Morgunblaðið - 09.01.1975, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 1975
35
aftur í heimsókn
Skilja Akureyrar-
liðinað skiptum
bandinu skýrslu um keppni þessa
og hegðun lslendinganna, og er
því bætt við að íslenzka körfu-
knattleikssambandið hafi ekki
greitt árgjöld sfn til FIBA f
f jögur ár.
Um leik Islands og Danmerkur
segja blöðin m.a. að íslendingarn-
ir hafi leikið mjög ruddalega og
mikið verið um árekstra milli
leikmannanna. Það, að Danirnir
voru miklu betri aðili í leiknum,
hafi farið mjög í taugarnar á Is-
lendingunum, sérstaklega þeim
sem sátu á bekknum, og dóna-
skapur þeirra náð hámarki er
Kolbeini Pálssyni var vikið af
leikvelli, eftir að hafa fengið
dæmda á sig fimmtu villuna. Þá
hafi stjórnendur islenzka liðsins
hrækt að dómurunum sem voru
frá V-Þýzkalandi og Luxemburg
og að auki sent þeim ýmsar miður
fallegar glósur. Eini islenzki leik-
maðurinn sem sýnt hafi rósemi í
leik þessum hafi verið Þorsteinn
Svíi
sigraði
SVlINN Bengt Naadje sigraði í
hinu árlega viðavangshlaupi i
Funchal á Madeira, sem fram fór
nýlega. Hlaupin var um 6.400
metra vegalengd á götum borg-
arinnar. Timi Naadje var 18,00
min. Rune Holmen frá Finnlandi
varð í öðru sæti á 18,04 mín. og
Daninn Tom B. Hansen varð
þriðji á 18,36 min.
KOMA Akureyrarliðin Þór og KA
fram sem tvö félög f knattspyrn-
unni næsta sumar, eða koma þau
áfram til keppni f elzta flokki
undir merki lþróttabandalags
Akureyrar?Þessi spurning brenn-
ur á vörum margra knattspyrnu-
áhugamanna fyrir norðan og eru
skoðanir mjög skiptar um þetta
mál. Margt bendir til þess, að af
skilnaði milli félaganna verði og
eru það einkum Þórsarar, sem
fyigjandi eru þeirri skipan máia.
Forráðamenn knattspyrnumála
á Akureyri fóru þess á leit við
Mótanefnd KSI að þeim yrði gef-
inn frestur til að tilkynna þátt-
töku I Islandsmótinu þar til þessi
mál væru útkljáð. Sömuleiðis hef-
ur ekkert verið afhafzt I þjálfara-
málum fyrir elztu knattspyrnu-
mennina og verður það ekki gert
fyrr en fyrir liggur hvort af
skiptunum verður.
Þeir, sem eru fylgjandi þvi, að
KA og Þór leiki hvort í sinu lagi
I meistaraflokki í knattspyrnu
eins og í handknattleik, segja að
meðan félögin leiki saman geti
hinn rétti félagsandi ekki náðst
að skapast. Stuðningsmenn félag-
anna bítist um það hve margir frá
þeirra félagi komist i IBA-Iiðið og
það nái ekki að verða sterk heild
út á við. Þeir sem eru á öndverð-
um meiði segja að ÍBA-liðið hljóti
að verða sterkara i knatt-
spyrnunni heldur en KA og Þór
sitt í hvoru lagi.
Einkum munu Þórsarar vera
hlynntir félagaskiptum og þá
frekar forráðamenn félagsins en
leikmenn. Hafa Þórsarar nýlega
Akureyringar stofna
íþróttafélag fatlaðra
NOKKRU fyrir s.l. áramót var
stofnað Iþróttafélag fatlaðra á
Akureyri. Það var I.S.I. sem beitti
sér fyrir félagsstofnuninni i sam-
starfi við Sjálfsbjörgu á Akur-
eyri, en fyrr á árihu var stofnað
sams konar félag í Reykjavík.
Fundarstjóri stofnfundarins á
Akureyri var hinn dugmikli
forystumaður Sjálfsbjargar, frú
Heiðrún Steingrímsdöttir, en auk
hennar vann Magnús H. Ólafsson
íþróttakennari ötullega að fram-
gangi málsins.
