Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANtJAR 1975
Minninq:
Sigurður O. Björns-
son prentsmiðjustjóri
Björnsson prentsmiðjustjóri á
Akureyri.
F. 27. janúar 1901
D. 3. janúar 1975
I dag fer fram á Akureyri útför
Sigurðar O. Björnssonar prent-
smiðjustjóra og bókaútgefanda,
er lést 3. þessa mánaðar.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast hins látna heiðursmanns
með örfáum kveðjuorðum. Aðrir
kunnugri munu rita um ævi
Sigurðar og störf. Kynni.mín sam-
skipti og samvinna við hinn norð-
lenska bókaútgefanda voru með
þeim ágætum að eigi gleymist.
Áður en lengra er haldið leitar
hugurinn fjörutfu ár aftur í
tímann, en það var haustið 1934,
sem fyrsta bókin mín kom út,
smásagnasafnið „Vonir“. Á
erfiðri göngu um langan veg til
vinsælda og viðurkenningar, eru
vonbrigðin mörg, en þá verða
sigrarnir líka eftirminnilegri. Á
hinum langa ritferli mínum hafa
tveir menn, algerlega óvanda-
bundnir, reynst mér best. Þessir
velgjöröarmenn mínir eru Jón
heitinn Mathiesen kaupmaður í
Hafnarfirði og Sigurður O.
Þegar fyrstu sögurnar mínar
voru tilbúnar til prentunar vildi
náttúrlega enginn gefa þær út,
enda kreppa mikil hér á landi i
þann tíð. Ég varð því að bregða á
það ráð að gefa út bókina sjálfur.
Það kostaði peninga, en auðvitað
átti ég ekki grænan eyri. Hug-
kvæmdist mér þá, að leita til Jóns
Mathiesen kaupmanns i Hafnar-
firði. Ég hafði kynnst honum
iítilsháttar, er ég var hestastrákur
hjá honum í öræfaferð sumarið
áður. Og ég fór ekki bónleiður til
búðar, Jón skrifaði upp á vixil og
útgáfunni var borgið.
Á næstu árum gekk ég á milli
útgefanda og átti mjög erfitt með
að fá bækur mínar gefnar út. Þó
tókst að koma út sjö bókum hjá
ýmsum forlögum.
Árið 1952 verða þáttaskil á rit-
höfundaferli mínum. Ég hafði þá
skrifað fyrstu bókina um Arna í
Hraunkoti, „Falinn fjársjóð". Að
venju gekk ég með handritið á
milli útgefanda hér i Reykjavík.
+
Eiginkona mfn, móðir okkar og tengdamóðir,
ÓLÍNA M. JÓNSDÓTTIR,
Karlagötu 1 5.
lézt á Landakotsspítala 6 janúar. Útförin fór fram i kyrrþey, að ósk
hinnar látnu.
Gunnlaugur Jónsson,
S. Bylgja Lima, Frank Lima,
Ólafur Gunnlaugsson. Digriður Ásgeirsdóttir.
Bróðir okkar + BÖÐVAR STEINÞÓRSSON,
bryti.
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 13 janúar kl.
13.30. Svanhildur Steinþórsdóttir, Ásdis Steinþórsdóttir,
Haraldur Steinþórsson.
t
Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð vegna fráfalls
ÓLAFAR GUÐJÓNSDÓTTUR,
Skipholti 20.
Aldis Hafliðadóttir, Karl Jóhannsson,
Aðalheiður Hafliðadóttir, Guðlaugur Helgason,
Guðjón Hafliðason.
+
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns
STEFÁNS BJARMAN,
Ásvegi 32, Akureyri.
Þóra Bjarman
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eíginmanns
míns, föður, afa og sonar,
LÁRUSAR PJETURSSONAR,
Ragnheiður Jónsdóttir,
Sigríður Lárusdóttir, Lárus M. Bulat,
Sigurlaug Lárusdóttir.
+
Af alhug þökkum við öllum þeim mörgu sem vottuðu okkur samúð og
vináttu vegna fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og
afa,
JÓHANNESARJÓHANNESSONAR,
bakara frá Hábæ i Hafnarfirði.
