Morgunblaðið - 07.01.1975, Side 35

Morgunblaðið - 07.01.1975, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANUAR 1975 35 r Noregur vann Island 88:81 í körfuknattleik: Sjö leikmönnum íslenzka liðsins vikið af leikvelli Frá Gylfa Kristjánssyni frétta- manni Mbl. með íslenzka körfu- knattleikslandsliðinu ÍSLENZKA landsliðið í körfu- knattleik lék í gærkvöldi gegn Norðmönnum i Ösló og tapaði með 7 stiga mun, 88:81. Leikurinn var hinn sögulegasti og mikinn hluta siðari hálfleiksins léku aðeins þrir Islendingar gegn fimm Norðmönnum, þar sem hinir sjö leikmenn islenzka liðsins höfðu fengið fimm villur. Alls voru dæmdar 48 villur á ís- lenzka liðið og 12 tæknivillur. Af þeim fékk þjálfari íslenzka liðs- ins, Einar Bollason, sex fyrir að mótmæla furðulegum dómum annars dómarans, sem var norsk- ur. Hafði sá algerlega breytt gangi leiksins og gaf lands- mönnum sínum hreinlega sigur- inn í leiknum. Hittni íslenzka liðsins var með afbrigðum léleg i upphafi og tóku Norðmenn strax forystu, staðan var 15:9 um miðbik hálfleiksins og í Ieikhléi var staðan 45:35. Siðari hálfleikinn hóf íslenzka liðið með mikilli baráttu bæði í vörn og sókn og hafði á 10. min- útu hálfleiksins jafnað, 65:65. Þá tók norski dómarinn heldur betur Rockefeller til höfuðs C.I.A. Washington 6. jan. AP. FORD Bandaríkjaforseti skipaði í dag Nelson Rockefeller varaforseta formann nefndar til að kanna starfsemi bandarisku leyniþjónustunnar CIA vegna ásakana um að leyniþjónustan hafi njósnað um óbreytta bandarfska borgara. Ncfndina skipa 8 manns auk Rockefellers, þ. á m. Ronald Reagan fyrrverandi fylkisstjóri í Kaliforníu og Lyman Lemnitzer hershöfðingi fyrrum yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna. Nefndin er skipuð vegna ásakana um að CIA hafi með höndum skrá yfir 10 þúsund óbreytta bandarfska borgara og hafi haldið uppi umfangsmiklum njósnum innan Bandaríkjanna, sem brýtur i bága við stofnskrá leyniþjónustunnar. Gert er ráð fyrir að nefndin skili skýrslu siniri innan þriggja mánaða. — Guðmundur Framhald af bls. 36 um jafntefli f 49. leik. Þá vann Rússinn Vaganan biðskák sfna gegn Bandaríkjamanninum Benkö í 55. leik. 9. umferð verður tefld í dag, þriðjudag. Staðan i Hastingsmótinu er þá þessi: Efstur er Tékkinn Hort með 6 vinninga, Andersson er með 5'A vinning, Guðmundur er með 5 vinninga og biðskák, Bretinn Miles og Vaganan með 5 vinninga. Guðmundur á ólokið biðskák við Bretann Hartston úr 7. umferð. Fór hún aftur i bið eftir 72 leiki og höfðu þeir þá setið að taflinu i 9 klukkustundir. Staða Guðmundar hefur verið verri, en hann virðist ætla að tefla til þrautar og reyna að ná jafntefli úr skákinni. — Hluti brezkra Framhald af bls. 34 hún hefji við þau beinar samn- ingaviðræður um frið á N-írlandi i stað þess að styðjast við milli- göngumenn. Slíkt beint samband er mótmælendum þyrnir í augum og hafa öfgasamtök þeirra varað brezku stjórnina við að stíga nokkurt slikt skref. til sinna ráða og innan skamms voru aðeins þrír islenzkir leik- menn eftir inni á vellinum. Voru það þeir Kári Mariasson, Ingi Stefánsson og Birgir Guð- björnsson. Þótt ótrúlegt sé þá tókst þeim eigi að siður að halda i við Norðmennina og er þrjár míntjtur voru til leiksloka gat allt gerzt þvi staðan var 79:77 and- stæðingunum I vil. Þá voru þeir þremenningarnir líka orðnir ör- þreyttir og norska liðið sigldi framúr, skoraði 9 stig gegn 2 og vann 88:81. Fyrir leikinn báðú stjórnendur fslenzka liðsins um að annar maður yrði fenginn í stað norska dómarans, sem dæmdi með öðrum sænskum. Þekktu Islendingarnir þann norska af fyrri reynslu, en hann hefur oftar en einu sinni eyðilagt heila leiki með furðu- legri dómgæzlu sinni. Sömu lið leika aftur í Ösló i kvöld og hefur norska körfuknattleikssambandið