Morgunblaðið - 18.01.1975, Síða 12
HeiisuræKt &
morgunielkfimi
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. JANUAR 1975
eftir VALDIMAR
ÖRNÓLFSSON
Er ekki rétt að byrgja brunninn
áður en barnið er dottið ofan í hann?
f einu dagblaðanna um daginn
var sú spurning lögð fyrir vegfar-
endur. hvort þeir færu á skíði eða
iðkuðu einhverjar íþróttir. Einn
svaraði eitthvað á þá leið, að hann
eyddi fristundum sinum ekki i svo-
leiðis vitleysu.
Skyldi það vera svo vitlaust sem
þessi ágæti maður lætur i skina að
æfa íþróttir? Hvernig stendur á
þessum fjölda manna, jafn vel allt
niður í þritugt. sem þjáist af hjarta
og æðasjúkdómum.
Hinir öru framfarir í tækni, sem
gera okkur lifið léttara á margan
hátt, eiga þvi miður sinn þátt í
þeirri óheillavænlegu þróun, sem
hefur verið i heilbrigðismálum
a.m.k. þeirra þjóða, þar sem tækn-
in hefur náð lengst. Frá náttúr-
unnar hendi er mannslikaminn
þannig gerður, að hann þarfnast
áreynslu til þess að ná æskilegum
þroska og til þess að hann starfi
rétt. Rannsókn. sem gerð var á
500 stálheilbrigðum stúdentum,
sem fengnir voru til þess að liggja
i rúminu i tilraunaskyni I nokkrar
vikur, sýnir vel, hvernig hreyfing-
arleysið fer með mann. Við mæl-
ingar, sem á þeim voru gerðar
kom í Ijós, að vöðvarnir höfðu
rýrnað ótrúlega mikið, hjartslátt-
urinn var mun hraðari (sem gefur
til kynna lakari starfsemi hjarta-
vöðvans) og afkastagetan hafði
minnkað á allan hátt.
Það er einmitt þetta, sem því
miður fylgir tækniþróuninni og öll-
um þessum dásamlegu tækjum,
sem eru að taka af okkur allt
ómak og áreynslu.
Og svo bætum við sjálf gráu
ofan á svart með þvi að skikka
börnin á skólabekk frá 7—17 ára
án þess að tryggja það nema að
litlu leyti, að þau fái nægilega
hreyfingu og líkamsþjálfun svo að
kyrrsetur við námið (bæði i skól-
anum og heima) valdi þeim ekki
skaða (t.d. hryggskekkju) og
hindri beinlinis eðlilegan vöxt
þeirra og þroskun innri M'ffæra
(t.d. hjarta og æðakerfis).
Tækniþróunin verður að sjálf-
sögðu ekki stöðvuð og skólagang-
an ekki heldur — enda ekkert vit i
því. en það verður að gripa til allra
góðra ráða til þess að koma i veg
fyrir að þessir hlutir, tæknin og
skólagangan. sem hvor tveggja á
að vera manninum til góðs, valdi
óbætanlegum skaða á heilsu við-
komandi. Við verðum a.m.k. að
gera það. sem i okkar valdi stend-
ur til þess að ba gja hættunni frá.
Það þaii ekki að leita langt yfir
skammt til þess að ráða bót á
hreyfingarleysinu. Að flestra dómi
eiga kyrrsetur stóran þátt í sifellt
vaxandi tiðni hjarta- og æðasjúk-
dóma. jþróttir eru tilvalinn vett-
vangur. Jafnvel einfaldar Itkams-
æfingar og gönguferðir geta forð-
að mörgum frá heilsutjóni, ef þær
eru iðkaðar daglega Mikilvægast
er, að menn hefji æfingar áður en
þeir kenna sér nokkurs meins.
