Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975
17
Dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri:
Horfur í efnahags-
málum á alþjóðavettvangi
Áramótin eru vertið spá-
manna, og þá virðist það vel þeg-
ið, að sem flestir leggi á borð
hugmyndir sínar um þróun og at-
burði hins komandi árs. Hag-
fræðingar eru meðal þeirra, sem
oft á tíðum hafa hætt sér býsna
langt út á hinn hála ís spá-
dómanna, og hafa ferðir þeirra
endað misjafnlega, eins og geng-
ur. Samt er orðið býsna langt síð-
an þeim hefur svo almennt
brugðizt bogalistin sem á undan-
förnu hálfu öðru ári. Því er þó
vonandi ekki um að kenna, að
grundvöllur fræðanna sé að
bresta og heimurinn sé hættur að
lúta hinum gömlu góðu lögmálum
hagfræðinnar.
Sannleikurinn er sá, að allir
skynsamlegir spádómar eru
hvorki meira né minna en tilraun
til þess að reikna út þróunar-
stefnu framtlðarinnar á grund-
velli þeirrar reynslu, sem fortiðin
hefur fært okkur í hendur og
reynt hefur verið að meta á
kerfisbundinn hátt. Slíkir spá-
dómar eru byggðir á þeirri trú
vísindanna, að framtíðina megi
lesa út úr reynslu okkar af hinu
liðna, ef þekking okkar á stað-
reyndum og lögmálum þeim, sem
ráða i heimi efnis og anda, er
nægilega traust. En því fer þvi
miður enn mjög fjarri.
Spár um efnahagslega fram-
vindu eru aðeins byggðar á könn-
un ákveðins þáttar I þróun þjóð-
félagsins, og margt getur gerzt og
gerist, sem þessir spádómar geta
aldrei tekið tillit til. Þegar óvænt-
ir atburðir verða, sem eiga sér t.d.
stjórnmálalegar orsakir, er hætt
við, að forsendur spádómanna
bresti i veigamiklum atriðum.
Olíuútflutningsbann Araba i
fyrra og olíuverðshækkunin
mikla eru í flokki þess háttar at-
burða, sem breytt hafa þróuninni
undanfarið ár meira en nokkurn
gat órað fyrir. Og enn I dag eru
afleiðingar þeirra ekki komnar
fram nema að nokkru leyti. Auk
þess er allt útlit fyrir, að enn
megi búast við nýjum pólitlskum
átökum, er skipt geti sköpum I
efnahagsmálum. Hvað er að
marka spár um þróun efnahags-
mála á næstunni við slíkar að-
stæður?
Ég skal láta þeirri spurningu
ósvarað. Engu að síður ætla ég að
nota þetta tilefni til þess að fara
nokkrum orðum um þær hug-
myndir, sem hagfræðingar gera
sér nú um þróunina á næsta ári,
og hvernig meta skuii þær, eins
og nú stendur. Er þá nauðsynlegt
að fara fyrst nokkrum orðum um
árið 1974 og þau öfl, sem þá voru
að verki.
Á árinu 1974 urðu meiri og
sneggri umskipti i efnahagsmál-
um hvarvetna um heimsbyggðina
heldur en dæmi eru til síðan
styrjöldinni lauk. Eftir tvö ár
óvenjumikils hagvaxtar um allan
hinn iðnvædda heim, þar sem
framleiðsla hafði að meðaltali
aukizt um 6% bæði árin 1972 og
1973, tók nú við efnahagsleg
stöðnun eða jafnvel nokkur sam-
dráttur. Jafnframt jókst verð-
bólgan í þessum löndum ört, úr
5% 1972 í 7% 1973 og rúm 12% á
síðasta ári.
Þótt hækkun olíuverðs og af-
leiðingar hennar hafi tvímæla-
laust haft djúptæk áhrif á þróun-
ina á síðastliðnu ári, eins og ég
mun nánar víkja að siðar, er
mikilvægt að hafa i huga, að ýmis
fleiri öfl voru að verki, er stuðla
að breyttri efnahagsþróun á
síðastliðnu ári. A ég þá ekki sizt
við bakslag þeirrar hagsveiflu,
sem hófst fyrir alvöru árið 1972,
en henni fylgdi meiri og almenn-
ari verðbólga en þekkzt hafði, síð-
an styrjöldinni lauk.
Ástæðurnar fyrir styrkleika
þessarar hagsveiflu lágu m.a. I
þvi, að eftirspurnarþróunin varð
nú óvenjulega samstig i öllum
helztu iðnaðarríkjum heimsins,
og leiddi þetta til mikils þrýst-
ings, t.d. á hráefnismörkuðum,
jafnframt þvi sem matvælaverð
hækkaði ört vegna ófullnægjandi
uppskeru, einmitt þegar eftir-
spurnaraukningin varð mest.
