Morgunblaðið - 09.01.1975, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975
10
Jón Sigurðsson hagrannsóknastjóri
Þessari stuttu grein er ekki ætlað að gefa skipulegt yfirlit yfir
starfsemi Alþjððagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans — ekki einu
sinni yfir viðskipti tslands við þessar stofnanir. Hér er aðeins ætlunin
að drepa á nokkur atriði, sem kynnu að varpa Ijósi á upphaf, hlutverk
og sfðustu viðhorf í starfsemi þessara alþjóðastofnana á sviði efna-
hagsmála. Athygli manna víða um heim beinist um þessar mundir
meir en nokkru sinni fyrr að alþjóðasamvinnu á þessu sviði. Sjóðurinn
og bankinn eru þar miðsvæðis og hafa fyrir nokkru haldið sameigin-
legan ársfund sinn.
Sfðustu misseri hafa verið mesta umbrotaskeið f heimsbúskapnum
frá lokum heimsstyrjaldarinnar seinni. Vmsar blikur eru nú á lofti,
sem leiða hugann að kreppunni miklu á árunum milli stríða, þótt
margt sé nú með öðrum hætti. (Að þessu verður vikið dálítið nánar hér
á eftir). Því er nú enn brýnni þörf en endranær að efla alþjóðlegt
samstarf og samráð um efnahagsmál til þess að ráða megi efnahags-
málum heimsins á fjölþjóðavettvangi með fyllsta tilliti til þess, að
hagsæld allra þjóða heims er bundin órofa tengslum. t þessum efnum
er enginn eyland.
Upphaf
I ár eru liðin þsjátíu ár frá
fjármála- og gjaldeyrisráðstefnu
Sameinuðu þjóðanna — eða Sam-
einuðu þjóðanna og þeirra, sem
með þeim vinna — United and
Associated Nations, eins og þcssi
undanfari Sameinuðu þjóðanna
var nefndur á sinum tíma. Ráð-
stefna þessi, sem gerði ákveðnar
tillögur um stofnun alþjóðagjald-
eyrissjóðs og alþjóðabanka, var
haldin að frumkvæði Bandaríkja-
manna í Bretton Woods í New
Hampshire í Bandaríkjunum i
júlí 1944. Hana sátu sendinefndir
44 þjóða. íslendingar áttu þarna
fulltrúa, þá Magnús Sigurðsson
bankastjóra, Ásgeir Ásgeirsson,
slðar forseta íslands, og Svan-
björn Frímannsson, sem nýlega
hefur látið að störfum sem seðla-
bankastjóri. Að ráðum þeirra þre-
menninganna, var ríkisstjórn Is-
lands heimilað — með lögum nr.
105, 21. desember 1945 — að
gerast aðili að stofnun alþjóða-
gjaldeyrissjóðs og endurreisnar-
og framfarabanka í samræmi við
tillögur þær, sem Bretton Woods-
ráðstefnan hafði samþykkt 22.
júlí 1944. Hinar upphaflegu stofn-
skrár sjóðs og banka voru siðan
undirritaðar fyrir Íslands hönd
27. desember 1945. ísland var
þannig i hópi þeirra 29 ríkja, sem
voru frumstofnendur þessara al-
þjóðastofnana. Hiklaust má telja
stofnsetningu þeirra meðal mikil-
vægustu atburða á sviði alþjóða-
samvinnu á þessari öld. Það lýsti
mikilli framsýni og forsjálni af
hálfu ráðamanna hins unga, ís-
lenzka lýðveldis að taka þegar í
upphafi þátt i þessari samvinnu,
þótt hún færði okkur fremur
byrði en bústoð í fyrstu, enda
vorum við i stríðslok í hópi þeirra
fáu þjóða, sem voru aflögufærar.
Þeir sem þessu réðu, hafa séð
skýrt, að þegar til lengdar léti
mættum við þjóða sizt hætta á
einangrun og myndum, þegar
stundir liðu fram, hafa hag af
þátttöku í þessu félagi þjóðanna.
