Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 31 „Þetta er mér mikíl uppörvun 99 — VISSULEGA er ég yfir mig ánægður með þessa viðurkenn- ingu, sem íþróttafréttaritarar hafa veitt mér. Ég vissi eiginlega ekki hvað ég átti að segja þegar Jón Ásgeirsson hringdi f mig f dag, þetta kom mér svo á óvart. Eg neita þvf ekki að mann hefur dreymt um viðurkenningu sem þessa og þetta er mér mikil upp- örvun. Þetta voru fyrstu orð Vest- manneyingsins Ásgeirs Sigur- vinssonar er við hringdum til hans f gær. Ásgeir var nýkominn heim af æfingu og var að fara að elda ofan í sig, þvf þessi 19 ára gamli Vestmannaeyingur býr einn f nýlegri þriggja herbergja fbúð í Liege. Morgunblaðið rœðir við Ásgeir Sigurvinsson í Belgíu sem leikmenn Standard eru ákveðnir í að vinna. Liðið hefur unnið sex síðustu leiki sína í deildinni og er komið í 8 liða úrslit bikarkeppninnar ásamt 7 öðrum 1. deildarliðum. I næstu umferð á liðið að leika gegn Antwerpen á heimavelli. þessu — að spila fótbolta er það skemmtilegasta sem ég geri — en þetta er einnig mikið puð. Að vera knattspyrnumaður að at- vinnu er mjög bindandi og maður getur ekki skroppið í frf þegar manni dettur i hug. Ásgeir er yngsti íþróttamaður- inn, sem valinn er „íþróttamaður ársins“ í kosningu íþróttafrétta- ritara og annar knattspyrnumað- urinn i hópnum. Sá fyrsti var Guðni Kjartansson frá Keflavík, en Guðni hlaut þessa nafnbót í' fyrra. — Venjulega eru tvær æfingar á dag og svo alltaf leikir á laugar- dögum. Auk þess eru svo oft gestaleikir og leikir í bikarkeppn- inni eða einhverjum öðrum mót- um aðra daga vikunnar. Þá eru ýmiss konar fundir og hin stöð- ugu ferðalög landshornanna á milli eru ekki sérlega skemmtileg til lengdar. Vegna leiksins í dag var ekki mögulegt fyrir Ásgeir að vera við- staddur verðlaunaafhendinguna i gær, en "áður en við kvöddum sagði Ásgeir: — Það veit sá sem allt veit að ég hefði viljað gefa mikið til að vera viðstaddur at- höfnina í gær, þó ekki væri til annars en að þakka fyrir mig. Ég vona að ég fái tækifæri til þess seinna, e.t.v. í maí er ísland leik- ur gegn Frakklandi, á Laugar- dalsvellinum. -áij Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir því að Ásgeir varð fyrir val- inu að þessu sinni. Tvær þær sem þyngst hafa þó vegið í hugum íþróttafréttamanna er þeir gerðu upp hug sinn eru án efa frammi- staða hans með knattspyrnulands- liðinu síðastliðið sumar í þeim þremur leikjum, sem Ásgeir lék, og ótrúlega skjótur frami hans meðal hinna snjöllu knattspyrnu- manna f Belgíu. Einnig mætti nefna prúðmannlega og skemmti- lega framkomu hans og reglu- semi. Komum sjálfum okkur á óvart gegn A-Þjóðverjum A síðastliðinu ári lék Asgeir nær alla leiki, sem lið hans Standard Liege lék og að auki þrjá landsleiki fyrir Island. Leik- ina gegn Belgíu hér heima og gegn Danmörku og A-Þýzkalandi ytra. Frammistaða Asgeirs þótti mjög góð í landsleikjunum og einnig í flestum leikjanna með Standard, en hvaða leikur skyldi vera honum minnisstæðastur. Ásgeir Sigurvinsson „Iþróttamaður ársins” Nú er liðið eitt og hálft ár frá því að Asgeir gerðist