Þetta þensluskeið náði hámarki á
fyrri hluta árs 1973, enda gripu
margar þjóðir þá til aðgerða I þvi
skyni að draga úr hinni geigvæn-
legu verðbólguþróun, og var
þegar af þeirri ástæðu augljóst að
draga mundi verulega úr hag-
vexti á árinu 1974.
Það mátti því búast við, að eftir
hið mikla þensluskeið áranna
1972 og 1973 kæmi um eins eða
tveggja ára skeið nokkur efna-
hagslegur afturkippur. Hér er
þess að minnast, að um bylgju-
gang hagkerfisins gildir svipað
lögmál og um öldur úthafsins: Þvi
hærra sem bylgjufaldurinn ris
þeim mun dýpri verður öldudal-
urinn, sem á eftir fylgir. Megin-
ástæðan fyrir því, að öldudalur-
inn virðist nú ætla að verða enn
dýpri en hagsveiflan gaf tilefni
til, eru áhrif hinnar miklu hækk-
unar oliuverðs á þróun efnahags-
mála.
Fyrstu áhrif olíukreppunnar
voru snögg og afdrifarík, og frá
hagstjórnarsjónarmiði komu þau
á versta tima, einmitt þegar byrj-
að var að draga verulega úr hag-
vexti, en áður en aðhaldssamari
efnahagsstefna var farin að vinna
nokkuð á verðbólguvextinum.
Olíuverðhækkunin gerði því
hvort tveggja í senn, herti á þeim
samdráttaröflum, sem þegar var
farið að gæta, og jók á verðbólgu-
vandann, sem var ærinn fyrir.
Þannig gerðist það í fyrsta skipti
á friðartimum, að saman fór al-
menn verðbólga um allan heim og
samdráttur framleiðslu og eftir-
spurnar.
Þótt margir ykkar hafi þegar
heyrt og lesið meira en fylli ykkar
um áhrif olíuverðhækkunarinnar,
kemst ég ekki hjá að segja um
þau nokkur orð. Þessi áhrif eru
aðallega þríþætt.
í fyrsta lagi eru bein verð-
hækkunaráhrif fjórföldunar á
verði eins hins mikilvægasta
vöruflokks á heimsmarkaðnum.
Þótt bein verðhækkunaráhrif á
allt verðlag I heiminum séu ekki
nema um 2%, eins og olíuútflutn-
ingslöndin eru sífellt að klifa á,
eru lokaáhrifin vegna vixlhækk-
ana vafalaust mun meiri, jafn-
framt þvl sem hækkanir hafa orð-
ið á verði annarra orkugjafa, sem
keppa við olíu á markaðnum.
Þessar hækkanir hlutu því að
stórauka hinn almenna verð-
bólguvanda.
í öðru lagi veldur olíuverð-
hækkun samdrætti heildareftir-
spurnar, þar sem mikill kaup-
máttur eyðist við greiðslu hins
hækkaða verðs og lendir I hönd-
um olíuútflytjenda, sem ekkert
hafa við hann að gera. Þessi áhrif
hafa vafalaust verið vanmetin I
mörgum spám um atvinnuþróun á
síðastliðnu ári.
t þriðja lagi eru svo þau áhrif
oliuverðhækkunarinnar, sem
e.t.v. eiga eftir að verða afdrifa-
ríkust. Með hækkun olíuverðs
aukast gjaldeyristekjur oliuút-
flutningsríkjanna gífurlega. Mörg
þessara rikja, einkum Arabarik-
in, eru fámenn, og auk þess vell-
auðug fyrir, og það eru því engin
líkindi til þess að þau geti notað
nema lítinn hluta olíuteknanna til
aukinnar neyzlu og fjárfestingar.
Þetta veldur því, að greiðslu-
jöfnuður þessara landa mun
batna gífurlega og þau safna
óheyrilegum fjárhæðum I erlend-
um gjaldeyri. Á móti kemur svo
samsvarandi greiðsluhalli oliu-
innflutningsrikjanna, en hann er
áætlaður samtals um 60 milljarð-
ar dollara á sl.'ári. Er hér um að
ræða mesta misræmi I greiðslu-
stöðu á milli landa, sem dæmi eru
til.
Mönnum varð fljótlega ljóst, að
þann mikla greiðsluhalla, sem
olíuverðhækkunin hafði í för með
sér, gætu innflutningsrikin sem
heild ekki bætt á skömmum tima
með þvi að reyna að draga úr
innflutningi sínum. Almennur
samdráttur eftirspurnar mundi
aðeins hafa komið niður á þeim
sjálfum, þar sem þau skipta fyrst
Erindi flutt í
Rótaryklúbbi
Reykjavíkur
og fremst hvort við annað, en
greiðsluafgangur oliuútflutnings-
rikjanna haldast sem næst
óbreyttur. Ur því hvorki virtist
unnt að knýja fram verðlækkun á
oliu né draga teljandi úr olíunot-
kun, var í raun og veru aðeins ein
leið til út úr vandanum, stórfelld
skuldasöfnun við olíuríkin.
