Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975
Samgönguleiðir frá
Húsavík að opnast
Húsavfk, 17. janúar
ÞEGAR stórviðrinu slotaði 1
fyrradag voru öll tæki sett f gang
til að opna samgönguleiðir um
bæinn og frá Húsavfk. 1 fyrrinött
var kfsilgúrvegurinn til Mývatns-
sveitar opnaðar, en á honum voru
á köflum stórir skaflar en svo
aiautt á milli, sem og á flestum
vegum f héraðinu.
1 gær var opnuð leiðin I Reykja-
dal, Köldukinn og Bárðardal, svo
að unnt hefir verið að flytja mjólk
úr öllum nærliggjandi sveitum,
nema Kelduhverfi, en þangað er
ófært ennþá, en lagt kapp á að
opna leiðina, þvi að úr Keldu-
hverfi er fært til Kópaskers.
Verið er að opna leiðina til Rauf-
arhafnar, svo að hægt sé m.a. að
koma neyzlumjólk til þeirra, en
þar má víst telja alveg mjólkur-
laust.
1 nótt var Ljósavatnsskarð rutt,
svo að mjólkurbílar úr Fnjóska-
dal, sem venjulega fara til Akur-
eyrar kæmu frá sér mjólk.
Mikið verk er talið óunnið til
þess að leiðin úr Fnjóskadal um
Dalmynni til Akureyrar opnist,
en áætlað er að þvf verki Ijúki svo
að fært verði milli Húsavíkur og
Akureyrar á mánudag.
Loks er svo frá því að segja að
um hádegi í dag var lokið við að
hreinsa flugvöllinn og kom þá
strax flugvél frá Flugfélagi Is-
lands, en hér hafa farþegar beðið
frá þvf á laugardag.
Varúð verður að hafa við akstur
um þær götur Húsavfkur, sem
búið er að opna, því að víða eru
löng göng og þröng, svo að aðeins
er fært fyrir einn bfl og ekki hægt
að mætast. Um sömu göngin fer
gangandi fólk, svo að nú gildir
hér ekki annað en fullt tillit við
akstur og alla umferð. 1 dag er
stillt og kalt og lífið farið að
ganga sinn eðlilega gang.
— Fréttaritari.
Færri atvinnulausir
um áramót en í fyrra
FJÖLDI atvinnulausra um ára-
mótln var á öllu landinu 611, en
var um mánaðamótin nóvember
— desember 319. Hefur hér orðið
talsverð aukning á einum
mánuði, en þess ber að gæta, að
einnig varð aukning á þessum
tölum f fyrra, en þá var atvinnu-
leysi talsvert meira. I desember
1973 var tala atvinnulausra 790 og
hafði fjölgað á einum mánuði úr
485.
I kaupstöðum var fjöldi at-
vinnulausra nú 286, í nóvember-
mánuði 152, en sambærilegar
tölur frá árinu 1973 voru 473 og
307. I kauptúnum með 1.000 íbúa
voru atvinnulausir nú í desember
8 en 6 mánuðinn áður. Sambæri-
legar tölur frá því fyrir ári voru
47 og 46. 1 öðrum kauptúnum
voru atvinnulausir 317 í desem-
ber, en mánuðinn áður 161. Sam-
bærilegar tölur frá í fyrra voru
270 og 132.
1 Reykjavík voru atvinnulausir
í desember 66/en í nóvember 52.
Voru það allnokkuð lægri tölur en
í fyrra, þegar atvinnulausir í
desember voru 86 en f nóvember
65.
Ef til vill er mestur munur á
atvinnuleysi milli þessara tveggja
tímabila i ár og f fyrra á Siglu-
firði. Nú voru atvinnulausir þar í
desember 38. en f nóvember 31. 1
fyrra voru atvinnulausir f desem-
ber á Siglufirði 156, en í nóvem-
ber 59. Atvinnuleysi kvenna á
Siglufirði í fyrra var rúmlega
fjórfalt á við það sem það er nú.
