Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 21 síðan flutt og samþykkt frumvarp til staðfestingar á þessum bráðabirgða- lögum, þ.e. hvern veg skuli ráðstafa þeim gengishagnaði, sem varð af vörum, er fullunnar voru fyrir gengisbreytinguna en fluttar út eftir hana. Helztu atriði laganna eru þessi: 1.600 m. kr. skal varið til að greiða hluta af gengistapi erlendra skulda vegna fiskiskipa. Jafnframt var sjávarútvegsráðuneytinu heimilað að ráðstafa 400 m. kr. til lánveitinga I sjávarútvegi, til 2ja—3ja ára, til að bæta lausafjár- stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. 2. Verja skal 250 m. kr. i óaftur- kræf framlög til bátaflotans, vegna rekstrarerfiðleika fyrstu 9 mánuði sl. árs, og 230 m. kr. til að bæta rekstrarafkomu skuttogara. 3. Sérstakar ráðstafanir verða gerðar til að bæta stöðu Verðjöfnun- arsjóðs fiskiiðnaðarins og verðbæta lifeyrisgreiðslur aldraðra, sem fá lif- eyri úr lifeyrissjóðum sjómanna. Þrátt fyrir þær aðgerðir, sem lögin gera ráð fyrir, er Ijóst, að bæði út- gerðin og sjómenn axla að sínum hluta þá byrði sem þjóðin öll verður á sig að taka, vegna versnandi við- skiptakjara þjóðarinnar og til að tryggja atvinnuöryggi I landinu. Láglaunabætur og hækkun tryggingabóta. Siðustu aðgerðir vinstri stjórnar i efnahagsmálum, samkomulag um aðgerðir i viðræðum um myndun nýrrar vinslri stjórnar, sem og ráð- stafanir nýrrar ríkisstjórnar, hvilir allt á sama meginpunkti: Nauðsyn þess að stefna að jafnvægi efnahags- lifsins, rekstraröryggi atvinnuveg- anna, atvinnuöryggi almennings og hamla gegn óðaverðbólgunni. Vinstri stjórnin steig fyrstu skrefin í þessu efni með bráðabirgðalögum, þar sem m.a. var gert ráð fyrir bind- ingu vísitölunnar og lagt timabundið bann viðfiskverðshækkun. Fyrstu viðbrögð nýrrar rikis- stjórnar voru viðræður við aðila vinnumarkaðarins um framhaldsað- gerðir i þessu efni. Öllum var Ijóst að versnandi viðskiptakjör þjóðarinnar, sem og nauðsynlegar efnahagsað- gerðir, myndu í bili a.m.k. leiða til nokkurrar kjararýrnunnar, en ekki síður hitt, að áframhaldandi verð- bólgu- og visitöluskrúfa var hag- stæðari hinum hærra launuðu en láglaunafólki og myndi leiða til frekara launamisréttis. I franihaldi af | þessum viðræðum beitti rikisstjórnin sér fyrir hliðarráðstöfunum, sem miðuðu að þvi, að gera nauðsynlegar aðgerðir léttbærari fyrir láglauna- fólk. Þessar aðgerðir fólust m.a. í eftirfarandi: 1. 10% hækkun á lægri launa- flokka, sem þjóna átti tviþættum tilgangi: draga úr kaupmáttar- skerðingu og launamisrétti. 2. Hækkun árlegra fjölskyldubóta um 5000 kr. með barni eða jafngildri ivilnum með öðrum hætti: trygginga- bótum eða skattkerfisbreytingu. 3. Tekjutryggingarmark elli- og örorkulifeyrisþega var hækkað um 10% og almennar bætur lífeyris- trygginga um 6%, sem var samsvar- andi meðalhækkun launa. 4. Áframhaldandi niðurgreiðslur á nauðsynjar almennings, sem Hag- stofa islands taldi að nema mundu 3800 milljónum króna. 