fallið frá þeirri ákvörðun sinni um aó þessi maður dæmi leikinn. Hlutdrægni norska dómarans fór i skapið á íslenzku leikmönn- unum og sömuleiðis öðrum Is- iendingum, sem fylgdust með leiknum. Þannig fékk t.d. Einar F angarnir fundnir FANGARNIR tveir, sem struku af Litla-Hrauni s.l. finmtudag, fundust í Reykjavik síðdegis á sunnudag. i fylgd með þeim var fangi úr Hegningarhúsinu, sem hafði verið sendur á Borgar- sjúkrahúsið vegna magaveiki. Fangarnir tveir heimsóttu hann í sjúkrahúsið og fengu hann til að koma með sér á flakk. Voru allir þrir sendir til sins heima, tveir á Litla-Hraun og einn á sjúkra- húsið. * — Islendingar Framhald af bls. 1 viðræður við Islendinga til að ganga frá viðbótarskilyrðum við bráðabirgðasamkomulagið, sem fslenzka rikisstjórnin hefði hafnað seint á sl. ári. Undirritun samkomulags væri nauðsynleg, ekki aðeins til að fá vinnufrið fyrir v-þýzka togara á íslands- miðum, heldur einnig til að fjar- lægja ,,þorskastrfðsspennuna“ milli íslands og V-Þýzkalands. ,,Það er af þessum ástæðum, sem við teljum tslendinga nú tilbúna til að taka upp viðræður á ný,“ sagði talsmaðurinn að lokum. — 950 þúsund Framhald af bls. 36 fyrra skiptið, en í báðum tilfellun- um hafa verið notuð nöfn sakluss fólks. Á tilsettum tíma kom kona nokkur i pósthúsið í Umferðar- miðstöðinni og ætlaði að sækja peningana, en sendingin var þá ekki komin. Konan sagðist vera á hraðferð, kvaðst vera á teiðinni til Selfoss og ætti þvi erfitt með að nálgast peningana. Stakk afgreiðslufólkið þá upp á því, að peningarnir yrðu sendir til póst- hússins á Selfossi. Var það gert og kom konan þangað og sótti pen- ingana, fékk þá greidda í einni ávísun að upphæð 475 þúsund krónur, sem hún leysti út i bankanum á staðnum. Þessi svik uppgötvuðust við endurskoðun bókhalds í nóvember, og var málið þá þegar kært til rann- sóknarlögreglunnar, sem hefur nú rannsókn þessa svikamáls með höndum. Bollason formaður KKl og þjálf- ari landsliðsins á sig 6 tæknivíti. Af islenzku leikmönnunum átti Agnar Friðriksson beztan leik eftir að hann fór i gang, þremenn- ingarnir sem börðust hetjulega síðustu minúturnar eiga allir hrós skilið, en I heildina verður það að segjast að íslenzka liðið átti ekki góðan leik að þessu sinni. Stigahæstir í Islenzka liðinu voru þeir Agnar Friðriksson með 22 stig og þeir Kolbeinn Pálsson og Þórir Magnússon 14. — Vinstri spáð Framhald af bls. 1 Reynslukosningarnar fóru fram meðal 3.400 kjósenda á ýmsum vinnustöðum og samkvæmt úrslitum þeirra ætti Vinstri að fá 55 þingsæti á fimmtudaginn, eða 33 fleiri en hann hefur nú — og Sósialdemókratar að missa eitt þingsæti, fá 45. En þessi athugun blaðsins er alls ekki traust visbending, þvi að í þátttakendahópinn vantar fjölmarga fulltrúa danskra kosningahópa. Engu að síður svara niðurstöðurnar til úrslita skoðanakannana, sem gerðar hafa verið að undanförnu. Á sunnudag birti Berlingske Tidende úrslit Gallup- könnunar, sem benti til mikillar fylgisaukningar Vinstri. Könnunin var gerð skömmu fyrir jól og samkvæmt henni fær Vinstri 42 þingsæti, en ' hefur nú 22, Sósialdemókratar ættu samkvæmt henni að fá 50 þingsæti. Aðrir höfuðdrættir í skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið svo að segja daglega, eru fylgisaukning kommúnista (úr sex þingsætum í tíu) og fylgistap Mogens Glistrups og Framfaraflokks hans, (úr 27 þingsætum í 25). Fyrri skoðanakannanir hafa bent til enn meira fylgishruns flokks Glistrups. Glistrups sjálfur hlaut sinn fyrsta dóm í borgarrétti fyrir rúmri viku — var þá dæmdur til að endurgreiða einum skjólstæðinga sinna fé, sem hann hafði ávaxtað í blóra við vilja skjólstæðingsins. Þingkosningarnar hafa þau áhrif á málareksturinn gegn Glistrup að hann verður að stöðva, þegar þær hafa farið fram, því að verði Glistrup kjörinn aftur á þing, sem allir reikna með, verður hið nýja þing að taka afstöðu til þess, hvort eigi að svipta hann þinghelgi til þess að hægt sé að stefna honum fyrir rétt. Þykir ótrúlegt annað en nýtt þing samþykki það. — Póstmenn Framhald af bls. 2 lýðræðis, eins og það er orðað í samþykkt fundarins. 