Morgunblaðið - 09.01.1975, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANUAR 1975
Ingólfur Jónsson á Alþingi:
Sannleikurinn um álsamninginn
1 umræðum á Alþingi fyrir þinghléið urðu allharðar umræður um
orkumál, nýtingu innlendra orkugjafa, er að hluta til spönnuðu
málefni Álverksmiðjunnar I Straumsvík við Hafnarfjörð og væntan-
lega málmblendiverksmiðju á Grundartanga í Hvalfirði. Fyrrverandi
orkuráðherra, Ingólfur Jónsson, svaraði I þeim umræðum Magnúsi
Kjartanssyni eða fullyrðingum hans um álsamninginn svokallaða. Þar
eð Þjóðviljinn hefur oftsinnis, nú síðast sl. sunnudag, endurtekið
fullyrðingar Magnúsar I þessu efni, þykir þingslðunni ástæða tii að
birta að hluta til ræðu Ingólfs Jónssonar, svo lesendur blaðanna fái
upplýsingar frá fyrstu hendi, en Ingólfur var orkuráðherra f tíð
viðreisnarstjórnarinnar.
Álverid forsenda Búr-
fellsvirkjunar:
SKRIF um þetta mál í Þjóðviljan-
um minna mig á kall, sem ég las
um þegar ég var ungur maður.
Hann hafði orð á sér fyrir það að
vera ekki sannsögull og hann bjó
oft til skemmtilegar sögur. Sögur,
sem hann hélt að nágrannarnir
hefðu gaman af að hlusta á i fá-
sinninu, og þá ekki sfst í skamm-
deginu þegar mest var þörfin á að
létta mönnum i skapi. Þegar karl-
inn var búinn að segja þessa sögu
nægilega oft þá endaði það með
því að hann fór að trúa þvi að
þetta væri einber sannleikur, sem
hann hafði í upphafi skáldað. Ég
held að hv. 3. þm. Reykv. Magnús
Kjartansson sé farínn að trúa þvi,
sem hann upphaflega vissi að var
ósatt, þegar hann talar um Ál-
verksmiðjuna og álsamninginn.
Síðast i gær þá sagði hv. þm. að
þetta væri versti samningur, sem
gerður hefði verið f.h. íslendinga,
versti samningur. Hann sagði að
Álverið tæki 60% af raforku, sem
Islendingar hefðu yfir að ráða.
(Hér greip M. Kj. fram í: „Eg
sagði 50%.“) Hv. þm. sagði 60%
og ég er alveg viss um að segul-
bandið það skrökvar ekki, það eru
60% þar, en hv. þm, er velkomið
að breyta þvi í handriti ef hann
vill hafa það, sem sannara reyn-
ist. En það er ekki heldur rétt
50%. Það eru ekki nema 40% af
Landsvirkjunarrafmagni sem Ál-
verksmiðjan notar. Hv. þm.
endurtók það í gær að þjóðin tap-
aði þús. millj. kr. á ári á þessum
samningi. Ég er alveg sannfærður
um það, að i upphafi þegar hv. þm
fór að tala um álsamninginn og
jafnvel að gefa það í skyn að þetta
væri hálfgerður vandræða-
samningur, að þá vissi hann bet-'
ur. En hv. þm. hefur endurtek-
ið fjarstæðuna það oft að það
hvarflar að honum nú að fara að
trúa þessu. Ég vil gera tilraun til
að leiða hv. þm. í allan sannleika.
Það er enginn vafi á þvi, að þessi
samningur hann var mjög góður
fyrir Islendinga. Islendingar hafa
notið góðs af þessum samningi og
fyrir það að þessi samningur var
gerður var Búrfell virkjað í ein-
um áfanga, en ekki farið í smá-
virkjun i Efstadal, eins og hv. þm.
gerði till. um að fá heimild til
þegar virkjun við Búrfell var til
umr. Víst er um það, að ef ekki
hefði fengist orkufekur iðnaður
til þess að nýta orkuna frá stóru
virkjuninni við Búrfell þá hefði
orkan til almennings nota orðið
65—70% dýrari heldur en hún
varð með því að Álverksmiðjan
kom til, og svo segir hv. þm. að
þessi samningur hafi verið óhag-
stæður fyrir þjóðina. Er það óhag-
stætt fyrir þjóðina að hafa fengið
þessa virkjun við Búrfeli á meðan
enn var tiltölulega ódýrt að virkja
og þjóðin hefur notið góðs af því í
rikum mæli. Það er þægilegt fyrir
hv. þm. að fá upplýsingar um það
hversu mikið Islendingar fá í erl.