En hvernig er ástandið í skól-
unum? Fjölmargir skólar hafa
enga íþróttasali og mjög erfiða
aðstöðu á allan hátt til íþrótta-
kennslu og líkamsræktar fyrir
nemendur. Og i þeim skólum, þar
sem aðstaða er góð, fá nemendur
ekki nema 1 — 3 tima á viku til
iþrótta. iþróttakennslan er látin
sitja á hakanum, þó að það sé eina
kennslugreinin, sem sinnir líkam-
legri velferð barnanna. Það er þó
skylda skólanna að hugsa um al
hliða þroska æskunnar, likamlega
sem andlega. Likamlega góð
heilsa er undirstaða góðs náms-
árangurs og starfsárangurs, enda
verður efnið ekki skilið svo auð-
veldlega frá andanum.
Gleymum þvi heldur ekki, að
helstu atvinnuvegir okkar þarfn-
ast hraustra og vel þjálfaðra
manna. Skólunum ber því að
leggja mikla rækt við likamlegt
uppeldi landsmanna, enda hvergi
betri tök á þvi en þar til að ná til
fjöldans. þar sem allir eru skyld
ugir til þess að stunda skólanám á
aldrinum 7—17 ára, einmitt á
þeim aldri, sem líkamsþjálfun
kemur að sem mestu gagni og
bestum árangri verður náð i þrosk-
un hjarta og æða. En það eru
einmitt þau liffæri, sem eru í
mestri hættu vegna þeirra breyttu
lifnaðarhátta. sem tækniþróunin
hefur haft í för með sér eins og
áður er getið.
Það verður þvi að gera gjörbylt-
ingu i líkamsræktarmálum skól-
anna, til þess að þeir geti innt af
höndum þá skyldu, sem á þeim
hvílir gagnvart likamsuppeldi æsk-
unnar. Lágmarkskrafan er, að við
aila skóla verði komið upp góðri
aðstöðu til iþróttaiðkana, þar sem
hana skortir enn, og að allir
nemendur fái eina kennslustund á
dag í likamsrækt.
Það er dýrt að byggja Iþróttahús
og sundlaugar, en það er enn þá
dýrara að byggja sjúkrahús.
Er ekki rétt að byrgja
brunninn áður en barnið er
dottið ofan ! hann?
Leikfimisæfingar
Enn þá ein góð æfing fyrir mitti
og mjaðmir:
Fótlyftur með mjaðma-
vindu:
Baklega, hendur út frá öxlum,
(Mynd 1). Hægri fæti lyft beint upp
(Mynd 2) og látinn siga niður til
vinstri I gólf (Mynd 3). Þá er
fætinum lyft aftur beint upp og
látinn siga fram og niður í upp-
hafsstöðu (Mynd 1).
Endurtakið sömu æfingu með
vinstri fæti. Gerið æfinguna 5—8
sinnum með hvorum fæti fyrir sig
i fyrstu og svo oftar með æfing-
unni.
Bakæfingar:
1) Bakfettur m. armteygju
aftur:
Legið á grúfu, spenntar greipar
f. aftan bak (Mynd 4). Bol og höfði
lyft eins hátt frá gólfi og unnt er,
herðablöð dregin saman, armar
teygðir aftur (Mynd 5). Ovalið í
stöðunni nokkur andartök og svo
sigið niður að gólfi og slakað á
augnablik. Æfingin endurtekin
5— 10 sinnum eða oftar.
2) Bakfettur m. armt. út:
Legið á grúfu, hendur undir
höku (Mynd 6). Há fetta meðarm-
teygju út og upp (Mynd 7).
Æfingin endurtekin 5—10 sinn-
um með smá hvildum á milli.
3) Bakfettur m. armteygjum
f. og fótlyftum:
Legið á grúfu, hendur undir
höku (eins og á 6. mynd). Höndum
og fótum lyft eins hátt frá gólfi og
unnt er (Mynd 8). Dvalið í þeirri
stöðu meðan talið er upp í 5 (eða
lengur). Æfingin endurtekin 5
sinnum fyrst og svo oftar eftir
getu hvers og eins.