Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.01.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 1975 rBMS Haustþing. Viðfangsefni Alþingis á siðustu mánuðum liðsins árs voru mörg og margvisleg. Erfitt er að vega og meta hver þeirra ber hæst i hugum fólks, enda viðhorf manna ólik og bundin mismunandi aðstæðum og hagsmun- um. Ef að likum lætur munu þó eftirfarandi mál hafa náð athygli og íhugun velflestra borgara þjóðfélags- ins: hæstu fjárlög í sögu lýðveldis- ins, ráðstafanir i sjávarútvegi og önnur lagasetning í tengslum við efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar. Verður hér á eftir lítillega og laus- lega fjallað um þessi þingmál. Fjárlög ársins 1 975. Fjárlög hækka nú meir millí ára en dæmi eru um áður. Er það i samræmi við þá öru verðbólguþróun. sem rikti hér á landi á liðnu ári, en fjárlögin verða óhjákvæmilega spegilmynd af ástandi efnahagsmála þjóðarbúsins hverju sinni. Það vakti þó verðskuld- aða athygli að það tókst að halda útgjöldum fjárlaga innan ramma al- mennra verðlagshækkana og stemma þann veg stigu fyrir frekari útþenslu i ríkisbúskapnum. Þannig er gert ráð fyrir þvi að rikisútgjöld á árinu 1975 lækki í hiutfalli við þjóð- arframleiðslu frá þvi sem var á sl. ári. Fjárlögin gera ráð fyrir all- nokkrum samdrætti ríkisfram- kvæmda á árinu að magni til, enda hækka framlög til verklegra fram- kvæmda verulega minna en sem nemur verðlagshækkunum. Aðhaldssemi í ríkisframkvæmdum hefur og skapað nauðsynlegt svig- rúm til þess að styrkja fjárhagsstöðu rikissjóðs á þessu ári. Sérstakar ráð- stafanir eru gerðar til að létta á skuldabyrði rikissjóðs, en auk þess munu þessar ráðstafanir hafa almenn jafnvægisáhrif og draga úr þeirri spennu, sem rikt hefur í efna- hagslifinu. Fjárlögin voru að meginstofni samin i septembermánuði sl„ rétt eftir að vinstri stjórnin fór frá völd- um, svo Ijóst má vera, að núverandi ríkisstjórn gafst naumur timi til að setja mark sitt á þessa fjárlagagerð. Hins vegar er þess að vænta og kom raunar fram í framsögu fjármálaráð- herra. að sá tími sem gefst fram til næstu fjárlagagerðar, verður nýttur til að móta enn frekar ný vinnubrögð og viðhorf í þessu efni. Skattkerfisbreyting. Matthias Á Matthiesen fjármála- ráðherra boðaði og endurskoðun i skattheimtu opinberra aðila. Það, sem m.a. kemur til athugunar er eftirfarandi: 1. Hvort unnt sé að steypa öllum skattalögum ríkisins i einn lagabálk, til að tryggja yfirsýn samræmi og betra skipulag á þessum málum. 2. Athuguð verði tengsl tekjuöfl- unar ríkissjóðs og sveitarfélaga, en hlutfallið milli þessara aðila hefur raskast verulega á undanförnum misserum, sveitarfélögunum i óhag. 3. Hvort ekki sé hægt að gera skattkerfið virkara sem hagstjórnar- tæki, þann veg, að rikisstjórnin fái ákveðnar heimildir til að beita sköttum í hagstjórnarskyni. 4. Hyggja þarf að samræmi í sköttum fyrirtækja, sem eiga F sam- keppni við hliðstæð erlend fyrirtæki, þann veg. að samkeppnisaðstaða þeirra verði sambærileg. 5. Hvort mögulegt sé að sameina tekjuskatt og helztu tryggingabætur í einu tekjuöflunarkerfi, enda tima- bært, að nýtt og einfaldara kerfi leysi af hólmi það. er nú er notað. 