Guð blessi ykkur öll
Jóna Jóhannsdóttir,
Hulda Jóhannesdottir, Yngvi Jóhannesson,
Þuríður Jóhannesdóttir, Ragnar Jóhannesson
tengdabórn og barnaborn
Én það var sama sagan enginn
vildi gefa út. 1 vonleysi minu
fletti ég upp í sfmaskrá Akur-
eyrar og þar fann ég fyrirtæki,
sem heitir Prentverk Odds
Björnssonar hf. Ég sló utan um
handritið og sendi það til prent-
smiðjustjórans Sigurðar O.
Björnssonar.
Nokkur tími leið. Þá fæ ég stórt
bréf með póstinum Efst f vinstra
horni umslagsins var prentað
rauðum, skrautlegum stöfum:
Bókaforlag Odds Björnssonar.
Við hliðina var mynd af merki og
inan í því stóð „Blindur er bók-
laus maður“. Undir merkinu stóð;
Stofnsett 1897. Þótt umslagið
væri stórt sá ég strax að innan í
þvf rúmaðist ekki endursent
handrit. Aldrei á ævi minni hef
ég opnað bréf með meiri eftir-
væntingu. Eins og að líkum lætur
var bréfið frá Sigurði O. Björns-
syni. Tjáði hann mér að hann
hefði lesið handrit mitt og
ákveðið að taka það til útgáfu.
Fögnuði mínum verður ekki með
orðum lýst.
„Falinn fjársjóður" kom svo út
næsta ár með ágætum teikningum
eftir bróðurson Sigurðar, Odd
Björnsson. Bókinni var vei tekið
og seldist strax upp. Hún var
ófáanleg um árabil, en hefur nú
komið út í þremur útgáfum.
Þannig hófust fyrstu kynni
okkar Sigurðar fyrir meira en
tuttugu árum, — kynni sem
leiddu til ánægjulegrar og
traustar samvinnu, er aldrei bar
skugga á. Göngu minni milli for-
laga var lokið. Bókaforlag Odds
Björnssonar hefur gefið út bækur
mfnar í meira en tvo áratugi. Eng-
inn nema sá sem hefur fengist við
listsköpun veit hvers virði það er
að eiga aðgang að öruggu fyrir-
tæki, sem kemur verkunum á
framfæri.
Sigurður unni hvers konar list-
um, sérstaklega tónlist, og lét
menningarmál mikið til sin taka.
Sjálfur var hann góður söng-
maður.
Þótt Sigurður hefði atvinnu
sina af prentiðn og bókaútgáfu
fór því fjarri að hagsmuna sjónar-
mið væru æðsta boðorð hans.
Hann sparaði ekkert til að gera
útgáfubækur sínar sem best úr
garði. Ekki átti það hvað síst við
um bækur, sem ætlaðar voru
+
Móðir okkar,
GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR,
Brjánsstöðum, Grimsnesi.
andaðist í Borgarspítalanum
10 janúar.
Börnin.
+
Þökkum hjartanlega öllum
vinum og vandamönnum hlýhug
og samúðarskeyti við andlát og
jarðarför,
JÓNÍNU
RAGNHEIOAR
KRISTJÁNSDÓTTUR,
húsfreyja á Hvítárbakka.
Þá þökkum við laeknum og
starfsfólki sjúkrahússins á Sel-
fossi fyrir alla hjálp í veikindum
hennar.
Guð blessi ykkur öll.
Ingvar Jóhannsson og börn.
ungu kynslóðinni. Honum var vel
ljóst uppeldisgildið, sem felst í
lestri góðra bóka I vönduðum
búningi.
Sigurður var fæddur 27. janúar
1901 í Kaupmannahöfn og því
tæpra 74 ára er hann lést. Hann
var sonur Odds Björnssonar bóka-
útgefanda og prentsmiðjueiganda
á Akureyri og konu hans Ingi-
bjargar Benjaminsdóttur. Sig-
urður lærði prentverk í fyrirtæki
föður sfns og tók próf I iðninni.