Snjóflóðasöfnunin 23 millj.
HEILDARSÖFNUNARFÉ snjó-
flóðasöfnunarinnar nemur nú 23
milljónum króna. Stærstu gefend-
ur frá þvf er síðast var skýrt frá
gjöfum eru: frá Grímseyingum
130 þúsund. Elliheimilinu Grund
100, þúsund, söfnunarfé frá Höfn
1 Hornafirði 378 þúsund, Þor-
steinn RE 303 100 þúsund og til
viðbótar við 634.500 frá Húsvfk-
ingum er komnar 167.108 krónur,
sem þýðir að þeir hafa þegar safn-
að 801.608 krónum. Eru það um
380 krónur á hvert mannsbarn á
Húsavík.
Hafnarskemmdir á Vopnafírði
Vopnafirði, 17. janúar.
VERSTA veður var hér á Vopna-
firði um sfðustu helgi og stóð það
fram á miðvikudagsmorgunn.
Var veðurhæðin þá oft 8 til 10
vindstig af norðaustri og blind-
bylur. öll kennsla lagðist niður f
barna- og unglingaskólanum á
mánudag og þriðjudag af þeim
sökum.
Geysilegt hafrót varð við höfn-
ina og gekk hvftfyssandi brimsjór
- AÐVÖRUN Til SJÓFARENDA:GRÍHSEVJARVITI
L06AR EKKI, Í55PÖN6 ÚT AF H0RN6)AR6I,
SPÍRABREI9A 5KAMMT UNDAN KEFLAVÍK
hátt f loft upp, bæði yfir hafnar-
garðinn, en hann er um 400 metra
langur og tvo hólma, sem eru í
höfninni. Muna menn hér vart
eftir öðru eins brimi. Það kom
líka í ljós að tvö stór skörð höfðu
myndazt f garðinn og víða hafði
sjórinn rutt stórum björgum úr
honum. Þá skemmdist bárujárns-
skemma Kaupfélagsins af völdum
sjógangs. I skemmunni var m.a.
geymdur fóðurbætir, en honUm
tókst að bjarga án verulegra
skemmda.
A Vopnafirði eru fjórar dísil-
rafstöðvar, sem sjá Vopnfirðing-
um fyrir nægu rafmagni. Var því
ekki um rafmagnsleysi að ræða f
veðrinu, nema hvað raflína slitn-
aði í Vesturárdal, en við hana
tókst að gera mjög fljótlega.
Ekkert sjónvarp hefur sést hér
síðan á laugardag og eru menn
orðnir alvarlega gramir vegna
sjónvarpsleysisins af og til f allan
vetur. Þá hafa einnig miklar
truflanir frá erlendum stöðvum.
Sfldarbræðslan hér er tilbúin
til loðnumóttöku.
— Gunnlaugur.
Blaðamenn
Blaðamenn eru minntir á fund-
inn með fjölmiðlunarnefnd, sem
haldinn verður f dag að hótel
Esju. Fundurinn hefst klukkan
14.
Guðlaug Þorsteinsdóttir mátar hér einn af andstæðingum sfnum, en
Ólöf Þráinsdóttir, sem er efst með 4 vinninga, fylgist með.
Skákþing kvenna:
ÓlöfÞráinsdóttir
komin í efsta sœti
SKÁKÞINGI kvenna var fram
haldið f fyrrakvöld og þá tefldar
tvær umferðir, 3. og 4. umferð.
Að loknum fjórum umferðum
er Ólöf Þráinsdóttir f efsta sæti
með 4 vinninga, hefur unnið allar
sínar skákir. 1 2—3. sæti eru þær
Birna Nordal og Guðlaug Þor-
steinsdóttir með 3‘A vinning. I
4—6. sæti eru Sóley Theódórs-
GUÐMUNDUR Sigurjóns-
son samdi um jafntefli við
Bukic frá Júgóslavíu eftir
aðeins 11 leiki í 4. umferð
skákmótsins í Hollandi í
gærkvöldi. Guðmundur
hafði svart.
