Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975
3
Metaðsókn að Þjóðleikhús-
inu fram að áramótum
FRA upphafi þessa leikárs Þjóð-
leikhússins hefur verið metað-
sókn að sýningum þess. Gestir
fram að áramótum urðu 43.621 en
höfðu áður flestir orðið 31.600 á
sama tíma.
Skýringuna mun að nokkru
leyti að finna í þvi, að leikhúsið
hefur aukið starfsemi sína veru-
lega að undanförnu, — meira hef-
ur verið um farandsýningar og
auk þess hefur verið leikið á
tveimur sviðum í leikhúsinu sam-
timis, en nú hefur verið leikið í
eitt ár í kjallara leikhússins.
Þessi verk hafa verið leikin á
aðalsviði leikhússins i haust:
Klukkustrengir, Þrymskviða,
Hvað varstu að gera í nótt?, Ég vil
auðga mitt land og Kardimommu-
bærinn, en þrjú síðasttöldu verk-
in eru enn sýnd, svo og Kaupmað-
urinn í Feneyjum, sem var jóla-
leikrit Þjóðleikhússins að þessu
sinni.
I leikhúskjallaranum var nýtt
leikrit Jökuls Jakobssonar, Her-
bergi 213, frumsýnt um áramótin.
Þá hefjast þar sýningar á Eski-
móaþættinum Inuk aftur á næst-
unni, en að undanförnu hefur
verið fanð með þá sýningu I skóla
og félagsheimili hér i Reykjavík
og út á land.
Nú eru þrjú ný verk í uppsigl-
ingu í Þjóðleikhúsinu. Hvernig er
heilsan? verður frumsýnt i lok
janúar, æfingar eru hafnar á nýju
leikriti Guðmunds Steinssonar,
Lúkasi og í febrúarlok verður
ballettinn Coppelia frumsýndur.
I haust urðu sýningar leikhúss-
ins alls 131 og hafa þær ekki orðið
jafnmargar á sama tima áður.
Myndin hér að ofan er af Val
Gislasyni og Sigríði Þorvaldsdótt-
ur i hlutverkum sinum i Hvað
varstu að gera í nótt?, en leikritið
hefur verið sýnt 30 sinnum við
ágæta aðsókn.
Ekki leit-
að í gær
EKKERT var leitað að Geirfinni
Einarssyni í gær. I fyrradag var
leitað á öllum þeim stöðum, sem
til greina komu í fyrstu umferð,
samkvæmt ábendingum sjáand-
ans Croiset. Veður var mjög
slæmt í Keflavík í gær og ófært til
leitar.
Sinfóníutónleikar í kvöld:
Geir Hallgrimsson
anna með glæsilegum verðlaun-
um, happdrætti og skemmtiatrið-
um. Dansað verður til kl. eitt.
Fóik er hvatt til þess að sækja
miða sina í dag.
Meðal skemmtiatriða má nefna
dans nemenda í Dansskóla
Brasilískur einleikari
og Ashkenazy stjórnar
NÆST siðustu tónleikar
Sinfónfuhljómsveitar tslands á
fyrra misseri verða haidnir í Há-
skólabfói i kvöld og hefjast að
vanda ki. 20.30. Stjórnandi verður
Vladimír Ashkenazy en einieik-
ari brasilfski pfanóleikarinn
Cristina Ortiz.
Ortiz var-fenginn til þessara
tónleika í stað André Previn, sem
upphaflega átti að leika á þeim en
hann forfallaðist. Ortiz hefur á
skömmum tima unnió sér orðstir
sem mjög upprennandi pianóleik-
ari og til gamans má geta þess, að
hún er tengd tslandi á rómantísk-
an hátt,. þar eð hún gifti sig hér í
Reykjavik á Listahátið í júni
síðastliðnum.
A verkefnaskránni á tónleikun-
um i kvöld eru forleikur að
óperunni Khovanshchina eftir
Mussorgski, Paganinitilbrigði op.
43 eftir Rachmaninoff og sinfónia
nr. 8 eftir Sjostakovitsj.
Hljómplatan með
lögum Gylfa uppseld
HLJÖMPLATA Fálkans með lög-
um Gylfa Þ. Gislasonar i flutningi
Róberts Arnfinnssonar er nú upp-
seld, og þrátt fyrir það að engin
sending af fyrsta upplaginu hafi
farið út á land. í samtali við
Morgunblaðið sagði Haraldur
Ólafsson, framkvæmdastjóri
Fálkans, að hljómplatan hefði
fengið betri undirtektir en hann
hefði þorað að vona og væri það
óneitanlega meðmæli með lögum
Gylfa og flutningi Róberts á þeim.