Síðar tók hann við fyrirtækinu.
Fyrir allmörgum árum tók siðan
sonur Sigurðar, Geir S. Björns-
son, að mestu leyti við rekstri
Prentverks Odds Björnssonar og
hefur stjórnað því í langvarandi
veikindum Sigurðar. Hann hefur
haldið á loft merki föður sfns og
afa, og í hans umsjá hefur hið
gamla og virðulega Prentverk
dafnað sem fyrr, og fært út
kvfarnar. Og vonandi á Bókafor-
lag Odds Björnssonar eftir að
starfa lengi um ókomin ár, til
vaxtar og viðgangs bókmenntum
og bókiðju í landinu.
Sigurður var góðum gáfum
gæddur, glaður í viðmóti og
skemmtilegur. Hann var meðal-
maður á hæð, karlmannlegur,
þéttur á velli og þéttur i lund.
Sigurður var sérstakur höfðingi
heima á sækja. Það er mér
minnisstætt er ég dvaldi fyrir
nokkrum árum dagstund f hinu
reisulega sumarhúsi hans að
Sellandi í Fnjóskadal. Eftir að
hafa notið góðra veitinga gekk
Sigurur með mér og sýndi mér
skóginn sem hann og fjölskylda
hans hefur gróðursett og ræktað.
Það voru ekki nokkrar hríslur á
stangli eða stakir runnar, heldur
margskonar trjátegundir, bæði
ungir sprotar og hávaxin limrik
tré, sem þöktu stór svæði,
brekkur og láglendi.
Ég undraðist hvers mannshönd-
in var megnug eða hafði hér gerst
kraftaverk. Mér flugu í hug orð
þjóðskáldsins frá Fagraskógi;
„I sverðinum glitrar grasið,
við götuna lyng og steinn.
Augu og barmur blika,
ef býr þar andi hreinn.
Kjörinn til kraftaverka
er kærleikurinn einn."
Sigurður hlaut þá verðugu
viðurkenningu að fá verðlaun úr
Verðlaunasjóði Kristjáns 9. fyrir
ræktunarstörf. Þá var hann
sæmdur 1974 frelsisorðu Hákonar
7. Noregskonungs.
Sigurður var félagslyndur
maður, og eins og að likindum
lætur gegndi hann mörgum og
margvfslegum trúnaðarstörfum
um ævina. Ég sleppi þeirri upp-
talningu hér.
Nú hefur Sigurður lagt upp í
sína hinstu för, sem öllum er
fyrirbúin. Á kveðjustund er mér
þakklætið efst i huga, — þakklæt-
ið fyrir að hafa átt því láni að
fagna, að kynnast góðum og mikil-
hæfum manni. Það er fjársjóður,
sem hvorki mölur né ryð fá grand-
að. Blessuð sé minning Sigurðar
O. Björnssonar.
Ég votta eiginkonu, börnum og
öðrum ættingjum mína innileg-
ustu samúð.
Ármann Kr. Einarsson.
Finnbogi J. Lárusson
frá Hvammi - Minning
A jóladag lézt í Borgarspital-
anum í Reykjavík Finnbogi
Júlíus Lárusson, eftir 2ja vikna
legu. Þar sem enginn vissi fyrr en
þá, hve alvarlegan sjúkdóm hann
gekk með, kom dauðsfall hans
mjög á óvart. Þvi að það er svo
stutt siðan Finnbogi gekk hér um
glaður og reifur, og þó að hann
hafi í fjölda ára kennt sér þess
meins, sem að lokum varð honum
að bana, þá hafði það ekki verið
hans vani að kvarta eða bera sig
illa.
Finnbogi Lárusson var einn af
þeim öldnu íslandssonum, sem
með trúfestu og jafnaðargeði
unnu hörðum höndum fyrir
brauði sínu og fjölskyldu sinnar.
Og i þá daga þótti gott að hafa
ofan i sig og á, og undi þá fólkið
hag sínum vel og var jafnvel ham-
ingjusamara en við, sem virðumst
búa við allsnægtir nútimans.