1 greinargerð frá stjórn Póst- mannafélags islands segir, að vonbrigði hafi orðið með þá máls- meðferð, að starfsmannafélögum og starfsmönnum almennt hafi ekki gefizt tækifæri til að fylgjast með undirbúningi breytinganna frá upphafi, en síðan segir, að það, sem valdi póstmönnum mest- um vonbrigðum, sé, að samgöngu- ráðherra hafi fram að þessu ekki viljað stuðla að því að leiða þessi mál inn á réttar brautir með því að fresta framkvæmd reglugerð- arinnar og taka upp viðræður og athuganir i anda samvinnu og at- vinnulýðræðis. Á því hafi póst- mannastéttin ekki átt von af sinum æðsta manni, sem hún verði að sækja til þegar annað þrýtur, eins og segir orðrétt í greinargerðinni. Á fréttamannafundinum í gær kom fram, að póstmenn hafa ekki gert athugasemdir við efnisleg atriði reglugerðarinnar, heldur er hér um að ræða gagnrýni á vinnu- brögð samgöngumálayfirvalda. — Geirfinnur Framhald af bls. 36 stafanir til að það svæði sem til greina kæmi yrði kannað og haft undir eftirliti. Haukur sagði, að allt þetta svæði hefði áður verið leitað, en nú yrði leitað þár að nýju vegna þess- ara upplýsinga frá Croiset. Orðrétt sagði Croiset um það umhverfi, sem hann telur að Geirfinn sé að finna í: „Ég sé tréverk, hálft i vatni og hálft upp úr vatni. Þetta gæti verið hús úr tré, gæti líka verið skipsflak, og þá flak með ónýtum botni. Þetta tréverk er á grunnu vatni og það er i 800—1000 metra fjarlægð frá heimili mannsins (þ.e. Geirfinns innsk. Mbl.), en alls ekki lengra frá.“ Gerard Croiset var nýkominn úr vetrarfríi þegar Mbl. náði tali af honum í gær, en samt sagðist hann hafa lagt mikla vinnu i þetta mál. Croiset byrjaði að spyrja blaðamann Mbl. að þvi hvort einhver tré væri að finna á því svæði sem Geirfinnur hvarf. Honum fannst hann sjá tré og fannst það einkennilegt, því samkvæmt þvi sem hann hafði heyrt, væri það ekki þannig. Siðan lýsti hann umhverfinu eins og að framan greinir en kvaðst ekki sjá nákvæmlega hvaða „tréverk“ þetta væri, og spurði hvort hugsanlega gæti verið um að ræða hús úr trédrumbum, sem maraði i hálfu kafi. Croiset var að því spurður hvort hann teldi Geirfinn lifs eða liðinn og sagði hann þá: „Það er engin spurning, maður sem er í þessu umhverfi svona á sig kominn eins og mér finnst ég sjá hann, hann er án efa látinn.“ — Óveðurskafli Framhald af bls. 2 norður til Bíldudals og suður á Barðaströndina. Á norðanverðum Vestfjörðum var einnig unnið að krafti að snjóruðningi og verið að opna leiðina milli Þingeyrar og Flateyrar og út frá ísafirði bæði til Bolungarvikur og Súðavikur. Leiðin milli Reykjavíkur og Akur- eyrar opnaðist í fyrrakvöld og er fær sem stendur. Verður reynt að sjá til að svo verði i dag, ef veður leyfir. Einnig var fært til Hólma- vikur en til Siglufjarðar er ófært og óvist hvenær hægt verður að opna þangað. I gær var ennfremur verið að ryðja snjó af vegum milli Akur- eyrar og Dalvíkur og eins milli Húsavíkur og Akureyrar. Fyrir helgina var fært alveg austur frá Húsavik til Þórshafnar og í Bakkafjörð en þar var komið óveður i gær og búizt við að allt væri að lokast. Á Austurlandi var víðast hvar hríðarveður i gær og flestir vegir lokaðir af þeim sökum. Áform voru uppi um að opna Lónsheiði i dag og þaðan austur með ströndinni, ef veður leyfir. — Vasaljós Framhald af bls. 2 þeim stað sem við Eyjólfur vorum i sjónurn." Björn sagði, að varðskipið hefði ekki haft kastljós á bátnum og varðskipsmenn