Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjöm GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni GarSar Kristinsson. ASalstraati 6, slmi 10 100. ASalstrnti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuSi innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakiS. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiSsla Auglýsingar Með mörgum þjóðum eiga sér nú stað mikil umbrot í efnahags- og stjórnmálum og viðsjár aukast. Alþjóðlegir efna- hagserfiðleikar hafa víða sagt til sín og valdið þung- um búsifjum, atvinnuleysi og versnandi lífskjörum al- mennings. Þessi umskipti hafa vitaskuld haft veruleg áhrif á þróun stjórnmála og víða valdið óvissu og öryggisleysi. Grannar okk- ar Danir hafa með áþreifan- legum hætti orðið fyrir barðinu á þessari þróun. Þeir hafa lengi staðið í fremstu röð velferðarþjóða, en að undanförnu hafa þeir stritt við gífurlegt atvinnu- leysi vegna efnahagskrepp- unnar. Athyglisvert er, að í tvennum kosningum hafa átt sér stað miklar sveiflur í dönskum stjórnmálum. Fyrir rúmu ári vann Fram- faraflokkur Glistrups mik- inn kosningasigur í Dan- mörku og varð í einu vet- fangi næst stærsti flokkur þingsins. Flestir litu á sigur Glistrups sem uppreisn danskra kjósenda gegn of- vexti ríkiskerfisins. í kosn- íngunum, sem fram fóru sl. fimmtudag, varð önnur ekki síður athyglisverð sveifla í dönsku stjórnmála- verið athyglisverður, átti hann fyrst og fremst rætur að rekja til lýðskrums, en; það hefur oft orðið stjórn- málamönnum til framdrátt- ar. Sigur Hartlings er á hinn bóginn fólginn í ábyrgri afstöðu minnihluta- stjórnar Vinstri flokksins á síðasta ári við hinar erfið- ustu aðstæður í dönsku efnahagslífi. Það er einmitt fyrir þær sakir, að kosn- ingaúrslitin í Danmörku nú eru með markverðari stjórnmálaviðburðum. Eftir þingkosningarnar j 1973 reyndist útilokað að mynda meirihlutastjórn á þingræðisgrundvelli í Dan- mörku. Niðurstaðan varð sú, að Poul Hartling, leið- togi Vinstri flokksins, myndaði minnihlutastjórn, staða um á þinginu. öllum var ljóst, að tillögur Hartl'- ings hlutu að skerða kjör alls þorra fólks, en þær mið- uðu að því að efla atvinnu- lífið og treysta efnahag þjóðarinnar. Úrslit dönsku kosning- anna varpa því ljósi á kröfu danskra kjósenda um ábyrgar aðgerðir stjórn- valda í samræmi við stöðu þjóðarbúsins hverju sinni. Fram til þessa hafa stjórn- málamenn jafnan haldið, að aðgerðir, er rýrðu lífskjör- in, hversu nauðsynlegar sem þær annars væru, hlytu að vera óvinsælar meðal fólksins. Af þessum sökum hafa stjórnmála- menn gjarnan skirrst við að upplýsa almenning um nei- kvæða þróun efnahagsmála Lýðskrumið víkur fyrir ábyrgum vinnubrögðum lífi. Vinstri flokkurinn und- ir forystu Poul Hartlings forsætisráðherra nærri tvö- faldaði fylgi sitt, hann fékk nú 42 þingsæti í stað 20 áður og er nú orðinn næst stærsti flokkurinn í Dan- mörku á eftir sósíaldemó- krötum. Gífurleg fylgisaukning Vinstri flokksins í þessum kosningum hlýtur að teljast til meiriháttar stjórnmála- viðburða. Þó að sigur Glistrups á sínum tíma hafi sem aðeins naut stuðnings 20 þingmanna. Á þeim stutta tíma, sem stjórn Hartlings hefur setið við völd, hefur hún sett fram ítarlegar tillögur um efna- hagsaðgerðir og beitt sér fyrir mjög svo óvinsælum ráðstöfunum, sem haft hafa í för með sér mikla kjara- skerðingu. Kosningarnar nú snerust síðan að veru- legu leyti um síðustu tillög- ur Hartlings í efnahagsmál- um, sem ekki náðist sam- og staðið að efnahagsað- gerðum, er engar forsendur hafa verið fyrir. Þetta van- mat á dómgreind kjósenda hefur leitt til þess, að stjórnmálamenn hafa talið lýðskrumið vænlegra til árangurs en ábyrg og raun- sæ vinnubrögð. Það ber að fagna úrslitum dönsku kosninganna ekki síst fyrir þær sakir, að þær sýna fram á, svo að ekki verður um villst, að stjórn- málamenn hafa vaðið reyk í þessum efnum. Fólkið vill fá réttar upplýsingar og það gerir sér grein fyrir, að það er ekki unnt að bæta lífskjör einstaklinganna, þegar afkoma þjóðarbúsins í heild versnar. Þetta eru að vísu einföld sannindi, en fram til þessa hafa stjórn- málamenn