Morgunblaðið - 09.01.1975, Page 17
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975
17
Amsterdam 8. jan AP.
FORSETI Alþjóðaskáksam-
bandsins dr. Max Euwe sagði i
dag, að hann væri bjartsýnn á
það að Robert Fischer myndi
fallast á að verja heims-
meistaratitil sinn og tefla við
sovézka áskorandann Karpov.
Hann bætti þvf við, að hann
væri reiðubúinn að fara til
Kalifornfu og hitta Fischer að
máli, ef aðrar tifraunir mistækj
ust til að fá Fischer til að koma
til leiks. Dr. Euwe sagði þetta á
blaðamannafundi f Amsterdam
og bætti við að bandarfskir
áhrifamenn um skák myndu
Dr. Euwe er vongóður um
að Fischer mæti Karpov
væntanlega hitta Fischer að
máli um miðjan marz.
Fischer hefur frest til 1.
apríl til að svara því til hvort
hann fellst á skilmálana, sem
settir eru. Dr. Euwe sagði að
hann myndi ekki framlengja
þennan frest og væri Fischer að
bíða eftir einhvers konar upp-
gjafarmerki frá FIDE þá yrði
hann sannarlega að bíða lengi,
sagði dr. Max Euwe. Dr. EUWE
sagði, að ekki hefðu fleiri tilboð
borizt en þau þrjú sem þegar
voru komin um að halda næsta
einvígi. Hann sagði það
persónulega skoðun sfna, að
fimm milljón dollara boðið frá
Filippseyjum væri nánast frá-
leitt, en ef það gæti fengið
Fischer til að taka boðinu og
koma til leiks, myndi hann ekki
beita sér gegn þvi og væri raun-
ar dús við það.
Rabin vill skila hluta Sinai
— verði öruggur friður tryggður
Olían lekur úr risaskipinu
Singapore 8. jan. Reuter.
OLlA frá hinu risastóra japanska
olfuskipi, sem strandaði undan
ströndum Singapore, er farin að
leka úr skipinu og nálgast land.
Skipíð er 237.698 tonn að stærð.
Tveir japanskir sérfræðingar
voru væntanlegir á staðinn f dag
til að kanna olíurennslið í sjóinn,
en olian berst upp á strendur þar
sem ferðamenn hafa sótzt eftir að
baða sig. Sfðast þegar fréttist
höfðu um 3 þúsund tonn af hrá-
olíu runnið í sjóinn. Er búizt við,
að olfumengunin komi víðar fram
og af þessu geti orðið hið mesta
tjón. _____ , .____
Gullið stígur
London 8. janúar — AP.
VERÐ á gulli hækkaði snarlega á
evrópskum mörkuðum í dag er eftir-
spurn jókst frá Aröbum og Evrópu-
mönnum. Hjá fjórum helztu gullmiðl-
l urunum I London var verðið 180 doll
arar únsan síðdegis, eða 8 dollurum
hærra en I gær, er áhugaleysi banda-
rlsks almennings á gulli gerði alvar-
lega vart við sig. í Zurich komst
verðið upp I 181 dollara, 11 doll-
urum hærra en I gær.
Parfs 8. jan. Reuter.
lSRAELAR væru fúsir til að láta
aftur af hendi „mikinn hluta
Sinaiskaga", þar á meðal Abu
Rode olfusvæðin, til Egypta á
nýjan leik, ef þeim yrði þar með
tryggður friður, sem hægt væri að
byggja á, segir Rabin forsætisráð-
herra ísraels f viðtali við franska
blaðið Le Figaro, sem var birt f
dag.
Aftur á móti myndu Israelar
verða að halda Shram el-sheik,
þar sem eftirlit er með leiðum inn
f Tiran og til Eilat til að hafa
áfram aðgang að Rauða hafinu,
mun forsætisráðherrann hafa
bætt við.
Er hann var spurður að því
hvort ísraelar vildu hafa yfirráð
yfir E1 Sheik, sagði Rabin, að
kröfur tsraela mætti draga saman
í fáein orð, sem fælu f sér, að
EBE reynir
að góma
olíugróðann
London 8. janúar—Reuter.
FJARMALARAÐHERRAR Efna-
hagsbandalagslandanna níu sam-
þykktu á fundi í London f gær
sameiginlegar aðgerðir til að
koma milljarða dollara gróða olíu-
útflutningslandanna aftur í um-
ferð í alþjóðlega peningakerfinu.
Yrði þetta gert með því að beina
þessum gróða, sem nemur 6000 til
12000 milljónum dollara á þessu
ári, f gegnum Alþjóða gjaldeyris-
sjóðinn. Þessi sameiginlega af-
staða EBE-landanna verður svo
lögð fram á mikilvægum fundi
helztu aðildarlanda sjóðsins í
Washington i næstu viku.