atvinnumað- ur í knattspyrnu í Belgíu, þá ný- lega orðinn 18 ára gamall. Gerði Ásgeir samning við belgfska félagið Standard Liege í samráði við hjálparmann sinn Albert Guðmundsson. Sá samningur rennur út f maf í vor, en Ásgeir hefur undirritað nýjan samning, sem tekur þegar gildi og nær fram í júnf 1978. Asgeir er ákveð- inn í að vera þennan tima í Belgiu, honum líkar stöðugt betur og forráðamönnum félagsins fell- ur sömuleiðis með hverjum degin- um betur og betur við pilt. Ekki eilífur dans á rósum Þeir eru margir sem halda að lff atvinnuknattspyrnumannsins sé eintómur dans á rósum. Hann hafi það fram úr hófi gott og þurfi litið að hafa fyrir lífinu. Er við ræddum við Ásgeir í gær spurð- um við hann um þetta atriði. — Það er erfitt að segja, það er svo allt annað að leika með Is- lenzka landsliðinu en með félög- um mfnum í Standard. Það er mjög gaman að koma heim og leika með íslenzka landsliðinu. Einhvern veginn þá er maður orð- inn hluti af Standard Liege, en með landsliðinu er maður meira sem gestur. Af leikjum siðasta árs hugsa ég þó að leikur landsliðsins gegn A-Þjóðverjum gleymist síð- ast. Það var ekki aðeins að við kæmum A-Þjóðverjum á óvart heldur einnig öllum þeim sem með knattspyrnu fylgjast. Allt f einu hafði fslenzka landsliðið gert það sem enginn bjóst við og jafn- teflið i Magdeburg voru úrslit, sem allur knattspyrnuheimurinn tók eftir. Við gerðum meira en við sjálfir bjuggumst við og ætli við höfum ekki orðið mest hissa sjálf- ir er dómarinn flautaði leikinn af og jafnteflið var staðreynd. Í GÆR voru birt úrslit í kjöri því sem Samtök iþróttamanna gangast fyrir um „íþróttamann ársins". Var þetta i nitjánda skiptið, sem slikt kjör fer fram, og hefur það farið fram árlega frá 1956. Að þessu sinni hlaut Ásgeir Sigurvins- son, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, nú atvinnumaður með belgíska liðinu Standard Liege, titilinn „íþróttamaður ársins 1974" og hinn veglega verðlaunagrip, sem sæmdarheiti þessu fylgir. Ásgeir gat ekki verið við- staddur verðlaunaveitinguna í gær, og er þetta i fyrsta sinn sem „íþrótta- maður ársins" er fjarverandi. Ásgeir er yngsti íþróttamaðurinn sem hlotið hefur titilinn, aðeins tæplega tvitugur að aldri. — Ég lít á knattspyrnuna sem hverja aðra vinnu og til að halda starfinu þarf maður að standa sig þvf samkeppnin er mikil. Ég neita því ekki að það er mjög gaman að „Hefði viljað vera við- staddur“ Lið Asgeirs Sigurvinssonar á leik f belgisku 1. deildinni f dag gegn liðinu Charles Roi. Leik, Mjótt var á mununum I kosning- unni að þessu sinni, þar sem sá. er varð I öðru sæti. Jóhannes Eðvalds- son, knattspyrnumaður úr Val, hlaut 44 stig. Ingunn Einarsdóttir varð svo I þriðja sæti og Erlendur Valdimars- son I fjórða sæti. Skáru þessi fjögur sig nokkuð úr I kosningunni, og munaði aðeins 4 stigum á Erlendi I fjórða sæti og Ásgeiri ! fyrsta sæti. Í hófi sem Samtök íþróttafrétta- manna efndu til I gær. flutti Jón Ásgeirsson, formaður þeirra, ávarp. í upphafi þess þakkaði hann Velti h.f. umboðsaðila Volvo- verksmiðjanna í Svíþjóð fyrir stuðning sem