A fundinum mætti Sigurður
Magnússon fulltrúi I.S.I. og fiutti
kveðjur og árnaðaróskir Iþrótta-
sambandsins, sem hefði ákveðið
að gefa hinu nýja félagi 100 þús-
und krónur. Jafnframt sýndi
hann kvikmyndir frá iþrótta-
iðkunum fatlaðra I öðrum löndum
og greindi frá alþjóðlegu sam-
starfi á þessum vettvangi.
Isak Guðmann, form. Iþrótta-
bandalags Akureyrar, ávarpaði
einnig stofnfundinn, bauð hið
nýja félág velkomið til samstarfs
innan I.B.A. og færði því að gjöf
kr. 10.000.00 frá bandalaginu.
Meðal annarra sem sátu stofn-
fundinn voru Hermann Sigtryggs-
son, íþróttafulltr. Akureyrar, og
Hermann Stefánsson, fyrrv. form.
I.B.A. og forystumaður í íþrótta-
hreyfingunni um áratugi.
Samkvæmt upplýsingum frá
Akureyri fjölgar nýjum félögum
nú þegar og ríkir bjartsýni meðal
þeirra um starfsemina.
I fyrstu stjórn félagsins voru
kjörin: Stefán Arnason form.,
Jakob Tryggvason varaform.,
Kristjana Einarsdóttir ritari, As-
geir P. Ásgeirsson gjaldkeri og
Tryggvi Sveinbjörnsson.
(Fréttatilkynning frá ISl)
fengið ágætan æfingavöll til af-
nota og hafa að þvi leyti nokkuð
betri aðstöðu en KA, sem notast
verður við Sana-völlinn og svo
grasvöllinn, sem Akureyrarliðin
hafa leikið á undanfarin ár.
Eins og áður sagði bendir margt
til þess að af skiptunum verði og
ættu þau mál að skýrast á næst-
unni. Fari svo að KA og Þór skilji
að skiptum vaknar sú spurning í
hvaða deildum liðin leika. IBA á
að leika í 2. deild og sennilega
fengi þá annað Akureyrarliðið
það sæti, en hvort? Hitt liðið yrði
svo væntanlega að leika i 3ju
deild og yrði það löng leið fyrir
leikmennina að fara í einu stökki
úr 1. deild niður I „kjallarann".
Eða gæti farið svo að bæði Akur-
eyrarliðin yrðu að byrja I þriðju
deild og liðið, sem var í úrslitum
3. deildar síðastliðið sumar færi
upp i 2. deild. Það var Magni frá
Grenivik og yrði það heldur betur
saga til næsta bæjar, ef bæði
Akureyrarliðin lékju i 3. deild, en
litla liðið frá Grenivík í deild
númer 2.
Vilja ekki íslendinga
Stjórn Iþróttafélags fatlaðra á Akureyri; frá vinstri: Jakob Tryggva-
son, Kristjana Einarsdóttir, Stefán Árnason form., og Tryggvi Svein-
björnsson. A myndina vantar Ásgeir P. Ásgeirsson.
— VIÐ munum hugsa okkur vel
um áður en við bjóðum körfu-
knattleiksmönnum frá tsiandi
aftur tii okkar, hefur danska dag-
blaðið „Politiken" eftir Henrik
Klæbel, formanni danska körfu-
knattleikssambandsins, en greini-
legt er á frásögnum blaðanna, að
framkoma lslendinganna hefur
ekki þótt sem bezt. Segja forystu-
menn danskra handknattleiks-
máia, að þeir muni senda FIBA
— aiþjóða körfuknattleikssam-
— áij
(Jr landsleik Danmerkur og tslands. Henrik Otbo sækir að fslenzku
körfunni, en Kári Marisson, Torfi Magnússon og Ágnar Friðriksson
eru til varnar.
Hallgrímsson, segja blöðin, —- en
hann reyndi að fá félaga sína til
þess að stilla sig, þó með litlum
árangri.
Flugukast-
menn í
vetrarham
ÞAÐ ER mikil kúnst að kasta með
flugu og kaststöngum og þeir,
sem hug hafa á að fá leiðsögn í
þeirri íþrótt, ættu að nota sér
námskeið, sem nýlega er hafið.
Að þessu námskeiði standa
Stangaveiðifélag Reykjavikur,
Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar
og Kastklúbbur Reykjavíkur.
Námskeiðið hófst sl. sunnudag í
Iþróttahöllinni og heldur áfram
næstu sunnudaga klukkan 10.10 á
sama stað. Leiðbeiningarnar ann-
ast ýmsir af snjöllustu veiðimönn-
um landsins og kenna þeir einnig
fluguhnýtingar.