Aðeins með því að fá það fé að
láni, sem þurfti til að halda olíu-
innflutningi óbreyttum, þrátt
fyrir hina miklu verðhækkun,
virtist hægt að koma i veg fyrir
það, að hún hefði í för með sér
almennan samdrátt heimsvið-
skipta. Þessi skuldasöfnun hefur
nú þegar verið i gangi I heilt ár og
ekki þrautlaust. Meginhluti
skuldanna hefur orðið til fyrir
milligöngu alþjóðalánamarkaðs-
ins, en valdið þar verulegum
erfiðleikum og óvissuástandi.
Nokkur hlutinn hefur orðið til
með beinum samningum við oliu-
útflutningsrikin, en auk þess hef-
ur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
tekið að sér milligöngu um lán-
veitingar í þessu skyni og höfum
við íslendingar meðal annarra
notið góðs af því. Þótt tekizt hafi
að leysa þessi vandamál í megin-
atriðum til þessa, er engin ástæða
að treysta þvi, að svo reynist
áfram. Þessi skuldasöfnun hefur
þegar valdið verulegum erfiðleik-
um fyrir ýmis riki, sem höfðu
veikt lánstraust fyrir, og telja
margir, að hún geti aðeins haldið
áfram með þessum hætti skamm-
an tíma.
Er þá mál komið til þess, að ég
viki nánar að þeim spám, sem
alþjóðastofnanir og aðrir hafa
gert um árið 1975. Siðustu spár,
sem fyrir liggja í þessu efni, voru
samdar fyrir jólin og þá að mestu
leyti á grundvelli þeirra upp-
lýsinga, sem fyrir lágu i nóvem-
ber og byrjun desember. Sam-
kvæmt þeim var yfirleitt búizt við
því, að um stöðnun yrði að ræða i
framleiðslu og þjóðartekjum á
fyrra helmingi ársins samfara
vaxandi atvinnuleysi í hinum iðn-
vædda heimi, en örlítill hagvöxt-
ur ætti sér stað á siðari heimingi
ársins. Jafnframt var við þvi
búizt, að verðbólga yrði litlu
minni en árið 1974, eða 11—12%.
Þótt nýjar spár hafi enn ekki
komið fram, bendir allt til þess,
að menn séu nú siðustu vikurnar
orðnir nokkru svartsýnni á
ástandið, og nú sé búizt við 1—2%
samdrætti á fyrra helmingi þessa
árs, en engum verulegum aftur-
bata fyrr en I lok ársins eða í
byrjun næsta árs. Sannleikurinn
er sá, að flestir sérfræðingar virð-
ast að undanförnu hafa vanmetið
styrkleika samdráttaraflanna og
þá e.t.v. sérstaklega áhrif þeirrar
vaxandi svartsýni, sem óvissa og
erfiðleikar undanfarins árs hafa
valdið hjá flestum stjórnendum
fyrirtækja og fjármálastofnana á
Vesturlöndum. Ég er þvi hrædd-
ur um, að miklar líkur séu til
þess, að þessar áætlanir reynist
enn I bjartsýnna lagi.
Við þetta bætist svo það, að enn
eru mörg stjórnmálaleg og hag-
stjórnarleg vandamál óleyst, sem
mikil áhrif geta haft á þróunina á
árinu. Vil ég þá fyrst nefna
tregðu stjórnvalda í Bandarikjun-
um, Þýzkalandi og Japan til þess
að gripa til öflugra aðgerða í því
skyni að auka eftirspurn, á meðan
verðbólguvandinn er enn jafn
mikill og raun ber vitni. Þótt
stefna stjórnvalda í þessum lönd-
um hafa verið að breytast smám
saman að undanförnu vegna vax-
andi atvinnuleysis, er hætt við því
að eftirspurnaraukandi aðgerðir
komi þar of seint til þess að hafa
teljandi áhrif á þessu ári.
Annað óleyst vandamál er það,
hvernig leysa skuli greiðslu-
jafnaðarerfiðleika þá, sem olíu-
hallinn hefur í för með sér á
þessu ári. Nú er talið, að þessi
halli verði annað árið í röð um 60
milljarða dollara, en skipting
hans verði að ýmsu leyti erfiðari
en á siðasta ári. Veldur þvi m.a.
mjög mikil breyting á viðskipta-
kjörum iðnaðarrikjunum í hag,
en á kostnað frumframleiðenda.