6. Ennfremur kemur inn i þessa athugun staðgreiðslukerfi skatta, virðisaukaskattur og breyting á tollum yfir i aðra skatta til samræmis við þróunina í helztu viðskiptalönd- um okkar. Ráðstafanir í sjávarútvegi. i kjölfar gengisbreytingarinnar á sl. ári voru gefin út bráðabirgðalög um ráðstöfun gengishagnaðar hinn 20. september sl. Á haustþinginu var Meginverkefni Alþingis: Atvinnuöryggi og verðbólguhömlur ATVIWVA ATVINNA ATVINNA Bormaður Vanur bormaður óskast á borvagn strax. Þórisós h.f., véladeild, Síðumúla 2 1, sími 322 70. Stýrimann vantar á 180 rúmlesta bát. Upplýsingar í síma 92-8085, Grindavík. 1. vélstjóra vantar á m.b. Haförninn 23. Upplýsingar í síma 1 436, Vestmannaeyjum. Gjaldkeri Bankastofnun út á landi óskar að ráða til sín gjaldkera sem fyrst, Góður vinnutími. Þeir sem áhuga hafa á starfi þessu, sendi tilboð til Mbl. merkt „C-7330". Bifreiðastjóri Heildverzlun óskar eftir að ráða mann til almennra lagerstarfa og útkeyrzlu. Um- sóknir sendist Morgunblaðinu fyrir þriðju- dagskvöld merktar „Lager 8558". Byggingarverk- fræðingur Óskum eftir að ráða byggingarverkfræð- ing, helzt vanan vinnu við stórfram- kvæmdir. Upplýsingar í síma 8421 1. Energoprojekt Suðurlandsbraut 12. Laus lögreglu- þjónsstaða. Staða lögregluþjóns í Grindavík er laus til umsóknar. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir ^ 20. janúar 1975. 3 Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu minni Q Vatnsnesvegi 33, Keflavík og i Festi Grindavík á fimmtudögum frá 1 2 — 1 6. Lögreg/ustjórinn í Grindavík. Atvinna Stúlka, helst vön skrifstofustörfum, óskast til starfa á endur- skoðunarskrifstofu í Kópavogi. Hálfs dags vinna kemur til greina. Nöfn og upplýsingar um fyrri störf sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt: Atvinna 71 1 7. Atvinna 28 ára gamall rafvirki óskar eftir atvinnu. Ýmislegt kemur til greina. Hef próf frá verzlunardeild Verzlunarskóla Islands. Þeir aðilar, er vildu sinna þessu eru vinsamlegast beðnir að leggja nöfn sin inn á afgreiðslu Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Atvinna — 711 6". Vanan vélstjóra, stýrimann, svein og háseta vantar á 90 tonna netabát, sem rær frá Vestmannaeyjum. Upplýsingar í síma 98-1 927 og 98-1 077. Lausarlögreglu- þjónsstöður Stöður 2ja lögregluþjóna í lögsagnarum- dæmi Keflavíkur/Gullbringusýslu eru lausar til umsóknar. Laun skv. kjarasamningum ríkisstarfs- manna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituð- um fyrir 20. janúar 1975. Umsóknareyðublöð fást í skrifstofu minni Vatnsnesvegi 33, Keflavík og hjá yfirlög- regluþjóni að Hafnargötu 1 7, Keflavík. Lögreglustjórinn í Keflavík og Gullbringusýslu. Stýrimann vantar á m.b. Geir RE 406, sem fer á togveiðar. Upplýsingar í síma 42315 og um borð í bátnum. Húsbyggjendur úti á landi 2 pípulagningamenn með meistararéttindi óska eftir verkefn- um úti á landi. Æskilegt að fæði og húsnæði verði útvegað. Tilboð leggist inn á Mbl. fyrir20. þ.m. merkt: „P-8556". Vélamaður Stórólfsvallarbúið, grasköglaverksmiðja óskar eftir að ráða mann til vélaviðhalds og vélgæslu. Æskilegt að hann hafi járn- smiða eða bifvélavirkjaréttindi eða sé van- ur viðgerðarvinnu. Uppl. hjá Stórólfs- vallarbúinu Hvolhreppi, sími 99-51 63. Skrifstofustarf Skrifstofustúlka óskast á Bæjarskrifstof- una í Kópavogi. Umsóknir sendist undir- rituðum, sem veitir nánari upplýsingar. Bæjarritarinn í Kópavogi. Hótel Borgarnes auglýsir: Viljum ráða næturvörð Framtíðarvinna. Upplýsingar hjá hótelstjóra. Hótel Borgarnes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.