Að sögn Haralds var fyrsta upp-
lag hljómplötunnar um 1000 ein-
tök, og kvað hann nú afráðið að
láta pressa 1000 eintök til viðbót-
ar. Taldi Haraldur fullvíst að eng
inn vandkvæði yrðu á þvi að koma
síðara upplaginu út.
A ramótaspilakvöld
sjálfstœðisfélaganna
ÁRAMÖTASPILAKVÖLD sjálf-
stæðisfélaganna í Reykjavík verð-
ur haldið í kvöld, fimmtudag, að
Hótel Sögu, Súinasal, og hefst kl.
20.30. Geir Hallgrimsson forsætis-
ráðherra flytur ávarp. Sérstak-
lega verður vandað til þessa ára-
mótaspilakvölds sjálfstæðisfélag-
Hermanns Ragnars og eftirherm-
ur Karls Einarssonar. Hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar mun siðan
leika fyrir dansi. Sala aðgöngu-
miða fer fram á skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins í Galtafelli að
Laufásvegi 46 á venjulegum skrif-
stofutíma.
Flugræninginn
var gabbaður
— hélt hann vœri að lenda
í Frakkhmdi, en fíugstjór-
inn hafði farið til smáfíug-
vafíar á S-Englandi
London 8. jan Reuter.
FLUGRÆNINGI, vopnaður
leikfangabyssu, var handsam-
aður I nótt, eftir að hann hafði í
nfu klukkustundir haft í hótun-
um við áhöfn vélar þeirrar, sem
hann rændi. Hótaði hann að
drepa áhöfnina og sjálfan sig
með, ef ekki væri farið að ósk-
um hans, m.a. um að afhenda
honum peninga að upphæð 100
þúsund steriingspund.
Upphaf málsins var rakið í
Mbl. í gær og var þar komið
sögu að vélin var lögð af stað til
Stanstedflugvallar. Áður hafði
flugræninginn hótað því á
Heathrowvelli, að hann myndi
drepa fólkið ef ekki væri flogið
með hann til Frakklands og
hann fengi fallhlíf og fé til um-
ráða. Ræninginn otaði byssu og
handsprengjum að áhöfninni,
en siðar kom í ljós að þetta var
leikfangadót.
Þegar lagt var upp frá
Heathrow var ræningjanum
sagt, að ætlunin væri að fljúga
með hann til Frakklands. Flug-
stjórinn flaug síðan út yfir
Ermarsund, en sveigði síðan
aftur yfir land og lenti á áður-
nefndum flugvelli. Ljósaskilti,
sem á stóð Stanstedflugvöllur,
var fjarlægt, svo að ræningjann
grunaði ekki, hvar lent væri.
Skömmu eftir að vélin fór frá
Heathrow fór önnur vél með
lögreglulið innanborðs og var
sleginn hringur um flugvöllinn.
Um það bil sem vélin lenti upp-
götvaði ræninginn að hann
hafði verið blekktur. Flugstjór-
anum og áhöfn hans til mestu
furðu brást ræninginn vel við
því. Bað hann um að fá að laum-
ast út um aðrar dyr og sagðist
Þegar flugræninginn ætlaði að laumast út úr vélinni á Stanstedflugvelli tók hann með sér sem skjöld
og hlff Alan Bond, bryta f vélinni. Bond sést hér til hægri segja glaðhlakkalegum flugfreyjum og
öðrum úr áhöfn vélarinnar frá reynslu sinni.
ætla að fara til strandar og fá
sér bát til að komast yfir til
Frakklands. Þegar vélin lenti
laumaðist hann síðan út og
hafði bryta úr áhöfninni með
sér. Hann náðist fljótlega og
veitti enga mótspyrnu.
Á blaðamannafundi, sem
haldinn var eftir að málið var
til lykta leitt, kom f ljós, að
Scotland Yard og brezk flug-
vallayfirvöld höfðu unnið
skipulega að málinu frá upp-
hafi með þessum ágæta
árangri. Ekki var þá vitað
hverrar þjóðar flugræninginn
var, þar sem hann hafði neitað
að segja nokkuð. Fyrri fregnir
hermdu að hann væri Arabi, en
engin staðfesting hefur fengizt
á þvi enn.
Forsvarsmenn samtaka
brezkra flugstjóra gagnrýndu
gerðir lögreglu i dag og sögðu
að slíkur hasarleikur hefði
stofnað áhöfninni á vélinni í
bráðan voða.