1 þriðju umferð gerði
Guðmundur jafntefli við
Martz frá Bandaríkjunum.
Skák þeirra var mjög stutt
og engin barátta í henni að
sögn fréttaritara Mbl. á
mótinu.
Guðmundur er nú í 3. til 7. sæti
í sínum flokki með 2'A vinning
ásamt Portisch (bróður ung-
verska stórmeistarans alkunna,
sem teflir f stórmeistaraflokknum
á mótinu), Ciocaltea frá Rúmen-
íu, Ligterink frá Hollandi og
Sznapik frá Póllandi.
Rússinn Dvorecki og Pólverjinn
Schmidt eru efstir f þessum
dóttir, Aslaug Kristinsdóttir og
Ásta Gunnsteinsdóttir með 3
vinninga. Næstu tvær umferðir
verða tefldar á fimmtudaginn.
I unglingaflokki er teflt á
laugardögum. Þar hefur Jóhann
Hermannsson tekið forystu f A-
flokki með 6 vinninga og í B-
flokki er Jóhann Jónsson efstur
með 5 vinninga.
flokki með 3'A vinning hvor.
Weinstein frá Bandarfkjunum og
Vadasz frá Ungverjalandi eru í 8.
til 9. sæti með 2 vinninga.
I stórmeistaraflokki eru
Browne, Sosonko, Portisch og
Kavalek efstir með 3 vinninga
hver en Donner, Timman og Hort
fylgja fast á eftir með 2lA vinning
hver.
Mörgum skákum í 4. umferð
lauk með jafntefli og margar fóru
í bið. 1 stórmeistaraflokki sigraði
Kavalek Langeweg og í meistara-
flokki sigraði Timman Ligterink,
Sznapik Enklaar og Weinstein
Ek.
1 stórmeistaraflokki sigraði
Browne Popov f biðskák úr 3.
umferð. 1 meistaraflokki sigraði
Ciocaltea Timman og Ligterink
Schmidt í biðskákum úr 3. um-
ferð.
Biðskákir verða tefldar á
morgun, laugardag, en 5. umferð
verður tefld á sunnudag.
Sjálfstæðisfélögin:
Formanna-
fundur í dag
FUNDUR formanna sjálfstæðis-
félaganna f Reykjavfk verður
haldinn á vegum Fulltrúaráðs
sjálfstæðisfélaganna í dag, laug-
ardag kl. 13.30 f Miðbæ við
Háaleitisbraut. Meginviðfangs-
efni fundarins verður að ræða um
þau félagslegu og pólitfsku verk-
efni, sem framundan eru f starfi
sjálfstæðisfélaganna f Reykjavfk
á næstu mánuðum og að sama
skapi að stuðla að þvf að sam-
ræma starfsemi félaganna, eftir
þvf sem tök eru á.
Gunnar Helgason, formaður
Fulltrúaráðsins, mun f upphafi
fundarins flytja inngangsorð og
sfðan munu formenn félaganna
gera grein fyrir fyrirhugaðri
starfsemi þeirra.
Fundu loðnu
út af Dalatanga
Þorsteinn fékk 80 lestir
„LOÐNAN stóð djúpt í nótt er
leið, en margir bátanna köstuðu
nokkrum sinnum, en fengu Iftið,
vegna þess hve djúpt hún stóð,
sagði Jakob Jakobsson, leið-
angursstjóri á Arna Friðrikssyni,
þegar Mbl. hafði samband við
hann f gær.
Hann sagði að á milli 20 og 25
skip væru nú komin á miðin og
hefðu bátarnir verið á veiðum um
60 mílur austur af Glettinganesi
annars vegar og hins vegar
30—40 mflur norður af því svæði.
