Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANUAR 1975
Morgunleikfímirabb
Gleðilegt ár öll saman og
kærar þakkir fyrir kveðjur,
sem mér hafa borist frá þeim,
sem fylgst hafa með skrifum
mfnum hér f Morgunblaðinu og
morgunleikfiminni.
Á aðfangadag fékk ég til
dæmis bráðskemmtilega upp-
hringingu frá einni hálf-
sjötugri, sem sagðist alltaf vera
með f morgunleikfiminni tvisv-
ar á dag, og gigtin, sem væri
búin að þjaka hana f 38 ár, væri
alveg horfin.
Það hefur satt að segja ekki
alltaf verið dans á rósum að
vera með blessaða morgunleik-
fimina, því fyrstu árin fékk ég
yfirleitt ekkert annað en alls
konar glósur, misjafnlega
skemmtilegar. Ég hefði trúlega
ekki haft skap í mér til þess að
halda áfram með hana, ef ég
hefði ekki einnig fengið mörg
uppörvandi bréf og ánægjuleg-
ar upphringingar svipaðar
þeirri, sem hér er getið að
framan. Einkum var það fólk
utan af landi, sem lét í ljós
þakklæti sitt og gat þess sér-
staklega, að það hefði engin tök
á því að fá tilsögn annars staðar
en í gegn um útvarpið.
Þannig hefur það verið
undanfarin 17 ár, sem við
Magnús höfum verið með morg-
unleikfimina, að þegar efa-
semdir hafa gripið mann um
það, hvort það væri til nokkurs
að vera að þessu, þá var það
alltaf einhver sem hvatti okkur
til þess að halda áfram með því
að votta okkur þakklæti sitt á
einn eða annan hátt.
Trúlega er fáum jafn ljóst og
mér, hversu ótrúleg breyting
hefur orðið á hugarfari fólks
gagnvart íþróttum síðustu tutt-
ugu árin. Það var t.d. hreint
feimnismál fyrir menn, ef þeir
voru með í morgunleikfiminni.
Það var í hæsta lagi, að þeir
þyrðu að hvísla því að mér á
mannamótum, að þeir væru
með í henni, og gættu þess að
enginn annar heyrði til þeirra,
svo að þeir yrðu ekki að
athlægi. Þetta var á árunum frá
1957 og allt fram til 1964—’65,
en þá voru menn orðnir svo
vanir morgunleikfiminni, að
þeir voru hættir að fara hjá sér,
þótt aðrir heyrðu, að þeir tækju
þátt í henni. Og nú á þessu
herrans ári 1975 liggur við, að
menn státi sig af því, að þeir
séu með í leikfiminni á hverj-
um morgni.
Þetta er mikil breyting og
Iýsir nokkuð vel viðhorfi
manna til íþrótta frá því morg-
unleikfimin hóf göngu sína og
fram á þennan dag. Menn litu
lengi á iþróttir sem einkaeign
nokkurra útvalinna afreks-
manna og fyrst og fremst sem
skemmtun og jafn vel leikara-
skap, en sem betur fer hafa
augu almennings opnast fyrir
gildi íþrótta fyrir líkamshreysti
hvers einstaklings, og eiga
læknavísindin þar drjúgan hlut
að máli. Og hver veit nema
morgunleikfimin með sínum 10
mín á dag í 17 ár eigi einhvern
þátt í þessari jákvæðu breyt-
ingu og væri það vel.
Þeir, sem gera æfingar á
morgnana þarfnast engra sann-
ana fyrir því, að þeir hafi gott
af því bæði líkamlega og and-
lega, en til gamans langar mig
til þess að segja frá rannsókn,
sem rússneskir vísindamenn
hafa nýlega gert á því, hvaða
áhrif það hefði á næmi og
athyglisgáfu barna, ef þau
gerðu líkamsæfingar áður en
kennsla hæfist. Yfir 2000 til-
raunir voru gerðar á 240 heil-
brigðum börnum. Rannsóknin
fór þannig fram, að viðbragðs-
flýtir og athygli var mæld á
ýmsan hátt í fjórum fyrstu
kennslustundunum. Þau voru
t.d. látin strika út ákveðna bók-
stafi úr texta og endursegja
sögur eftir upplestri o.fl. Kom í
ljós, að væru þau látin gera
æfingar í 15 mín fyrir 1. tíma
Heilsurækt &
morgunlelkflml
eftir VALDIMAR
ÖRNÓLFSSON
vöðva og mjaðmir og vona ég að
þær komi að góðum notum fyrir
þá, sem hafa bætt á sig um
hátiðirnar.
Fótlyftur:
Baklega, hendur með hliðum.
Fótum lyft fet frá gólfi og
vinstri og hægri fótur látnir
(með 5 min. hvfld eftir æfing-
arnar) jókst næmi þeirra í upp-
hafi kennslunnar hvorki meira
né minna en um 78% og hélst
sú tala svo til óbreytt fram í 4.
kennslustund.