Þetta reyndist og vel ráðið, þótt
býsna langur tími liði reyndar þar
til þessi framsýni fengi skýra
fjárhagslega staðfestingu.
Hlutverk
Frá upphafi hefur það verið
hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins að veita aðstöðu til samráðs og
samvinnu í efnahagsmálum ríkja
i milli, greiða fyrir eflingu al-
þjóðaviðskipta og fríverzlunar
með þaðfyriraugumaðstuðla að
hagvexti I heiminum. 1 þessu
skyni fylgist sjóðurinn með þróun
efnahagsmála í aðildarríkjunum
og styður tilraunir ríkja, sem lent
hafa i greiðsiuerfiðieikum, til
þess að rétta stöðu sína án þess að
grípa tii beinna hafta, er hamli
alþjóðaviðskiptum. Sjóðurinn
veitir í þessu skyni þátttökuríkj-
unum timabundinn aðgang að
fjármagni sjóðsins — lán — á
meðan árangur ieiðréttingarað-
gerða er að koma fram. Hér er
ekki um styrki að ræða eða lán til
frambúðar — og alls ekki til
framkvæmda — heldur lán, sem
veitt eru í þeim tilgangi og með
þeim skilyrðum, að þjóðin, sem í
hlut á, geri viðeigandi ráðstafanir
til lausnar á vandamálum sínum.
Fjármagn sitt fær sjóðurinn af
þátttökuframlögum aðildarríkja.
Þessi framlög — kvótar — mynda
jafnframt ramma fyrir aðgang
ríkja að sjóðnum. Þátttökuríkin
eru nú 127 og kvótarnir í heild
um 35 milljarðar dollara. Hinn 30.
júní 1974 var nettóaðgangur þátt-
tökuríkja að fjármagni sjóðsins
(yfirdráttur) 4,2 milljarðar doll-
ara. Kvóti íslands er nú um 27,6
milljónir dollara eða 3,2 milljarð-
ar króna. Kvótar eru endurskoð-
aðir á fimm ára fresti. Næsta
endurskoðun er á næsta ári —
1975.
Alþjóðabankanum var hins
vegar upphaflega ætlað að veita
ábyrgðir og lán gegn ríkisábyrgð-
um til langs tima til endurreisnar
og framfara atvinnulifs að
styrjöldinni lokinni og til þess að
aðstoða þær þjóðir sérstaklega,
sem skemmst voru á veg komnar
efnalega. Endanlegi tilgangurinn
var sá sami og hjá sjóðnum, eða
að leggja grunn að traustu at-
vinnu- og viðskiptalífi á friðar-
tímum og reyna þannig að forðast
öngþveiti og ógöngur áranna milli
striða. Bankanum var ætlað að
aðstoða bæði friðar — og ófriðar-
þjóðir, eins og það var orðað.
Bankinn var settur á fót sem eins
konar hlutafélag aðildarríkjanna,
en skyldi síðan afla lánsfjár til
endurlána á hóflegum en þó raun-
sæjum kjörum á opnum lána-
markaði. Það gefur auga leið, að
eftir því sem lengra hefur iiðið
frá lokum styrjaldarinnar, hefur
hið upphaflega viðfangsefni, að
koma atvinnuvegunum í stríðs-
hrjáðum heimi á réttan kjöl, orðið
léttara á metunum (þ.e. séð inn-
an sjónhrings Evrópuog Ameriku
manna), en hins vegar hefur
annað verkefni bankans, að efla
framfarir í þróunarlöndum, orðið
meginviðfangsefni bankans, á síð-
ari árum, eins og vel er kunnugt.