Afrískir blökkumannaleiðtogar um Ródesíumálið:
Krefjast meirihluta-
stjómar blökkumanna
Dar Es Salaam 8. janúar— Reuter.
JULIUS Nyerere, forseti
Tanzaníu, setti í dag fram
skilyrði afrískra blökku-
manna fyrir lausn Ródesíu-
málsins, og varaði við því,
að hart skæruliðastríð
kynni að brjótast út ef
fyrirhuguð stjórnarskrár-
stefna rennur út i sandinn.
Nyerere, sem lék aðalhlut-
verkið í viðræðunum í
VESTURFARARNIR
OG TÓNABÍÓ
HINN 22. desember sl. birtist
grein hér i blaðinu, þar sem fjall-
að var um sýningar á sænsku
kvikmyndinni Vesturförunum og
látið f veðri vaka að eitthvað væri
bogið við það mál. Hér er um
misskilning að ræða. Tónabfó
fékk myndina frá dreifingaraðil-
anum, Palladium í Kaupmanna-
höfn, án þess að vita að annað
fyrirtæki I Svíþjóð hefði sjón-
varpsréttinn á Islandi. Tónabfó
hafði fjögurra ára rétt á kvik-
myndinni og reiknaði ekki með að
annar aðili fengi sjónvarpsréttinn
á þvf tfmabili. Þegar svo Tónabíó
frétti að sýna ætti myndina f sjón-
varpi, hóf það sýningar á henni
fyrir jól, en hún gekk illa í jóla-
önnum, eða aðeins í þrjá daga við
litla aðsókn. Aðrar ástæður en
þessar eru ekki fyrir því að mynd-
in var skyndilega sýnd í Tónabíói
á þessum tíma, og fullyrðingar
um annað úr lausu lofti gripnar.
Tónabíó er f eigu Tónlistar-
félagsins, en forstjóri þess er Þor-
valdur Thoroddsen. Kvikmynda-
húsið er styrkasta stoð Tónlistar-
félagsins og rennur allur ágóði
þess til tónlistarstarfsemi félags-
ins. Er því hér um merkt menn-
ingarstarf að ræða, sem meta ber.
Að lokum er rétt að taka fram
að orðalagið á greininni var harð-
ara en svo að réttlætanlegt væri
með hliðsjón af staðreyndum
málsins, ekki sízt þeirri að hér var
einungis um að ræða tilraun bíó-
stjórans til að mæta þeirri óvæntu
vitneskju að sjónvarpið mundi
hefja sýningar á Vesturförunum f
árslok. Ber að harma það og er
ástæða til að biðja Tónabíó og
Þorvald Thoroddsen afsökunar á
mistökunum.
Hitt er svo annað mál að mun-
urinn á litkvikmyndinni á breið-
tjaldi f kvikmyndahúsi og svart-
hvítri smámynd sjónvarpsins er
meiri en svo að ekki sé ástæða til
að endursýna hana í Tónabíói, nú
þegar fólk hefur kynnzt efni
hennar.
Ritsj.
nauðsyn væri að þeir hefðu þar
eftirlit og bækistöðvar. Hann
sagði, að Israelar myndu einnig
óska eftir nokkrum breytingum á
landamærum Egyptalands og
Israels, en hann vildi ekki segja f
hverju þær kröfur væru fólgnar.
Rabin sagði, að ísraelar kysu þá
stefnu að gera samninga í áföng-
um, eins og Kissinger hefði undir
búið og síðan gengið frá. Hann
sagði, að færu Israelar til Genfar
til viðræðna væru sjónarmið
Araba og • Israela algerlega
ósættanleg. Israelar óskuðu eftir
friðarsamningum sem við væri
hægt að una og fráleitt væri að
landamærin frá 1967 yrðu nokkru
sinni gild að nýju vegna þess að
þau hefðu i reynd aðeins verið
vopnahléslfnur. Arabar myndu
hins vegar samstundis krefjast
þessa og sömuleiðis að Palestínu-
ríki yrði komið á laggirnar á
vesturbakka Jórdanár undir
stjórn Arafats og þetta væri
óhugsandi. Aðspurður um það
hvort Israelar gætu rætt við PLO
sagði Rabin, að PLO neitaði að
viðurkenna tilverurétt Israels-
rfkis. Þetta hefði komið glöggt
fram og nú sfðast í ræðu Arafats
hjá Sameinuðu þjóðunum og þvi
væri fráleitt að eiga viðræður við
samtök sem viðurkenndu ekki
Gyðingaþjóðina.
