Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 7

Morgunblaðið - 18.01.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975 KEUTERS Albert Schweitzer Nú í vikunni var ein öld liðin frá fæðingu Al- berts Schweitzers, mann- vinarins umdeilda, sem afsalaði sér glæsilegum vísindaframa og verald- legum gæðum til að berj- ast gegn sjúkdómum og vesæld i Afríku. Þessara tímamóta var minnzt í Lambarene í Gabon, á bökkum Ogowe- árinnar, þar sem Schw- eitzer hóf starf sitt fyrir rúmum 60 árum, með því að hafin var smíði nýs sjúkrahúss með 150 rúm- um. Albert Schweitzer- sjúkrahúsið í Lambarene hafði verið gagnrýnt fyr- ir að uppfylla ekki kröfur heilbrigðiseftirlitsins og fyrir að vera á eftir tím- anum. Að lokinni ítar- legri endurskoðun á rekstrinum hefur því, sem aflaga var komið, verið kippt í lag, og við sjúkrahúsið eru nú sér- stakar barna-, sálfræði-, tannlækna- og geislunar- deildir. Munnmælasögur höfðu spunnizt um Schweitzer löngu áður en hann lézt. Aðdáendur hans litu á hann sem nútíma dýr- ling. Afrískir nágrannar hans voru fullir lotning- ar í hans garð. En á gam- als aldri varð hann að standa andspænis til- raunum gagnrýnenda til að niðurlægja allt hans ævistarf. Hann varði hálfrar aldar starfi til líknar bágstöddum í Gab- on, lézt fyrir tíu árum, og er jarðsettur við sjúkra- húsið í Lambarene. Þótt Schweitzer yrði tákn allra þeirra er helg- uöu sig mannúðarmálum og æðri hugsjónum, skorti hann ekki gagn- rýnendur. Sumir þeirra, sem komu til Lambarene síðustu æviár Schweitz- ers, sögðu eftir á að sjúkrahúsið væri óþrifa- legt, að Schweitzer væri andvígur allri tækniþró- un, kæmi illa fram við fjölskyldu sína og starfs- lið, og liti niður á afríska blökkumenn. Gagnrýnendurnir sögðu að loftleysi og raki væru inni í sjúkrahúsinu, sjúklingar svæfu þar á rúmfjölum einum, og að skepnur ráfuðu þar um meðal sjúklinganna. Brezki blaðamaðurinn James Cameron sagði í grein um heimsóknina Dr. Albert Schweitzer á nfræðisafmæli sfnu. þangað: „Þar var ekkert rennandi vatn annað en regnvatn, ekkert gas, engin skólpræsi, og ekk- ert rafmagn, nema fyrir skurðstofuna og plötu- spilarann." Sjálfur gerði Schweitz- er ekkert til að bera gagnrýnina til baka, en haft var eftir honum að gagnrýnendurnir hefðu misskilið tilganginn, því hann teldi að sjúkrahúsið ætti að líkjast aðstöðu sjúklinganna heima fyrir í þorpum sínum, jafnvel svo mikið að þar fengju húsdýrin að ráfa milli rúmanna. Enn í dag er þeirri ráð- stöfun Schweitzer fylgt að nánustu ættingjar sjúklinganna fylgi þeim til sjúkrahússins, búi þar með þeim, annist þá og matreiði fyrir þá. Við þetta er bæði unnt að komast af með minna starfslið, og einnig dreg- ur það úr hræðslu sjúkl- inganna við innilokun hjá hvítum mönnum og inntöku óþekktra lyf ja. I dag er það viðurkennt almennt að Schweitzer hafi verið drottnunar- gjarn í framkomu sinni Lyfjagjöf í Lambarene. gagnvart blökkumönn- um. Sem dæmi má benda á að enginn blökkumaður varð læknir við sjúkra- húsið. En benda ber á að hann var aðeins barn síns tíma á þessu sviði, og vel- viljuð stjórnsemi hans var aðeins dæmigerð framkoma hvítra manna í Afríku fyrir 50 árum. Öllu þýðingarmeiri er þó sú staðreynd að hann helgaði sig af alhug bar- áttunni fyrir því að bæta lífskjör íbúanna á þess- um slóðum. Schweitzer fæddist í Kaysersberg, skammt fyrir sunnan Strasburg, 14. janúar 1875. Þrítugur að aldri varð hann próf- essor í guðfræði við há- skólann í Strasbourg. Þá var það að trúboðar sögðu honum frá eymd- inni í Afríku. Varpaði hann þá öllu frá sér — glæsilegri framtíð við há- skólann og á tónlistar- brautinni, og hóf átta ára nám í læknisfræði. Hann kom til Gabon, sem þá var frönsk ný- lenda, í fyrsta skipti árið 1913, þá 38 ára, og hóf þar þetta nýja ævistarf. 