Bezti aflinn, sem vitað var um
eftir nóttina, voru 80 lestir, sem
Þorsteinn RE hafði fengið.
Jakob Jakobsson sagði, að þeir
á Arna hefðu f gær haldið suður
með Austfjörðum og á móts við
Dalatanga hefðu þeir fundið
margar góðar torfur. Þær stóðu
þá djúpt, en Jakob átti von á, að
þær lyftu sér með kvöldinu og
gerði sér vonir um afla, enda
veður ágætt.
Dræmar söl-
ur í Grimsby
Skuttogarinn Karlsefni frá
Reykjavík seldi 169 lestir af fiski
í Grímsby í gær fyrir 42.600 pund
eða 11.9 millj. kr. ísl. Meðalverðið
var kr. 70.14. Þá seldi skuttogar-
inn Dagný frá Siglufirði þar f
fyrradag 187 lestir, bæði heil-
frystan og ísaðan fisk fyrir 54.900
pund eða 15.3 millj. kr.
Eftir þessum tveimur sölum að
dæma, er markaðurinn í Bret-
landi nú fallandi, öfugt við það
sem menn áttu von á, því sagt er
að fiskskortur sé nú mikill á
markaðnum.
Jafntefli enn
hjá Guðmundi
Utanaðkomandirafvirkjar sitja
fyrir vinnu í Neskaupstað
Málið litið alvarlegum augum, segir Árni
Brynjólfsson hjá Félagi ísL rafverktaka
Þegar endurreisnarstarfið 1
Neskaupstað hófst, fljótlega
eftir snjóflóðið, með þvf að
koma frystihúsinu þar og
niðurlagningarverksmiðjunni f
gang á ný, áttu flestir von á þvf
að rafverktökum f Neskaupstað
yrði falið þetta verk, en það
varð ekki raunin, og hafa þeir
ekki haft þarna vinnu nema að
litlu leyti. TII starfsins voru
ráðnir m.a. 4 rafvirkjar frá
Rafafl f Kópavogi. Félag lög-
giltra rafverktaka hefur nú
fengið þetta mál til athugunar
og sagði Arni Brynjólfsson,
framkvæmdastjóri félagsins, f
gær að þetta væri litið mjög
alvarlegum augum.
Arni sagði, að það hefði verið
stefna félagsins frá upphafi, að
rafverktakar á hverjum stað
sætu að þeim verkefnum, sem
til féllu f þeirra heimabyggð,
og ef þeir hefðu ekki nægan
mannafla, ættu þeir sjálfir að
ráða til sfn menn, helzt frá
sama sambandssvæði, sem f
þessu tilfelli er Austurland, en
ef það væri ekki hægt þá t.d.
frá Reykjavfk eða annarsstaðar
að af landinu. Sagði hann að
þetta væri gert með þvf hugar-
fari, að þegar um svona stór-
framkvæmdir væri að ræða, þá
fengju heimamenn veltuna f
sfnar hendur og gætu byggt þá
jafnvel byggt upp sfn fyrirtæki,
en ekki að láta einhverja utan-
aðkomandi menn fleyta
rjómann af kökunni og hlaupa
sfðan burt. „Þetta ættu Aust-
firðingar að muna, frá því á
sfldarárunum, en þá komu að-
komumenn á fót alls konar
rekstri og hlupu sfðan f brott,
þegar hallaði undan fæti.“
— Okkur hjá Félagi lög-
giltra rafverktaka finnst að
með þessu sé stjórn Sfldar-
vinnslunnar að ganga gróflega
fram hjá heimamönnum, enda
hefðu þeir fyllilega getað út-
vegað rafvirkja til starfa sjálfir
og þá frá öðrum stöðum á
Austurlandi. Þvf miður virðist
hér hafa verið um að ræða
hreina pólitfska ráðstöfun.“