gjaldeyri vegna Álverksmiðjunn-
ar á árinu 1974. Það verða einn
milljarður 723,5 millj. kr. í hörð-
um gjaldeyri og greiðslan sundur-
liðast þannig: Það eru laun og
launatengd gjöld 732,7 millj. Það
er rafmagn 345,9 millj. Það er
framleiðslugjald 263,8 millj. Það
eru hafnarvextir 51,3 millj.
Annað 275,8 millj. og vegna
byggingaframkvæmda, það eru
vinnulaun og efni, sem hér er
keypt 54 millj. 1723,5 millj. kr. En
hvað er nú með raforkuverðið.
Það er lágt segir hv. þm. Raforku-
verðið hefði vitanlega getað verið
mun hærra heldur en það er ef
verksmiðjan hefði ekki verið látin
greiða framleiðslugjald. Ef fram-
leiðslugjaldið væri lagt við raf-
orkuverðið þá væri raforkuverðið
5,3 mills. og þykir það hátt miðað
við þann tíma, sem þessi samning-
ur var gerður.
Ef við tökum hliðstætt fyrir-
tæki í Noregi, sem heitir Surral,
systurfyrirtæki Álverksmiðjunn-
ar hér og hefur hér um bil ná-
kvæmlega sömu ársveltu, þá sjá-
um við það að það greiðir aðeins
4,8 mills þegar Álverksmiðjan hér
greiðir 5,3 mills. En Surral í
Noregi greiddi í skatta aðeins 4,2
millj. Isl. kr. þegar Álverksmiðjan
hér greiðir 263,8 millj. Ef við
leggjum skattinn hjá Surral við
orkuverðið í Noregi og skattinn
hér við orkuverðið þá kemur
þetta út: 5,3 mills hjá ísal 4,8
mills hjá Surral. Bæði fyrirtækin
með jafna veltu Nú hefur hv. 3.
þm. Reykv. Magnús Kjartansson
haidið því fram að Norðmenn
kynnu að semja. Þegar hann var
iðnrh. og þegar hann átti þátt í
því að reynt var að semja við
Union Carbite og leiddi þá
samninga að mörgu leyti eins og
gefur að skilja, sem iðnrh., þá
lagði hann áherslu á að miða
orkuverðið þegar samið var við
Union Carbite, við orkuverð í
Noregi, vegna þess að Norðmenn
kynnu að semja í sambandi við
stóriðju og þeir myndu ekki
semja af sér. Ég held það væri
gott fyrir hv. 3. þm. Reykv. að
skrifa þessar tölur niður, þar sem
hann hefur traust á Norðmönnum
og telur að þeir semji ekki af sér
og ég er reyndar sömu skoðunar
og hv. 3. þm. Reykv. að þessu leyti
að Norðmenn hafa miklu meiri og
lengri reynslu í þessu efni heldur
en við. En þeir láta sér nægja 4,8
mills þegar við fáum þó sem
svarar 5,3 mills hjá isal.
Sannleikurinn um
raforkuverðið.
Hv. 3. þm. Reykv. hefur mælt
fyrir þessari till. Hann hefur
einnig skrifað þá grg., sem er með
till., og það er leiðinlegt að þurfa
að segja það, að það lítur út fyrir,
að þegar hann var að skrifa grg.,
þá hafi hann verið búinn að
tyggja upp í huga sér það oft það
sem hann vissi að var rangt, að
honum fannst rétt að setja það í
grg. sem sannleika. Ég vil með
leyfi hæstv. forseta lesa hér upp
nokkrar setningar úr grg., sem
er alveg dæmalaus .og hámark
ósvífninnar. Hann segir hér í 2.
málsgr. grg.: „Fyrir tæpum ára-
tug var því haldið fram af þáv.
