Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 7 Uppboðið klukkan sjö ár- degis. Myndin birtist með fréttinni frá Bremerhaven i Suddeutche Zeitung, en svo vill til að þarna er verið að selja fisk úr íslenzka togaranum Karlsefni, eins og sjá má á skilti á veggn- um efst til hægri, ef mynd- in prentast vel. Það er heldur fátítt að blöð á Suður-Þýzkalandi geri mikið úr fréttum frá fiskiborgunum við mynni fljótanna Elbe og Weser, en þó eru þar undantekn- ingar. Þannig birti til dæmis Miinchen-blaðið Suddeutsche Zeitung ný- lega greinaflokk um „Seestadt Bremerhaven", þar sem meðal annars er vikið stuttlega að löndunar- banninu, sem sett hefur verið á íslenzka togara. Úr fiskihöfn í matvælamiðstöð Blaðið segir að löndunar- bannið hafi orðið til þess að minnka fisklandanirnar um nálægt 10%, og af þeim sökum hafi fiskverð hækk- að nokkuð. Bent er á að fiskur sé mjög holl fæða vegna þess hve ríkur hann er að eggjahvítuefnum, sem hvergi fást ódýrari, nema í nýmjólk. Blaðamennirnir heim- sækja fiskmarkaðinn í Bremerhaven, og segja að það sé eins og að horfa á litkvikmynd á breiðtjaldi. Vinstra megin á myndinni liggja fiskkassar, og þaðan kemur rafknúinn dráttar- vagn, sem dregur kerru hlaðna kristalstærum ís- molum. Á miðri myndinni stendur flutningalest frá Noregi. Lestarstjórinn er reiður og baðar út örmun- um vegna þess að sendi- ferðabifreið hafði verið ekið yfir teinana fyrir framan lestina. Bifreiðinni hafði verið ekið skyndilega út úr röð fleiri bila, sem stóðu framan við lágreistan hjall meðan hópur dökkhærðra kvenna með gúmmisvuntur fór þangað inn. Á hliðar sendibifreiðarinnar eru málaðar stórar myndir af fiskhausum. Yfir þak skúrs- ins skagar strompur fiski- skips. Rétt hjá situr maður á bryggjuveggnum með prik i hendi og dorgar eftir fiski þarna i stærstu fiski- höfn álfunnar. Inni i skúrnum er hvítum fiskkössum úr plasti raðað upp í ferhyrninga, og í þeim glampar á alla liti hafsins, frá jökulhvitu i þaragrænt. Þetta er nýr fiskur, sem biður eftir uppboðinu. Fjór- um sinnum i viku, klukkan sjö að morgni hefst sönglið í uppboðshaldaranum, sem býður upp fiskinn. Karfi frá islandi, ufsi frá Noregi, þorskur úr Norður- sjó og Eystrasalti. Tveimur klukkustundum siðar er þessi blandaði fiskafli lagð- ur af stað í flutningatækj- um á leið inn i landið. Þeg- ar svo uppboðshaldarinn hefur söngl sitt næsta morgun, er aflinn kominn á markað í Múnchen, Frank- furt eða Köln. Inn í þessa litríku mynd af sölunni á ferskum fiski i fiskhöfninni ber einnig að taka þá staði, þar sem hreinlætið ræður rikjum, en þangað fær enginn að koma nema i dauðhreins- uðum sloppum og höfuð- fötum. í þessu gerilsnauða and- rúmslofti liggur framtíð fiskhafnarinnar i fram- leiðslu á neytendavöru úr fiski, allt frá fiskflökum til- búnum til steikingar yfir í tilbúna fiskrétti, sem aðal- lega eru seldir í matstofur. Þar sem engin matstofa — ekki einu sinni i Bremer- haven — getur boðið upp á fisk á hverjum degi, er einnig gengið þarna frá margskonar öðrum réttum. Þannig breytist þessi stærsta fiskihöfn álfunnar yfir í matvælamiðstöð, þar sem fiskurinn er aðeins hluti af hráefninu. Þýzki fiskveiðiflotinn hefur fyrir löngu aðlagað sig þessum breytingum, og kemur