Morgunblaðið - 09.01.1975, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANtJAR 1975
Um áramót
Minning:
Sigríður Sigurðar
dóttir Akranesi
Þjóðhátiðarárið 1974 er liðið.
Það mun í framtíðinni fyrir
margra hluta sakir verða talið
merkisár. Má í því sambandi helst
til nefna hinar fjölmörgu héraðs-
hátfðir, er haldnar voru um land
allt og höfðu yfir sér hinn ákjós-
anlegasta virðuleika blæ, enda
veðurguðirnir í prýðisskapi og
vinguðust við allt skemmtana-
hald. En þótt vel hafi tekist til
með allar héraðshátfðirnar þá ber
Þjóðhátfðina á Þingvöllum hæst.
Þegar þingfundurinn þar var sett-
ur mun mörgum hafa verið hugs-
að aftur í tfmann, þá er forfeður
okkar réðu á þessum stað ráðum
sínum og var þá ekki ósjaldan
gripið til vopna. En þó gátu menn
orðið sammála eins og nú. Og á ég
þar við Þingsályktunina um land-
vernd á þessu ári og samþykktina
um kristnitökuna árið 1000.
Ekki leið þetta ár svo, að við
værum ekki átakanlega minnst á
hve berskjaldaðir við stöndum
gagnvart náttúruhamförum eins
og þeim, er dundu yfir Neskaup-
stað. Gegnt slfku stöndum við
uppi þrumulostnir. Þó er víst að
kostað verður kapps um, að bæta
hið fjárhagslega tjón þessa
byggðarlags. Astvinamissirinn
verður aftur aldrei bættur. Þann
sársauka má aðeins lina með hlý-
hug og vinaþeli. Það fer ekki á
milli mála, að fslenska þjóðin öll
stendur sem einn maður til hjálp-
ar Norðfirðingum. Með ríkis-
stjórnina f fararbroddi mun þjóð-
in af eindrægni að því styðja að
farsæld rfki áfram á þessum fagra
stað.
Ekki var á liðnu ári með öllu
tfðindalaust á stjórnmálasyiðinu.
Tvennar kosningar fóru fram.
Fyrst byggðakostningar og síðan
kosningar til Alþingis. Miklar
sviptingar urðu á vinstri væng
stjórnmálanna og það svo að um
tíma leið varla sá dagur fyrir
byggðakosningarnar að ekki væri
stofnaður nýr flokkur. Að ætlast
til þess að fólkið legði svoleiðis
loftbólum atkvæði sitt var auðvit-
að út f hött. Enda fór svo, að
fólkið skipaði sér þétt f röð þess
flokka, sem einn og óskiptur háði
sfna kosningabaráttu. Því vann
Sjálfstæðisflokkurinn mikla sigra
f báðum þessum kosningum. Fékk
55% greiddra atkvæða, er varð
til þess, að sú ríkisstjórn, er við
völd var, sagði af sér. Hún hafði
verið kölluð vinstri stjórn og
hafði setið rúm 3 ár, sem er há-
marks aldur þeirra ríkisstjórna,
er vinstri menn standa að, eins og
dæmin hafa sýnt.
í beinu framhaldi af úrslitum
Alþingiskosninganna var Geir
Hallgrfmssyni falið að mynda
ríkisstjórn, sem þvf miður tókst
ekki, þrátt fyrir einlægan sam-
starfsvilja við þá flokka, er til
greina gátu komið að hafa sam-
starf við. Sennilega var það
vinstri stjórnardraumurinn, sem
þar hefur um ráðið. En sá draum-
ur gat aldrei ræst því bæði var
það, að þjóðin hafði í kosningun-
um fortakslaust frábeðið sér
vinstri stjórn og hið næsta sem
gerðist var, að Ölafi Jóhannessyni
var á ný falið að hafa forustu um
stjórnarmyndun og átti nú að
mynda vinstri stjórn, en sú til-
raun fór með öllu út um þúfur.
Mér bíður svo í grun, að mörgum
af þessum vinstri stjórnar mönn-
um hafi f sannleika ekki langað til
að glíma við þau vandamál, sem
þeir höfðu sjálfir leitt þjóðina f,
og sem talið var að þeirra dómi
hættuástand. Svo þegar þessari
vinstri stjórnar tilraun var lokið
með engum árangri leitaði Olafur
Jóhannesson til Geirs Hallgríms-
sonar um stjórnarmyndun. Geir,
sem sá hver vá var fyrir dyrum á
þjóðarskútunni, léði máls á
stjórnarmyndun. Og það varð úr
að ný rikisstjórn tók við völdum
28. ágúst 1974.
Þótt margir hefðu talið það rétt,
að vinstri stjórnin hefði verið
látin lagfæra það, sem hún var
búin að færa úrskeiðis, þá sýndi
þingstyrkur Sjálfstæðisflokksins,
að kjósendur kröfðust þess, að
hann tæki í taumana. Ekki verður
sagt að núverandi rfkisstjórn hafi
tekið við blómlegu búi. Vart er að
vænta árangurs af starfi hennar
fyrr en liðið er talsvert á þetta ár.
Með þá einlægu ósk, að ríkis-
stjórninni og landsmönnum öllum
megi vel farnast á árinu 1975, lýk
ég þessum orðum.
Skrifað á nýjársdag 1975.
Ólafur Vigfússon
Hávallagötu 17 Reykjavfk.
F. 8. ágúst 1903.
D. 27. des. 1974.
Vinir mfnir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld.