stjórnvöldum að nýting innlendra
orkulinda væri að verða þjóðhags-
lega óhagkvæm. Aðrir ódýrari og
hagkvæmari orkugjafar myndu
taka við. í samræmi við það, var
meira en helmingi allrar raforku-
framleiðslu landsmanna ráðstaf-
að til erlends fyrirtækis fyrir
afarlágt verð, sem haldast skyldi
óbreytt til ársins 1997." Já, hann
heldur þvi fram, að fyrir tæpum
áratug, þá hafi íslensk stjórnvöld
haldið því fram, að innlendir
orkugjafar væru að verða litils
virði. Og þess vegna hafi orkunni
frá Búrfelli verið ráðstafað fyrir
gjafverð til erlends fyrirtækis. Ja,
fyrir tæpum áratug mun ég hafa
verið orkumálaráðherra og var
það um 10 ára skeið í einu. Og hv.
þm. getur leitað í þingtíðindunum
bæði að því sem ég hef sagt og
aðrir ráðherrar um þetta lcyti, og
það mun ekki finnast stafur eða
setning sem vitnar um, að það sé
rétt sem hv. þm. segir hér í grg.
heldur þvert á móti. Við sögðum
það, að það væri nauðsynlegt, að
nýta islenska orkugjafa — inn-
lenda orkugjafa, fallvötnin og
jarðhitann, því á meðan það væri
ónotað, væri það þjóðinni ekki til
gagns. Það voru aftur á móti aðrir
menn, vísindamenn út í heimi,
sem héldu því fram, að kjarnork-
an gæti orðið samkeppnisfær og
jafnvel ódýrari en vatnsorkan. En
það voru ekki islenskir stjórn-
málamenn, sem sögðu það, og þeir
reyndar vissu aldrei neitt um það,
en kjarnorkan hefur ekki enn
orðið samkeppnisfær við vatns-
virkjun og litur út fyrir, að það
verði langt þangað til. Það var
ekki þetta sem réð því, að við
réðumst í að virkja Þjórsá, heldur
vissan fyrir því að stórvirkjun í
Ingólfur Jónsson, orkuráðherra í
tlð viðreisnarstjórnar.
Þjórsá eða annars staðar á land-
inu, þar sem virkjunaraðstaða er
góð, hlaut að verða til þess, að við
gætum komið styrkum stoðum
undir atvinnulifið og aukið fjöt-
breytni þess, aukið framleiðsluna
og stuðlað að þvi að skapa at-
vinnuöryggi í landinu.
Álverksmiðjan í Straumsvík
hefur þannig malað gull fyrir ís-
land síðan hún kom og hefur
starfað eftir þeim samningum,
sem gerðir voru. Á fimmta hundr-
að manns hafa örugga og vel borg-
aða atvinnu i verksmiðjunni og
þjóðin fær hátt á 2 milljarð í
erlendum gjaldeyri á þessu ári
vegna verksmiðjunnar. ísland
væri fátækara ef þessi verksmiðja
hefði ekki komið. ísland væri að
öllu leyti snauðara ef stórvirkjun-
in i Þjórsá hefði ekki komið vió
Búrfell á þeim árum sem hún var
við Sigöldu ef Búrfellsvirkjunin
hefði ekki komið. Ef samþ. hefði
verið till. hv. 3. þm. Reykv. um
heimild til þess að virkja við
Öxnadal og horfið að því ráði í
stað þess að virkja við Búrfell, þá
væri orkuskortur um allt land,
engin stóriðja og engar tekjur af
henni.
Ég veit ekki, hvort hv. þm.
Magnús Kjartansson hefur skrif-
að niður hjá sér þær tölur, sem ég
áðan las upp um orkuverðið sem
er sama sem 5,3 mills hjá ísal ef
framleiðslugjaldið er lagt við, en
4,8 mills hjá Surral, systurfyrir-
tæki ísals sem er jafnstórt,
samkv. samningum sem gerðir
voru við Norðmenn. Skatturinn,
framleiðslugjaldið, sem Álverk-
smiðjan greiðir, hefur verið notað
— aðallega í tvennum tilgangi.