nú aðallega með frystan fisk að landi. Þessi breyting á rekstri fiskihafnarinnar — sem er einn fjölmennasti vinnu- staður borgarinnar — naut stuðnings þýzku ríkis- stjórnarinnar með lánveit- ingum til smíði á verk- smiðjutogurum, sem eru með þeim afkastamestu í heiminum. Fiskveiðiþjóð- irnar geta einnig tekið sér til fyrirmyndar dauðhreins- aða vinnusalina í Bremer- haven. Af þeim mega jafn- vel Bandaríkjamenn, Jap- anir og Rússar læra. (Lausl. þýtt). Frá höfninni í Bremerhaven. Miðstöðvarketill óskast til kaups. Uppl. i síma 37916. Til leigu Bröyt X 30. Upplýsingar í síma 93^7298. Óskum eftir að taka á leigu um það bil 70 fm húsnæði fyrir hérgreiðslustarfsemi. Upplýsingar í síma 41 358. Húsasmíðameistari getur bætt við sig inni- og útiverk- efnum. Smiða eldhúsinnréttingar, skápa o.fl. Uppl. i sima 30391. Ný snjódekk sænsk, 640 x 1 5 og 590 x 15 undir Saab og VW. 3.800 kr. stk. Uppl. í s. 27457 í kvöld og á morgun. Skattframtöl Önnumst hvers kyns framtöl og reikningsskil. Magnús Sigurðsson lögfræðingur Þórir Ólafsson hagfræðingur Skrifst. Öldugötu 25 s. 2301 7 og 1 3440. Til sölu Yamaha gitar og Selmer gítar- magnari og box, 50 vatta. Uppl. í sima 50374, eftir kl. 5 næstu daga. Hestamenn Til sölu fimm vetra hálftaminn foli af góðu skagfirsku kyni. Gott reið- hestsefni. Upplýsingar i efri Fák, eða hjá Þorvaldi i sima 18549 eftir kl. 5 á daginn. Benz 1413 '68 Ökumannshús með samstæðu og öllu tilheyrandi til sölu, i mjög góðu lagi. Ennfremur óskast Ford Trader dieselvél 6 cyl. Uppl. gefur Haukur Helgason i sima 30872 — 31202. Keflavik — Grindavík Til sölu m.a. fokheld einbýlishús, gerðishús og raðhús og glæsilegar hæðir. Höfum kaup. af flestum gerðum íbúða. Eigna- og verðbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavik, simi 92-3222. Vil kaupa ameriskan bíl ekx. eldri en '71 tegund Camaro Pontíac annað kemur ekki til greina. Upplýsingar um vél, verð og greiðsluskilmála o.fl. sendist afgr. Mbl. fyrir mið- vikudag merkt: „Ameriskur bíll — 7113". Frá Námsflokkum Hafnarfjarðar Innritun í flokkana fer fram mánudaginn 13. janúar og þriðjudaginn 14. janúar í húsi Dvergs, Brekkugötu 2, Hafnarfirði milli kl. 5—8 báða dagana. Námsskrá flokkanna liggur frammi í bókabúð- um bæjarins, en allar nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 53292 báða innritunar- dagana. Athugið. Nemendur á haustnámskeiði, sem hyggjast halda áfram, innritist þó í fyrsta tíma. Kennsla hefst fimmtudaginn 16. janúar samkvæmt stundaskrá. Forstöðumaður. Grísaveizla -Fiesta Espanol Fyrsta Sunnukvöld Hótel Sögu, sunnudagim janúar. Húsið opnað kl. 19.00. Sangrfa og svaladrykkir. ir Veizlan byrjar kl. 19.30. Verð aðeins kr. 890.00. Alisvín,1 kjúklingar og fleira. Söngur, gieði, grín og gaman. Borðum verður ekki haldið lengur en til kl. 19,30. Verið því stundvfs. if Skemmtiatriði. ir Ferðabingó. Vinningar — Kanarfeyjaferð, AusturrfKÍsferð, og Maliorkaferð. if Dans. Hljómsveit R.?.t,nars Bjarnasonar. Njótið skemmtunar og gleðistunda sem alltaf eru á þessum vinsælu Sunnukvöidum. Tryggið yður borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl. 15 f sfma 20221. VERIÐ VELKOMIN Í SÓLSKINSSKAPI MED SUNNU FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.