víðast hvar reynt að draga fjöður yfir þau. Þrátt fyrir þennan ein- stæða stjórnmálasigur Hartlings og ákaflega skýr viðbrögð danskra kjósenda er ljóst, að taflstaðan á danska þinginu er með þeim hætti, að erfitt verður um vik að mynda þar meiri- hlutastjórn á næstunni. Þessi úrslit hafa því ekki nægt til að leysa þá sjálf- heldu, sem dönsk stjórnmál hafa setið í. Eigi að síður marka þau tímamót og þau hljóta að hvetja stjórnmála- menn til umhugsunar um vinnubrögð og aðferðir í stjórnmálabaráttunni. Islendingar geta mikið lært af þessum úrslitum. Að vísu búum við ekki enn sem komið er við jafn mikla erfiðleika og Danir hafa átt við að stríða. En hitt er ljóst, að við eigum við gríðarlega erfiðleika að etja og mikil óvissa er framund- an. Það veltur á ábyrgri af- stöðu stjórnmálaflokkanna, bæði í stjórn og stjórnar- andstöðu, hvort okkur tekst að sneiða hjá því víðtæka atvinnuleysi, sem nú er eitt mesta böl nágranna- og við- skiptaþjóða okkar. Steingerður Guðmundsdðttir Börnin hennar Steingerðar □ Steingerður Guðmundsdótt- ir: Börn á flótta. Q Utgefandi tsafoldarprentsmiðja h.f., Reykjavfk 1974. Q Teikningar eftir Jóhannes Kjarval. Q Tóm- as Guðmundsson bjó handritið til prentunar. HÖFUNDUR þessarar bókar skrifar stuttan formála, því að formið á þeim sjö leikþáttum, sem hún flytur, hafa ekki önnur íslenzk skáld notað. Steingerður stundaði leiklistar- nám erlendis, og var aðal- kennari hennar rússneskur prófessor, T. Komisarjevsky. Hann var vinur og samstarfs- maður þess fjölhæfa og merka listamanns, sem fann upp og mótaði það form, sem er á þátt- um Steingerðar. Hann hét Yev- reynoff og var einnig rússneskur. Svo segir I formál- anum: „Arið 1909 skrifaði hann merka bók um Monodrama — en svo er dramatískur einleikur nefndur á erlendu máli. List- form þetta er mjög knappt, þar sem aðalatriðin geta einvörð- ungu komið fram — og auka- persónur þurfa að birtast skýr- ar og lifandi fyrir hugskoti áhorfenda — eða hlustenda — gegnum túlkun og einbeitingu einnar persónu. Yevreynoff heldur því fram, að þetta sé afar fullkomið leikform, m.a. vegna þess, að það veiti leikhús- gestum óvenjugott tækifæri til þess að auðga ímyndunaraflið, þar geti áhorfandinn á auðveld- an hátt orðið þátttakandi í leiknum. Hann setur það sem frumskilyrði við sköpun ein- leiksþátta, að aðalpersónan túlki sálræna reynslu sína. Jafnframt þarf hún að endur- spegla viðbrögð annarra per- sóna við þeirri reynslu, per- sóna, sem ekki eru á sviðinu.“ Þá segir einnig svo í formál- anum: „Af sérstökum ástæðum vil ég taka það skýrt fram, að þetta listform á ekkert skylt við smá- sagnagerð. Þeir leikþættir, sem hér koma fram, eru mið- aðir við flutning í útvarp, en vissulega má einnig flytja þá á sviði. Þeir fjalla allir um börn, sálarlíf barna, en bókin er ekki barnabók. Til lesturs er þetta listform talið ánægjulegt og lif- andi, þar sem hver og einn get- ur leikið aðalpersónuna í eigin hugskoti. Til skýringar efni hef ég skrifað nokkur orð framan við hvern þátt — og þótt þar sé talað um „Tvö börn“ — „Tvær stallsystur" og sv. frv. þá er aldrei nema einn viðstaddur — sýnilegur áhorfendum. Svo bið ég að lokum börnunum mfnum velfarnaðar hjá vandalausum.“ Ég tel mér óhætt að fullyrða, að skáldkonan kunni þannig að beita hinu sérstæða formi, að þættir hennar séu engu síður hæfir til lestrar en haglega gerðar og útúrdúralausar smá- sögur. Um leið og henni lánast fyllilega að koma á framfæri bæði tilfinningum „barna sinna“ og hinni vfðfeðniu og djúptæku samúð sinni með þeim, tekst henni jafnt að tala til tilfinninga sem hugsanalífs lesandans, svo að ég hygg, að enginn geti talizt til vanda- lausra að lestri þáttanna lokn- um. Þrír af þeim gerast ekki hér á landi. 