fyrirtækið veitti Sam- tökum iþröttafréttamanna við fram- kvæmd kjörsins og verðlaunaveit- ingarinnar, en Veltir h.f. gaf öll verð- laun til íþróttafólksins og auk þess bikar til Guðna Kjartanssonar, sem kjörinn var „ Íþróttamaður ársins 1973" Siðan sagði Jón Ásgeirsson m.a.: „Allir, sem rétt hafa til þess að greiða atkvæði, neyttu réttar sins: Alþýðublaðið, Morgunblaðið, Timinn, Vísir, Þjóðviljinn, sjónvarp og útvarp. Nú fengu 26 iþróttamenn atkvæði, þar af tvær konur. Í fyrra fengu 28 iþróttamenn atkvæði. Úrslit kiörsins ÁLLS HLUTU 26 fþróttamenn og fþróttakonur atkvæði f kjöri Samtaka fþróttafréttamanna um „lþróttamann ársins 1974“. Féllu atkvæði þannig: Asgeir Sigurvinsson, Stand. Liege knattspyrna 45 Jóhannes Eðvaldsson, Val knattspyrna 44 Ingunn Einarsdóttir, ÍR frjálsar (þróttir 41 Erlendur Valdimarsson, IR frjálsar íþróttir 39 Axel Axelsson, Fram handknattleikur 26 óskar Jakobsson, 1R frjálsar fþróttir 26 Viðar Símonarson, FII handknattleikur 25 Arni Þ. Helgason, KR lyftingar 24 Hreinn Halldórsson, HSS frjálsar (þróttir 24 lCÍ* .1 \£i) Stefán llallgrfmsson, KR Sigurður Kr. Jóhannsson. JR Guðmundur Sigurðsson, A Gunnar Einarsson, FH Guðgeir Leifsson, Fram Björgvín Þorsteinsson, GA Jðn Alfreðsson, tA Arni Óðinsson, IBA Haraldur Kornelfusson, TBR Jðn Sigurðsson, A Sigurður Sigurðsson, A Hjálmar Aðalsteinsson. KR Kolbeinn Pálsson, KR Matthlas Hallgrlmsson, IA Asgeir Elfasson, Fram Björgvin Bjtírgvinsson. Fram Þðrunn Alfreðsdðttir, Æ frjálsar fþrðttir júdð lyftingar handknattleikur knattspy rna golf knattspyrna skfðafþrðttir badminton körfuknattleikur frjálsar fþrðttir borðtennis körfuknattleikur knattspyrna knattspyrna handknattleikur sund 20 12 11 7 Miklar breytingar hafa orðið á list- anum frá þvi í fyrra, og er það ef til vill ekki óeðlilegt. Auðvitað verða svo skiptar skoðanir um það hvernig hann er skipaður, svo hefur ávallt verið, og verður áreiðanlega alltaf. Okkur er sagt, að innan iþrótta- hreyfingarinnar á íslandi séu nú um 50 þúsund manns, eða fjórðungur þjóðarinnar. Þróunin er mjög ör, bæði hér á landi og annars staðar — íþróttir skipa orðið veglegan sess meðal allra siðmenntaðra þjóða — iþróttamenn sem skara framúr vekja athygli, þeim er oft gert hátt undir höfði, þeir njóta oft alls konar hlunn- inda, þeir verða fyrirmynd annarra, — þeir eru sem sagt i sviðsljósi daglega lífsins. En þeir falla lika fljótt i skuggann, — lenda utan Ijós- geislans um leið og þeir hætta að vekja áhuga fjöldans, það er þegar árangur þeirra er ekki lengur til þess að hrópa húrra fyrir. Þetta er lögmálið, sem við þekkjum svo vel. Getum við ef til vill gengið svo langt að segja, að iþróttamenn séu lifandi fyrirmynd æskunnar og lif- andi auglýsing þjóðanna. Eða hvað sagði ekki brezki þingmaðurinn núna i vikunni, þegar hann fylgdi úr hlaði tillögu sinni til iþróttaráðsins i Lundúnaborg, að nefndin beitti sér fyrir þvi að koma á einvigi i hnefa- leikum milli þeirra Alis og Bugners í Lundúnum, að það yrði bezta aug- lýsing sem borgin gæti fengið. Þetta dæmi er kannski óheppilega valið hjá mér, hnefaleikar