Finnbogi var fæddur 14.
febrúar 1902 að Hæsta-Hvammi i
Dýrafirði, og þar ólst hann upp og
bjó þar einnig allan sinn búskap
með konu sinni, Ágústu Þor-
björgu Guðjónsdóttur, hinni
ágætustu konu. Þeim Ágústu og
Finnboga varð 5 sona auðið. Eru
þeir Kristján vélstjóri, kvæntur
Rósu Þorsteinsdóttur ljósmóður,
og eru þau búsett hér í Grindavík,
Svanberg vélstjóri, kvæntur
Minný Pétursdóttur, búsett á
Akranesi, Kristinn Lárus vél-
stjóri, kvæntur Ullu Ryggstein,
búsett f Reykjavík, Ölafur skip-
stjóri, kvæntur Róshildi Georgs-
dóttur, búsett hér í Grindavik, og
Kristmundur skipstjóri, kvæntur
Þórdísi Pálsdóttur, búsett i
Garðahreppi. Ágústa var ekkja,
þegar Finnbogi giftist henni, og
átti hún son fyrir, sem heitir Jón
Árnason, kvæntur Bjarneyju
Hagalínsdóttur, og eru þau búsett
á Akranesi.
Ég hygg, að mesta gæfan i lífi
þeirra hjóna Ágústu og Finnboga
hafi verið drengirnir þeirra, sem
allir eru miklir dugnaðarmenn og
reyndust foreldrum sinum alla tíð
einstaklega góðir, og launuðu
þeim þannig þá miklu umhyggju
og alúð, sem þau hjónin lögðu við
uppeldi þeirra.
Ágústa veiktist fyrir u.þ.b. 6
árum og fór hún á sjúkrahús i
Reykjavík, en þar lézt hún fyrir 2
árum. Fluttist þá Finnbogi hingað
til Grindavíkur til Kristjáns, son-
ar síns og Rósu. Þar sem ég og
fjölskylda mín erum tíðir gestir
þar, veit ég með vissu, að þar leið
honum vel, enda rausn og góðvild
Rósu ljósmóður f garð þeirra, sem
á einhvern hátt þarfnast aðhlynn-
ingar, löngu kunn. Og auk þess
búa Ólafur og Róshildur í næsta
húsi við þau, og þar átti hann
sama góða athvarfið.
Ég get ekki látið hjá líða að
minnast skemmtilegs atviks síðan
í sumar, er við hjónin og tvær
dætur okkar, ásamt Rósu, Krist-
jáni og börnum þeirra, fórum á
þjóðhátíðina í Vatnsfirði. Svo lá
leiðin til Þingeyrar, og þar sem
við vissum, að Finnbogi var I
sumarleyfi í gamla, góða húsinu
inni I Hvammi, þá ákváðum við að
heimsækja hann, og bauð hann
okkur gistingu, sem við og þáðum.
Ögleymanleg verður okkur þessi
heimsókn í litla húsið hans Finn-
boga. Þarna snerist hann um allt
með sólskinsbros á vör. Þarna var
kolaeldavélin góða, þar sauð I
katlinum, kaffiilmur var um allt
hús, og þarna voru flestir hlutir
enn á sínum stað, eins og þau
hjónin höfðu skilið við þá, þegar
þau fyrir mörgum árum hættu
þar búskap. Það þurfti ekki annað
en horfa framan i Finnboga til
þess að komast að raun um, hve
dýrmætir þessir hlutir voru
honum og hve Ijúfar minningar
voru tengdar þeim. Þetta var
Hvammurinn hans, þarna hafði
hann unað ævi sinnar daga.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Finnboga fyrir mjög góða kynn-
ingu og velvild alla tíð í okkar
garð, og ég veit, að allir, sem hafa
kynnzt honum, munu sakna hans.
Sonum hans og tengdadætrum,
ásamt barnabörnum, sendi ég
mfnar beztu samúðarkveðjur.
Margrét Sighvatsdóttir.