Það hefur verið lagt i Byggðasjóð
til þess að halda uppi jafnvægi í
þyggð landsins, og Hafnarf jarðar-
kaupstaður hefur fengið rúmlega
1/5 hluta af þessum tekjum til
sin. Og þessi 1/5 hluti af gjaldinu,
sem Álverksmiðjan greiðir til
Hafnarfjarðar gerir meira í tekj-
um bæjarins en álagðir skattar á
274 fyrirtæki i Hafnarfirði. Og
Byggðasjóður eða Atvinnujöfnun-
arsjóður eins og hann hét, þegar
hann var stofnaður með tekjum
frá álverksmiðjunni, hefði haft
minna starfsfé úr að spila ef þess-
ar hefðu ekki verið fyrir hendi.
Það var gerð grg. fyrir tveim
árum um rafmagnsverðið og
greiðslur ísals vegna orkukaupa.
Ég tel rétt, með leyfi hæstv. for-
seta, að lesa hér örlítið úr þessari
grg., sem er á rökum byggð og
væri gott fyrir hv. 3. þm. Reykv.
að leggja sér á minni það sem þar
kemur fram, að Isal borgi lítið
fyrir orkuna. Meðalverð orkunot-
enda, þegar þessi grg. var gerð,
sem var á árinu 1972, orkunot-
enda í Reykjavík, var 1,80 kr.
kílówattstundin, en ísal greiddi
þá 26,04 kr. á kílówattstundina
eóa rúmlega 1/7.“ En þetta er
vitanlega ekki raunhæfur saman-
burður. Það ber að athuga nánar,
að talið er, að tilkostnaðar á raf-
orku til neytenda skiptist þannig:
það er framleiðslukostnaður 1/3,
flutningskostnaður á háspenntri
orku og spennustöðvar 1/3 og
dreifing til neytenda 1/3. Sé tekið
tillit til þeirrar staóreyndar, að
ísal tekur við orkunni háspenntri
og rekur eigin spennubreyta og
dreifikerfi verður ljóst að marg-
falda má orkuverð það, sem isal
greiðir með 2,35 til þess að fá
tölu er sambærileg má teljast við
greiðslur annarra notenda fyrir
raforku og með 1,17 þegar saman-
burður er gerður við heildsölu-
verð. Er þá gert ráð fyrir að nýt-
ingartíminn sé hliðstæður, en
einnig verður aó hafa í huga, að
Búrfelli um 8.200 klukkustundir
á ári, þ.e. nýtingartíminn er nær
94% en ekki einungis 50% eins
og gildir um aðra notendur að
meðaltali. í Reykjavík var meðal-
notkun 4.267 klukkustundir árið
1971 eða tæp 49%. Vegna þessa
tiltölulega lága nýtingartima,
verða almennir notendur að
greiða fyrir það afl, sem þarf að
vera til staðar til þess að unnt sé
að mæta toppálagi og er gjald-
skráin miðuð við þessa staðreynd.
Sé gengið út frá ofangreindum
staðreyndum og borið saman verð
til ísal og Aburðarverksmiðju rik-
isins, en Aburðarverksmiðja rik-
isins greiðir sama verð og isal,
annars vegar og heildsöluverð til
almenningstekna að meðtöldu
verójöfnunargjaldi hins vegar
kemur í ljós, að isal og Áburðar-
verksmiðjan greiða um 40%
lægra verð í heildsölu að tiltölu
við aðra kaupendur fyrir að hafa
til afnota afl sem nemur 1 kiló-
wattstund í 1 ár. Það ber þó að
hafa i huga, að greiðslur isals
fyrir raforku eru miðaðar við
Bandarikjadollar og eru því óháð-
ar gengisbreytingum. Stofnkostn-
aður Búrfellsvirkjunar I. og II.
áfanga ásamt Þórisvatnsmiðlun
og Búrfellslinu II. mun nema, eða
réttara sagt nú nam 5.200 millj.
kr. Heildargreiðslur isals fyrir
orku á 25 ára tímabili munu nema
6.400 millj. kr. Isal nýtir hins veg-
ar einungis um 60% af afli Búr-
fellsvirkjunar eftir stækkun. Ef
aðrir kaupendur greiddu sama
verð og isal, næmu heildargreiðsl-
ur á 25 árum þvi 10 milljörðum
650 millj. kr. Þessi upphæð nægir
til þess að afskrifa áðurgreindan
stofnkostnað Búrfellsvirkjunar
og skyldra mannvirkja, sem einn-
i£ eru að hluta nauðsynleg vegna
Sigölduvirkjunar, á 25 árum. Búr-
fellsvirkjun ætti hins vegar að
endast a.m.k. i 75 ár að talið er af
verkfróðum mönnum.
i Ég held að það sé erfitt að
hrekja það, sem mér hefur verið
sagt, og hygg ég, að hv. þm„ 3. þm.
