Morgunblaðið - 07.01.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975
29
félk í
fréttum
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐJtJDAGUR
7. janúar
7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl.
7.00, 8.15 og 10.10. .
Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05 Fréttir
kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.),
9.00 og 10.00
Morgunbæn kl. 7.55.
Morgunstund barnanna kl. 9.15: Finn-
borg örnólfsdóttir les söguna „Maggi,
Marf og Matthías“ eftir Hans
Petterson (5). Tilkynningar kl. 9.30.
Létt lög milli liða.
Fiskispjall 10.05: Ásgeir Jakobsson
flytur stuttan þátt að tilhlutan fiski-
félags tslands.
„Hin gömlu kynni“ kl. 10.25: Valborg
Bentsdóttir sér um þátt með frásögn-
um og tónlist frá liðnum árum.
Morguntónleikar kl. 11.00: Tékkneska
ffharmónfusveitin leikur „Moldá“ og
„skóga og engi Bæheims" eftir
Smetana / Pierre Fournier og Fílhar-
mónfusveit Vfnar leika Sellókonsert f
h-moll op. 104 eftir Dvorák.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.35 Dauðasyndir menningarinnar
Vilborg Auður Isleifsdóttir mennta-
skólakennari les þýðingu sfna á út-
varpsfyrirlestrum eftir Konrad Lor-
enz. Fyrsti kaflinn nefnist: Offjölgun.
15.00 Miðdegistónleikar: íslenzk tónlist
a. Barokksvfta fyrir pfanó eftir
Gunnar Reyni Sveinsson. Olafur Vign-
ir Albertsson leikur.
b. Lög eftir Þorvald Blöndal, Magnús
A. Árnason, Bjarna Þorsteinsson, Ingi-
björgu Þorbergs og Árna Thorsteins-
son. Ragnheiður Guðmundsdóttir syng-
ur; Guðjundur Jónsson leikur á pfanó.
c. Þrjár myndir fyrir litla hljómsveit
op. 44 eftir Jón Leifs. Sinfónfuhljóm-
sveit tslands leikur; Páll P. Pálsson
stjórnar.
d. Noktúrna fyrir flautu, klarfnettu og
strokhljómsveit eftir Hallgrfm Helga-
son. Manuela Wiesler, Sigurður
Snorrason og Sinfónfhljómsveit ts-
lands leika; Páll P. Pálsson stjórnar.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð-
urfregnir). Tónleikar.
16.40 Litli barnatfminn
Anna Brynjólfsdóttir stjórnar.
17.00 Lagiðmitt
Berglind Bjarnadóttir sér um óska-
lagaþátt fyrir börn yngri en tólf ára.
17.30 Framburðarkennsla f spænsku og
þýzku
17.50 Tónleikar. Tiikynningar.
18.45 Veðurfreghir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki, Tilkynningar.
19.35 Svipleiftur úr sögu Tyrkjans
Sverrir Kriátjánsson sagnfræðingur
flytur fimmffa erindi sitt: Sjúklingur-
inn við Sæviðarsund.
20.00 Lög unga fólksins
Ragnheiður Drffa Steinþórsdóttir
kynnir.
20.50 Að skoða og skilgreina
Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir
unglinga.
21.20 Myndlistarþáttur
f umsjá Magnúsar Tómassonar.
21.50 Tónleikakynning
Gunnar Guðmundsson segir frá tón-
leikum Sinfónfuhljómsveitar lslands f
vikunni.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir
Kvöldsagan: „t verum“, sjálfsævisaga
Theódórs Friðrikssonar Gils Guð-
mundsson les (16).
22.35 Harmónikulög
Allan og Lars Erikson leika.
23.00 A hljóðbergi
„The Merchant og Venice“. Kaup-
maðurinn í Feneyjum — eftir Willima
Shakespeare. Með aðalhlutverk fara:
Michael Redgrave, Peter Neil, John
Westbrook, Paul Danemann og
Nicolette Bernard. Leikstjóri: R.D.
Smith. Fluttir verða þættir úr leikrit-
inu.
23.55 Fféttir f stuttu máli. Dagskrárlok.
9 9
A skfanum
ÞRIDJUDAGUR
7. janúar 1975
20.00 Fréttir og veður
20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar
20.35 Söngur Sólveigar
Finnskt framhaldsleikrit f þremur
þáttum.
Aðalhlutverk Leena Uotila, Liisamaija
Laaksonen og Aino Lehtinmahi.
1. þáttur.
Þýðandi Kristfn Mántylá.
Sagan gerist f Finnlandi um og eftir
heimsstyrjöldina síðari. Aðalpersónan
er finnsk stúlka, SÓIveig, og er saga
hennar rakin frá fæðingu til full-
orðinsára. Foreldrar hennar eru
drykkjufólk, og sinna Iftið um barnið
svo uppeldið lendir að mestu á afa
hennar og ömmu.
(Nordvision — Finnska sjónvarpið)
21.20 Ur sögu jassins
Þáttur úr myndaflokki, sem danska
sjónvarpið hefur gert um jassinn og
sögu hans.