veittu því þar af leiðandi ekki eftirtekt að bátur- inn var kominn töluvert skáhallt við varðskipið. „Eftir að við vorum komnir í sjóinn ætlaði ég að synda að lífbátnum og reyna að blása hann upp en lenti þá i togi og þegar ég var laus úr þvi sá ég lifbátinn hvergi. Hafði hann þá sokkið með Straumi enda linan bundin á milli eins og gert er ráð fyrir. Þegar varðskipsmenn höfðu orðið þess varir að báturinn var sokkinn og höfðu sett út björg- unarbátinn, fundu þeir sem i bátnum voru okkur ekki tii að byrja með. Sennilega hefur það orðið okkur til lifs að félagi minn Eyjólfur Eyjólfsson var með lítið vasaljós sem hann sleppti aldrei hönd á og menn frá varðskipinu sáu glitta í tiruna frá þvi. Á sama tíma drapst á vél björgunarbáts- ins svo að mennirnir frávarðskip- inu gátu kallað til þeirra sem í bátnum voru og visað á okkur. Var björgunarbátnum síðan róið til okkar og við dregnir upp. Það var frost og nistingskuldi í sjón- um og við vorum búnir að vera um 15 mínútur i sjónum, þegar okkur var bjargað. Var eðlilega farið að draga af okkur, sérstak- lega Eyjólfi, sem er eldri maður. En varðskipið var allan timann fast við bátinn, sem var sokkinn, og mun þess vegna ekki hafa get- að komið sjálft okkur til aðstoð- ar.“ — Minning Framhald af bls. 27 Bægisá, Jóhönnu Gunnarsdóttur, en síðar nam hann hjá Magnúsi Einarssyni og Sigurgeir Jónssyni, orgelleikurum á Akureyri, um nokkurra mánaða skeið. Á heim- leið úr Haukadal sótti hann nokkra tima hjá þeim mikla meistara í orgelleik, Páli Isólfs- syni, sem hvatti hann til meira náms vegna góðra hæfileika hans. En leið Ragnars lá þá til Skaga- fjarðar, þar sem hann gerðist, eins og áður er getið, kennari á Hólum í Hjaltadal og síðar bóndi á Vatnsleysu í Viðvíkursveit. I 8 ár var hann organisti við Hof- staða- og Viðvíkurkirkjur. Hans fyrsta organistastarf var i Bakka- kirkju í Öxnadal í 5 ár og var hann tæplega tvítugur, er það hófst. Siðar varð svo Jóhannes, bróðir Ragnars, forsöngvari við þá kirkju i mörg ár. Þeir bræður frá Engimýri voru tónnæmir og söngmenn góðir, auk þess sem hljóðfæraleikur þeirra var eftir- sóttur og voru þeir Stefán og Ragnar tiðir gestir með harmónik- urnar sínar vestur yfir í Skaga- fjörðinn og slegið var upp dans- leik á öðrum hvorum bæ í Blöndu- hlíðinni og dansað þar til dagur rann. Ragnar söng I. tenór í mörg ár i Karlakór Akureyrar og Kantötu- kórnum, auk þess sem hann stofn- aði og stjórnaði Karlakór Skag- firðinga á Akureyri og hér á höf- uðborgarsvæðinu hefur hann oft stjórnað og annazt undirleik hjá kvartettum og ýmsum sönghóp- um. Söngmenn í Vélsmiðjunni Héðni þakka honum góða kynn- ingu og hjálpsemi við söngæfing- ar. Sönglög samdi Ragnar nokkur og eru þau flest til í handriti, en sum voru aldrei set á blað. Kæri vinur, ég þakka þér fyrir tónlistina, samsönginn, vísurnar og allar samverustundirnar, þær eru mér fögur endurminning. Öllum ástvinum votta ég dýpstu samúð mína og bið aldraðri móð- ur, ekkju og dóttur hins látna blessunar Guðs og að æðri kraftur veiti þeim styrk til að bera þeirra söknuð. Þá kveð ég þig vinur, því komin er nótt, vió kveóurn ei meira á jarónesku sviði. A eilffðar-svæflinum sefurðu rótt, og söngurinn ómar af himneskum friði. Sveinn S. Pálmason. — Manndóms- og sigurganga Framhald af bls. 14 okkar og ást, gerum að okkar orðum þetta sannleiksþrungna og tímabæra erindi úr Lýð- veldisljóðum Huldu skáldkonu: Syng. Islands þjóó — og þakka afl f þúsund ára raun. Við ólög þung og ölduskafl var unnið þinnar gæfu tafl og langþreyð sigurlaun. Hjartans þakkir fyrir hinn mikla vinarhug ykkar Vest- mannaeyinga, sem hefir um- vafið okkur hjónin, og fyrir ógleymanlegar samverustund- ir. Verið þið öll blessuð og sæl!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.