Kýpur:
Viðræður hefjast á ný
Lusaka þar sem fram komu
þau nýju viðhorf er leiddu
til stefnubreytingar Ian
Smiths, forsætisráðherra,
talaði við upphaf árs-
fundar sjálfstæðisnefndar
Afrísku einingarsamtak-
anna. Hann hvatti afriska
blökkumannaleiðtoga til að
hefja undirbúning ráð-
stefnunnar þegar.
Nyerere sagði, að Afrfka gæti
aðeins sætzt á sjálfstæði „Ródesíu
á grundvelli meirihlutastjórnar
blökkumanna. Hvort þessu tak-
marki yrði náð á friðsamlegan
hátt eða með stríði væri algjör-
lega undir Ian Smith komið.
Nikosia 8. jan. AP.
FULLTRUAR grfskra og tyrk-
neskra Kýpurbúa lýstu því yfir f
dag, að þeir hefðu náð samkomu-
lagi um að taka á ný upp viðræður
með það fyrir augum að fá botn f
deilu þjóðarbrotanna vegna Kýp-
urmálsins. Kom tilkynning þessa
efnis að loknum fundi milli
Glafkosar Cleridesar, forseta
grfsku þingdeildarinnar, og
Raoul Denktash, leiðtoga Kýpur-
Tyrkja.
Viðræðurnar rofnuðu fyrir
mánuði eða svo, þegar Makarios
erkibiskup sneri aftur til Kýpur
eftir að hafa verið i fimm mánaða
útlegð. Denktash sagði þá, að eng-
in grundvöllur væri fyrir þvi að
halda áfram viðræðunum fyrr en
Makarios hefði gert lýðum ljóst,
hvað hann ætlaðist fyrir með
endurkomu sinni til eyjarinnar.
Þá höfðu fundir verið vikulega
milli þeirra Cleridesar og
Denktash um tveggja mánaða
skeið. Tilkynningin i dag kom um
svipað leyti og Kissinger hóf fund
með sendiherrum Bandarfkjanna
í Aþenu, Ankara og Nikosfu um
Kýpurmálið.
Denktash sagði í dag, að þær
hindranir væru á brott numdar,
sem hefðu verið i vegi fyrir því,
að fundir yrðu upp teknir að
nýju, en nánari skilgreining var
ekki gefin.
Hætta 250 skip
rækjuveiðunum?
Ósló 8. janúar — NTB.
HÆTTA er á að 250 skip í Norð-
ur-Noregi leggi niður rækju-
veiðar í vetur vegna nýrra reglna,
sem tóku gildi eftir áramótin
um möskvastærð rækjutrolla.
Möskvastærðin var aukin úr 30 f
35 mm, þrátt fyrir það að veiði-
menn haldi þvf fram, að ekki sé
unnt að veiða rækju með slfkri
möskvastærð. Að sögn blaðsins
Lofotposten, kann stöðvun rækju-
veiðanna að leiða til þess, að 400
manns, sem vinna við rækju-
vinnslurnar f landi, missi atvinn-
una.
SJAVARFRETTIR
sérrit sjávarútvegsins
Sjávarfréttir eru helmingi útbreiddari en
nokkurt annað blað á sviði sjávarútvegs og
fiskiðnaðar.
Fyrstu blöðin vöktu athygli og áhuga og áskrifendahópur þess óx
með hverjum degi.
Sjávarfréttir fjalla nú um spurninguna: Eigum við að leyfa veiðar á
10 þúsund tonnum af sild hér við land 1975. Og ef svo hvernig
skal hún veidd? í umræðum taka þátt landskunnir aflamenn, þeir
Eggert Gislason á Gisla Árna RE, Hrólfur Gunnarsson á Guðmundi
RE, Þórarinn Ólafsson á Albert GK og Helgi Einarsson á Hring GK
og Jakob Jakobsson fiskifræðingur. Rætt er við Jón Ármann
Héðinsson alþingismann um störf útgerðarmannsins. Birt er grein
eftir Dr. Björn Dagbjartsson um fiskrétti framtiðarinnar. Guðni
Þorsteinsson fiskifræðingur ræðir um staðla i netagerð og sagt er
frá Fiskvinnsluskólanum. Þá er greint frá fiskeldi í sjó og fiskeldis-
búri Fiskifélags íslands í Höfnum og rannsóknum Ingimars Jó-
hannssonar vatnaliffræðings.
Sjávarfréttir koma út annan hvern mánuð og eru þegar gefin út á
sjöunda þúsund eintök.
Sjávarf réttir kosta kr. 295 eintakið og ársáskrift kr. 1 770.
Sjávarfréttir bjóða yður velkomin í hóp fastra
áskrifenda.
Til Sjávarfrétta, Laugavegi 1 78
Óska eftir áskrift að Sjávarfréttum pósthólf 1193,
Rvík.
Nafn
Heimilisfang sími
Útgefandi: Frjálst Framtak h.f.
Laugaveg178. Sími 82-300 og 82-302.