Hin mikla hækkun hráefnisverð-
lags, sem átti sér stað á árunum
1972 og 1973 er nú að miklu leyti
gengin til baka og bætir það stöðu
iðnaðarríkjanna, sem yfirleitt eru
hráefnisinnflytjendur, en rýrir
viðskiptakjör framleiðsluland-
anna að sama skapi. Þetta mun
valda því, að um helmingurinn af
greiðsluhallanum á árinu, þ.e.a.s.
um 30 milljarða dollara mun
lenda á vanþróuðu löndunum, um
einn sjötti hluti á öðrum útflytj-
endum hráefna, en aðeins einn
þriðji á hinum riku iðnaðarþjóð-
um. Þessi stórkostlega rýrnun á
greiðslustöðu þróunarlandanna
og annarra frumframleiðenda, en
í þeim hópi eru Islendingar tvi-
mælalaust, getur haft í för með
sér mjög erfið vandamál. Veik
fjárhagsstaða margra þessara
rikja gerir þeim ómögulegt að
taka lán á almennum markaði, og
ólíklegt er, að alþjóðastofnanir
hafi bolmagn til þess að hlaupa
þar i skarðið nema að litlum
hluta. Takist hins vegar ekki að
leysa þetta vandamál, gæti það I
sjálfu sér valdið stórkostlegum
viðbótarsamdrætti í eftirspurn á
heimsmarkaði. Þótt staða sumra
iðnaðarríkjanna sé að visu einnig
veik, er hins vegar lítil ástæða til
að ætla, að þau geti ekki klárað
sig a.m.k. næsta árið.
Loks er rétt að nefna enn eitt,
en það er ágreiningur Banda-
ríkjamanna annars vegar og
flestra olíuinnflutningsrikja hins
vegar um afstöðuna gagnvart
olíuútflutningsríkjunum. Banda-
rikjamenn hafa enn ekki fallið
frá þeirri stefnu sinni, að nauð-
synlegt sé að knýja olíuút-
flutningsríkin til þess að lækka
olíuverð. Þeir halda því fram með
sterkum rökum, að olíuverð-
hækkunin hafi skapað vandamál,
sem óhugsandi sé að leysa með
fjárhagslegum aðgerðum einum
saman. Tilraunir til þess að leysa
vandann eingöngu með lán-
veitingum veita aðeins gálgafrest,
þar sem engin leið verður til þess
að greiða þessar skuldir nokkurn
tímann aftur. Betra sé að horfast í
augu við þessa staðreynd strax og
reyna að knýja fram samninga
um raunhæfara oliuverð. Banda-
rikin eru eina ríkið á Vesturlönd-
um, sem sjálft stendur nægilega
sterkt til þess að bjóða oliuútflytj-
endunum byrginn. Þess vegna
hafa aðrir ekki þorað að fylgja
þeim i þessari afstöðu. Engu að
síður er verulega hætta á alvar-
legum viðskiptalegum átökum um
þetta efni á þessu ári, sem gætu
haft truflandi áhrif á þróun efna-
hagsmála og dregið enn úr hag-
vexti.
Ég held að tími sé nú kominn
til þess, að ég fari að slá botninn í
þetta spjall, enda er það sízt til
þess fallið að létta skapið nú I
skammdeginu. Horfurnar varð-
andi ytri aðstæður þjóðarbús okk-
ar íslendinga á þessu ári eru þvi
miður allt annað en glæsilegar.
t fyrsta lagi er útlit fyrir
almennan samdrátt eftirspurnar
á heimsmörkuðum, sem hlýtur að
valda erfiðleikum fyrir út-
flutningsatvinnuvegina, sérstak-
lega þá, sem veikast standa, svo
sem hinn nýja útflutningsiðnað.
I öðru lagi er hætt við þvi, að
viðskiptakjör verði Islendingum
enn mjög óhagstæð á þessu ári,
jafnvel þótt matvælaverðlag hafi
haldizt stöðugra en verðlag á hrá-
efnum, þar sem á móti mun koma
áframhaldandi hækkun á verði
innfluttrar iðnaðarvöru.
I þriðja lagi er útlit fyrir áfram-
haldandi þrengingar á erlendum
lánsfjármörkuðum, svo að við
verðum að gera okkar itrasta til
þess að koma í veg fyrir rýrnun
greiðslustöðu okkar út á við og til
varðveizlu þess lánstrausts, sem
efnahagslegt öryggi okkar byggist
svo mjög á.
Loks verðum við að vera undir
það búnir, að hér sé um langvinn-
ari erfiðleika að etja en oftast
áður, þvi að ólíklegt er, að við
förum að njóta vaxandi eftir-
spurnar og betra útflutningsverð-
lags, fyrr en einhvern timann á
árinu 1976.