Frá stofnun bankans hefur verið
komið á fót tveimur „dótturfyrir-
tækjum“ hans: Alþjóðalánastofn-
uninni (International Finance
Corporation — IFC) 1956 og Al-
þjóðaframfarastofnuninni (Inter-
national Development Associ-
ation — IDA) 1960. Hinni fyrri
(IFC) er einkum ætlað að miðla
fjármagni til einkafyrirtækja,
ýmist i formi lána eða hlutafjár-
þátttöku, til eflingar atvinnulifi I
þróunarlöndum, ekki sízt með
stofnun nýrra fyrirtækja. Af þess-
ari stofnun hafa íslendingar lítið
haft að segja. Þeirri síðari (IDA)
var beinlínis komið á fót i þvi
skyni að styðja allra fátækustu
löndin til framfara, bæði með
vildarlánum og styrkjum, vegna
þess að reynslan sýndi, að venju-
leg lánskjör og kröfur bankans
voru þeim í mörgum greinum um
megn. Mjög lauslega má bera
lánskjör Alþjóðabankans og
Framfarastofnunarinnar saman
þannig, að lán bankans séu yfir-
leitt til 20 ára með lágum en þó
viðskiptalegum vöxtum, á síðustu
árum 7—8% p.a., en hærri nú,
enda megin fjárins fengið að láni
á hinum alþjóðlega lánamarkaði.
Hins vegar er algengt, að lán
Framfarastofnunarinnar séu tii
50 ára og vaxtalaus, eða svo gott
sem (einungis er tekin lág þjón-
ustuþóknun). Að auki hefjast
endurgreiðslur jafnaðarlega ekki
fyrr en að liðnum tíu ára „náðar-
tíma“ frá lánveitingu. Fjár til
Framfarastofnunarinnar er enda
nær eingöngu aflað með beinum
óafturkræfum framlögum þátt-
tökuríkjanna. Að sjálfsögðu eru
lán frá stofnuninni einungis veitt
til allra fátækustu landa heims.
Þátttökuríkin í bankanum eru nú
123, en í Framfarastofnuninni
112. Aðild að Alþjóðagjaldeyris-
sjóðnum er skilyrði fyrir aðild að
bankanum.
Fjárhagsárið 1973/74 (til miðs
árs) námu ný lán bankans 3,2
milljörðum dollara en Framfara-
stofnunarinnar 1,1 milljarði doll-
ara. 1 þessum tölum eru sameigin-
leg lán beggja talin með lánum
bankans.
Þróun sjóðsins og
alþjóðapeningakerfis-
ins
Bretton Woods-samkomulagið
var sprottið upp úr reynslu
áranna milli heimstyrjaldanna
tveggja. Á því mikla umbrota-
timabili hafði einatt rikt glund-
roði í alþjóðaviðskiptum og á
lánamarkaði vegna óvissu og
skyndibreytinga á gjaldeyris-
markaði, m.a. vegna víxlbreytinga
á gengi gjaldmiðla, þegar ýmsar
þjóðir reyndu að beita gengisfell-
ingum í samkeppniskyni á út-
flutningsmarkaði á sama tíma og
þær bjuggust brynju innflutn-
ingshafta og gjaldeyristakmark-
ana til að torvelda innflutning.
Þessi þróun magnaði kreppu
fjórða áratugsins. Bitur reynsla
kreppuáranna og sú staðreynd, að
í striðinu gat þrátt fyrir allt tekizt
samstarf þjóða, sem skilaði
árangri, var tvíþætt hvatning til
þessara samtaka á friðartímum.
Stofnskrá Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins kom á reglu, þar sem öng-
þveiti ríkti áður, og suðlaði
þannig að vexti alþjóðaviðskipta,
og þar með að almennum
efnahagslegum framförum
í heiminum. Skipulag gengis-
og gjaldeyrismála í veröld-
inni hefur alveg fram á síðustu
ár byggzt á þeim meginreglum,
sem settar voru með Bretton
Woods-samkomulaginu. Megin-
stefna stofnskrár Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins er að tryggja, að
gengi gjaldmiðla sé sem stöð-
ugast. Aðildarríkin féllust á að
skrá fast stofngengi gjaldmiðla
sinna — stofngengi, sem aðeins
skyldi breyta innan mjög þröngra
marka vegna skammærra
markaðsbreytinga, eða 1% yfir
eða undir upphaflegt stofngengi.