Af þessu má ráða, að líkams-
æfingar geti haft mjög jákvæð
áhrif á námsárangur og starfs-
afköst manna, einkum fyrst á
morgnana, vegna þess að menn
komast miklu fyrr í „gang“ við
aukið blóðstreymi um alla
vöðva og líffæri (og þar með
heila). Þ.e. súrefni og næring
berst í miklu ríkara mæli en
ella til líffæranna og endurnær-
ir þau, svo að við erum miklu
betur undir átök dagsins búin,
hvort sem þau eru líkamlegs
eða andlegs eðlis.
Iþróttakennslu í skólum ætti
því að auka allverulega, þannig
að allir nemendur fengju dag-
lega einhverja æfingu.
Atvinnurekendur ættu líka
að gefa þessum hlutum meiri
gaum en hingað til.
Leikfimisæfingar
Hér koma nokkrar æfingar til
viðbótar fyrir læri og maga-
ganga upp og niður til skiptis
án þess að láta hæla snerta gólf
(mynd I.).
Reynið að halda mjóhryggn-
um við gólf á meðan þið gerið
æfinguna. Teljið upp að 10 á
meðan þið hreyfið fætur
þannig upp og niður og hvílið
ykkur svo í nokkrar sekúndur
áður en þið endurtakið æfing-
una.
Fótlyftur og
mjaðmaveltur:
Baklega, hendur beint út frá
öxlum, lófar í gólf.
Fótum lyft bognum um hné
(mynd 2). Fætur látnir síga í
gólf til vinstri og hægri eins og
sýnt er á 3. mynd. Reynið að
halda öxlum og baki kyrrum
við gólf, svo að mjaðmavindan
verði sem mest. 5—10 veltur í
einu ættu að gera sitt gagn með
stuttri hvild á milli áður en
æfingin er endurtekin.
Þessa æfingu má gera erfið-
ari með því að lyfta fótum bein-
um (mynd 4) og hafa þá beina í
mjaðmaveltunum (mynd 5 og
6).
Tðnlisl
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
Sinfóníu-
tónleikar
□ Stjórnandi: Vladimír
Ashkenazy
[2 Einleikari: Cristína Ortiz
□ Efnisskrá:
Mussorgski — Forleikur að
óperunni Khovanshchina
Rachmaninoff — Paganini-
tilbrigði op. 43
Sjostakovitsj — Sinfónia nr. 8
op. 61.
Tónleikarnir hófust á forleik
Mussorgski, sem er fíngerð tón-
smið, víða fögur og vandasöm í
flutningi, hvað blæbrigði og ná-
kvæmni í tóntaki snertir. Á eftir
þessu stutta og látlausa verki
voru flutt Paganini-tilbrigði eftir
Rachmaninoff. Þessi tilbrigði eru
bæði skemmtileg og leiðinleg, en
vel samin. Ofhlæði í hljómum,
skrautleg útfærsla þeirra og
rómantískur andi verksins er í
andstöðu við kaldranalegt raun-
sæi leitandi og óraunsærrar nú-
tlðar. Þrátt fyrir hráslagalegan
smekk nútímans, sem margir
halda að muni rlkja að eillfu, er
von til að pfanóleikurum þyki
gaman að glíma við slík verk og
fleyta þessum tilfinningum til
komandi kynslóða, ef vera kynni
rómantíkin ætti afturkvæmt áður
en mannkynið hefur I græðgi
sinni rótnagað og sviðið jörðina.
Cristina Ortiz er góður píanóleik-
ari og var leikur hennar skemmti-
lega takthvass og skýr. Gallinn
við gestakomur erlendra lista-
manna, er hve tíminn er fljótur
að líða, rétt sem snæljós og eftir
sitjum við I kulda, myrkri og
þögn. Síðast á efnisskránni var
áttunda sinfónia Sjostakovitsj.
Þrátt fyrir smá slys, sem ekki er
nema von við þessar aðstæður,
stóð hljómsveitin sig með prýði og
var leikur hennar víða glæsi-
legur, bæði að nauðsynjalausu,
var það frekar óviðkunnalegt að
sjá hljóðfæraleikarana telja. Það
mátti næstum lesa af vörum
sumra, svo ákaft töldu þeir takt-
ana, sérstaklega I sfðasta þætti
sinfóníunnar.
„Nútíma
mataræði”
— nýr
bæklingur
NÝR bæklingur um mataræði er
kominn út á vegum Kvenfélaga-
sambands Islands. Er það þýðing
á bæklingi Statens Husholdnings-
rád í Danmörku, en stofnunin
hefur meðal annars þann tilgang
að fræða almenning um heimilis-
hald.
I bæklingnum er greint frá
undirstöðuatriðum I næringar-
efnafræði, efnum I mismunandi
fæðutegundum og almcnnum
hollustuháttum I sambandi við
mataræði.
Þá er gefin forskrift að þvl
hvernig setja á saman máltiðir
með tilliti til næringargildis fæð-
unnar og hvernig matreiða eigi,
þannig að sem minnst af verð-
mætum efnum fari til spillis. Þá
er bent á hvaða fæðutegundir
beri að forðast vilji menn grenn-
ast og hvað einkum beri að forð-
ast með tilliti til ákveðinna sjúk-
dóma, svo sem hjartameina.
Bæklingurinn er myndskreytt-
ur. Hann fæst I skrifstofu Kven-
félagasambandsins og kostar 125
krónur.