eru sem kunnugt er ekki leyfðir hér á landi, og heyra því ekki til iþrótta hér, samkvæmt þvi, en eigi að siður sýnir þetta okkur hvernig iþróttir og íþróttamenn eru gjarnan metnir og hve góðir iþróttamenn þykja mikils virði fyrir þjóð sina. Það er því mikil ábyrgð sem hvilir á herðum þeirra útvöldu, mikil ábyrgð sem hvilir á herðum iþrótta- manns ársins i litlu þjóðfélagi eins og okkar. Mikil gróska hefur yfirleitt verið i flestum greinum iþrótta hér á landi á liðnu ári, og sífellt eru gerðar meiri kröfur til iþróttafólksins. Sjaldan eða aldrei hafa fleiri farið til annarra landa til þess að keppa við iþrótta- fólk annarra þjóða og einmitt á liðnu ári, og forystumenn iþróttahreyf- ingarinnar leggja áherzlu á að búa sitt fólk sem bezt undir keppni á erlendum vettvangi og áhugamenn jafnt sem forystumenn gera æ meiri kröfur til íþróttafólksins að það standi sig í keppni við erlendar þjóðir, hvort heldur er i landskeppni, i Evrópumótum, Olympiuleikum, heimsmeistarakeppni. Og það er keppikefli iþróttafólksins sjálfs að vera sjálfu sér, landi sinu og þjóð hvarvetna til sóma. Jón Ásgeirsson greindi siðan frá þvi hverjir hefðu hlotið flest stig i kjöri iþróttafréttamanna, en sagði síðan að lokum: Sjö nöfn eru nú meðal tíu efstu, sem ekki voru það i fyrra. I minum augum, er listinn i ár einkum at- hyglisverður af ástæðum sem nú skal greina, þótt, eins og ég sagði áðan, listinn talar sinu máli ef til vill skýrar nú en oft áður. I fyrsta lagi er flest i þessum úrslitum ótviræð viðurkenning knattspyrnuiþróttinni til handa. og mega þeir báðir Jóhannes og Asgeir vel við það una, og vera stoltir af. Þetta er iannað skiptið i röð, sem iþróttamaður ársins er úr hópi knatt- spyrnumanna. Og nú eru knatt- spyrnumenn i tveimur efstu sæt- unum, og skilur þá aðeins eitt stig. I öðru lagi benda úrslitin svo ekki verður um villst á þá staðreynd, að frjálsiþróttafólki okkar hefur farið mjög fram, og er það ánægjulegt fyrir frjálsíþróttafólk, að nú skuli helmingur tugarins vera úr þeirra hópi, eða alls fimm, fleiri en nokkurri einni grein iþrótta annarri. i þriðja lagi benda úrslitin til þess, að árangur iþróttafólks okkar í keppni erlendis, og sú landkynning, sem þvi fylgir, hafi haft veruleg áhrif, þvi meðal þeirra, sem skipa tiu efstu sætin eru tveir iþróttamenn, sem eru búsettir erlendis, annar at- vinnumaður og hinn er vist óhætt að kalla atvinnumann að hluta, eða hálfatvinnumann, eins og okkur er tamt að segja, einn Norðurlanda- meistari, annar er eða var meðal tiu beztu i sinni grein i heiminum, og allt þetta iþróttafólk hefur marg- sinnis keppt erlendis og getið sér gott orð þar, og ekki siður hér. Fyrir hönd Samtaka iþróttafrétta- manna óska ég ykkur alls góðs á sviði iþróttanna og á öðrum sviðum ykkar daglega lifs." ELLERT B. SCHRAM, formaður KSÍ tók til máls i hófinu i gær. og kvaðst hann fyrst og fremst vilja þakka þann heiður sem Ásgeiri Sigurvinssyni væri sýndur með kjöri Framhald á bjs. I8 A , l vct^ii) mtatuimi l3l4iRttTI,7lU* » ■ » » * U ■»«'»*■■•*■»**

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.