Morgunblaðið - 18.01.1975, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANÚAR 1975
3
Jóhannes Snorrason, formaður rannsóknarnefndar flugslysa;
Snarpir sviptivindar á þeim
slóðum sem þyrluslysið varð
Framhald af bls. 1
flugslysinu. Mbl. hitti Hjalta aö
máli í Hjarðarnesi. Hann skýrði
svo frá: „Við vorum að koma frá
Reykjavík með olíu á bæina á
Kjalarnesi. Þegar við erum ný-
komnir yfir Tíðaskarð varð okkur
litið til vinstri niður að sjónum.
Við sáum þá þyrluna í loftinu,
líklega í um 200 metra hæð, og
virtist okkur hún vera yfir sjón-
um, rétt utan við flæðarmál. Við
veittum því strax athygli að ekki
var allt með felldu og vélin jafn-
vel stjórnlaus og þvl hægðum við
á bílnum og stöðvuðum hann loks
og fylgdumst með því sem gerðist.
Okkur virtist sem vélin svifi aft-
urábak inn yfir landið, með stélið
á undan. Hún lækkaði ört flugið
en virtist ekki ókyrr I loftinu fyrr
en skömmu áður en hún skall á
jörðina, en þá fór stélið að ganga
upp og niður. Það var töluverð
ferð á vélinni þegar hún skall á
jörðina og hún varð alelda um
leið, og eldstólpi steig upp til him-
ins. Við beygðum strax niður að
Hjarðarnesi til að komast í síma
og síðan fórum við út að vélinni,
en það var ekkert hægt að gera.
Ég gizka á, að heil mínúta hafi
liðið frá því við sáum vélina og
þar til hún skall á jörðina. Við
heyrðum ekki I þyrlunni vegna
þess að bíllinn hjá okkur gekk I
hægagangi, en okkur sýndist
spaðar þyrlunnar snúast af full-
um krafti eins og ekki væri dautt
á mótornum."
Enga björg
hægt að veita
Hjónin Jósef Kristjánsson og
Sigriður BoðvarsdOttir.
Ingunn Bjönsdóttir eru nýlega
flutt til Hjarðarness. Þau stunda
þar ekki búskap, heldur sækja
þau bæði vinnu til Álafoss. Þau
unnu bæði frameftir kvöldið áður
og voru þvl sofandi þegar atburð-
urinn gerðist. Jósef skýrði þajtnig
frá I samtali við blm. Mbl.: „Við
vorum sofandi inni I bæþegar við
vöknuðum við sprenginguna. Ég
veit ekki hvort það er ímyndun
eða ekki, en mér fannst sem húsið
titraði. Við hlupum út að gluggan-
um og sáum þá eldstólpann. Við
vissum að sjálfsögðu ekki hvað
hafði gerst, en ég dembdi mér
strax I fötin og hljóp að slysstaðn-
um, sem er I um hálfs kílómetra
fjarlægð frá bænum. Þyrlan var
þá alelda og ekkert hægt að gera
og ég gat ekkert lífsmark séð. Ég
hljóp því strax heim aftur og
hringdi á Brúarland og lét vita
um atburðinn."
Slökkvilið Reykjavíkur fékk
fyrst vitneskju um atburðinn, og
lét hún lögregluna þegar vita. Frá
slökkviliðinu fóru sjúkra og
slökkvibílar strax af stað upp á
Kjalarnes og einnig fóru bílar frá
lögreglunni I Reykjavík og Hafn-
arfirði. Var búið að slökkva eld-
inn upp úr kl. 11,30. Þá komu
einnig á staðinn menn frá Loft-
ferðaeftirlitinu og rannsóknar-
nefnd flugslysa. Tóku þeir mynd-
ir af vettvangi og gerðu uppdrætti
og einnig tóku þeir lýsingu sjón-
arvotta upp á segulband. Þá tóku
þeir hluti úr vélinni með til
Reykjavíkur. Þá gerði rannsókn-
arlögreglan I Hafnarfirði einnig
athuganir á vettvangi. Menn frá
Flugbjörgunarsveitinni komu á
staðinn, og fluttu þeir lík þeirra
sem fórust til Reykjavíkur.
Jóhannes Snorrason, formaður
rannsóknarnefndar flugslysa,
sagði I samtali við Mbl. I gær-
kvöldi, að rannsókn nefndarinnar
væri á frumstigi, og á þessu stigi
væri ekkert ákveðið hægt að segja
um hugsanlega orsök slyssins.
Bersýnilegt hafi verið, að flug-
skilyrði á þessumslóðumhafi ver-
ið léleg, mikil ókyrrð I loftinu og
snarpir sviptivindar. Svo virðist,
sem þyrlan hafi verið orðin
stjórnlaus rétt áður en hún hrap-
aði, hvort sem það stafaði af þess-
um slæmu flugskilyrðum eða ein-
hverju öðru.
Förin í
tvennum tilgangi.
Að sögn Sigurðar Lárussonar,
starfsmannastjóra Rafmangs-
veitna ríkisins, var þyrlan á leið
til Vegamóta á Snæfellsnesi er
slysið varð. Förin var farin 1
tvennum tilgangi — annars vegar
voru forráðamenn Þyrluflugs að
kynna yfirmönnum Rarik hina
nýju þyrlu sína og hins vegar
hugðust yfirmenn Rarik líta á
framkvæmdir á vegum Rarik á
Vegamótum. Þar er verið að
leggja línu milli Vegamóta og
Stykkishólms og að sögn Sigurðar
var Sigurbjörg Guðmundsdóttir
með I þessari ferð, þar eð hún
ætlaði að taka við ráðskonustörf-
um á Vegamótum fyrir flokk linu-
manna og þeirra starfsmanna
Rarik sem vinna nú að þvl að
reisa nýja spennistöð á Vegamót-
um.
Þannig var umhorfs á slysstað.
Þetta er þyrlan sem fórst. Myndin er tekin í Bandarfkjunum. Hún
var blá og hvft að lit.
Hjalti Jóhannsson. 1 baksýn má sjá Gými Guðlaugsson.
Leifar þyrlumótorsins. Allt brann til kaldra kola.
Þyrluslysið:
2 menn hœttu við að
fara á síðustu stundu
A SÍÐUSTU stundu hættu tveir
starfsmenn Rafmagnsveitna
rfkisins við að fara með
Sikorsky-þyrlunni, sem fórst á
Kjalarnesi f gærmorgun.
Upphaflega var áformað að
Valgarð Thoroddsen, forstjóri
Rafmagnsveitna ríkisins færi
með þyrlunni. „Það var búið að
binda þetta fastmælum og ég
var meira að segja búinn að
pakka niður skjólfötum I gær-
kvöldi," sagði Valgarð I samtali
við Morgunblaðið I gær. „En
það var einhver beygur I konu
minni og lagði hún fast að mér
að fara ekki, svo að þegar ég
varð var við þennan óhug I
henni tilkynnti ég I morgun að
ég væri hættur við að fara
með.“
Baldri Helgasyni hjá Rarik
var þá boðið að fara með þyrl-
unni I stað Valgarðs, en hann
afþakkaði boðið rétt áður en
fara átti, þar sem hann taldi sig
ekki geta komið þvf við vegna
anna.