Réykv., hefði gott af því að kynna
sér það sem hér er um að ræða og
hann hefur alls ekki sett sig inn í
að svo komnu, og ég vil trúa því,
að þessi hv. þm. vilji hafa það sem
sannara reynist, að hann vilji nú
gera upp hug sinn og sannfæra
sig um það, að þaó sem hann
hefur áður haldið fram og hann
reyndar vissi í byrjun að var ekki
rétt, en virðist nú upp á síðkastið
vera farinn að trúa að sé rétt, að
hann átti sig nú á því, að það er
ekki satt sem hann hefur sagt um
álsamninginn og greiðslur Ál-
verksmiðjunnar til íslendinga.
Það er ekki rétt að þetta sé slæm-
ur samningur fyrir island, heldur
miklu fremur að þetta er mjög
góður samningur fyrir ísland og
gefur þjóðarbúinu miklar tekjur
gerð, og við værum ekki að virkja isal nýtir aflið sem fengið er frá og vaxandi.
Frumvarp til laga:
Sjóður til stuðnings
íslenzkri kvikmyndagerð
Ragnar Arnalds, Axel Jónsson,
Jón Ármann Héðinsson og Stein-
grimur Hermannsson flytja frum-
varp til laga um kvikmyndasjóð.
Frumvarpið gerir ráð fyrir því að
stofnaður verði kvikmyndasjóður
með 10 m.kr. stofnframlagi úr
ríkissjóði, en að öðru leyti fái sjóð-
urinn tekjur með 10% gjaldi, sem
innheirnt verði með aðgangseyri
að kvikmyndahúsum. Sjóðurinn
verði undir yfirstjórn menntamála-
ráðs og i umsjá og vörslu skrif-
stofu menningarsjóðs.
Skemmtanaskattur af kvik-
myndasýningum er nú 15% og
nemur um 20 m.kr. Af þeirri
upphæð renna 10% til Sinfóníu-
hljómsveitarinnar og 90% i félags-
heimilasjóð. Við þetta bætist
1,5% miðagjald, sem runnið hefur
í menningarsjóð. og þvi er
skemmtanaskatturinn i heild
16,5%.
Með þeirri breytingu. sem felst i
frumvarpinu. greiða kvikmynda-
húsgestir 3,5% hærra gjald en
ella, Sinfóniuhljómsveit og félags-
heimilasjóður missa 5% skemmt-
anaskatt og menningarsjóður
missir 1,5%, en samanlagt er
þetta 10% af aðgöngumiðaverði
kvikmyndahúsa og rennur, eins og
áður segir, i sérstakan kvikmynda-
sjóð. Til þess að bæta hljómsveit-
inni, félagsheimilasjóði og menn-
ingarsjóði þennan tekjumissi, er
gert ráð fyrir þvi i frumvarpinu, að
svonefnt rúllugjald, sem greitt
hefur verið fyrir aðgang að vin-
veitingahúsum, verði hækkað úr
10 i 30 krónur.
Hlutverk kvikmyndasjóðs, skv.
frumvarpinu. skal vera:
1) Að styrkja og efla islenzka
kvikmyndagerð með beinum fjár-
styrkjum, lánum, ábyrgðum og
verðlaunum.
2) Að koma á fót kvikmynda-
sögusafni, sem heimilt skal að
sýna kvikmyndir sinar á sýn-
ingum, sem undanþegnar eru
öllum opinberum gjöldum.
3) Að stuðla á annan hátt að
bættri kvikmyndamenningu, m.a.
með þvi að verðlauna kvikmynda
húsin, sem fram úr skara við val á
góðum kvikmyndum og barna-
myndum til sýninga.
— Lán og ábyrgðir, sem veitt
eru höfundum eða framleiðendum
islenzkra kvikmynda. mega nema
allt að 80% af kostnaði við gerð
mynda.
Frumvarp þetta verður væntan-
lega á dagskrá Alþingis upp úr nk.
mánaðamótum.