5. Næstu 8 mánuði frá gildistöku laganna verði áfram I gildi sömu verðlagsákvæði og áður giltu, skv. lögum um viðnám gegn verðbólgu. Þessi mál öll koma væntanlega í brennidepil á næstu mánuðum. j þeirri endurskoðun þyrfti það að vera meginmarkmið, að stefna að raunhæfum kjarabótum, samfara at- vinnuöryggi, í stað þess að verð- bólgan eti jafnhraðan umsamdar launahækkanir um leið og vegið er að rekstraröryggi atvinnuveganna. í þessu efni kemur efalitið margt til athugunar sem hugsanleg athugunarefni má nefna: greiðslur visitöluuppbóta á laun, vinnuað- ferðir við gerð kjarasamninga, sam- eining almennra bóta trygginga- kerfisins og tekjuskattsins, er tryggi þjóðfélagsþegnunum ákveðnar lág- markstekjur, könnun á stöðu lífeyris- sjóða og lifeyrisþega, húsnæðis- kostnaður og aðstaða til öflunar hús- næðis, verðlag búvöru og föst skipan á samráðum vinnumarkaðarins og rikisvaldsins um kjara og efnahags- mál. sf. VERÐMÆTI útfluttra sjávarafurða á árinu 1973 námu 19.300 milljónum. Aukning frá fyrra ári 64%: magnaukning 13% en 51% vegna hækkaðs verðlags. Á árinu 1974 varð 15% aflarýrnun, stórhækkaður rekstrarkostnaður i útgerð og fiskvinnslu, vegna innfluttrar og heimatilbúinnar verðbólgu og stórlækkun á verði útflutningsafurða okkar. Rekstrarhalli bátaflotans, að frátöldum loðnubátum, var áætlaður 670 m. kr., þrátt fyrir 350 m. kr. framlag úr aflatryggingarsjóði, og rekstrarhalli togaraflotans 800 m. kr. Lækkandi afurðaverð stefndi bæði útgerð og fiskvinnslu i beina stöðvun. Þessar voru forsendur gengislækkunar og ráðstafana í sjávarútvegi til að tryggja atvinnuöryggi i landinu. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heilla- óskum á 75 ára afmæli mínu. Kærar kveðjur til ykkar allra. Matthías Kn. Kristjánsson, Laugarásveg 25. 5. Háskólatónleikar verða haldnir laugardaginn 1 1. jan. 1 975 (ekki 12. jan. eins og misritast hefur á veggspjaldi) kl. 3 í Félagsstofnun stúdenta. Dóra Reyndal, Einar Jóhannesson og Sigríður Sveinsdóttir flytja verk eftir Mozart, Spohr, Schubert og Messiaen. Tónleikanefnd Háskólans. Vörubílaúrvalið er hjá okkur Höfum verið beðnir að útvega: Jarðýtu Caterpillar 4, sjálfskipta. Landrover Diesel lengri gerð árg. '71 —'74. Scania Vabis 1 1 0 m/búkka árg. '70 — '72. Vörubílaúrvalið er hjá okkur. Bílasala Matthíasar Borgartúni 24 VERKALÝÐSMÁLARÁÐSTEFNA Að tilhlutan Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins og Málfunda- félagsins Óðins verður haldin. VERKALÝÐSMÁLARÁÐSTEFNA sunnudaginn 12. janúar, Hótel Loftleiðum Kristalssal og hefst kl. 10 f.h. Tilgangur ráðstefnunnar er m.a.: að fræða og upplýsa hina mörgu þætti, efnahags- verkalýðs- og kjaramála. Þá verður sérstaklega rætt um stöðu og vanda hinna einstöku atvinnu- greina þjóðfélagsins. Á ráðstefnunni verða fyrir svörum og flytja erindi og ávörp: Ágúst E. Guðm. H.G. Guðm. M. Pétur H. Pétur S. Runólfur Geir H. Gunnar H. Þo. jrbí i E. DAGSKRÁRATRIÐI: Kl. 10:00 Ráðstefnan sett. Gunnar Helgason formaður Verkalýðsráðs Kl. 10:15 — 12:00 EFNAHAGSMÁL Framsögumaður. Guðmundur Magnússon, prófessor, auk hans mun sitja fyrir svörum: Árni Vilhjálmsson, prófessor, Fundarstjóri: Pétur Hannesson, form. Óðins. Kl. 13:30 — 15:00 VERKALÝÐS- KJARA- OG ATVINNUMÁL. Framsögumenn: Ágúst Geirsson, form. Fél. ísl. símamanna. Guðmundur H. Garðarsson, form. Verzlunarmannafél. Reykja- víkur, Pétur Sigurðsson ritari Sjómannafél. Reykjavíkur. Fundarstjóri: Hilmar Guðlaugsson, form Múrarasambands ísl. KAFFIVEITINAGAR. Ávarp: Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Kl. 16:00 — 18:00 STAÐA ATVINNUVEGANNA. Framsögumenn: Ágúst Einarsson vipskiptafr., frá L.Í.Ú. Davíð Sch. Thorsteinsson, form. Félags isl. iðnrekenda. Gunnar Björnsson, form. Meistarasb. byggingarm., Þvorvarður Elías- son, framkvstj., Vezlunarráðs ísl. Fundarstjóri: Runólfur Pétursson form. Iðju. ALLT SJÁLFSTÆÐISFÓLK VELKOMIÐ Á MEÐAN HÚSRÚM LÉYFIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.