Gengisbreytingar skyldu aðeins
heimilaðar, ef um grundvallar-
misvægi væri að ræða á greiðslu-
jöfnuði. Gert var ráð fyrir, að
timabundnum halla á greiðslu-
jöfnuði væri mætt af eigin gjald-
eyrisvarasjóðum og aðgangi að
fjármagni Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, ef þörf krefði, meðan ráð
væru fundin til þess að leiðrétta
greiðslujöfnuðinn með vel völd-
um efnahagsráðstöfunum heima
fyrir. í því alþjóðagjaldeyriskerfi,
sem heimurinn býr við, gegna því
alþjóðlega gjaldgengar og
skiptanlegar gjaldeyrisvarasjóðs-
eignir lykilhiutverki. Samkvæmt
stofnskránni er gull viðurkennt
sem hin helzta gjaldeyrisvara-
sjóðseign, enda hafa aiþjóðleg
peningaviðskipti lengi verið reist
á dýrum málmum. Auk gulls eru
nokkrir mikilvægir, skiptaniegir
gjaldmiðlar, viðurkenndir sem
varasjóðsgjaldmiðlar. í þessum
hópi hefur Bandaríkjadollar skipt
lang mestu máli. Á síðustu árum
hefur þetta kerfi sætt vaxandi
gagnrýni, og þvi verið haldið
fram, að gul! og Bandaríkjadollar
væru ónóg uppistaða gjaldeyris-
varasjóðseigna fyrir vaxandi
heimsviðskipti, sem byggjast ættu
á fastgengiskerfi. Þessum sjónar-
miðum hefur vaxið fylgi. Á árinu
Nokkur orð
um Alþjóða-
gjaldeyris-
•/V
sjodmn
og Alþjóða-
bankannog s
1968 var stigið stórt skref í þá átt
að mynda innan vébanda Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins nýjan alþjóð-
legan greiðslumiðil. En í júlí það
ár voru samþykktar tillögur um
breytingar á og viðauka við stofn-
skrána til þess að stofna til hinna
sérstöku dráttarréttinda (SDR),
sem hafa það hlutverk að tryggja
hæfilega aukningu opínberra
gjaldeyrisvarasjóða, þannig að
ónógt framboð hæfra varasjóðs-
eigna hefti ekki vöxt heimsvið-
skipta. Auk þess tók sjóðurinn
upp á sjöunda áratugnum
sérstaka fyrirgreiðslu til þess að
jafna útflutningstekjusveiflur og
til þess að fjármagna birgðasöfn-
un í þvf skyni að jafna verðsviflur
á hráefnum. Með þessum breyt-
ingum virtist kominn vísir að
alþjóðaseðlabanka, sem hefði
möguleika til að hafa veruleg
áhrif á magn varasjóðseigna i um-
ferð.
Vonir manna um það, að til-
koma SDR og aðrar framfarir I
Alþjóðagjaldeyrissjóðs-kerfinu
kæmu á betra jafnvægi á gjald-
eyrismarkaði heimsins virtust
vera að rætast á árinu 1970 og
fyrri hiuta 1971. Skyndilegar fjár-
magnshreyfingar milli landa af
þvi tagi, sem gætti mjög árin 1967
og 1969, voru ekki áberandi.
Heimsbúskapurinn virtist sigla
frekar sléttan sjó. En þetta reynd-
ist svikalogn. Með ákvörðun
Bandaríkjaforseta 15. ágúst 1971
að hætta innlausn dollara gegn
gulli og með gengisfellingu
dollarans í reynd í desember
sama ár, og formlega i mai 1972,
var fótunum kippt undan þvi
skipulagi fastgengiskerfis, sem
starfsemi Alþjóðagjaldeyrissjóðs
hafði byggzt á í aldarfjórðung.