Rætt er við fræga jassleikara og söngv
ara. sungnir negrasálmar og leikin
jasstónlist ýmiss konar. Meðal þeirra
sem fram koma í þættinum, eru Sonny
Terry, Eubie Blake og Bessie Smith.
Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir.
(Nordvision — Danska sjónvarpið)
22.00 Heimshorn
Fréttaskýringaþáttur.
22.30 Dagskrárlok
fclk í
fjclmiélum
» JJSV
Heimshorn
1 HEIMSHORNI, sem er á dagskrá kl. 22 í kvöld, ætlar Baldur
Guðlaugsson að ræða um horfur í alþjóðamálum á þvt ári, sem er
nýgengið f garð. Þá ræðir Arni Bergmann um dönsku kosningarn-
ar, sem fram fara eftir nokkra daga. Haraldur Olafsson gerir að
umræðuefni orð Henry Kissingers nú fyrir helgi, þar sem ráð-
herrann gerði ráð fyrir þeim möguleika að til vopnaskipta gæti
komið út af olíumálum. Þessi ummæli Kissingers hafa vakið
mikla athygli og hafa verið túlkuð misjafnlega.
Jón Hákon Magnússon verður umsjónarmaður Heimshornsins í
kvöld, en þegar við ræddum við hann var enn ekki ákveðið hvaða
mál hann f jallaði um i þættinum.
Hin gömlu kynni
NU í morgunmund er þátturinn „Hin gömlu kynni“ og hefst
hann kl. 10.25. Við höfðum samband við Valborgu Bentsdóttur,
umsjónarmann þáttarins, og spurðum hana um efnið að þessu
sinni. Bjarnveig Bjarnadóttir, forstöðukona Asgrímssafns, les úr
endurminningum Ásgríms, þar sem segir frá heimsókn hans til
séra Valdemars Briem að Stóra-Núpi. Einnig verður lesið úr
Völuskjóðu Guðfinnu Þorsteinsdóttur og er þar sagt frá sérkenni-
legum og nafntoguðum prestum. Að vanda verður flutt tónlist
með þvf efni, sem lesið er upp.
Við spurðum Valborgu hvort eitthvað væri um það að henni
bærust uppástungur um efni frá hlustendum. Sagði hún, að lítið
væri um það, nema hvað kunningjar hennar sjálfrar væru oft
hjálplegir. Þegar við spurðum hana hvort hún áliti að ástæða
væri til að hafa sérstaka þætti fyrir tiltekna aldurshópa, sagðist
hún ekki vera á þvf. Sjálf væri hún alin upp þar sem ungir og
gamlir hefðu skemmt sér saman, og væri hún viss um að það
hefði ekki breytzt að mismunandi aldurshópar gætu bæði haft
gaman af samskonar efni og haft ánægju af samverunni.
Valborg sagðist hafa komizt að því, að alltof lftið af því
útvarpsefni, sem flutt væri, væri varðveitt. Þessu ylli t.d. lítið
húsrými hjá útvarpinu, en hér væri hins vegar um verðmæti að
ræða, ekki sfður en gamlar bækur, og sér fyndist að leggja þyrfti
áherzlu á að varðveita sem mest af hljóðupptökum, þvf að iðulega
þyrfti að grfpa til þeirra seinna meir.
+ Eigandi og jafnframt hönnuður flugvélarinn-
ar sem við sjáum hér á myndinni, Jay Vieaux,
sem er sá til hægri, fer hér með blaðamann frá
einu Chicago blaðanna í smá kynningarferð f
flugvélinni sem hann hefur sjálfur smfðað, eins
og fyrr getur. Það tók Jay fjögur ár að smfða
vélina og kostnaðurinn varð 3,500 dalir. Flug-
vélin uppfyllir allar þær kröfur sem settar eru
til þess háttar flugvéla í Bandarfkjunum, og
hefur hún þegar hlotið 6 verðlaun fyrir ýmsa
þætti f gerð hennar sem þykja ,jög
góðir.... Sem sagt, þeir sem hafa áhuga á þess-
háttar og eiga 3,500 dali sem þeir hafa ekkert
annað betra að gera við þeir ættu bara að ...
Til vinstri á myndinni er
minnismerkið um Abraham
Lincoln en í efra horninu til
hægri er svo Hvíta húsið.
Unnið er stöðugt að viðgerð-
um á minnismerkinu og er
það einn liður f undirbún-
ingi afmælishátíðar
Washingtonborgar, sem er á
næsta ári.
Annir hjá
Páli páfa
+ Kenny Groves lagfærir
reipið, sem hann er festur
við á meðan hann er að
vinna við viðgerð á minnis-
merki Washington borgar.
+ Myndin sýnir Pál páfa
krjúpandi á þröskuldi
hinna heilögu dyra, eftir
að hafa opnað þær og þar
með lýst yfir opinberlega
byrjun hins heilaga árs
kirkjunnar. Á minni
myndinni sézt páfinn
virða fyrir sér silfur-
hamar þann sem notaður
var til að opna dyrnar
heilögu.