1 fyrri heimsstyrjöldinni handtóku Frakkar hann þar sem hann var þýzku- mælandi íbúi Elsass- héraðs, en hann sneri á ný til Lambarene árið 1924. Þar sem hann átti jafnan við fjárskort að stríða, ferðaðist hann víða um heim og hélt fyr- irlestra og tónleika. í síð- ari heimsstyrjöldinni lok- aðist algjörlega fyrir fjárframlög frá Evrópu, og mjög gekk á birgðirn- ar í Lambarene. Hlupu þá hjálparnefndir í Bandaríkjunum undir bagga og héldu stöð Schweitzer gangandi. Ár- ið 1949 fór hann mikla sigurför til Bandaríkj- anna, og árið 1952 hlaut hann friðarverðlaun Nobels. 1 dag annast Schweitz- er-sjúkrahúsið um 250 sjúklinga á dag, og um 350—450 ættingja þeirra. Þar starfa 25 þýzkir og svissneskir læknar og hjúkrunarkonur auk fjölgandi starfsliðs Gab- onbúa. Ríkisstjórnin í Gabon leggur fram fé til rekst- ursins. Sjúkrahúsið, sem hafizt var handa um að reisa í vikunni, er byggt fyrir fé frá Gabonstjórn og hjálparstofnunum í Bandaríkjunum. Reksturskostnaður við sjúkrahúsið nemur um 8 milljónum CFA-franka (um 4 millj. króna) á mánuði. Kemur það fé að mestu frá söfnuðum mót- mælenda í Sviss, Banda- ríkjunum og Vestur- Þýzkalandi. Sumarbústaðaland til sölu 1 ha. i nágrenni Reykjavík- ur. Liggur að laek og aðgangur að vatni. Uppl. i sima 92-2798. Keflavik — Suðurnes Höfum á biðlista kaupendur að flestum stærðum og gerðum ibúða og einbýlishúsa. Skipti oft mögu- leg. Eigna- og verðbréfasalan, Hring- braut 90, Keflavík, simi 92-3222. Til sölu Rafsuðuvél með Díselvél, Scout jeppi árg. 1964, flutningavagn fjögurra hjóla, ódýrt vegna utan- farar. Sími 21530, laug. og sunnud. frá kl. 12.00 báða dagana. Sandgerði Til sölu glæsileg 4ra herb. ibúð við Suðurgötu, losnar með vorinu. Fasteignasala Vilhjálms og Guð- finns, simar 1263 og 2890 og heima 2376. Ung stúlka óskar eftir lijilli ibúð strax, helzt i vesturbænum, eða nálægt mið- bænum. Simi 92-1331. Er kaupandi að gömlum og nýjum vörulagerum af fatnaði barna, unglinga, dömu og herra. Tilboð sendist Mbl. merkt „Fatnaður — 8560”. Veitingar Húsnæði til veitingareksturs óskast strax. Upplýsingar í síma 81690. Til sölu Mercedes Benz 37 sæta fólks- flutningsbifreið. Vél 352. Góður bill i vinnuflokkakeyrzlu. Uppl. hjá Mosfellsleið H.F. simi 66435 og 33791. Skattframtöl veiti aðstoð við framtöl og reikningsskil. Sími 53590 milli kl. 1 7.30. og 19. Ingvar Björnsson, héraðsdómslögmaður, Sléttahrauni 28, Hafnarfirði. Bændur — Hestamenn Tek hesta i tamningu. Pantið sem fyrst. Gjald kr. 13000 á mánuði. Uppl. i sima 99-6169. Skúli Steinsson, Miðdal, Laugar- dal. Keflavik — Suðurnes Til sölu fullgert glæsilegt einbýlis- hús. í smíðum einbýlishús, raðhús og hæðir. Eigna- og verðbréfasalan, Hring- braut 90, Keflavik, simi 92-3222. Skattframtöl Veiti aðstoð við skattframtöl. Pantið tima sem fyrst. Haukur Bjarnason hdl. Bankastræti 6. Simar 1 5528 og 26675. SNOW-TRAC SNJÓBÍLAR Útvegum með litlum fyrirvara hina vinsælu sænsku snjóbila Snow-Trac og Trac-Master. Leitið nánari upplýsinga. Globusn Lágmúla 5. Sími 81555 •Vtsinarkj'ötd "MÍSmULl - Filitl Eipilll" NÆSTKOMANDI SUNNUDAGSKVÖLD 19 JANÚAR í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU. * KL. 19.00 HÚSIÐ OPNAÐ. * KL. 19.30 VEIZLAN HEFST. — VERÐ AÐEINS KR. 895 — ic ALISVÍN, KJÚKLINGAR, SVALADRYKKUR „SANGRIA" OG FLEIRA GÓÐGÆTI. ★ SÖNGUR — GLENS OG GAMAN. ★ MYNDASÝNING ★ SKEMMTIATRIÐI ÍC FERÐABINGO — VINNINGAR 3 SPENNANDI ÚTSÝNAR FERÐIR. * DANS — HIN VINSÆLA HLJÓMSVEIT HÚSSINS. ATH. AÐ VEIZLAN HEFST STUNDVÍSLEGA OG BORÐUM VERÐUR EKKI HALDIÐ EFTIR KL. 19.30. NJÓTIÐ HINNAR FRÁBÆRU STEMMNINGAR SEM RÍKIR Á. ÚTSÝNAR-KVÖLDUM. TRYGGIÐ YKKUR BORÐ HJÁ YFIRÞJÓNI Á FÖSTUDAG FRÁ KL. 1 5.00 í stma 20221. VERIÐ VELKOMIN — GÓÐA SKEMMTUN * » FERÐASKRIFSTOFAN UTSYN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.