Þegar var hafizt handa um endur-
skoðun stofnskrárinnar, en þessi
endurskoðun var varla klædd i
barnaskóna og SDR höfðu enga
fótfestu fengið eða „verðlags-
grundvöll", þegar þær vonir um
árangur, sem bundnar voru við
endurskoðunina, til að koma á
stöðugleika í gjaldeyrismálum,
urðu að engu í janúar og febrúar
1973. En þá riðu nýjar holskeflur
vantrausts og spákaupmennsku
yfir gjaldeyrismarkaði heimsins.
Leiddu þær til 10% gengislækk-
unar dollars um miðjan febrúar
1973. Þetta dugði þó ekki til að
kyrra sjóinn, og gjaldeyris-
markaðir heims lokuðust í 2—3
vikur í marz 1973. Niðurstaðan
varð svo sú, að upp var tekið
fljótandi gengi, eins og kallað er,
á milli helztu viðskiptamynta
heims, þegar gjaldeyrisviðskipti
hófust á ný. Þar með voru megin-
reglur stofnskrár Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins um gengismál
dauður bókstafur. Upp frá þessu
hafa starfsreglur sjóðsins í raun
fremur fylgt þróuninni en mótað
hana. Á árinu 1972 var komið á
fót sérstakri 20 manna nefnd ráð-
herra og seðlabankastjóra (í
reynd var 20-manna nefndin svo-
kallaða miklu fjölmennari þvi öll
þáttökuriki sjóðsins áttu auka-
fulltrúa i henni), sem starfa
skyldi á milli ársfunda sjóðsins —
en ársfundirnir fara með æðsta
vald í málefnum sjóðsins — og
skyldi nefndin gera tillögur um
breytingar á stofnskránni. Ávöxt-
ur þessa starfs hefur einkum
komið fram í ár. En 20-manna
nefndin skilaði áliti i júni 1974.
Framkvæmdastjórn sjóðsins
tók — I samræmi við tillögur 20-
manna nefndarinnar — m.a.
ákvarðanir um þrjú mikilvæg mál
á árinu 1974:
I fyrsta lagi, að þar til annað
yrði ákveðið, skyldi verðleggja —
ákveða gengi — SDR (hinna sér-
stöku dráttarréttinda) á grund-
velii vegins meðalgengis 16 helztu
viðskiptamynta heims i stað gulls.
Með þessu er stigið stórt skref i
átt til „pappírsgulls", alþjóðlegr-
ar peningaútgáfu, til þess að
tryggja hæfilega aukningu gjald-
eyrisvarasjóðseigna. Hins vegar
eru enn óútkljáð mikilvæg mál,
sem varða SDR, bæði hvernig
ákveða skuli heildarfjárhæðir út-
hlutunar eða afturköllunar SDR
hverju sinni — þ.e. „peninga-
magn heimsins" — og eins hvað
koma skuli i hlut hvers þátttak-
anda í SDR-kerfinu. I þessu sam-
bandi hafa þróunarlöndin haldið
því fram, að þeirra hlutur ætti
m.a. að ráðast af þörfinni fyrir
þróunaraðstoð, en hins vegar hafa
iðnaðarríkin yfirleitt ekki viljað
fallast á slika tengingu.
1 öðru lagi, voru settar til bráða-
birgða viðmiðunarreglur fyrir
meðferð fljótandi gengisskrán-
ingar. Reglur þessar miða að því,
að skilgreina við hvaða aðstæður
aðildarríkjum beri að leita sam-
ráðs — og e.t.v. samþykkis sjóðs-
ins — við gengisbreytingar, en
jafnframt að lögleiða miklu
sveigjanlegri gengisskráningu en
áður. Hér er, í samræmi við tillög-
ur 20-manna nefndarinnar, um að
ræða málamiðlun milli fastgengis-
kerfis og alveg frjálsrar, fljótandi
gengisskráningar. Reglur þessar
eru í reynd enn að mótast.