Þessar visuhendingar Bólu-
Hjálmars komu mér í hug, þegar
ég frétti lát frú Sigríðar Sigurðar-
dóttur.
Fyrir nokkrum dögum átti ég
tal við hana glaða, hressa og fulla
af áhuga fyrir lífinu. Mér kom
aldrei dauðinn f hug í sambandi
við hana, svo mikið líf og fjör
flutti hún með sér hvar sem hún
fór.
Fyrir rúmum 40 árum fluttist
ég til Akraness og kynntist þá frú
Sigríði, sérstaklega í gegnum
störf mfn f Kvenfélagi Akraness.
Við höfum verið saman í óteljandi
nefndum, og á þá samvinnu hefur
aldrei neinn skugga borið. — Hún
var söngstjóri Kvenfélagsins í
áratugi og til dánardægurs, svo að
þar er nú skarð fyrir skildi. —
Mér er minnisstætt eitt sinn, er
hana vantaði á fund, hvað mér
fannst fundurinn dauflegur.
Sigríður var glæsileg kona
hreinlynd og vel máli farin. Þegar
Kvenfélagið ásamt stúkunni
Akurblóm og Kirkjukór Akraness
héldu upp á 70 ára afmæli henn-
ar, 8. ágúst 1973, þá þakkaði hún
fyrir sig og svaraði hverju ávarpi,
sem henni var flutt, með þeim
skörungsskap, sem henni var
eiginlegur. — Það er gaman fyrir
félögin að eiga minninguna um að
hafa getað glatt hana á þessum
merkisdegi, svo oft var hún búin
að gleðja aðra.
Sigríður var mikil trúkona og
Framhald á bls. 20
MlUkW.WU
Framtíðarstarf Óskum að ráða verkstjóra í trésmiðadeild okkar. Skilyrði að viðkomandi hafi reynslu af verkstæðisvinnu og sé hæfur stjórnandi. Reglusemi áskilin. Upplýs- ingar á skrifstofunni, ekki svarað í sima. VERKHF., Laugavegi 120. Meiraprófs- bílstjóri Reglusamur meiraprófsbílstjóri einnig með vinnuvélaréttindi óskar eftir vel launuðu starfi strax. Upplýsingar i síma 1 6674. 3 háseta vantar á 1 70 tonna bát, sem er að hefja veiðar með þorskanet frá Ólafsvík. Upplýsingar í símum 93-6328 og 93- 6292, Ólafsvík.
Atvinna óskast Ungur maður með verzlunarskólapróf óskar eftir atvinnu sem fyrst. Upplýsingar í síma 41 1 54.
Framtíðarstarf Óskum að ráða birgðavörð í einingaverk- smiðju okkar. Viðkomandi þarf að hafa réttindi á vörubíla. Reglusemi og ná- kvæmni í starfi áskilin. Upplýsingar á skrifstofunni, ekki svarað í síma. VERKHF., Laugavegi 120.
Vélvirkjar — bílstjórar Óskum að ráða nokkra bilstjóra með meírapróf og vélvirkja við steypustöð á Suðurlandi. Getum útvegað húsnæði. Tilboð sendist blaðinu fyrir 15. janúar merkt: „Steypustöð — 7106".
Skipstjórar Skipstjóra vantar á m/b Hólmsberg KE 1 1 6 sem verður gert út á netaveiðar. Upplýsingar í símum 92-2450 og 92- 1160.
Karlmaður óskast Óskum að ráða röskan karlmann til að annast sendiferðir í banka, toll og verðút- reikninga í forföllum. Þarf að hafa bíl til umráða. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Skriflegar umsóknir er greini aldur og fyrri störf sendist til Morgunblaðsins fyrir 1 3. þessa mánaðar merkt: „71 04". GunnarÁsgeirsson hf., Veltir hf.
Sendill Sendill óskast hálfan eða allan daginn. Tilboð merkt: „Sendill — 7105", sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. mánudag.
Samvizkusöm 21 árs stúlka með stúdentspróf óskar eftir vel launaðri vinnu. Vinsamlega hringið í síma 36335.
Staða eftirlitsmanns fjarskipta hjá Veðurstofu íslands er laust til um- sóknar. Laun samkvæmt 18. launaflokki kjarasamninga ríkisins og B.S.R.B. Um- sækjandi þarf að hafa lokið loftskeyta- prófi, einnig þarf hann að hafa æfingu í að skrifa á fjarrita. Æskilegt að hann hafi kynnt sér undirstöðuatriði í tölvugæzlu. Umsóknir, er greini aldur, menntun og fyrri störf, skulu sendar til Veðurstofu íslands fyrir 6. febrúar 1 975. 4
Lögregluþjónsstarf Starf lögregluþjóns í Egilsstaðakauptúni er laust til umsóknar frá 1. febrúar n.k. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Þess er óskað að umsóknum um starfið ásamt upplýsingum um fyrri störf og meðmæli, ef fyrir hendi eru, verði skilað til undirritaðs sem fyrst. Eyðublöð undir umsóknir fást á skrifstof- unni. Sýslumaðurinn í Suður-Múlasýslu.
Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða afgreiðslumann eða stúlku sem fyrst í verzlun okkar Hafnar- stræti 3. Uppl. veitir skrifstofustjóri, Gunnar Gunn- arsson á morgun föstudag kl. 9 — 1 1 (ekki í síma). Heimilistæki s. f., Sætúni 8.