktar og hafa birzt í blöðum
og timaritum og hans ljóðagerð
öll ber vott um hlýhug og góðvild
blönduð glettni, sem auðkenndi
hans dagfarsprúðu framkomu og
vart leið sá dagur, að hann gerði
ekki vísu um viðhorfin, þó ekki
væru þær allar skráðar, en eitt-
hvað mun nú vera til uppskrifað
af tækifærisvísum og kvæðum.
Ekki átti Ragnar langt að sækja
hagmælskuna, því faðir hans,
Jöhannes frá Engimýri, var kunn-
ur hagyrðingur og eftir hann eru
margar landfleygar visur og
gamankvæði, sem sungin eru enn
i dag, eins og „Ég fer i sparifötin
mín og fer svo ballið á o.s.frv.", en
lífsgleðina og dugnaðinn erfði
hann ekki sízt frá móður sinni,
sem er nú 94 ára gömul og hefur
fram að þessu tekið þátt i gömlu
dönsunum á Akureyri, ef svo ber
undir.
Það sem gerir Ragnar
Jóhannesson hvað mest ódauðleg-
an meðal samtíðar og framtíðar
eru tónlistarhæfileikar hans.
Ungur að aldri fékk hann tilsögn í
orgelleik hjá prestfrúnni á
Framhald á bls. 35
Söngskglinn í Reykjavík
The Reykjavik School of Singing
Loufósvegi 8 -Reykjavik - lcebnd '^|r Telephone 21942
Vegna húsfyllis á síðustu tónleikum og fjölda
áskoranna verða tónleikar Söngskólans í
Reykjavík endurteknir í Háteigskirkju í dag,
sunnudag 5. jan. kl. 1 8.00 (kl. 6).
Flutt verður:
Missa in Angustiis (Nelson messan) eftir Haydu fyrir 4
einsöngvara, kór og hljómsveit.
Stjórnandi Garðar Cortes.
Aðgöngumiðar við innganginn.
Málaskóli
DANSKA, ENSKA, ÞÝZKA, FRANSKA,
SPÆNSKA, ÍTALSKA OG ÍSLENZKA FYRIR
ÚTLENDINGA.
KVÖLDNÁMSKEIÐ.
SÍÐDEGISTÍMAR.
INNRITUN DAGLEGA.
KENNSLA HEFST 13. JANÚAR.
SKÓLINN ER TIL HÚSA í MIÐSTRÆTI 7.
SÍÐASTA INNRITUNARVIKA.
2-69-08,
Halldórs