1 stuttorðri skýringu seg- ir skáldkonan, að sá fyrsti — samnefndur bókinni — gerist einhvers staðar í Evrópu, en vegna nafna barnanna, sem heita Ivan og Tanýa, staðsetur lesandinn þáttinn í Rússlandi. Sagt er frá systkinum, sem flúið hafa úr heimaþorpi sínu, þegar hermenn komu þangað, Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN brenndu húsin og skutu fólkið, sem varð á vegi þeirra, þar á meðal foreldra barnanna, móðurina að Tanýu ásjáandi. En sumt af íbúum þorpsins komst undan á flótta, og í þeim hópi voru systkinin litlu, Tanýa leiðandi Ivan litla við hönd sér eða berandi hann i fanginu. I fyrstu var þeim miðlað af mat, sem hitt flóttafólkið hafði haft með sér, en svo þraut matgjaf- irnar, og nú hefur Tanýa lagzt fyrir í heyhlöðu með bróður sinn, reynir að fá hann til að borða gulrætur og epli, sem hún hefur náð I á leið sinni. En þó að hún reyni að hugga hann með hugarflugi sínu og freisti þess eftir mætti að fá hann til að eta, deyr hann f svefni við hlið henni. En þrátt fyrir allt, sem yfir Tanýu hefur dunið og hún viti ekki sitt rjúkandi ráð, er hún ekki að fullu buguð. Þegar til hennar kemur ókunnug kona, lofar hún því að hlaupa langt burt og bera Ivan með sér, ef lífi hennar verði þyrmt. Þá gerist hið mikla und- ur. Konan sækir henni ekki einungis mjólk, heldur býður henni að vera hjá sér. Þegar svo Tanýa hefur sagt harmsögu sína, segir hún: „Nú verð ég að halda áfram — alltaf áfram og áfram — og áfram. Nei, já — ég var búin að gleyma því — þú sagðir, að ég mætti vera hérna. Er það alveg satt — má ég það — í alvöru — alltaf — alltaf? Eru þá sumir góðir — ennþá?“ Þetta er átakanlegur, harm- rænn og hrífandi þáttur. Tanýa litla verður ekki einungis eftir- minnilegur einstaklingur, heldur einnig ímynd þess, sem göfugast er í mannlegu eðli, fórnfýsi, þrautseigju og lffsást- ar — eðliskosta, sem hvergi koma gleggra fram en á harma og þrautastundum hjá óspilltri konu. Næsti þáttur heitir örvænting. Skáldkonan fylgir honum úr hlaði með þessum orðum: „Þeldökk telpa er að leik með hvftum börnum sól- bjartan vordag — einhvers staðar f heiminum. Hún kemur hlaupandi inn til ömmu sinnar." Lesandinn mun hugsa sér að þátturinn gerist f Banda- ríkjunum, þar eð hann fjallar um kynþáttavandamálið, sem Islendingar hafa gert sér tftt um allt frá því að út kom um sfðustu aldamót sagan af Tóm- asi frænda í þýðingu frú Guð- rúnar Lárusdóttur og til þessa tfma, þá er kynþáttavanda- málinu hefur stundum verið blandað í fslenzka stjórnmála- baráttu. Telpan þeldökka, sem hleypur inn til ömmu sinnar spyr hana, hvernig guð sé litur, þvf auðvitað halda hvítu börnin því fram, að hann sé hvítur eins og þau. Ut af þessu hefur sitt- hvað verið sagt í krakkahópn- um, og ömmu verður erfitt um svör. Málið er heldur ekki ýkja einfalt. Þar kemur nú til dæmis það til greina, að litla telpan á vinkonu, sem er hvorki svört né hvft, enda á hún svartan pabba, en alveg snjóhvfta mömmu, og það spaugar ekki að með hvítu krakkana, sem segja jafnvel, að telpan fari til Ijóta karlsins af því að hún sé svört, „og þar sé mamma, af því að hún hafi ver- ið kol-bikasvört. 0, amma, amma mín, ég er svo hrædd — ég vil ekki lengur lifa — og ég vil ekki deyja — ég þori ekki að vera til, neins staðar.“ Svo grfpur þá telpan til þess að út- vega sér hvíta málningu, taka inn nokkrar matskeiðar af henni til þess að verða hvít innvortis og málar sig alla hvíta — alla frá hvirfli til ilja. Við skiljum svo við hana i sjúkra- húsi, þar sem hún segir ömmu sinni allt af létta, segir að þær skuli aldrei oftar tala um það, hvernig guð sé litur, bara bíða, þangað til þær sjái hann. „Ég gæti hugsað mér,“ segir hún, „að hann væri gagnsær og allur skínandi..." Þessi þáttur fjallar aðeins um börn og gamla konu og hugsanir þeirra um algóðan guð, en ég held að hann gefi nokkuð góða hugmynd um það, að kynþáttavandamálin í hin- um ýmsu löndum séu ekki svo auðleyst, að allt verði sem bezt sé unnt á að kjósa, ef þingfull- trúar rétta upp hönd og sam- þykkja jafnrétti þeldökkra og hvftra.... Þriðji þátturinn sem gerist erlendis er sá sjöundi og seinasti á bókinni. Hann heitir: Guðsmóðir, gefðu mér frið. Þótt hann sé i einleiksformi, er hann í rauninni fögur helgisaga til vegsömunar Maríu guðs- móður sem hinnar miskunn- sömu mannlegu og guðlegu veru, sem alla huggar og öllum líknar, er til hennar leita af einlægu trausti og hreinleik Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.